Vísir - 14.09.1964, Page 1

Vísir - 14.09.1964, Page 1
VISIR 54. árg. - Mánudagur 14. september 1964. - 210. tbl. AÐALSTRÆTI9C, STÓR- SKEMMDIST í BRUNA Allur lager heildverzlunar Jóhanns Karlssonar eyðilagðisl Miklar skemmdir urðu af völdum elds á hdsinu Aðal- stræti 9 C, aðfaranótt sunnu- dags. Heildverzlun Jóhanns Karlssonar hefur húsið á leigu og skemmdist allur lager fyrir- tækisins og einnig urðu miklar skemmdir á skrifstofunni. Slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi hús, og var eldur- inn slökktur á um það bil klukkustund. Það var klukkan átta minútur yfir þrjú aðfaranótt sunnudags sem slökkviliðið var kvatt að húsinu númer 9 V við Aðal- stræti. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur laus í húsinu. Komst eldurinn um allt húsið og urðu á því miklar skemmdir. Það tók slökkviliðið um það bil klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Aðal- stræti 9 C er tvílyft hús og var lager Heildverzlunar Jóhanns Karlssonar á neðri hæðinni, en skrifstofur uppi. Á lagernum var m. a. mikið af efni í gólfklúta og töluvert af fatnaði, handklæðum og sokkum. „Já, segja má, að það sé ekki fallegt að litast hér um“, sagði Jóhann Karlsson við blaðamann Vfsis í morgun og síðan bætti hann við: „Það sem ekki hefur brunnið er skemmt af vatni og reyk“. Allar líkur benda til þess að eldurinn hafi komið upp á neðri hæðinni, enda voru skemmdir af völdum eldsins mestar þar. Heildverzlun Jóhanns Karlsson- ar hefur haft húsið á Ieigu X iy2 ár, en eigandi þess er Ragnar Þórðarson. Jóhann Karlsson heildsali virðir fyrir sér skemmdimar. Ljósmynd Vísis, I. M. Gífurieg aðsókn að Kenaaraskólauum alvarieg þrengsli í nýju byggingunni Gífurlegt annríki lög- reglu vegna ölvunar Gífurleg ölvun var í Reykjavík ! í sambandi við ölvun þessara um sl. helgi og mikið annriki hjá j manna kom til ýmiss konar bar- lögreglunni af þeim sökum. smíða, ryskinga og óláta, en al- ---------------------- ! mennt ekki svo að til stórtfðinda drægi né meiriháttar slysa á mönn um. Helzta slysið varð á manni, sem barinn var f rot inni á einu veitingahúsi borgarinnar og lög- reglan varð að flytja hann meðvit undarlausan í Slysavarðstofuna. Þar kom f ljós að maðurinn var nefbrotinn og með sprungna vör. Vegna drykkjuskapar voru fangageymslur lögreglunnar yfir- Framh. á bls. 6. 40 stúdentar setjast í skólann í haust Dr. Broddi Jóhannesson, skóla- stj. Kennaraskóla íslands, sagði i viðtali við Vísi f morgun að geysimikil aðsók:. væri nú að skólanum, miklu meiri en nokkru sinni áður. Nefna má sem dæm'i að 120 verða í fyrsta bekk f vetur og verða nýlið- arnir nú jafnmargir og nemend ur voru samtals í öllum bekkj- um skólans fyrir 2 árum. Um 40 stúdentar, , flestir braut- skráðir sl. vor, verða í Kenn- araskólanum i vetur, og er það allmiklu stærri stúdentahópur en nokkru sinni áður. Alls verða 360—370 nemendur í BLAÐIÐ í DAG Bls. 2 fþróttir. — 3 Myndsjá: Siðasti dagur í skólagörð- unum. — 7 Trefjaplast ryður sér til rúms. — 8 Erfiðleikar á Kýpur — 9 Hún þýðir islendinga sögu á ensku. Viðtal við dr. Julia McGrew ___________________________ Kennaraskólanum á vetri kom- anda, auk 170 barna í æfinga- skóla Kennaraskólans, en þeim þarf að koma fyrir ( aðalný- byggingunni þar eð eftir er að reisa æfingaskóla á skólalóð- inni. AIIs verða þannig um 540 nemendur í Kennaraskóla- húsinu í vetur, að börnunum meðtöldum, og eru þegar orðin ofboðsleg þrengsli í nýju bygg- ingunni. Þessi fjöldi er f hálfu því húsnæði sem upphaflega var ætlað um það bil helmingi færri nemendum, sagði skóla- stjórinn. 