Vísir - 28.08.1964, Side 9

Vísir - 28.08.1964, Side 9
V I S I R . Föstudagur 28. ágúst 1964. r & Átta ára gömul las hún tvær smásögur eftir sig í útvarpið, ári síðar birtust fyrst sögur eftir hana á prenti, ellefu ára skrifaði hún langa skáld sögu, og tvítug sendi hún frá sér metsölubók- ina ÁST Á RAUÐU LJÓSI. Frú Hanna Krist- jónsdóttir er gift Jökli Jakobssyni rithöfundi, og auk anna sinna sem húsfreyja og tveggja bama móðir stundar hún guðfræðinám við Háskólann og skrifar skáldsögur, þegar hún má vera að. „Ja, námið er nú kannske meira að nafninu til“, segir hún og hristir höfuðið. „Því miður. Ég veit ekki, hvort ég myndast við að halda þessu á- fram; mér finnst voðalega erf- itt að samræma námið og allt hitt. Jæja, maður sér til“. „Langar þig að verða prest- ur?“ „Ef maður fer á annað borð í guðfræði, býst ég við, að það sé oftast nær takmarkið". „Trúin er þá mikill þáttur í lífi þlnu?“ „Já“. Sögur um allt milli himins og jarðar „Hvenær byrjaðirðu á skáld- sagnagerðinni?" „Um leið og ég var búin að læra að skrifa. Ég á fjöldann allan af stllabókum frá þeim ár- um, fullum af sögum um allt milli himins og jarðar. Og ég var alltaf að reyna að fá þetta birt; það var hrein manfa hjá mér“. „Enda tókst það“. „Já, tvær smásögur birtust 1 Ljósberanum, þegar ég var níu og tíu ára“. „Um hvað fjölluðu þær?“ „O, um litlar, góðar stúlkur, sem trúðu á Guð. En þegar ég var átta ára, las ég tvær smá- sögur eftir mig í barnatímanum í útvarpinu, og mér fannst ég lesa þær afskaplega vel. Þess vegna var það mikið áfall fyrir sjálfstraust mitt, þegar ég kom í skólann daginn eftir og lestr- arkennarinn byrjaði á að tala um, hvað ég hefði lesið þetta hroðalega". Pabbi stoppaði útgáfuna „Birtust fleiri sögur eftir þig á þeim árum?“ „Ein smásaga í viðbót. Hún kom í tímariti, sem hét ,Allt til skemmtunar og fróðleiks'. En sumarið sem ég var ellefu ára, skrifaði ég langa skáldsögu, sveitasögu, af því að ég var í sveit þá, og sú saga náði yfir langt árabil. Ég hef mjög gam- an af því núna að lesa lýsing- una mína t. d. á brúðkaupsnótt söguhetjunnar". „Þessi skáldsaga hefur ekki verið gefin út?“ „Nei, pabbi stoppaði það allt. Honum fannst ég víst orðin full montin og ekki á það bætandi. Mér þótti þetta ósköp sorglegt, en það hefði sjálfsagt ekki verið hollt fyrir mig að fá söguna gefna út“. „Hvar varstu í sveit?“ „Hjarðarholti í Döþim. Það kostulega var, að sama sum- arið var Jökull á næsta bæ, Ljár skógum, að skrifa fyrstu bókina sfna, .Tæmdur bikar' “. „Kynntuzt þið kannske þarna í sveitinni?“ „Nei, nei, ég man ekki til, að ég hafi séð hann það sumar. Ég var orðin sextán ára, þegar við hittumst fyrst, og seytján ára, þegar við giftum okkur“. „Skrifaðirðu mikið á gelgju- skeiðinu?" ,,Nei, eftir skáldsöguna mína, sem kom ekki út, skrifaði ég Frú Hanna Kristjónsdóttir (Mynd: IM) á eftir honum. Jú, ævisögu séra Áma Þórarinssonar eftir Þór- m berg get ég lesið endalaust. Ég hef lesið hana aftur og aftur, og mér finnst það sérlega gott, þegar ég er sjálf með eitthvað í smíðum". „Lesið þið Jökull jafnóðum ritsmíðar hvort annars?