Vísir - 28.08.1964, Síða 15
V1SIR . Föstudagur 28. ágúst 1964.
• > .r.
15
OPHELIA HAMILTON:
•-Amor-----
á sjúkrahúsi
FRAMHALDSSAGÁ
— Daginn eftir aö ég kom
til þín, sagði hann, var farið
með mig á ný í skurðstofuna
til aðgerðar. Það var ný aðgerð
á öklanum — og nú fullvissuðu
þeir mig um, að ekki þyrfti frek
ari aðgerða við.
- Guði sé lof, að það var
sú seinasta. Ég vona, að þú
verðir sem fyrst alveg góður
í fætinum.
Og hún hugsaði sem svo: -
Honum hlýtur að fin*ast ég
vera alveg hræðileg, en samt er
hann alveg indæll gagnvart
mér.
- Ég hef engar áhyggjur af
íætinum sagði hann, við skul-
um tala um eitthvað annað.
Hann fór að losa um silki-
bandið, sem bundið var utan
um öskjuna.
Leith gat ekki dulið feginleik
sinn yfir komu hans, en hún
var alveg á nálum. Henni fannst,
að sér gæti ekki dottið neitt
skynsamlegt í hug til þess að
tala um og svo sagði hún í
vandræðum sínum:
- Mér þykir ægilega gott
súkkulaði. Pabbi var vanur að
kalla mig ...
Hún þagnaði skyndilega og
beit á vörina.
— Hvað kallaði hann þig?
sagði Peter uppörvandi. Segðu
mér það bara. Mér skilst, að þér
hafi þótt innilega vænt um
hann, en ég er viss um, að hann
vill, að þú syrgir ekki og berir
höfuðið hátt. Og þér mundi líða
betur, ef þú talaðir við einhvern
um hann. Því ekki við mig,
Leith?
- Hann átti ekki sinn líka,
sagði hún eftir stutta þögn.
Mamma dó, er ég var lítil telpa.
Hann var mér bæði faðir og
móðir og mér þótti innilega
vænt um hann. Það er ekki
langt síðan við fluttum hingað.
Pabbi leigði íbúð í húsi rétt
fyrir utan bæinn. Ég sá um allt
heima, og það var svo hugnan-
legt hjá okkur. Ég hafði alltaf
matinn til áður en hann kom úr
vinnunni, til þess að geta farið
á móti honum, en sá um, að
maturinn héldist heitur á með-
an. Ég var alltaf á járnbrautar-
stöðinni, þegar iestin kom, og
svo urðum við samferða heim
og röbbuðum saman.
Peter hélt á loft græna silki-
bandinu og bar við rauðleitt
hár hennar.
— Þetta er einmitt litur, sem
fer vel við hárið þitt. Ég hef
aldrei fyrr séð svona fallegt,
eirrautt hár.
Hún hló himinlifandi, en
sagði:
- Enginn hefur sagt fyrr, að
það væri fallegt/Þegar ég var
stelpa, var mér strítt á því í
skólanum, að það væri á litinn
eins og gulrót. Engum hefur
fundizt það fallega rautt nema
þér.
— Þú ert yndisleg, sagði
hann og bætti svo við: — Þú
hefðir getað verið hver sem
væri, en það varstu ekki.
Leith var fljót að skipta um
umræðuefni:
— Þú minntist á móður þína.
Er hún ekki heima?
— Foreldrar mínir hafa verið
erlendis í misseri. Mér tókst að
halda þessu leyndu fyrir þeim
með slysið, þar til þau voru á
heimleið hvort eð var. Ef ég
héfði skrifað þeim um þa|
strax, hefðu þau lagt af stað
heim undir eins og þau vissu
um það, en þau voru á hvíldar-
og skemmtiferðalagi og ég-
vildi ékki eyðileggja það fyrir
þeim.
Leith fannst miklu auðveld-
ara að bera þjáningarnar á and-
vökunóttum, því að nú gat hún
hlakkað til þess, að Peter kæmi
daginn eftir. Hann kom á hverj-
um degi, og alltaf færði hann
henni eitthvað, ef ekki eitthvert
góðgæti, þá bækur til að lesa,
eða blóm, fjólur, rósir, ilmandi
nellikur.
— Ég hef alltaf haft yndi af
blómum, sagði hún. Við höfðum
dálítinn garðblett, þar sem við
leigðum, og þar ræktuðum við
pabbi blómin, sem okkur þótti
vænst um. Honum þótti vænst
um þau, sem hann hafði fengið
mætur á í bernsku.
