Vísir - 01.10.1964, Qupperneq 10
10
'ÍSITt
Flannixúaaur 1. ol;iúI;ór 1934.
emawMEgjBTOuimjiiaRBSEB^EBKHniag-aiaiaBcat
Warren-skýrslpn -
Frh. af .7
vinnu í skólabókageymslunni,
tók hann sér á leigu herbergi í
Oak Cl'iff hverfi í Dallas, með-
an kona hans og börn bjuggu
hetma hjá vinkonu þeirra, Ruth
Paine í Irving, um 25 km fyrir
utan borgina. Hjá henni var hin
l'itla búslóð þeirra geymd. Þar
var riffillinn líka geymdur. —
Hann lá úti í bílskúr vafinn inn
* í grænan og bláan dúk. Það vildi
svo til, að I byrjun október fór
Matina Oswald út í bflskúr að
leita að stykki í barnsvögguna.
Hún sá þennan samanvafða dúk
með strengdu snæri utan um
og hélt að það sem hún væri
að leita að væri innan í honum.
Þegar hún fór að vefja dúknum
af, sá hún í byssuskeftið. Paine-
hjón'in sáu þennan samanvafða
pakka oft í bílskúrnum og
Michael Paine færði hann til.
Hann hélt að í honum væru ein-
hverjir sporthlutir eins og sund-
urteknar tjaldsúlur eða jafnvel
sundurtekin skófla, en hann
gáð'i aldrei, hvað væri í pakk-
anum.
Oswald svaf í leiguherbergi
sfnu virka daga, en á föstudags-
kvöldum var hann vanur að fara
til Irving og dveljast þar um
helgina með konu sinni. Það
vild'i svo til að einn starfsfé-
lagi hans, Buell Wesley Frazier
bjó í Irvi"g skammt frá húsi
Paine-hjónanna og var hann van
ur að aka með honum þangað á
föstudagskvöldum og aftur í
vinnuna á mánudagsmorgna.
Að sækja glugga-
tjaldastengur.
Nú gerðist það við lok Vinnu-
dags 21. nóvember, sem var
fimmtudagur að Oswald kom
til Fraziers og bað um að fá
að sitja með honum í bílnum út
til Irving.
Frazier var undrand'i og
spurði, hvers vegna hann færi
heim á fimmtudagskvöldi. Os-
wald svaraði: „Ég ætla að fara
heim og sækja gluggatjaida-
stengur til að setja I herberg'ið
mitt". Þeir fóru tveir úr vinn-
unni kl. 4.40 síðdegis og óku til
Irving.
Morgun'inn eftir fór Oswald
snemma á fætur og gekk út úr
húsi Paine-hjónanna um kl. 7,15
áður en aðrir fóru á fætur. Þeg-
ar hann kom að húsi því, sem
Frazier bjó í, sá systir Fraziers
hann fyrst og tók eftir að hann
var með þungan aflangan, brún-
an bréfpoka. Hann opnaði aftur-
hurð á bíl Fraziers og lagöi
oakkann aftur í bílinn. Þegar
henni var sýndur bréfpokinn,
sem fannst við gluggann á
sjöttu hæð bókageymslunnar,
taldi hún að það væri eins poki.
Frazier kom út úr hús'inu og
þeir settust báðir upp í bílinn.
Frazier tók eftir pakkanum i aft
ursætinu og spurði: „Hvað ertu
með í pakkanum, Lee?“ Oswald
svaraði: „Gluggatjaldastengur“.
Svo óku þe’ir af stað. Frazier
spurði einnig: „Af hverju ertu
ekki með matarpakka með þér?“
Oswald svaraði: „Ég ætla að
kaupa mér mat í dag“. Kvaðst
Frazier hafa undrazt þetta, því
að Oswald hefði alltaf verið van
ur að taka matarpakka með sér.
Þegar þeir komu að bókageymsl
unni lagði Frazier bílnum á bíla
stæði eins og hann var vanur.
Eitt undraðist hann enn. Þegar
þeir komu saman í vinnuna
voru þeir vanir að ganga sam-
síða að húsinu, en í þetta sk'ipti
tók Oswald aflanga pakkann úr
aftursætinu og hraðaði sér inn
í húsið. Hann ví^Ti um 15 metr-
um á undan Fraziwr og vissi sá
síðarnefndi ekk'i hvert hann fór
með pakkann, því að Oswald
var horfinn úr forstofunni, þeg-
ar hann kom inn á eftir honum.
Það getur varla farið á milli
mála, að í þessum brúna pakka
hefur Oswald flutt riffilinn. Auð
Velt er að taka riffilinn sundur
■V setja hann saman á skömm-
im tíma og þarf ekkert verk-
færi til þess nema pening til
að skrúfa eina skrúfu. Sundur-
tek'inn komst riffillinn vel fyrir
í brúna bréfpokanum, sem síð-
an fannst uppi á 6. hæð við
glugga morðingjans.
