Vísir - 14.09.1964, Page 7
TÍ g IR . Mánudagur 14. september 1964.
7
Trefíaplastið
meira og meira
ser
rúms
Ryðbætur á bíla og sprautað á búsþök
Trefjaplast ryður sér æ
meir til rúms á ýmsum svið-
um og virðict þetta efni
... og hér bíður eitt verkefnið
eftir viðgerð með trefjaplasti.
sannarlega eiga framtíð fyrir
sér. Undanf; la mánuði hef-
ur trefjaplast veric notað til
■'Z v"'' bíla og revnzt
mjög vel að því er virðist,
og á Blönduósi hefur Trefja-
plastverksmiðja” sprautað
efninu á húsþök, og virðist
pdó nijog snjoll aðferð.
I bílaiðnaðinum er trefjaplasti
spao mikilli framtið og talið að
eiui iiukkur ar verði flestar bif-
re.o.i úr því efni eða einhverju
náskyldu efni, en þegar er byrj-
að að nota efnið í því skyni að
ryðbæta, og kemur það þá í
stað logsuðu.
Fyrir helgina heimsóttu frétta
maðu og ljósmyndari frá Vísi
lítið fyrirtæki á Nesvegi 57 í
Reykjavík, en þar voru menn
við ryðbætingar með þessu
efni. Er greinilegt að aðferð
þessi er í flestum tilfellum mun
fljótlegri og ódýrari en suðan,
og trefjaplastið, sem bitur sig
fast í stálið, er ekki veikara
efni en stálið sjálft, þegar það
er harðnað. Efnið þolir allar
sýrur og ryðgar ekki.
Það eru tveir bræður, Þor-
steinn og Þorgeir Sigurgeirssyn
ir, sem reka þetta nýstárlega
fyrirtæki á Nesveginum og
segja þeir að reynslan af þess-
um ryðbótum hafi í öllum til-
fellum orðið mjög góð. og
vegna þess hve handhæg þessi
aðferð sé, verði hún mfklu ódýr
ari en suða
Trefjaplastið fá þeir í mott-
urn, en til að fá plastið til að
harðna, er borinn á það sér-
stakur lögur og eftir 20 mín-
útur er það farið að harðna.
Eftir 2 tíma rúma má fara að
„spars!a“ og síðan er slipað nið
ur og málað
Bræðurnir Þorgeir og Þorsteinn Sigurgeirssynir að slípa niður flöt,
sem er viðgerður með trefjaplastinu.
Allt þetta tekur ótrúlega stutt verið trassaður mikið, a. m. k.
an tíma og t. d. var barna þýzk voru ryðgöt dottin á hann hér
ur bíli, sem hafði greinilega og hvar, sum hnefastór. Þennan
Svona lítur flöturinn út eftir að
trefjaplastið er sett á og bíður
eftir að harðna. Þessi sprunga
var 25 sentimetrar að lengd.
bíl höfðu þeir félagarnir unnið
við í rúman dag og verið var
að slípa niður síðustu götin.
Á Blönduósi er trefjaplastið
notað í ýmislegt. Má þar nefna
báta, baðkör og sundlaugar og
hvaðeina, en það nýjasta er að
sprauta þessu efni með há-
þrýstisprautu á húsþök. Þetta
hefur verið reynt i Svíþjóð með
góðum árangri i 8 ár. Sparar
bessi aðferð bæði þakpappa og
bakjárn og er miklu ódýrari. Á
Blönduósi hefur sænskur iðn-
fræðingur, Peter Wennerholm,
haft umsión með þessu verki,
én verksmiðjustjóri þar er Jör-
undur Kristjánsson.
Segiast þeir á Blönduósi nú
vera að hugsa um smáhúsa-
smíði úr trefjaplasti, en það
yrðu einungis sumarbústaðir,
sem hafa orðið rnjög vinsælir í
Svíþjóð.
Útsvörin á
Akureyri «—>
Vegna greinar G. L í Alþýðu-
manninum 27 ágúst s. 1., þar sem
sagt er frá útsvarsniðurjöfnun á
Húsavik, óskar framtalsnefnd Húsa
víkur þess, að þér birtið eftirfar-
andi í blaði yðar:
1 nefndri grein er sagt orðrétt:
„Hér var lagt á bætui almanna-
trygginga. og sjómannafrádráttur
ekki veittur. oa auk þess voru
gamalmennum engr.r ívilnanir
gefnar".
1 reglum sem prentaðar eru
með útsvarsskrá, gerir framtals-
nefnd m. a. grein fyrir álagning-
unni á þessa leið: „Undanþegnar
útsvarsálagningunni voru þessar
bætur: elli- og örorkulífeyrir,
sjúkrabætur, mæðralaun og sjúkra
dagpeningar. . „uk þess voru út-
svör elli- og örorkulifeyrisþega
lækkuð verulega.
