Vísir


Vísir - 16.10.1964, Qupperneq 9

Vísir - 16.10.1964, Qupperneq 9
>0 9 ISIR . Föstudagur 16. október 1664. Islendin standa vi gefin loforð Eins og frá var skýrt í Vísi í gær, er þýzki ambassadorinn á íslandi, Hans Richard Hirsch- feld, að láta af störfum eftir nær 8 ára gifturíkt starf, sem orðið hefur tii þess að hann hef ur áunnið sér hvers manns traust og vináttu, sem honum hafa kynnzt. — fslendingar eru sæfarar, sagði Hirsehfeld ambassador þegar blaðamaður frá Vís'i bað hann um stutt viðtal f fyrra- dag. — Mér fannst því hlýða að koma á skipi til þessarar út- hafseyju og nú ætla ég líka að kveðja ísland af skipsfjöl. Ég fer sennilega með m. s. Detti- fossi annað kvöld. Konan mín er farin. Hún fór flugleiðis. — Þér eruð búinn að vera lengi á fslandi. — Já. ég er elztur í hettunni af starfsbræðrum mfnum. A. m. k. Engilsaxar hafa líka annan hátt á um starfsmannahald utanríkisþjónustunni heldur en Þjóðverjar. Þeir skipta oftast um menn á ■tilír’ulega.skömm- um fresti, en hjá okkur er það öðruvísi. Ég er búinn að vera hér hátt á 8. ár og líkað dvölin á fslandi mæta vel. Þurfti að byggja upp á nýjan leik — Og mörg verkefni, sem hafa beðið yðar? — Það er alltaf hægt að hafa nóg að gera ef maður kærir sig um Ég fyrir mitt leyti reyndi af fremsta megni að auka og efla þá samvinr.u, sem þegar var fyrir hendi ailli Þjóðverja og I’slendinga. Á viðskiptasvið- inu hafði hún staðið með b' ,ia um fjölmörg ár fyrir stríð og á menningarsviðinu um aldarað ir á einn eða annan hátt. Þessi samvinna fáll af eðlilegum á- stæðum niður á stríðsárunum og á þeim árum og þeim fyrstu á eftir féll allt efnahagslíf Þjóð verja f rúst. Verzlunarviðskipti milli þessara t 'eggja þjóða varð því að byggja upp af grunni. — Hvernig haldið þér að það hafi tekizt? Stóraukin viðskipti á fáum árum — Það hefur tekizt með á- gætum, annað verður ekki sagt. Sem dæmi um það get ég nefnt nokkrar staðreyndir, sem sjálfar tala gleggstu máli. Frá árinu 1955 hefur útflutningur íslend- inga til Þýzkalands aukizt úr 38.8 •nillj. kr. f 440.8 millj. kr. á s. 1. ári. Á sama tíma hefur innflutningur íslendihga frá Þýzkalandi aukizt úr 127.7 millj. kr. í 584.8 millj. kr, Efnahagsaðstoð Á sama tíma hafa Þjóðverjar afstöðu og Englendingar að konar efnahagsþróun og verk- legar framkvæmdir íslendinga með lánveitingum. Samtals hafa þeir lánað íslendingum nokkur hundruð milljónir króna á því árabili sem ég hef verið starf- andi hér á landi. Þessar lánveitingar hafa stuðl að að hvers konar verklegum framkvæmdum í landinu, efna- hagsþróun og vélvæðingu, ekki sízt í fiskvinnslustöðvunum og fiskiðnaðinum yfirleitt. Á því sviði eiga fslendingar líka mikil framtíðarverkefni fyrir höndum. Allt fram til þessa hafið þið flutt hráefnin að mestu óunnin úr Iandi, en þið þurfið að nýta aflann sem mest og bezt sjálfir, koma upp verksmiðjum og flytja fullunna og verðmæta vöru út. íslendingar efna öll Ioforð Og einmitt á þesr. j sviði hef, ég reyn't að snúast á sveif með ykkur og eftir fremsta megni stuðlað að því að landar mínir veiti ykkur lán og aðra aðstoð. Þegar ég hef verið spurður hvort þorandi sé að veita fs- lendingu/n lán, hef ég Iltaf svarið á reiðum höndum: fs- lendingar standa við öll sín lof- orð. Þeir eru stolt þjóð og setja metnað sinn í það að standa við skuldbindingar sínar í einu og öllu. Og þetta hef ég ævinlega 'sagt af einlægni og af því ég veit að þetta er rétt, enda væri mér ekki stætt á því að segja annað en það sem ég veit sann- ast og réttast, því hingað var lenzkum fiskiðnaði í betra horf og fullkomnara en verið hefur. Þá hefur þetta starf ekki verið til einskís unnið. Þjóðverjar virtu Iandhelgina — Þér voruð komnir til fs- lands áður en þorskastríðið -hófst. — Já, ég var tiltölulega ný- kominn áður en það hófst. Það hefði í senn valdið mér erfið- Ie'ikum og vonbrigðum ef þýzka ríkisstjórnin hefði tekið sömu af stöðu og Englendingar að beita íslendinga valdi. Nei, sem betur fór kom aldrei t'il þess, þvert á móti eru öllum þýzkum togurum gefnar strangar fyrir- skipanir um að virða ákvarðan- ir íslendinga um stækkun land- helginnar í hvívetna. Ég er líka stoltur af því fyrir hönd landa minna að frá þvf er ég kom i tif.islaíid'i Qg landhelgin var i fær.