Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 2
VI S I R . Föstudagur 2, október 1934. Maturinn á OL vur of sfóður fyrir íþréttafélkið — S«i§t fró ýmsu sem er að gerast í YoYogi, — OBympíuþorpinu Um þessar mundir liggja allar leiðir til TOKYO, rétt eins og fyrir fjórum árum, þegar allar leiðir Iágu til Rómar. Það er Olympíufólkið, sem hefur und- anfarna daga sett svip sinn á hinar stóru erlendu flughafnir. Glæsilegt, ungt fóllt í einkenn- isfötum olympíulandsliðanna og leiðtogar þeirra hafa stungið skemmtilega í stúf við aðra far- þega. Flugvélar af öllum gerð- um, glæsilegar þotur hafa rif- ið sig í Ioftið, gamlar og úr sér gengnar skrúfuvélar, allt eftir því hvað hver hópur um sig hef- ur haft mikil fjárráð. Á flugvellinum í Tókyo hef- ur verið ys og þys allan dag- ínn og á hinum nýju samgöngu- æðum að flugvellinum hefur sannarlega verið mikil umferð. Olympíuþorpið hefur nú stækkað mikið og á nokkrum dögum hefur íbúafjöldinn vax- ið úr 0 í 3500, og þar er hvað mest lífið í Tokyo-borg um þess ar mundir og allra augu beinast að þessu Iitla þorpi með hinuni tápmiklu ibúum. Norðurlandaliðin eru þegar bú in að halda innreið sína í þorp- ið og búið að taka þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum í tölu þorpsbúa, — nema frá Is- landi. Okkar menn munu koma til Tokyo, þegar allflestir cru búnir að koma sér fyrir og venj ast hinu óvenjulega loftslagi borgarinnar. Veður í Tokyo er þessa dagana mjög gott, og spá in fyrir OL-tímann er hagstæð, sólskin og hlýindi. Fyrsta fánaathöfnin fór fram fyrir viku. Þá komu 370 þátttak- endur frá Ástralíu, Kongó, Suð- ur-Kóreu og Rúmeníu „marsjer- andi“ inn á hátíðarsvæðið í Yoyogi, — en svo heitir Ol- ympíuþorpið á máli innfæddra. Þar var þessum hópum fagnað af þorpsstjóranum Komatsu, fánar ríkjanna voru reistir og þjóðsöngvar leiknir. Síðan hafa þjóðirnar verið að koma hver af annarri og sömu athafnir far- ið fram, — allt með sama sniði og á fyrri leikum. Nú eru full- trúarnir frá meira en 60 þjóð- í fyrradag komu í þorpið sveitir Bandaríkjamanna, með gullvonir á borð við Bob Hayes, Henry Carr og Ralph Boston, sundfólkið, sem hefur rutt hverju heimsmetinu af öðru úr vegi og á síðasta móti 6 met- um, þá komu Rússar, Bretar með Robbie Brightwell sem fyr- irliða, nýtrúlofaðan einni af stúlkunum í kvennasveit lands- ins, Hollendingar og Kúbumenn, sem höfðu með sér 45 manna harðsnúið lið, og með í hópn- um er Jose Laanusa, íþrótta- málaráðherra í stjórn Kastrós. Hann flutti þau leiðu tíðindi að Kastró gæti ekki komið og horft á leikana, en gert hafði verið ráð fyrir því. Er það ein- hver stærsta afboðun Ieikanna til þessa! í hópi Rússanna, sem eru um 400 eru 35 gullverð- launahafar frá Róm. Það eru margir, sem hafa orð- 5ð að hætta við þátttöku I OL, en efu samt með í hópnum. Þarn^i er t. d. hægt að hitta tvo kappa, sem búizt var við fyrir 4 árum, eftir OL. í Róm, að mundu krækja sér í gull í Tokyo en verða ekki' með sem íþrótta- menn, en munu verða viðstadd- ir sem blaðamenn. Murráy Rose sundkappirtn frægi verður þann- ig blaðamaður. Hann á 4 olymp- isk gullverðlaun og setti fyrir skömmu tvö heimsmet, í 1500 og 400 metra skriðsundi. Hann