Viðbrögð frú Marinu
Oswald.
Daginn sem morðið fór fram
sat frú Marina Osvvald við sjón-
varpið og var þá sagt frá því
að skotið hefði verið á forset-
ann. Skömmu eftir fyrstu frétt-
irnar ræddi frú Paine um það
Við Marinu, að skotið hefði ver-
ið á forsetann ,,úr byggingunni,
sem Lee vinnur í“.
Marina Oswald skýrði síðar
frá því í framburði sínum að
„Ég fékk sting fyrir hjartað.
Ég fór strax út í bílskúr'inn til
þess að athuga. hvort riffillinn
væri þar og ég sá að saman-
vafði dúkurinn var þar á sín-
um stað og ég sagði við sjálfa
mig „Guði sé lof“.“ Hún tók
dúkinn ekki í sundur, sá aðeins
að hann var á sínum stað g að
það virtist eitthvað vera innan
í honum.
Það leið ekki langur tími þanp
að til iögreglumenn komu, um
kl. 3 til að rannsaka húsið. Frú
Paine sagði þéim að mestur hlut
inn af eigum Oswalds lægi úti
í skúr. Þau fóru svo út i skúr-
inn lögreglumennirnir. Marina
og Ruth Paine, sem tók að sér
hlutverk túlksins, þar sem Mar-
ina var ekki góð í ensku. Rose
Málverkasalan
LAUGAVEGl 30
er miðstöfi málverkaviftskiptanna Allt listafólk er
velkomið með verk sin til sölu. - IVlá’verkasalan
tekur á móti málverkum. sem fólk vill selja á upp-
boðum og hefui ávallt fallegt málverkaúrvaí ti) tæki
færisgjafa. - Opið frá kl 1,30 Sími 17602
FLUGKENNSLA
Helgi Jónsson
Sími 10244
leynilögreglumaður spurði hvort
Oswald hefð'i átt riffil. Ruth
Paine svaraði í fyrstu, að hann
hefði ekki átt r'iffil, því að hún
vissi ekki um neinn riffii, en
þegar hún þýdd'j spurninguna
fyrir Marinu, svaraði hún st.rax:
„Já, hann átti riffil“ og benti
á dúkstrangann.
Rose lögreglumaður iyfti
dúkstranganum upp, hann hélzt
ekk'i stífur, heldur löfðu báðir
endar niður, þegar hann tók í
miðjuna á pakkanum.
Þá fyrst varð Marinu Oswald
það ljóst, að riffillinn var ekki
á sínum stað.
Varðandi söguna um glugga-
tjaldastengurnar fengust upp-
lýsingar um, að t leiguherbergi
Oswalds var fullkominn glugga-
tjaidaútbúnaður svo að hann
hafði ’enga þörf fyrir tjald-
stengur þar. Þá kom í ljós að
gluggatjaldastengur lágu að
vísu í bílskúrnum í Irving, en
við þeim hreyfði Oswald ekki.
Það voru því örugglega ekki
gluggatjaldastengur sem hann
var með í brúna pokanum.
- VINNA-
KÓPAVOGS-
BÚAR!
Máiið sjálf við
lögum fyrir
ykkur litina.
Fullkomin
þjónusta.
LITAVAL
Álfhólsvegi 9
Kópavorp
Sími 41585
Véldifi'eiiigeming
Vanir og
vandvirkir
menn.
Ódýr og
örugg
bjónusta.
ÞVEGTLUNN Simi 36281
NÝJA TEPPAHREINSUNIN
ftjj: : :.:éag. . |
EINNIG
VÉLHREIN
GERNING-
\R.
Nýja téppa-
og húsgagnn
lireinsunin
Simi 37434
VÉLHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægileg
Fljótleg
Vönduð
vinna.
ÞRIF —
■ Sími 21857
-L-3HHií «8 40469.
VÉLAHREINGERNINGAR
"" OG TEPPA-
ÞÖRF
HREINSUN
ÞÆGILEG
KEMISK
VINNA
SÍMI 20836
SLYSAVARÐSTOFAN faranótt 2. okt.: Bragi Guömunds
Opið allan sólarhringinn Simi son, Bröttukinn 33. Sími 50523.
21230 Nætur og heiaidagslæknir
I sama síma Næturvakt i Reykjavík vikuna
26. sept. — 3. okt. verður i
Læknavakt í Hafnarfirði að- Reykjavíkurapóteki.
Vlh
BLÖÐUM FLETT Ef fá menn steina fyrir brauð
og fyrir rósir þyma
og hamli dáðum harðbýl nauð,
kann hugur brátt að stirðna.
Oft næðir sárt um svalbarð lífs,
ei sízt á ströndum ísa,
og biturt nístir blærinn kífs,
sem bannar meið að rísa.
