Vísir - 14.09.1964, Síða 8

Vísir - 14.09.1964, Síða 8
8 VtSIR . Mánudagur 14. september 1964 visiR CJtgefandi: BlaOaCtgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Préttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofui Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiösla Lngólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. I lausasölu 5 kr. elnt. - Sfmi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vfsis - Edda h.f. Dagur Leifs heppna l^ins og frá hefur verið skýrt í fréttum, hefur Banda- ríkjaþing nú ákveðið að 9. október skuli framvegis haldinn hátíðlegur sem dagur Leifs Eiríkssonar. Hans nefur að sönnu verið minnzt þar vestra þennan dag nokkrum sinnum áður, en þá þurfti til þess sérstaka ákvörðun hverju sinni. Það hlýtur að vera öllum íslendingum gleðiefni, að með þessari ákvörðun er fengin full viðurkenning Bandaríkjanna á því, að Leifur hafi fundið Ameríku iyrstur hvítra manna. Menn af norrænum stofni í Vest- urheimi hafa lengi barizt fyrir því, að þessi viðurkenn- ing fengist, og eftir áratuga baráttu sjá þeir nú loks fullan árangur þeirrar sóknar. Fyrsta viðurkenning Bandaríkjanna kom, eins og flestir vita, þegar þeir sendu íslendingum styttuna af Leifi, sem stendur á Skólavörðuholti, árið 1929, í tilefni Alþingishátíðar- innar, sem haldin var árið eftir. En af ýmsum ástæð- um hefur dregizt að full viðurkenning fengist þar til nú. Vera má, að rannsóknir norska fornleifafræði'ng's- :ns Helge Ingstad og konu hans, á Nýfundnalandi, hafi átt sinn þátt í því að flýta fyrir þessari ákvörðun Bandaríkjaþings. Þótt enginn efaðist raunar um áreið- anleik hinna íslenzku heimilda um fund Vínlands og fcrðir Leifs Eiríkssonar, hafa þó fyrrnefndar rannsókn- ir og fomleifafundir þeirra Ingstad-hjónanna staðfest sannleiksgildi sögunnar svo vel sem verða má. Þetta er enn ein sönnun þess, hve íslenzkar forn- sagnir eru áreiðanlegar heimildir, og má í því sam- bandi einnig minna á það, sem nú er að koma í ljós við fomleifarannsóknirnar í Brattahlíð á Grænlandi. Menn skyldu því hér eftir varlega halda eins fast fram þeirri skoðun og sumir hafa gert fram að þessu, að sögumar séu að meira eða minna leyti skáldskapur, æm lítið og stundum ekkert sé hægt að reiða sig á. fíminn kann að eiga eftir að leiða í ljós margt fleira, •em rennir óyggjandi stoðum undir sannleiksgildi þeirra. Um stóriðju Qrein Steindórs Steindórssonar menntaskólakennara Akureyri, sem hann ritaði fyrir skömmu í tímaritið Heima er bezt“, hefur vakið verðskuldaða athygli, nda nokkuð verið frá henni sagt og í hana vitnað hér í blöðunum undanfarið. Steindór ræðir málið skynsamlega og öfgalaust, frá öllum hliðum. Þar örlar hvergi á því ofstæki og emstrengingshætti, sem oft hefur komið fram í skrif- um stjómarandstæðinga um þetta mál. Virðist með Uu ástæðulaust að blanda inn í það pólitík, eins og eir hafa gert. Hér á það sjónarmið eitt að koma til 'eina, hvort hagkvæmt er fyrir okkur, að hafizt verði uanda um stóriðju, og óneitanlega bendir margt til að svo sé, ef rétt er á málinu haldið. Danski lögreglufulltrúinn Sandholt ræðir við Kýpurbúa í þorpinu Kazaphani. á KYPUR Kunnara er en frá þurfi að segja, að erfiðleikarnir á Kýpur hafa verið miklir og vaxandi á þeim tíma, sem gæzluliðið hef- ur starfað þar og alþjóðalög- reglulið. Þessir erfiðleikar stafa að verulegu leyti af afstöðu Kýpurstjórnar, en hún einkenn- ist a.' mikilli stirfni, að ekki sé meira sagt. ... Nú er. þpss skammt að biða, að .