Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 2 október 1964 Borgarsf|órn minnisf Tóm- asar lónssonar Á fundi borgarstjórnar Reykja- vfkur í gær var minnzt Tómasar Jónssonar borgarlögmanns, sem er nýlátinn, en útför hans fór fram í fyrradag. Frú Auður Auðuns forseti borg- arstjórnar minntist hans í upphafi fundarins. Hún gat þess, að hann hefði unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir Reykjavíkurborg í þau rúmu 30 ár, sem hann starfaði hjá bæn- um og sagði, að þar ætt'i borgin á bak að sjá frábærum starfsmanni og þeir sem átt hefðu þess kost að starfa með honum kveðji þar traust an og drenglyndan vin. Borgarfulltrúar risu síðan úr sæt um til að heiðra minningu hins látna. Þama er hluti af kennaraliði Stýrimannaskólans í vetur. Frá vinstri: Helgi Halldórsson (háseti á Jóni Kjartanssyni í sumar), Þor- steinn Gíslason (skipstj. á Jóni Kjartanssyni), Ingólfur Þórðarson (skipstjóri á Hval), Jónas Þorsteinsson, stýrimaður, Karl Guð- mundsson, Benedikt Alfonsson og Þorsteinn Valdimarsson. „Hríngt inn" kl. Þú setjast margir af vöskustu síldarskipstjórum okkar á skólabekk í gærmorgun af skólastjóranum Jónasi Sigurðssyni. Verða sam- tals 214 nemendur í skólanum í vetur og 20 kennarar iíka Framh. á bls. 6 Klukkan 8 í fyrramálið, þeg- ar skólabjöllunni hefur verið hringt í Stýrimannaskólanum munu margir vaskir kappar setj ast á skólabekk og verða nú að lúta þeim aga, sem skólareglur kveða á um. í 2. bekk C og D eru hvað vöskustu mennirnir, margir af skipstjórunum, sem hafa fært metsíldarafla á land í sumar, en þeir verða nú að auka við þekkingu sína til að fá Ieyfi til að stýra hinum miklu skipum sínum. Stýrimannaskólinn var settur Sjúkrahúsabyggingar ó virkar efekki rætist úr hjúkrmmrkvennaskortinum Viðtal við dr. Friðrik Einarsson, yfirlækni Framundan eru stórátök í sjúkrahúsabyggingum f Reykja- vík, en stærst þó Borgarsjúkra- húsið í Fossvogi og viðbótarálm ur Landspítalans. Dr. Friðrik Einarsson yfirlækn ir tjáði Vísi í stuttu viðtali við hann í gær, að þessum bygg- ingaframkvæmdum miðaði ört áfram um þessar mundir og unn ið væri við þær af fullum krafti. Um Borgarspítalann sagði dr. Friðrik, að við hann væri hraðað framkvæmdum eftir megni og unnið alhliða að því að koma honum sem fyrst í gagnið. Þar vinna sem stendur: fiokkar manna við múrverk, tréverk, raf lagnir, pípulagningar, málningu og annað það sem lýtur að bygg ingu eins húss Vísir innti yfirlækninn að því hvenær hann byggist við að Borg arsjúkrahúsið yrði tilbúið til notkunar, en um það kvaðst hann ekkert geta sagt á þessu stigi. Enn væri mikið ógert, og það dýrasta af öllu kemur síðast, en það eru tækin. Um skurðstofudeildina nýju við Landspítalann gegnir aftur á móti öðru máli, sagði dr. Friðrik. Hún er komin það langt áleiðis, að ekki getur liðið langur tími unz hún verður tekin í notkun, Gunnar Thoroddsen Fjármálaráðh. ræðir skatta- málin á fundi Heimdallar Á morgun verður fyrsti klúbb fuudur Heimdallar á þessu hausti. Verður fundurinn hald inn f Sjálfstæðishúsinu og er húsið opnað kl. 12.30, en borð- hald hefst