Vísir - 14.09.1964, Qupperneq 2
V í S IR . Mánudagur 14. september 1964.
RAM 2-1
—■ og nú verðn liðln œð nnæfast
í auknBeiBs fii uð gera úf um
hvorf þeirru fer i 2» deild
lá með höndina á grasinu og bolt- varnarmaðurinn hafi notað hend-
inn hrökk í þá hönd, þannig að urnar viljandi í þetta skipti, —
hann gat alls ekki hafa gert hönd- þess vegna dæmdi ég vfti“, sagði
ina af ásettu ráði. „Ég álít, að Guðjón dómari. Jón Björgvinsson
• v. ‘ fV" v
bakvörður Þróttar var ekki á sama
máli. „Ég gat ekkert gert að þess-
ari hendi“, sagði hánn, „boltinn
hrökk í höndina á mér án þess
að ég vissi“.
Þær 13 mínútur sem pftir voru
reyndust spennandi og harkan í
leiknum ók mjög, Eitt mark til við.
bótar fyrir Fram hefði fært þeim
sigur gegn Þrótti í þessu móti. —
Framarar voru stundum ekki langt
Framhald á bls. 7.
Þróttur virðist vel á veg kominn með að vinna af-
rek, sem fæstir af fylgismönnum félagsins þorðu að |||
vona, — að forðast fallið í 2. deild. í síðustu tveim
leikjum hefur félagið fengið 3 stig, eftir jafntefli við
íslandsmeistarana, sem eins hefði getað orðið sigur,! |
og nú sigur gegn Reykjavíkurmeisturunum, 2:1, hvort
tveggja réttlát úrslit. Eru Fram og Þróttur nú búin að
Ieika leiki sína í 1. deild og eru jöfn og neðst með 7
stig. Verða þau því að leika aftur, — hrein úrslit um
hvort liðið fellur í 2. deild.
Þróttarar voru frá upphafi mun
ákveðnari í leik sínum, en allur leik
urinn bar þess merki, að hér var
„úrslitaleikur", leikmenn voru
taugaóstyrkir og miður sín, og
bæði liðin áttu einn sinn lélegasta
leik á sumrinu. Þó átti Þróttur
betri leikkafla og framlína liðsins
var mun virkari en framlína Fram.
Haukur Þorvaldsson skoraði á
21. min. eina mark hálfleiksins. Það
kom eftir hörkuspennandi sókn.
Það var skallað að marki, Sigurður
Einarsson bjargar á línu, og enn
er skallað að marki og þar sigrar
Haukur í lofteinvígi og skallar í
netið, en Geir var kominn langt
Ný heimsmet!
o
o
um helgisiu j
Enn halda heimsmetin áfram
að koma og um helgina voru
tvö ný sett. Hið fyrra var sett
í Búdapest í 100 m. skriðsundi
karla. Það var 22 ára Frakki
Lain Gottvales, sem það gerði.
Hann synti fyrsta sprettinn fyr
ir Frakka i 4x100 m. boðsund-
inu í landskeppninni við Ung-
verja og kom í mark á hinum
ótrúlega góða tíma 52.9 sek.,
sem er 7/10 úr sek. betra en
gamla metið sem Dos Santos
frá Brazilíu átti. Franska sveit
in synti á 3.39,2 mín., sem er
Evrópumet. Gottvales átti áð-
ur bezt 53.9 sek.
Siðustu árin hefur metið
í þessari grein þróazt þannig:
55.4 John Ilenrik Ástralíu 1956
55.2 John Devitt Ástralíu 1957
54.6 John Devitt Ástralíu 1957
54.4 S. Clark Bandar. 1961
53.6 M.D. Santos Brazilíu 1961
52.9 Gottvales Frakklandi 1964
Hitt metið var 4x100 m. boð
hlaup kvenna. Pólska boð-
hlaupssveitin, sem við sögðum
frá um daginn, setti nvi heims-
met og tók fyrra met banda-
rísku sveitarinnar og hljóp á
44.1 sek. Er sveitin mjög líkleg
til sigurs í Tokyo og Klobu-
kowska, sem nú jafnaði Evxr-
ópumetið 11.3 er sömuleiðis lík
leg til sigurs í Tokyo í 100. m.
hlaupi. Þriðja heimsmetið um
helgina, Ralph Boston stökk
8.34 m. á úrtökumótinu fyrir
OL. Það er nýtt heimsmet og 3
cm. betra en heimsmet Teer-
Ovanesjan.
út úr markinu. Geir bjargaði stuttu
seinna naumlega skoti Hauks af
löngu færi. Beztu tækifæri Fram
voru hjá Hallgrími Scheving, sem
komst inn að marki I allgott færi,
en Þórður Ásgeirsson bjargaði með
úthlaupi, og Þorgeir og Hinrik áttu |
ágæt skot skammt utan hjá og yfir. !
Á fyrstu mín. seinni hálfleiks átti
Þróttur færi, sem nær bar árangur,
en boltinn valt naumlega fram hjá
marki. Guðjón Jónsson átti hættu-
legan skalla á Þróttarmarkið rétt
yfir, og Ólafur Brynjólfsson skaut
hættulegu skoti á Frammarkið.
Á 26. mín. skoraði Haukur Þor-
valdsson úr vítaspyrnu 2:0 fyrir
Þrótt, og skoraði þar með 9. mark
sitt í 1. deild í sumar og er mark-
hæstur í deildinni. Vítaspyrnan var
dæmd á gróft brot innan vítateigs.
