Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 15
VI SI K . Föstudagur 2. október 1964.
75
Victoi Francis:
PENINGAR
HÆTTULEGIR
Sakamálasaga
Götulögregluþjónn var kominn á
staðinn og mundi sjálfsagt leysa
vandann.
Lögregluþjónninn stóð við leigu-
bíl, og hélt um úlnliðinn á ungum
leigubílstjóra, sem greinilega var
öskureiður. — Hin hönd lögreglu-
þjónsins hvíldi á öxl ungrar stúlku,
sem grét sáran.
Shaw kveikti sér í vindlingi og
brosti. Svo gekk hann til lögreglu
þjónsins.
— Get ég verið , til nokkurrar
aðstoðar, Casey? spurði hann.
— Þökk fyrir tilboðið, sagði
Casey, en ég held, að þetta sé
mál, sem götulögreglan getur leyst
án aðstoðar frá glæpamálanefnd
Chicagoborgar. Þetta elskulega,
unga par hafð’i lent í hörkurifrildi á
götu úti, og stúlkan blátt áfram
veinaði:
— Þú mátt ekki gera það, Eddie,
þú mátt ekki gera það! Það var
ekki um annað að ræða en rann-
saka málið — eða að minnsta kosti
stilla til friðar. Nú ég gat svo sem
gert mér í hugarlund hvert deilu-
efnið var, og þess vegna er ég að
reyna að koma vitinu fyrir hann.
Unga stúlkan var orðin eldrauð í
framan og sagði:
— Það er alls ekki það, sem lög-
regluþjónninn heldur, — þetta er
ágreiningur okkar í milli, einkamál.
Shaw leit næstum kankvislega á
götulögregluþjóninn og virti þvl
næst leigubílstjórann fyrir sér, en
hann virtist nú hafa misst móðinn.
Shaw tók eftir því, að í brjóstvasa
hans sá á nokkra vindla í alumini-
umhylki.
— Viðskiptin eru víst í bezta lagi
hiá yður, fyrst þér hafið ráð á að
reykja dýra vindla?
— Ég get nú ekki séð, að það
komi neinum við, þótt ég reyki
vindla, sagði leigubílsjórinn gremju
lega.
Shaw fór sér aldrei óðslega. Er
hann hafði litið inn í leigubifreið-
ina spurði hann Casey:
— Hefir hann sagt nokkuð um,
að farþegi hafi gleymt nokkru í bíl
hans?
Casey hristi höfuðið.
— Farðu þá með hann á stöðina.
Við verðum að fá nánari vitneskju
um þessa tösku, sem liggur í aftur
sætinu, og einhver farþegi hefir
gleymt. Það liðkast kannski á hon-
um málbeinið þegar ég er búinn að
spjalla dálítið við hann. Hann gætir
þess þá að valda ekki lögreglunni
óþeægindum framvegis — og verð-
ur góður og tillitssamur við stúlk-
una sína. Hana þarf ég ekkert að
tala við og má hún fara heim.
— Það var ekki neinn farþegi,
sem gleymdi skjalatöskunni, flýtti
Eddie sér að segja, og lögregluna
varðar bara ekkert um hana, og nú
gerið þið svo vel og sleppið mér,
ég hefi ekkert gert af mér.
— Þér eruð eitthvað slæmur á
taugunum, ungi maður, sagði Harry
Shaw. Það er engin ástæða til þess
að rjúka svona upp fyrst samvizk-
an er tandurhre'in.
Harry Shaw teygði handlegginn
inn í leigubifreiðina eftir töskunni.
Sneri henni og leit í hana og stakk
henni svo undir vinstri handlegg-
inn.
Harry Shaw lögreglufulltrúi var
þreyttur. Hann var búinn að reykja
of marga vindlinga um daginn og
drekka fleiri kaffibolla en hann
hafði gott af — hann hafði verið
þyrstur, en kaffið ekki slökkt þorst
ann. Já, hann var þreyttur, en hann
hafði fengið hugboð um, að það
væri eitthvað gruggugt á bak við
framkomu leigubílstjórans — og
svo þreyttur sem hann var, ætlaði
hann að rannsaka málið.
Harry Shaw var búinn að spyrja
Eddie Carter leigubílstjóra spjörun
um úr í fullar fimm klukkustundir
samfleytt. Hann vildi fá skýringu
á því, hvers vegna leigubílstjóri ók
um götur Chicagoborgar með
tösku, sem í var skammbyssa og
1000 dollarar í peningum.