Steingrímur Thorsteinsson.
Svo viðbjóðsleg kind ...
Biðillinn snýr sneyptur heimleiðis aftur, og gjörir ekki erindi
sitt uppskátt, sjái hann að stúlkan, sem hann hugði að fá sér
til konu, sé skörnug á hörund eða í fatnaði, labbi á töpluðum,
rifnum skóm, með skitna og götótta sokka, hversu dáfögur að
skapnaði eða eiguleg hún annars þætti, hafi haim henni ekki
jafnsóðaiega sálu sjálfur að geyma, og hugsar annars með sér:
svo viðbjóðsleg kind, sem feygir eigin flíkur og kropp sinn, feygir
víst og skemmir allar mínar eigur, verður sem eidur í þeim
og báðum okkur til minnkunar komi hún og þær fyrir sið-
samra og úieiðvirðra þrifamanna augu, og allir fá andstyggð á
mínu húsi: hvörsu má hún þrifa og uppfóstra börn vel, hafa
góða umsjón með húss og peningsrækt, og verka notalega mat,
er ekki fær sjálfa sig skarrtmlaust þrifið.
Magnús Stephensen: Handbók fyrir hvern mann.
tóbaKs
KORN
Þá eru réttirnar hjá liðnar .. .
bráðskemmtilegur dagur, rétta
dagurinn, að minnsta kosti
fyrir mannkindina, kannski
sauðkindina líka, hafi hún vit
á að greina það hlægilega í
framkomu mannkindarinnar
sem hún raunar hlýtur að hafa
fyrst hún getur litið á lífið af
þessari síjórtrandi rósemi. . .
Jú, jú, þarna kom allfjölmennt
lúxusbílalið úr höfuðstaðn-
um, drakk svartadauða af
stút á réttarveggnum, söng
„eins mig fýsir1 alltaf þó“ og
fékk tár í augun af ást til
sveitarinnar, ■ sem það tók
sprettinn burt úr, þegar það
fann peningalyktina að sunn-
an kitla nasir sínar og sauð-
kindinni, sem Bretinn verður
að kenna því að éta . .. Ég held
nú þaó. Einn akfeitur stór
kaupmaður, sonur Guddu kind
arinnar á Feili og Brinka greys
ins með tóbakstaumana —
einu taumana, sem hann kunni
hald á — tók um hálsinn á
gamla hokurbóndanum, hon-
um mér, kvaðst alltaf vera
hreinræktaður sveitabóndi í
eðli sínu og skældi upp á það
í lykkjuföllin á .lopapeysunni
sem hún núverandi tengdadótt
ir mín, kvenveran, hafði þrjá
mánuði á prjónunum. Á eft-
ir var svo alls konar drykkja
í félagsheimilinu, þar sem sum
ir fluttu ræður þangað til þeir
dóu, yfir þeim sem þegar lágu
dauðir, annað hvort undir
borðum eða moldinni í kirkju-
garðinum, en aðrir sungu
„blessuð sértu sveitin mín,“
eins á undan og eftir ræðun-
um og á meðan þær voru flutt
ar, og allir táruðust... Þar til
kynnti stórkaupmaðurinn, að
hann ætlaði að gefa félags-
heimilinu líkneskjur af foreldr
um sínum, Guddu og Brinka,
höggnar í stein ... bara að út-
höggvarinn gleymi ekki taum-
unum . .. Það eru annars meiri
lifandis ósköpin, sem sveita-
ástin logar og brennur í mönn
unum um réttirnar, og ég get
svarið að ég heyrði ekki nokk
urn mann af þessu liði minn-
ast einu orði á hve kjötið væri
dýrt, eða hvílíkir ómagar við,
hokurbændurnir. værum á
milljónurunum fyrir sunnan ..
Þær fréttir hafa borizt austan
úr Kína, að Mao sé orðinn
bráðheilsulaus allt í einu, þrátt
fyrir svona líka hraustlegt út-
lit. .. Eins gott að Mangi
Kjartans sé þar ekki daglegur
gestur . . .
ERTUSOFNUD
ELSKAN?
heyrðu ... viltu heyra nýjustu
veiðisöguna ... átta veiðimenn
sem láta birta það eftir sér
á prenti, að þeir hafi fengið á
12 fjundrað pund af laxi á
nokkrum dögum í sumar, segj
um 11 hundruð pund, það er
ekki mikill frádráttur, þegar
laxveiðimenn eiga hlut að
máli, og kostaði ekki pundið
um 50 kall út úr búð? Ja, þeir
mega eiga það, að ekki eru þeir
hræddir við skattayfirvöldin,
... sem sennilega miða svo við
söluverðið á reyktum laxi, þeg
ar þar að kemur — og hvað
verður þetta þá á mann?