Og nú rifjaði hún upp svo
margt og margt og um allt gat
hún talað við Peter, sem hún
hefði ekki getað rætt um við
neinn nema hann, en það var
eins og hún gæti sagt honum
allt.
— Við höfðum sparað saman
til þess að geta farið í ferðalag,
sagði hún einn daginn, og við
vorum að athuga uppdráttinn og
leituðum að stöðunum, sem við
ætluðum til og höfðum mikla
ánægju af.
En ekki gat hún þess,
að þessir peningar höfðu allir
farið í útfararkostnaðinn.
Hversu oft hafði hún ekki legið
andvaka í myrkrinu og þakkað
guði fyrir, að hún átti þessa pen
inga og þurfti ekki að leita á
náðir neins, né sagði hún hon-
um frá áhyggjum sínum yfir
hvað hennar myndi bíða, er hún
færi úr sjúkrahúsinu. Peter
mátti aldrei fá að vita, að hún
átti ekkert og vissi ekki einu
sinni hvert hún gat farið. Hún
yrði bara að hverfa - því að
hún vissi, að ef hann fengi vitn-
eckju um hvernig ástatt væri
fyrir henni, mundi hann vilja
hjálpa henni. Og hún mátti ekki
th þess hugsa.
En svo var það einn sólskins-
dag, þegar Leith beið þess, að
I Peter kæmi, að móðir hans kom
! í hans stað.
— Ert þú Leith? sagði hún
iog settist hjá henni.
Hún kinkaði kolli, vissi ekki
hvað segja skyldi.
— Það er fallegt nafn. Peter
hefur sagt okkur allt um þig.
— Gerði hann það? hvíslaði
Leith feimnislega.
Leith kveið fyrir hvað mundi
koma næst. Ef mamma hans
jfæri nú að tala um slysið eða
meiðsli Peters, mundi hún fara
að hágráta. Hún var niðurlút og
sá því ekki samúðina og mildina
í augum frú Ilu Morrisar. Leith
datt alit f éinu í húg, að móðir
Peters hefði komið til að sækja
Peter, og nú væri brátt öllu
lokið. Kannski mundi hann
koma, já, vafalaust mundi hann
koma, en bara til þess að kveðja
hana. Frú Morris mundi vita
allt um slysið og kannski ásaka
hana, þótt hún segði-ekkert.
— Ég krafðist þess, að Peter
og pabb; hans kæmu ekki með
mér núna. Ég vildi fá að tala við
þig ein fyrst. Jafnvel beztu
menn geta þvælzt fyrir manni
stundum, finnst þér ekki?
Leith greip hvað eftir annað
í sængina grönnum fingrum.
Hún var mjög taugaóstyrk.
Henni gat ekki dottið neitt í
hug og þagði, beið þess, að frú
Morris héldi áfram.
— Við komum ekki fyrr en
í gærkvöldi, hélt Ila áfram, og
auðvitað fórum við rakleiðis á
fund Peters. Hann hafði, prakk-
arinn sá arna, ekkert sagt okk-
ur um það, sem gerzt hafði,
fyrr en við vorum á heimleið.
Og við töluðumst lengi við í
gærkvöldi, pabbi hans, ég og
Peter.
— Já, vitanlega.
Leith hugsaði, að mamma Pet
ers hlyti að fá einkennilega hug
mynd um hana, liggjandi þarna
með grátstafinn í kverkunum,
án þess að geta komið upp
nokkru orði, að heitið gæti. Hún
fór að sannfærast um það æ
betur, að móðir Peters væri
komin til þess að kveðja hana
fyrir hann.
Ua lagði hönd sína á órólegu
hðndina á teppinu.
— Leith, sagði hún, horfðu á
mig, vina mín.
Og Leith horfði í augu, sem
voru eins blá og augu Peters, og
það var sama mildin í þeim og
sama brosið á vörunum.
Ila strauk eirrauða hárið.
- Ef ég hefði eignazt dóttur
— Leith, vildi ég óska að hún j
hefði orðið alveg eins og þú. j
Leith gróf andlitið í svæfl-
inum og grét eins og hjálpar-
vana, en Ila lagði handlegg sinn
á öxl hennar og lét hann vera
þar, þar til grátinum linnti.
Ila fann þurran vasaklút í
náttborðsskúffunni.
- Við ræddum við lækninn
þinn, sagði hún í léttum tón.