Og það hafði ekki staðið á skýr
ingunni hjá Eddie. Hann hafði spar-
að þetta saman vegna þess að þau
ætluðu að giftast, hann og Mary,
og skammbyssuna hafði hann keypt
af manni, sem hann ekki þekkti.
Hefði það..gerzt.í .gistihúsi. nokkru.
Þetta var vitanlega hægt að rann
saka frekar, en það gat tekið of
langan tíma, svo að Harry Shaw lét
sækja Mary, en hún staðfesti að
hún væri trúlofuð Eddie og hann
hefði sparað sér dálítið saman, og
meira gæti hún ekki sagt.
Svo var farið með hana fram í
biðstofu og þar var henni sagt, að
hú yrði að bíða fyrsta kastið, og
sat hún þar hneigðu höfði og gat
ekki haldið aftur af tárunum.
Inni reyndi Harry Shaw að graf-
ast fyrir um hið sanna í málinu.
— Hlustið nú á mig, Carter,
sagði hann. Ég gæti sett yður inn
vegna gruns um, að þér hafið fram
ið rán. Þér gætuð hafa notað
skammbyssuna til þess að ógna ein
hverjum og komizt þannig yfir
þessa 1000 dollara. Ég gæti leitt
yður fyrir dómara og fengið gæzlu-
varðhaldsúrskurð, meðan rannsókn
málsins færi fram — já, við getum
sem bezt látið yður dúsa inni, þar
til þér ákveðið að segja okkur
sannleikann. Ég get komið yður I
alvarlegan vanda, en mig langar
ekkert til þess. Nú er ég búinn að
tala yið stúlkuna yðar. Hún sagði
ekki mikið, en henni þykir vænt um
yður, — það er greinilegt — og
lagði inn góð orð fyrir yður eins
og maður segir stundum. Ég hefi til
hneigingu til að trúa því, sem hún
segir.
Og þér hafið aldrei átt í neinum
Útistöðum við lögregluna. Það hefi
ég líka rannsakað.
— Ég sver við allt, sem mér er
heilagt, sagði Eddie að þessum pen
ingum hefi ég hvorki stolið eða
rænt.
Hann var næsta taugaóstyrkur
og gat ekki staðið kyrr.
— Það er sannleikurinn, hélt
hann áfram, og þér getið ekki sann
að neitt annað. Ef þið viljið setja
mig í fangelsi verður það svo að
vera, en lofið mér að vera i friði
— og ég krefst þess, að þið sleppið
Mary.
Shaw strauk hár sitt, sem var
tekið að grána. — Við skulum þá
fara þannig að þessu. Þér þurfið
greinilega ekki að hafa hraðan á
og það þarf ég ekki heldur, þegar
allt kemur til alls. Unnustan getur
fengið að fara heim, það er meira
en velkomið, og við getum talað
saman aftur á morgun. Mér geðjast
annars vel að stúlkunni. Hún mun
sjálfsagt vilja bjóða yður góða nótt.
Hann lét sækja Mary fram í
biðstofuna. Hún stóð þar með gegn
blautan vasaklútinn í höndunum.
Eddie var niðurlútur. Hún starði á
hann og Shaw gaf gætur að þeim
báðun.
— Þið skuluð bara hugsa ykkur,
Tað.ég.sé ekjc.i til sagði hann.
- Er enginn vegur, að ég fái að
vera ein með Eddie augnablik,
sagði stúlkan.
Harry Shaw Ieit í kringum sig í
herberginu. Svo lét hann Mary setj
ast við skrifborðið og gekk hægt
til dyra.
— Þið skulið fá fimm mínútur.
Ég sit í skrifstofunni hér við hlið
ina meðan þið talizt við. Og þér
skuluð vera rólegur Eddie Carter
og ekki reyna neitt, svo sem að
komast undan. Það myndi koma yð
ur óþægilega í koll og unnustu
yðar.
Mary beið þar til breitt bak
Harry Shaw var horfið og hann
hafði lokað dyrunum á eftir sér.
— Eddie, sagði hún, þú hlýtur
að sjá, að þú verður að segja sann
leikann, Enn hefirðu ekki brotið
neitt af þér, en þegar þú reynir að
skrökva þig út úr þessu er það
vonlaust, Ósannindin hlaðast bara
upp og svo hrynur allt eins og spila
borg.
— Hefi ég ekkert gert af mér?,
sagði Eddie beizklega. Það er hægt
að segja það. Hið eina, sem ég hefi
gert er að taka við 1000 dollurum
og hlaðinni skammbyssu af atvinnu
bófa — og lofað að aka honum á
öruggan stað, þegar hann hefir
framið næsta afbrot sitt. Heldurðu
virkilega, að ég sleppi með þetta
— þetta teljist ekki til glæpsamlegs
athæfis?