1 því sambandi er þess að geta að í framtíðinni verður byggð ný álma til suðu- urs úr aðalálmu Kennaraskól- ans við Stakkahlfð og ýmsar smærri álmur og sérbyggingar á landi skólans. Skólastjórinn kvað ekki gott að segja hvaða ástæður réðu mestu um h’ina miklu fjölgun í Kennaraskólanum seinustu árin. Þó mætti ímynda sér að þrennt kæmi þar til greina; I fyrsta lagi von um stúdentspróf frá Kennaraskólanum, í öðru lagi bætt námsaðstaða með nýju skólabyggingunni og i þriðja lagi bætt launakjör kennara al- mennt. Þó væru nokkur dæmi þess að nemendur hefðu hætt námi i Kennaraskólanum þar eð þeir hefðu getað fengið jafn góð laun út á gagnfræðapróf sitt (sem er inntökuskilyrði í Kennaraskólann) og kennararnir fá til að byrja með. Að sjálfsögðu fjölgar mjög kennaraliði Kennaraskólans með hipni miklu nemendafjölg- un þar og voru nýlega settir þar 8 kennarar f embætti. Norðmenn Ijúka bræðslu- síldveiðum við ÍSLAND Eru hæstónægðir með órangurinn, 900 þús. hektólítra Norska útgerðarmannasam- bandið tilkynnti í morgun, að bræðslusíldarveiðum norska síldarflotans við ísland væri lokið. Hins vegar mun hluti flotans halda eitthvað áfram við veiðar í salt. Norðmenn eru mjög ánægðir með síldveiðina við Island í sumar. Fyrir þá hefur það ver- ið einkar hagkvæmt að síldin hefur verið fyrir austan Island, þeim i ,'in skemmri er siglinga- leiðin fyrir þá. Aflinn sem þeir hafa sett í bræðslu er álíka mikill og í fyrra, kannski ívið meiri, rúm- lega 900 þúsund hektólítrar. 40 bátar eru nú á síldarmiðunum með um 10 þúsund hektólítra samtals og munu þeir veiða á- fram í salt, þangað til þe'ir snúa heim. Biskup Islonds jarðsyngur Eins og áður hefir verið skýrt frá fer útför forsetafrú- arinnar, Dóru Þórhallsdóttur, fram á morgun.' KI. 10 1 fyrramálið hefst minningarathöfn í sóknarkirkju forsetahjónanna að Bessastöð- um, sóknarpresturinn, séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, flytur minningarræðuna. Kl. 14 á morgun verður út- förin gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, biskupinn yfir ls- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, flytur líkræðuna og jarð- syngur. Útvarpað verður frá at- höfninni í Dómkirkjunni. Þegar Vísir hafði samband við forsetaritara, Þorleif Thor- lacius i morgun, laust fyrir kl. 10, höfðu alls um 1000 manns komið í forsetaskrifstofuna í Alþingishúsinu síðan um há- degi á föstudag og ritað nöfn sín og sinnr. í mi ingabók um forsetafrúna, Dóru Þórhalls- . dóttur. Stór hópur beið í Al- þingishúsinu í morgun þegar fyrrnefnt símtal átti sér stað. Samúðarskeyti halda áfram að berast í forsetaskrifstofuna ír byggðarlögym landsins.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.