Spyrna Hauks var örugg vinstri
fótar-spyrna í vinstra horn, en Geir
reyndi að verja í hinu horninu.
Axel Axelsson ógnaði verulega
með hressilegu gegnumbroti. Hann
fór allt frá miðju á vinstri kanti
og gegnum alla vörnina, en Geir
tókst að bjarga á elleftu stundu
með góðu úthlaupi.
Fram skoraði sitt mark úr víta-
spyrnu á 32. mín. Guðjón Jónsson
skoraði örugglega, en dómurinn var
mjög vafasamur. Jón Björgvinsson
Þarna stóð 2:0 fyrir Þrótt, ei\ Fram er að skora úr vítaspymunni.
VÍTASP YRNUKIPPNIÁ
AKUREYRI!
Akureyri vann að lokum með 7:5 — fimm
markanna skoruð úr vitaspyrnu, en tvö vita
Fram mistókust
Fjölmargir áhorfendur horfðu : Akureyrarliðið, nýbúið að vinna sér
gærdag á einstæða viðureign á sess í 1. deild, átti í stórkostlegum
knattspyrnuvellinum á Akureyri. erfiðleikum með Fram. Vítaspyrnu-
öguleiki á að ísland lendi
gegn heimsmeisturum
lnnir fengiG sðtf fram i Evrópukeppnðnni i BaandknattBeik
Danir fengu sínum málum
framgengt í Evrópubikarkeppn
inni, — þeir fengu því til leið-
ar komið að þeir þurfa ekki að
leika við Dinamo Bukarest í
undanúrslitunum, en leika þess
í stað við frönsku meistarana
í París, en verða þó fyrst að
sigra finnsku meistarana i
Kaupmannahöfn, síðan sigur-
vegarann í Holland-Luxem-
bourg og þá sem fyrr segir
Frakka, a.m.k. ef Frakkar vinna
Portugal, og það er talið nokk
urn veginn víst.
Er frekja Dana furðuleg, og
enn furðulegra hve langt þeir
komast í frekjunni, þegar þeir
semja um leiki í undanúrslitum
áður en vitað er hvort þeir
komast nokkurn tíma svo langt
Þetta mun hafa þau áhrif á
leik islands, að Fram leikur
fyrst við sænsku meistarana,
Redbergslid frá Gautaborg I 2.
umferð, en sigurvegari þess
Ieiks lendir gegn sjálfum heims
meisturunum, sem voru ætlað-
ir Dönum.
Við hittum Gunnlaug Hjálm-
arsson, „nýliða“ með Fram á
götu í gær. Hann sagði glað-
hlakkalega eins og hans var
von og vísa, þegar hann heyrði
þessi tíðindi: „Aumingja Rúm-
enarnir, það verður leiðinlegt
fyrir þá að tapa fyrir okkur.“
Ekki er útilokað að Fram
takist að sigra Redbergslid. Ef-
laust eru sænsku meistararnir
allöruggir um sigur, a.m.k.
tala Sviar þannig um leikinn
að ekkert undir 10 marka mun
komi til greina. Dönsku meist-
ararnir máttu þakka fyrir að
tapa ekki gegn Fram 1962 og
nú er liðið mun sterkara. Fari
svo er ekki víst að Fram geti
greitt hinn mikla kostnað af
að taka Dinamo liðið til Reykja
víkur. Hér er aðstaðan afar Ié
Ieg og nánast engin, og eini
salurinn sem boðlegur er er á
Keflavíkurflugvelli. Er ekki ó-
sennilegt að leikurinn færi
fram einhvers staðar á megin-
Iandinu og þá scnnilega í
Þýzkalandi.
keppni, sú fyrsta hér á Iandi, skar
úr um úrslitin og færði liði Akur-
eyrar sigur gegn þessu b-Iiði Fram,
sem spjaraði sig svo óvænt I þess-
um leik. Með þeim mörkum, sem
skoruð voru í vítaspyrnukeppninni
vann Akureyri 7:5, en eftir 2x15
mín. framlengingu var staðan 2:2.
Á áhorfendapöllunum við hinn
giæsilega leikvöll Akureyringa var
sannköiluð bikar „stemning", —
þetta er gefur bikarleikjum annan
blæ en öllum öðrum knattspyrnu-
leikjum. Það var ekki mikið af
góðri knattspyrnu en talsvert af
skemmtilegum tilþrifum og harka
og spenningur.
Akureyrarliðið hefur örugglega
talið sig eiga við léttan andstæðing
að etja, en svo fór þó ekki. Fram-
Iína Akureyrar reyndist þess ekki
umkomin að skora mörk, en vörn-
in með Jón Stefánsson sem bezta
Framhald á bls. 7
STIGIN
í íslandsmótinu
Staðan i 1. deild er nú þessi:
Þróttur — Fram 2:1 (1:0). —
Mörkin: Haukur Þorvaldsson, Þr. á
21 mín. Haukur Þ. úr vlti á 26.
mín. og Guðjón Jónsson úr vlti á
32. mín.)
Keflavík . . 9 6 2 1 24:12 14
KR . . . 8 4 2 2 14:10 10
Akranes . 9)04 23:20 10
Valur . . . 10 3 2 5 19:24 8
Fram . . . 10 2 3 5 16:20 7
Þróttur . . 10 2 S 5 14:24 7
Eftir eru Ieikir KR—AKRANES
á Laugardalsvelli 27. sept. og KR—
KEFLAVlK á Njarðvíkurvelli á
sunnudaginn kemur.