Vísir - 15.10.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Fimmtudagur 15. október 1964. — 236. tbl. Kþrfundi á ur kl. 8 i kvöld Alger óvissa um úrslítin “*r sjást höfuðpersónur kosningabaráttunnar í Bretlandi, t. v. Sir Alec, forsætisrððherra, leiðtogi íhaldsflokksins, og t. h. Wilson, leiðtogi Verka- nnafiokksins. Miðmyndin er frá kosningafundi. Kjörstaðir f Bretlandi voni opnaðir kl. 6 f morgun og Iýk ur kjörfundi kl. 8 (ísl. tfmi). Veðurspáin í morgun van Kalt og skúrir og er talið að veður muni sums staðar draga úr kjörsókn. 1 NTB-frétt segir, að tvennt kunni að spiila nokkuð fyrir Verkalýðsflokknum, í fyrsta lagi veðrið flokkshollusta íhalds- manna sé meiri en verkamanna, og hafi reynslan í kosningum áður sýnt, að slæmt veður bitni meira á Verkalýðsflokkn- um en íhaldsflokknum. Hitt sé að aflýst var verkfalli á neðan- jarðarbrautum Lundúna, svo að menn komast greiðlegar á kjör- staði úthverfanna, en þar unnu kratar nokkur þingsæti seinast með naumum meirihluta og vafa samt um sigur sums staðar ef kjörsókn verður góð. Seinustu skoðanakannanir leiða í ljós, að aftur hefur dreg ið úr fylgi krata, úr 6% í 3% fram yfir íhaldsmenn og er það samkvæmt seinustu könnun Nat ional Opinion Poll, en skoð- anakannanir þeirrar stofnunar hafa reynzt einna áreiðanlegast- Framh ð bls 6 i, 400 RUSSNESK SKIP EYSTRA: SIGURVON VARÐ FYRIR ENDUR- TEKNUM ÁGANGIRÚSSA í GÆR Viðtal við Sigurð Pétursson útgerðarmann og Guðmund Það á ekki af Sigurvon að ganga. Fyrir allmörgum dögum reif rússneskt reknetaskip nót Sigurvonar f þrennt, sigldi inn í hana á einum stað og út úr henni á öðrum, og var Sigurvon af þeim sökum marga daga f landi. Og þegar skipið kom aft- ur út á miðin í gærkvöld, varð það fyrir endurteknum ágangi rússneskra reknetabáta, að því er Sigurðu. Pétursson, útgerð- armaður, sagði Vísi f morgun. Hann kvaðst þó halda að Sigur- von hefði sloppið naumlega við veiðarfæratjón f gærkvöld, en hafði ekki öruggar fregnir af því. Ofsagt var hér í Vísi í frétt um þessa atburði í gær, að ekk- ert varðskip hefði verið fyrir austan land. Ægir var væntan- legur þangað en tafðist við leit- ina að Saefellinu. Beið varðskip- ið Albert eftir Ægi fyrir Aust- urlandi og var þar á verði. LJÓSKASTARAR BJÖRGUÐU Vísir hringdi því í Guðmund Ibsen, skipstjóra á Sigurvon í morgun. Hann sagði það rétt vera að hann hefði sloppið Ibsen skipsfjóra naumlega við tjón í gærkvöid, er hann var nýkominn aftur út á miðin. Það var þannig, sagði /Guðmundur, að ég var búinn að kasta rétt hjá tveimur öðrum íslenzkum skipum, og var svo skammt í mill'i okkar að manni gat ekki dottið í hug að nokkur færi að reyna að sigla þar i milli. En kemur þá ekki rúss- neskur reknetabátur og keyrir milli okkar. Hann sigldi mjög nálægt nótinni og hefði að lfk- indum lent á henni, ef við hefð- um ekki með ljóskastara og lát- um beint athygli hans að nót- 'inni okkar. RÚSSARNIR ERU 5—6 SINNUM FLEIRI Guðmundur skipstjóri sagði að rússnesku skipin fyrir austan væru á að giz!;-’ um 400 að tölu, eða 5 til 6 sinnum fleiri en ísl. skipin Hann bætti því við að varðskip væri nú komið í grennd við síldarmiðin, væri þar Framh a bls 6. Sigurður Pétursson \ PRENTARAR í ;B0ÐA VERKFALi \ J Hið íslenzka prentarafélag J t hefur boðað verkfail föstudag-# J inn 23. þ.m. Mun verkfallið þá J t koma til framkvæmda hafi * J samningar ekki tekizt fyrir J t þann tíma. Undanfarið hafa stað t J ið yfir samningaviðræður milli J i samninganefnda prentara og t J prentsmiðjueigenda en án ár- J t angurs. t Tvö ný stjórnarfrumvörp: Orlof launþega lengt — Lán til verkamannabústaða aukin Utbýtt var í gær á Alþingi tveim verkafólks, en hitt um hækkun in nú veita, ekki þeim tilgangi, ur nýjum stjórnarfrumvörpum. Iána t'* byggingar verkamanna- sem til var ætlazt, þegar þau voru Fjallar annað um Iengingu orlofs bnstaða- sett.“ BLAÐIÐ I DAG Frumvarpið um lengingu orlofs er flutt í samræmi við Júní-sam- komulag verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar. Gerir frv. ráð fyrir að lágmarksorlof lengist úr, 18 dögum í 21 dag eða úr 6% af útborguðu kaupi í 7%. j f frumvarpinu um verkamanna-' bústaði segir, að lánsfjárupphæð i til verkamannabústaða megi vera' : allt að 90% af kostnaðarverði í- búðar en þó ekki hærri en 450 j þús. kr. Samkvæmt þessu munu lánin hækka um allt að 50%. í athugasemdum með frv. segir svo m.a.: „Hlutverk laganna um verkamannabústaði er að veita þeim þjóðfélagsþegnum, sem erfið asta afkomu hafa, aðstoð við að koma sér upp íbúðum. Vegna mik- illa verðhækkana síðan lög þessi voru sett, nær sú aðstoð, sem lög RAFREIKNIR HÁSKÓL- ANS K0MINN HINGAÐ í gær var skipað upp í Reykja- vík rafreikni þeim, sem Háskóli Islands fær. Hér er um að ræða I.B.M rafreikni 16—2011, sem er af sömu stærð og Otto Mich elsen fékk hingað til Iands tii sýningar fyrir tæpu ári, en þó nýrri tegund. Eins og kunnugt er gaf Framkvæmdabanki ís- lands 40% af kaupverði heilans á afmæli bankans nú fyrir nokkru. Rafreiknirinn kostar án tolla um 8% milljón, en I.B.M. fær 60% afsiátt og er þetta sfð- asti rakreiknirinn, sem afgreidd- ur er með þessum skilmálum frá I.B.M. „Þessi rafreiknir, eins og við köllum þá, því við viljum ekki segja rafeindarheili," sagði Ottó Michelsen, „hefur um 40 þús. stafanúmer, en rafreiknirinn sem skýrsluvélarnar fengu, hefur Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.