kl. 13.00. A fundinum mun Gunnar Thor oddsen fjármálaráðherra flytja'i erindi um skattamálin og svara , fyrirspurnum að ræðu sinni lok i inni. Eru félagar Heimdallar1 hvattir til að mæta á fundin-, um og taka með sér nýja félaga i og ætti ekki að skipta nema dög um úr þessu. Skurðstofudeildin nýja bætir úr brýnni þörf. Áður voru aðeins tvær skurðstofur við spítalann, en eftirleiðis verða þær fjórar, auk þess sem bætt verður við ýmsum nauðsynleg- um tækjum. Gömlu skurðstofurn ar þurfa líka ýmissa viðgerða, sem unnt verður að framkvæma um leið og þær nýju verða tekn ar í notkun. En það er annað vandamái, sem steðjar að, sagði dr. Friðrik og sem gerir allar viðbyggin^ar og nýbyggingar sjúkrahúsa ó- virkar ef ekki rætist úr, en það er hjúkrunarkvennaskorturinn. Hann er svo mikill í sumar og haust, að til hreinna vandræða horfir. Það hefur blátt áfram orðið að loka stærstu sjúkrastof unni í Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarkonum. Og á meðan svo er, virðist þýðingar- lítið að bæta við nýjum sjúkra- húsum. Dr. Friðrik Einarsson kvað Framh. á bls. 6. Hjalti Guðmimdsson Sr. Hjolti Gaðmundsson róðinn æskulýðsfulltrúi í gær tók séra Hjalti Guðmunds- son við starfi æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar af séra Ólafi Skúla- syni, er haft hefur það starf með höndum undanfarin ár, en séra Ól- afur hefur tekið við starfi sóknar- prests í Bústaðaprestakalli. Starf æskulýðsfulltrúa þjóðkirkj unnar var stofnað 1960 og var séra Ólafur Skúlason þá þegar ráðinn I starfið. Séra Hjalti Guðmundsson, hinn nýi æskulýðsfulltrúi, Iauk guðfræði prófi 1958. Hann var vígður 1959 til íslenzkra safnaða í Norður-Da- kota í Bandaríkjunum. Á fyrra miss eri þessa árs gegndi sr. Hjalti störf um Dómkirkjuprests f Reykjavík í veikindaforföllum séra Jóns Auð- Mikil eftirspurn eftir ísleazkum úlpum erlendis Belgjagerðín flutti út úlpur fyrir ú 3. milljón sl. úr Belgjagerðin flutti út fslenzkar úlpur fyrir á þriðju milljón s.l. ár. segir í nýútkomnu hefti af Islenzk- um iðnaði. Telja forráðamenn fyrir- tækisins unnt að flytja út mikið niagn af úlpum. I viðtali í blaðinu við stjórnend- ur Belgjagerðarinnar, þá Jón Guð- mundsson forstjóra og Árna Jóns- son fulltrúa, segir, að Belgjagerð- in hafi fengið tilboð erlend:~ frá um kaup á miklu magni af úlpum, en fyrirtækið hafi ekki treyst sér til þess að gera stóra samninga vegna óróans á vinnumarkaðinum hér. í greininni segir m. a.: „Við hófum útflutning fyrir 5 árum til Færeyja, Grænlands, Ðanmerkur, Englands og Svíþjóðar. Á s.l. ári fluttum við út úlpur fyrir nokkuð á þriðju milljón kr.“ Það kemur fram í viðtalinu, að háir tollar eru lagðir á innfluttar úlpur f sumum löndum t. d. Noregi þar sem þungatollur er 120 kr. norskar á hverja innflutta úlpu auk 25% gjalds á innkaupsverð og má norski markaðurinn heita lokaður íslenzkum úlpum af þessum sökum. V'sir reyndi f morgun að ná tali af forráðamönnum Vinnufatagerðar innar til þess að cá upplýsingar um útflutning þess fyrirtækis á úlpum, en tókst það ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.