ð út, hafa þýzkir togaraskip’ stjórar virt íslenzka landhelgi og ekki einn einasti verið stað- inn að landhelgisbrotum. Meiri skógrælct og varnir gegn uppblæstri — Þér hafið kynnzt íslenzk- um landbúnaði eitthvað líka. — Já, ég er sjálfur eins kon- ar I ’ .di, auk þess bóndasonur og hef alltaf haft áhuga á bú- skap í sérhverri mynd. íslenzkir bændur eiga, vegna legu lands- ins og óhagstæðs tíðarfars, við erfiðari aðstöðu að búa en bænd ur í þeim löndum sem ég þekki Hans Richard Hirschfeld. urinn og fr.ekari iandeyðingu. Fyrir því vérðúr að berjást með ráðum og dáð, hvað sem tautar. Annars hvað snertir afskipti mín af skógræktarmálum, þá er það meira einkamál okkar Há- konar Bjarnasonar skógræktar- stjóra, og hans að skýra frá því ef hann kærir sig um. Styrkir til íslenzkra námsmanna — Við höfum rætt nokkuð um efnahags- og viðskiptasam- vinnu Þjóðverja og Islendinga í starfstíð yðar, en hvað segið þér mér um menningartengsl þessara þjóða hin síðustu ár? Segir Hirschfeld ambassador Þjóðverja sem nú er á förum frá ÍSLANDI ég sendur til að annast hags- muni minnar eigin þjóðar. Stunda nám við þýzk iðnfyrirtæki. — Þér hafið líka stuðlað að því að senda unga fslendinga til verklegs náms f Þýzkalandi? — Já, einmitt í fiskiðnaðin- um I fyrra gat ég komið því til vegar með góðum vilja og skilningi í heimalandi mínu, að héðan mætti senda 8—10 unga menn til kynna sér niður- suðu á fiski og annan fiskiðnað í Norður-Þýzkalandi, þar sem slíkan iðnað er að finna. Þessi hópur hefur nú-senn verið eitt ár ytra og starfað í verksmiðj- um og ky..nt sér fyrir.„„mulag allt og rekstur. Þegar þeir koma aftur má vænta bess að þeir hagnýti sér kunnáttu rina og reynslu með því að koma ís- til. Hins vegar gæti ég trúað því að ýmsu mætti breyta til batnaðar, ekki sízt með auk- inni skógrækt og ræktun skjól- belta fyrir akra. Korn ætti að geta þrifizt hér, a. m. k. til skepnufóðurs, ef skjólbeltum yrði komið upp. Það hefur reynzlan í Gunnarsholti sann- að — Einnig á sviði skógræktar hafið þér stuðlað að aðstoð af hálfu Þjóðverjá. — Skógrækt er hugðarefni mitt og hefur verið það lengi. Ég held að íslendingar þurfi ekki að vera neitt uppnæmir fyrir því þótt barrskógarreitir skjóti upp kollinum hingað og þangað, Þeir þurfa ekkert að kvfða þvf að skógurinn hylji, annars nakin, fjöllin þeirra fyrst um sinn. Mest af öllu finnst mér þó um vert að unnt sé að koma í veg fyrir uppblást- — Á því sviði hefur ævin- lega verið auðveld leið til sam- vinnu milli Þjóðverja og íslend- inga. Hún er að meira eða minna leyti aldagömul og hana er auðvelt að byggja upp á nýjan leik, enda þótt strfðsárin hafi gert smávegis strik í reikn- inginn. Um það bil sem ég kom til Islands voru mennir^artengslin milli þessara þjóða hafin að nýju og íslenzkir námsmenn. einkum stúdentar, teknir að :efja framhaldsnám við þýzka skóla á nýjan leik. Þeim hefur stöðugt farið fjölgandi með hverju árinu síðan sem það hafa ' gert. Það var heldur ekhi erfið- ieikum bundið að koma því til vegar að ákveðnum hóp ís- lenzkra stúdenta er nú boðinn styrkur af hálfu þýzka ríkisins til dvalar og náms við þýzka háskóla. Nú orðið eru það 8—10 styrkir sem íslenzkum stúdent- um standa árlega t'il boða, og sérstakri nefnd falið að velja úr hópi umsækjenda. Mesta bókaþjóð i heimi En menningarsamskiptin hafa á ýmsan hátt komið í ljós, m. a. með boðsferðum ísl. prófess- ora til Þýzkalands eða þýzkra til íslands, ýmis konar boðs- ferðum annarra aðila o. s. frv. Á sviði lista og bókmennta hafa hvers konar samskipti átt sér stað, t.d. með útvegun hljómlistarmanna hingað til Iands, gagnkvæmum sýningum o. fl. Sérstaklega vil ég minnast á tvær þýzkar bókasýningar, sem hér hafa verið haldnar, önnur 1958, en hin f fyrra, sem báðar virtust hafa hlotið næst- um einstæðan hljómgrunn í hug- um íslendinga. Svo mikið er vfst að hvergi hafa þýzkar bókasýningar, hvar sem þær hafa verið haldnar f heiminum, verið hlutfallslega jafnvel sótt- ar sem á Islandi. Það vakti lfka athygli þýzkra forráðamanna, sem að henni stóðu, hvað ís- lendingar virtust öðrum fremur beina huganum að bókunum og innihaldi þeirra, lifa sig blátt áfram inn í efni þeirra og útlit. Það er ekki að ófyrirsynju né ástæðulausu að íslendingar eru nefndir mesta bókaþjóð ver- aldar. Nú að lokum má svo geta þess, að ég hef af fremsta megni reynt að greiða fyrir er- indur Rikisútvarpsins í heima- landi mfnu þegar þess hefur verið óskað og líka nokkuð reynt að hjálpa til við undir- búning fyrirhugaðs sjónvarps á fslandi, að svo miklu leyti sem Framhald a bls. 10 ne

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.