Vísir


Vísir - 16.10.1964, Qupperneq 3

Vísir - 16.10.1964, Qupperneq 3
V9ÍSIR . Föstudagur 16. október 1964. 3 Yfirlit yfir stjórnarferil KRIÍSJEFFS Nýjasta myndin af Krúsjeff. Er likt því að hann sé að kveðja. Valdaferli Nikita Krús- jeffs er lokið. — Eftir dauða Stalíns 1953 skipti hann og Malenkov með sér völdunum. Malenkov varð forsætisráðherra en Krúsjeff formaður kommúnistaflokksins. Strax tveimur árum síðar varð það ljóst, að KrUsjeff var hinn eiginlegi valdamaður, þegar Mal- styttur af Stalín í hundraðatali brotnar niður og nafn hans sem hetju síðustu styrjaldar svo að segja þurrkað út. Hámarki náði þetta, þegar borgir er kenndar voru við Stalín, breyttu um heiti. Stalín'grad varð Volga- grad. Þessi umbylting hafði síð- an í för með sér ráðleysi og sundrung I heimssamtökum kommúnismans. Baráttan hófst milli Stallnista og Krúsjeffista. Geimferðir Rússa Skömmu eftir að Krúsjeff hafði tekið öll völd í sínar hend- Krúsjeff formaður flokksins, Hann talaði ýmist um friðsamlega sambúð eða hótaði kiarnorkustríði enkov sagði af sér embætti 1955 og Bulganín tók við. Árið 1957 kom svo til upp- gjörs milli Krúsjeffs og gömlu kommúnistaleiðtoganna. Honum tókst að yfirbuga og hrekja frá völdum Búlganín, Moiotov, Kaga novich og Shepilov og upp úr þessu var hann talinn einvaidi Sovétríkjanna. En þar sem stefna hans var yfirleitt að lina harðstjórnartökin varð hann| aldrei alráður iíkt og Stalín hafði verið. Völd leynilögreglunnar íj landinu voru skert og því er vel hugsanlegt, að Krúsjeff hafi nú orðið að fara frá vegna þess að hann fékk meirihluta miðstjórn ar Æðsta ráðs Sovétrlkjanna á móti sér og það þó hann hafi verið búinn að skipa þar I allar stöður fylgismenn sína. Hér skal nú dregið saman það helzta, sem er að minnast frá valdaferli Krúsjeffs. Flett ofan af Stalín Þau stórtíðindi gerðust skömmu eftir að Krúsjeff komst einn til æðstu valda, að hann hélt mikla ræðu á lokuðum fundi kommúnistaflokksins, þar sem m. a. voru viðstaddir margir er- lendir kommúnistaleiðtogar. Þar fletti hann ofan af niðingsverk- um Stallns. Sú afhjúpun var slð- an framkvæmt til fulls, mynda- ur, hófst sigurför Rússa I geim- ferðumRússar skutu fyrsta gervi tunglinum á loft 1957 og rúmum þremur árum síðar geimfarinu Vostok með Gagarin flugliðsfor- ingja innanborðs. Aðgerðir þeirra á sviði eldflauga voru jafnan vanmetnar og komu þess- ir sigrar þeirra mjög á óvart á Vesturlöndum. Og nokkrum dög um áður en Krúsjeff hvarf frá völdum sýndu þeir, að þeir héldu enn forustunni með því að skjóta á loft þriggja manna geimfari. Krúsjeff heldur æsingaræðu á þingi SÞ 1960. Bætt lífskjör Strax eftir dauða Stalíns lýstu þeir samstjómarmenn Maienkov og Krúsjeff þvl yfir, að þeir myndu stefna að því að bæta lífskjör rússnesku þjóðarinnar, sem Stalfn hafði haldið mjög illa. Hófust þá þegar áætlanir um aukna neyzluvörufram- leiðslu, sem mistókst þó I fyrstu og ollu þau mistök ásamt linun lögreglutakanna uppróti á valda- svæði kommúnista, sem endaði með róstum I sjálfum Sovétrlkj- unum og uppreisnum I Póllandi og Ungverjalandi. Uppreisnin í Ungverjalandi Haustið 1956 brauzt út bylt- ing I Ungverjalandi gegn full- trúum hins rússneska valds, sem setið höfðu þar að rlkjum og stýrt Ungverjalandi sem al- geru rússnesku leppríki. Þá neyddist Krúsjeff til þess að breyta um stefnu um tíma. Hann skipaði Rauða hernum að brjóta byltinguna niður með valdi. Hann kom þá ^álfur til Ung- verjalands og gaf persónulega fyrirskipanir um miskunnar- lausa vopnaða atlögu gegn Ung verjum. Mikill munur var á einræðis- herranum Stalin, sem hélt sér sem mest innilokuðum og Krús- jeff sem virtist hafa hina mestu ánægju af að sýna sig á manna mótum. Hann var hrókur alls fagnaðar I veizlum bæði stjórn- arveizlum I Kreml og hjá sendi- ráðunum og áttu þeir sem komu I þessar veiziur, svo sem blaða- menn, auðveldan aðgang til að ræða við hann. Auk þess ferðaðist hann um vlða veröld og vakti á sér at- hygli fyrir frjálslega og stund- um freklega framkomu. Ein fyrsta utaniandsferðin á valdaferli hans var þegar hann ferðaðist með Búlganin til Ind- lands. Þá fór Krúsjeff að sigra heimspressuna með ótal skringi legum og skemmtilegum mynd- um. sem voru teknar af honum á fílsbaki, eða þar sem hann tók skó af fótum sér við indversk musteri. Síðar varð einkum fræg ferð hans um Bandarikin, þar sem Krúsjeff lýsti þvl m. a. yfir, að hann myndi grafa kapital- isku ríkin. Slðustu ferðir hans til útlanda sem vöktu athygli voru ferð hans til Norðurlanda og til Eg- yptalands, þar sem hann vlgði fyrsta áfanga Aswan-stíflunnar. Sagt var að hann hefði þolað ílla hitana I Egyptalandi og lát- ið á sjá. Framhaid ð bls. 5. Krúsjeff og Búlganfn í Indlandsferð sinni 1956. Búlganín forsætisráðherra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.