Hjá einstaka gjaldendum var
tekið tillit til sjúkrakostnaðar,
skertrar greiðslugetu vegna dauðs-
falla og slysa, og vegna menntun-
arkostnaðar barna eldri en 16 ára“.
Ennfremur segir: „Vikið var frá
ákvæðum skattaiaga um aukafrá-
drátt sjómanna“.
Samkvæmt framansögðu var t.
d dreginn frá tekjum þeirra 30
ellilífeynsþega, sem útsvör voru
lögð á, allur ellilífeyrir þeirra að
upphæð samtals kr 684.500,00,
sem svarar til þess að útsvör þeirra
hafi verið lækkuð um kr. 135.000,
00—190.000,00. Auk þess voru út-
svör þeirra lækkuð um kr. 52.000,
00. Þessar tölur eiga, eins og fram
kemur. aðeins við þá ellilífeyris-
þega, sem greiða útsvör, en stór
hópur þeirra verður útsvarslaus við
þessar aðstæður. Sjómannafrádrátt
ur, annar en aukafrádráttur, er
Ieyfður til frádráttar að fullu, en
þar er fæðisfrádráttur sjómanna og
hlífðarfatafrádráttur.
Af 143 gjaldendum njóta t. d.
49 alls þess sjómannafrádráttar,
sem heimilaður er samkvæmt skatt
lögunum.
Pramh aí nls 2>
mann varðist vel. Báðir aðilar áttu
ágæt tækifæri í fyrri hálfleik, sem
lauk þó án marka.
Eftir 10 mínútur í seinni hálf-
leik skoraði Steingrímur úr góðri
hornspyrnu Valsteins Jónssonar,
útherja. Þetta jöfnuðu Framarar-b
ekki fyrr en 3 mín. voru eftir til
leiksloka. Það var h. innherji sem
skoraði markið, og nú var fram-
lengt um 2x15 mín. Fram skoraði
2:1 eftir 10 mín. léik, v. framvörð-
ur skoraði en Guðni Jónsson jafn-
aði með hörkuskoti í seinni fram-
Wqjngunni 2:2.
Dómari leiksins, ungur og efni-
legur maður í þeirri stöðu. Guð-
mundur Haraldsson frá Reykjavík,
ákvað nú að framkvæma reglurn-
ar um vítaspyrnukeþpni. Leikmenn
fengu sér sæt; * miðjum vellinum
og nú var gengið á milli markanna
á víxl. Akureyringar byrjuðu og fór
svo að Akureyringarnir skoruðu
alltaf, en tveir Framarar skoruðu
ekki. Hálldór Lúðvíksson, sem
skaut hátt yfir og Guðmundur Ósk
arsson sem „negldi“ í stöngina.
Þann'ig lauk þ'csari einstæðu
keppni og áhorfendur fóru heim
ánægðir eftir skemmtilegan leik,
sem hafði gefið þeim skemmtun
fyrir peningana.
I Beztu íenn í leiknum voru þeir
Jón Stefánsson og Guðni hjá Akur-
| eyringum, en markvörður ög Guð-
mundur Óskarsson beztir hjá Fram.
Akureyringar og KR-b komast
tvö liða úr fyrstu umferðum bik-
arkeppninnar í 4. umferð ■ leika
þar ásamt 1. deildarliðunum sex.
Próttur —
Framhald af bls. 2.
frá að skora t. d. strax á mfnút-
unni eftir vítaspyrnuna.
I Beztu menn I þessum leik voru
Þórður Ásgeirsson, markvörður
Þróttar, Axel Axelsson og Haukur
Þorvaldsson, en Ómar Magnússon
o. Jón Björgvinsson voru báðir
mjög góðir. Hjá Fram átti Geir
ágætan leik í markinu, Sigurður
Friðriksson og Einarsson í vöm-
inni, en framlínan heldur léleg og
fi mverðirnir ekki mjög virkir.
Guðjón Finnbogason frá Akra-
nesi dæmdi leikinn og fórst það
mjög vel. Ég var þó ekki á sama
máli með vítaspyrnuna. Þar var
óviljahendi, sem ekki ber að dæma
á. — jbp -
Sendisvein^r
Dagblaðið Vísir óskar að ráða sendisveina í
vetur. Uppl xá afgreiðslunni, Ingólfsstræti 3.
Sími 11660. '
Maður óskast
Vanan mann vantar á traktorsgröfu.
VÉLTÆKNI H/F