— Þú hefir bara lofað að fremja
lögbrot, Eddie. Það var heimsku-
legt og rangt af þér að lofa þessu,
en þú hefir ekki enn framið afbrot
ið. Og maðurinn gaf þér peningana
og byssuna. Þú hefir ekki stolið
þessu. Ef þú segir lögreglunni allt
af létta geta þeir ekki gert þér
neitt, og þar á ofan hjálpar þú
lögreglunni til þess að koma upp
um hættulegan glæpamann, en ef
þú þegir verður þú talinn meðsekur
þorparanum — og þá skilja okkar
leiðir varanlega.
Eddie beygði sig fram og tók
báðar hendur hennar í sínar:
OCJN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3 Sími 18740 í;
ÆNGUR
RESI 8EZ1 -koddar
I
I
Endurnýjum gömlu !
sængurnar, sigum
dún- og fiðurheld m. |
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængui -
og kodda af ýmsum I
stærðum. 1
■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
Neodon
Munið Neodon-þéttiefnin. Þau
eru margs konar til notkunar
eftir kringumstæðum.
i Beton-Glasúi á gólf, þök og
veggi. Þolir mikið slit, frost og
hita og ver steypu fyrir vatn’i
og slaga og því að frostið
sprengi pússninguna.
Alla venjulega húsamálningu
höfum við einnig og rúCugler.
Mélningarvérur sf
Bergstaðustræti 19 Sími 15166
ææsflsasansr
THEY CLMkTO KE KUSBER TRAFEKS. BUT THEY'EE
NOT BROTHEKS, AN7 THEY 71PN'T BKINS S0L7 TO
yAFZICATO BUY B.UBBEFC.. ■ i
I PISCOVEKE? THAT AFTER
X ASKEE7 TO FLYMY
'COPTEg R5E. THEÍA...
FOSC $5,000, GOLP, A
Svona Jlm, segir Tarzan, segðu
mér nú hvað um er að vera. Við
vorum vinir einu sinni, og þú get
ur ennþá treyst mér, Þessi mað-
ur senv feú ætlaðir að hitta er
dauður. Ég vil fá að vita nafn
hans og...Ég koni ekki hingað
ta þess áð hitta hann, grípur
Jöm fram I. ?g kom h'ingað til
þess að drepa taxm. Hann og
fjórir félagar hans byggöv, nýja
verzlunarstöð á Dru-ánni. Omar-
bræðurna kalla þeir sig. Þeir
segjast vera gúmmíkaupmenn. En
þeir eru ekki bræður, og þeir
komu ekki með gull hingað til
þess að.kaupa gúmmf. Ég komst
að því eftir að ég var búinn að
ráða mig sem flugmann fyrir
5000 dollara á mánuði.
TI L SOLU
2ja herb. risíbúð við Miklubraut.
Lítil útborgun.
2ja herb. íbúð á hæð við Hring-
braut. Útb. 300 þús.
3ja herb. risfbúð við Reykjavík-
nrveg í góðu standi, eignarlóð. Ó-
dýr íbúð.
3ja herb. ibúðir fokeldar við
Kársnesbraut. Húsinu skilað múr-
uðu utan og máluðu.
3ja herb. foltheld íbúð um 90
ferm. við Nýbýlaveg.
3ja herb. góð íbúð í sambygg-
ingu í Vesturbænum. Teppi fylgja.
3ja her. íbúðir, ódýrar við
Grandaveg.
3ja herb. íbúð á hæð við Þver-
veg. Útb. 200 þús. (í góðu standi).
4ra herb. íbúð í sambygg'ingu við
Birkimel, góð íbúð með fallegu út-
sýni — endaibúð.
4ra her. íbúð við Seljaveg.
4ra her. íbúð við Álfhólsveg.
Rúmgóð íbúð með sér hita.
4ra herb. íbúð við Hjallaveg 2
herb. og eldhús fylgja í risi.
JÓN INGIMARSSON
lögmaður
Hafnarstræti 4. Sími 20555
Sölumaðun Sigurgeir Magnússon
VPACIT
Qdhner
vérkslæðið
Z3ergs(flÚ«sf<Yeii 3 - Sími IQÓ3I
frá
Bruuðskálanum
Smurt brauð og snittur
cockteilsnittur
brauðtertur. - Símar
37940 og 36066.
v/Miklatoís
Sími 2 3136