mun K a sundkeppninni fyrir amerískar útvarpsstöðvar, í stað þess að synda „heim“ með gull- verðlaun til Ástralíu, sem hefði verið viðbúið. Hann bevgði sig ekki fyrir beirri kröfu áströlsku Olympfunefndarinnar að ná tii- settum árangri hoima á Ástralíu í stað Bandaríkjanna. Annar frægur keppnismaður er þarna, Þjóðverjinn Martin Lauer. Hann vann gull með fé- Iögum sínum í 4x100 metra boð- hlaupi á leikunum í Róm. Eftir leikana kenndi hann sér meins í fæti og fékk snrautur á þriggja mánaða fresti til að fá lagfær- ingu. Þriðja sprautan, sem hann fékk á ferðalagi eftir ávisun Það á að vera fínt í stúku keisarans á Olympíuvellinum. Hinar smávöxnu, japönsku konur er; þama að sópa fyrir opnun leikanna. Neðar er tékkneskur hnefaieikari að sýna japönsku stúlk jinum myndir heiman frá sér. Loks er mynd af Iaglegum sundstúlkum frá Þýzkalandi. læknis síns reyndist ekki sú rétta. Lauer varð að liggja þungt haldinn í marga mánuði af völd um sprautunnar. Og á meðan Iézt kona hans í bílslysi. Allt var á móti Lauer og enn í dag gengur hann haltur, — maður- inn. sem var talinn eiga góða möguleika í 110 rnetra grinda- hlaupi í ár. Nú er hann sendur af tveimur þýzkum íþróttablöð- um á Ieikana og á að senda lýs- ingar til þeirra. Annars er Lau- er verkfræðingur að mennt, en er nú byrjaður á nýju námi, viðskipta- og hagfræðum. ... og að lokum. Maturinn í Olympíuþorpinu virðist nú eina virkilega vandamálið. Hann er svo góður og mikill, að margir forystumenn hópanr.a hafa skip- að mönnum sínum í „kúr“. — Þetta kom fyrst í almæli, þeg- ar tvær af áströlsku sundkonun- um höfðu bætt 3 kílóum við vigt slna á þeim stutta tíma, sem þær höfðu verið í Tokyo. ICJttZH Eftir nokkra daga er von á góðum gestum, úrvals- liöi þýzku háskólanna í handknattleik, en liðið er að koma úr mikilli sigurreisu um Bandaríkin þver og endi- íöng. Með heimsókn liðsins má segja að handknatt- leiks„vertíðin“ hefjist enn einu sinni með frumsýningu enn einu sinni í hinu gamla og úrelta Hálogalandi, — VONANDx i síðasta skipti. Liðið, sem er skipað fjölmörgum j snjöllum leikmönnum. leikur hér 3 i leiki. Það kemur hingað til lands frá New York á heimleið, leikur fyrst við úrvalslið Reykjavíkurfé- laganna 8; október, daginn eftir í hrnðkeppni, þar sem Reykjavíkur- félögin eru öll með, nema Fram og loks 11. október á Keflavíkurflug- velli gegn íslandsmeisturunum Fram. Verður fróðlegt að siá hvern ig leikurinn fer, end er Fram nú í Evrópubikarnum í handknattleik og í mjög góðri jijálfun að sögn. Háskólaúrvalið þýzka kernur hing að ■ á vegum Handknattleiksráðs 'eykjavíkur iSHfintgar hjó .r i*“r knwmm Æfingar frjálsiþróttadeildar Ár- manns hefjast kl. 7 í kvöld í íþrótta sal Jóns Þorsteinssonar á Lindar- götu. Nýr þjálfari hefur verið feng- inn til deildarinnar, Þorkell Stein- ar Ellertsson, og er þeim, sem hug .rafa á að kynnast frjálsum íþrótt um, bent á að mæta 1 kvöld á æl- inguna. MáSfastáafélagSi skrifstofa félagsins i Valhöll við Suðurgötu er -opin á föstudags- kvöldum frá kl. 8.30-10. Sími 17807. — Stjórn félagsins er þar til viðtals við félagsmenn og gjald keri tekur við ársgjöldum félags- manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.