út sé runnið þriggja mán- st6& 'ktárfstímaDil gæzluliðsins og hefur U Thant framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna nú óskað heimildar til þess að framlengja dvalartíma þess þar enn um 3 mánuði. í greinargerð til Öryggisráðs- ins kvartar hann yfir afstöðu Kýpurstjórnar, gagnrýnir hana sannast að segja hvasslega, svo að á orði er haft, að hann hafi ekki fyrr verið jafn skeleggur í málflutningi. Fer hann fram á, að gæzlu- liðið fái frjálsræði til þess að fara um eyna að vild og fjar- lægja götuvirki og tálmanir, sem torvelda starfsemi gæzluliðsins, að það megi grípa til gagnað- gerða ef á það er ráðizt við framkvæmd hlutverks síns o. fl., svo sem'i' að koma á vopn- lausuro spildum, þar sem hætt er við tj aðilar berist á bana- spjót. Á sama tíma og hann fór fram á þetta, í vikulok síðustu, voru horfur enn hinar fskyggi- legustu: Tyrkir hótuðu að flytja með valdi matvælabirgðir handa fólkinu í Kokkina, nema Kýpur- stjórn leyfði þangað frjálsa mat- vælaflutninga, en Makarios heí ur varað við alvariegum afleiö- ingum slfkra aðgerða. Um sama leyti var birt frétl um það, að sendinefnd frf Kýpur væri komín til Moskva en Kýpurstjóm hefur beðið sov- étstjórnina um aðstoð og fengií einhver vilyrði fyrir slfkri að- stoð, ef innrás yrði gerð i eyna. Dönsk blöð hafa nýlega biri frásagnir um erfiðleika þá, sen danska lögreglan á Kýpur á v* að strfða. í einu þeirra er m. a. sagf frá ferðalagi til danskrar varð- stöðvar f þorpi f Kyreniafjön- um, þar sem tyrkneskumæland! menn og grískumælandi menn búa, — en samkomulagið þarm ig, að þeir talast aldrei við. Varðstöðin er f húsi, þar sen barnakennari þorpsins eitt sinr bjó, en þarna hefur ekki verit nein kennsla sfðan f desem ber í fyrra. Þama er f stutti máli umhorfs eins og í yfirgefnt húsi á ófriðarsvæði. Og á þessum stað er umræðu efni lögreglumanna, sem á verði eru, eðlilega: Hvað gerist 27. september er dvalartímanum lýkur? Fáun: við að fara heim þá? Og er ekki von, að friðelskandi Norður landabúar, rólyndir menn at eðlisfari og löghlýðnir, spjrrj: þannig. Og alveg vafalausi hugsa lögreglumenn ahnam þjóða á sömu lund. Þvf má vií bæta, að þeir hafa oft hætt líf; sínu til þess að geta sinnt hlut- verki sínu, vopnlausir gegr. vopnuðum mönnum, sem hata og verður það oft fyrst fyrir at grípa til vopna. Reynslan hefui sýnt, að starfsemi lögreglumanr. anna hefur alveg ómetanlegs þýðingu, því að lögreglumenn- irnir eru reyndir, sérþjálfaðir : lögreglustörfum og hæfari ti: þess að sinna ýmsum hlutverk- um en óreyndir, ungir her- menn. Frásagnir allar leiða í Ijóí hversu mikilvægt það er, að al- þjóðalögregla verði áfram á Kýpur. í dönsk.m blöðum ei rætt um, a það sé erfiðara að sjá af lögreglumönnum til þess að fara t'il Kýpur en ungum mönnum til gæzlustarfa, því að lögreglumannanna sé svo mikil þörf heima í Danmörku. En verði alþjóðalögregla þar á- Framh. ð bls 6. Ladaegaard, danskur yfirlögregluþjónn, í eftirlitsferðalagi á Iahds- byggðinni á Kýpur. Hann hafði lagt Nimbus-bifhjólið sitt upp að vegg, en slíkt farartæki hafði fólkið sums staðar aldrei aug- um litið fyrr. í*gagg5l

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.