Hann er vel ánægður með hve
vel þér fer fram. Hann segir, að
þú fáir að fara á fætur í næstu
viku.
- í næstu viku, sagði Leith,
og hún fór að hugsa um hvað
þá tæki við. Hvað gæti hún gert,
— hvert hún ætti að fara. Henni
tókst að knýja fram bros vegna
mömmu Peters.
- Það er gott, sagði hún.
Og svo kom Ila með spum-
inguna, sem Leith hafði ■ óttazt.
— En hver eru áform þín,
væna mín, þegar þú ferð héðan?
— Ég — ég veit ekki, tautaði
Leith, ég hef. ekki tekið neina
ákvörðun enn.-
— Þér finnst nú kannski
djarft af mér að koma með uppá
stungu, mér, sem aðeins hef
þekkt þig stutta stund, en. svo
er það nú eiginlega Peter, sem
á uppástunguna, en ekki ég. Við
vildum svo gjaman, að þú kæm
ir til okkar, Leith.
- 0, þúsund þakkir, en -
en hvers vegna ættuð þið ...?
- Rennirðu engan grun í það
— eða hvað? spurði Ila og brosti
kankvíslega. Við viljum fá þig
heim til okkar af því, að Peter
hefur fengið ást á þér. En það
hefurðu kannski haft einhverja
hugmynd um?
— Að Peter hafi fengið ást
á mér, hvíslaði Leith; það var
eins og það væri einhver töfra-
máttur í orðunum, sem hún
hafði heyrt, það var kominn lit-
ur í kinnarnar og fjör í augun,
og aldrei hafði hún verið fal-
legri, þrátt fyrir tárablettina á
kinnunum.
- Ég skil ekki í því, að hon-
um skuli geta þótt svona vænt
um mig, sagði hún.
- Ég get getið mér til um
ýmsar ástæður fyrir því, sagði
Ila, ég held, að Peter sé lán-
samur piltur.
Og nú fóru þær báðar að
hlæja.
Ila reis skyndilega á fætur.
- Hamingjan góða. Ég verð
að fljúga. Peter sagði, að ég
fengi ekki nema fimm mínútur!
— Andlitið á mér — púður-
dósin mín, veinaði Leith.
En það var of seint, Peter
stóð í gættinni.
TIL SÖLU
2 herb. íbúðir við Lindargötu, ris
Ásbraut á hæð, Rauðarárstíg á
hæð Kaplaskjólsveg í;s, Drápu-
hlíð jarðhæð Shellveg kjallari,
Efstasund rishæð, Nesveg lítið
niðurgrafinn kjallari.
3 herb. íbúðir við Þverveg á hæð
útb. um 300 þús. kr.,
3 herb. íbúð á hæð við Efstasund.
3 herb. rishæð við Sigtún.
4 herb. ibúð á III. hæð við Klepps
veg. Nýleg og góð íbúð. 1 stofa
3 svefnherbergi, eldhús, r.valir
móti suðri, bilskúrsréttur. Laus
1. október.
4 herb. kjallaraíbúð, lítið niður-
grafin í Teigunum.
4 herb. íbúð við Ásbraut Kópa-
vogi. Nýleg íbúð.
4 herb. íbúð við Seljaveg
5 herb. íbúð við Kleppsveg á II.
hæð. Vönduð íbúð. 2 stofur 3
svefnherbergi. eldhús, bað, stór-
ar svalir, tvöfalt gler. Teppi
fyigja.
5 herb. ibúð i Austurbænum í sam
byggingu á I. hæð. 1 íbúðarher-
bergi fylgir í kjallara. Nýleg 1-
búð vel innréttuð, svalir, bfl-'
skúrsréttur
5 herb. ibúð i Hlíðunum á II. hæð
3 stofur, 2 svefnherbergi, teppa
lögð að mestu leyti, arinn í
stofu, eldhús, 4-5 herb. á III.
hæð selst með
5 herb. íbúð í Hlíðunum nýmáluð
og standsett á I. hæð að öllu
leyti sér.
JÓN INGIMARSSON
Iögmaður
Hafnarstræti 4. Sími 20555
Sölumaður: Sigurgeir Mignússon
Kvöldsímí 34940
Tarzan bindur hníf sinn fast-
an við tágavað og fleygir hon
um til stúlkunnar. Henni tekst að grípa hann, og er ekki sein á sér að bregða honum á böndin
sem halda henni.
RETTI
LVKILLINN w ®
AP RAFKERFINU
Blómabúbin
Hrísateig 1
simar 38420 & 34174