“ „Já, við fylgjumst alveg með hvort hjá öðru, ræðum efnið fram og aftur og bendum á það sem okkur finnst mega betur fara. ,Segðu engum' fékk Jökull reyndar í slumpum, því að hann var þá á togara, en hvert sinn sem hann kom í land, fékk hann kafla að lesa“. Mjög margt gaman „Hver eru helztu áhugamál þín fyrir utan bókmenntimar?" „Ég hef mikinn áhuga á trú- málum, einkum kristinni trú, og ég hef gaman af ... ja, eigin- lega finnst mér mjög margt gam an. Ég er mikið gefin fyrir nátt- úruna, og hestum er ég ákaf- lega hrifin af. Ég á meira að segja einn sjálf. Mér var gefið folald, þegar ég var 1 kaupa- vinnu fyrir tveimur árum með krakkana, meðan Jökull fór til Englands og Frakklands, og ég á líka eina kind“. „Og hvar geymirðu skepnum- ar þínar?" „Á bænum þar sem ég var — Seli á Snæfellsnesi. Og öðru hverju fer ég þangað til að líta eftir bústofninum". „Hvað heitir hesturinn?" „Fjalldísill. Að vlsu er hann Ekkert sákrstríð að skrífa ekkert þangað til ,Ást á rauðu ljósi*. Ja, ég orti nokkur ljóð við og við, eins og gengur; ég tel það ekki“. „Atómljóð eða í hefðbundnum stíl?“ „Hvort tveggja". Ekkert sálarstríð að skrifa „Hvað varstu lengi að skrifa ,Ást á rauðu ljósi‘?“ „Bara þrjá mánuði. En ,Segðu engum' tók mig tæplega ár“. „Ætli þetta verði ekki erf- iðara með hverri nýrri bók?“ „Það getur verið. En mér finnst afskaplega gaman að skrifa og á ekki í neinu sálar- stríði á meðan — a. m. k. ekki ennþá“. „Þér er létt um að skrifa?“ „Já, fulllétt kannske“. „Breytirðu miklu, eftir að þú skrifar fyrsta uppkastið?" „Ja, ég laga náttúrlega ýmis- legt til, en ég skrifa fáa kafla alveg upp, því að þá kemur oft eitthvað allt annað en ég ætlaði að hafa, þegar ég fékk hug- myndina fyrst“. „Hvernig færðu hugmyndirn- ar? Veiztu alveg fyrirfram, hvernig sagan á að verða?" „Ég sé nokkurn veginn fyrir mér það helzta, hvaða persónur tilheyra sögunni og hvernig þetta gengur fyrir sig 1 aðal- atriðum, en ekki nákvæmlega. Hvernig hugmyndirnar koma, veit ég ekki, en svo mikið er víst, að það þýðir ekkert fyrir mig að setjast niður til að búa til söguþráð og persónur; ég hef reynt það, en þannig verður allt dautt. Ég var t. d. búin að berj- ast heilt ár við að semja sögu á u3nnan hátt, og hún varð bæði léleg og leiðinleg. Svo allt í einu eitt kvöld kom fyrsta blað- slðan af ,Segðu engum'. Það er voða gaman, þegar þetta er að koma — þá er maður sæll“. „Þú ætlar ekki að fara að keppa við Jökul í leikritagerð?" „Nei, ætli ég láti hann ekki um leikritin í bili. Annars skrif- aði ég heilmikið af þeim sem krakki, þó að ég treysti mér ekki út f það núna“. „Hvað um ljóðin?“ „Jú, ég yrki eitthvað annað slagið, en kvæðin mín eru held- ur léleg; ég er hrædd um, að ég eigi enga framtíð fyrir mér sem Ijóðskáld". Uppáhaldið er Hamsun „Lestu ekki mikið?“ „Eftir því sem ég hef tíma til, helzt leikrit — þr 3 er mest keypt af þeim hér á heimilinu". „Hvaða höfundum ertu hrifn- ust af?“ „Uppáhaídið mitt er Knut Hamsun — svo kemur runan af fleirum en ég get talið upp langt hryssa, en Illugi, strákurinn okkar, skírði hana, og mér fannst nafnið svo skemmtilegt, að ég lét það halda sér“. „Hvenær ætlarðu að senda frá þér næstu bókina?" „Ég veit ekki. Þegar ég er búin með sögu, langar mig ekki til að skrifa neitt í bráð, og þegar bókin er komin út, finnst mér hún orðin mér fjarlæg og hálfpartinn óviðkomandi. Ég ætl aði nýlega að lesa ,Ást á rauðu ljósi', en gafst upp, þvl að mér fannst hún svo leiðinleg". „En er ekki eitthvað að byrja að krauma í pottinum?“ „Ja, kannske ekki alveg kom- ið á það stig, en ... við getum sagt, að það sé að byrja að volgna“. — SSB Samtal við frú Hönnu Kristjónsdóttur rithöfund

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.