Vísir - 28.11.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 28.11.1964, Blaðsíða 9
Belgisku fallhlífahermennirnir. mennirnir lentu, sem öllum hópnum var skipað að fara út á götuna. Þar mættu okkur upp- reisnarhermenn, 15 þeirra voru vopnaðir litlum vélbyssum, aðr- ir með spjót, hnífa og önnur frumstæð vopn. Þeir sögðust ætla að afhenda okkur fall- hlífahermönnunum. Þe'ir létu okkur ganga í hóp inn á nær- liggjandi torg og skipuðu okkur að setjast þar niður. Rétt í þvi komu fyrstu fallhlífahermenn- irnir inn á torgið. Þá var sem einn foringi uppreisnarmann- anna yrði taugaóstyrkur og hann skaut skoti í áttina til okkar. Samstundis fóru hinir svertingjahermenn'irnir að skjóta á okkur. Varð nú mikið uppnám á torginu. Við skriðum hingað og þangað í leit að skjól’i. Nokkrir lágu kyrrir og ætluðu að látast vera dauðir. Ég býst við að 10—15 manns hafi látið lífið þarna. jpallhlífahermennirnir nálguð- ust nú en áttu erfitt með að athafna s'ig gegn svert- ingjunum því að við vorum þarna út um hvippinn og hvaop inn og allt í uppnámi. Þetta tók 10 mínútur, en það eru lengstu tíu mínúturnar í lífi mín. Meðal þeirra sem féllu í þessari skot- hríð var Carlsson trúboð;- Iæknir. Tekið er fram, að í þessum hóp, sem svertingjarnir leiddu út á torgið voru upp undir 100 manns, bæði konur og börn. Strax og fallhlífahermenn'irn- ir fóru að svífa til jarðar i Stanleyville gripu svertingjarnir til hernaðarráðstafana eins og béir höfðu hótað. Hermenn beirra fóru út um bæinn til heimila hvítra manna, sem enn höfðu ekki verið teknir hönd- um. Sýndu þe'ir mikla grimmd í aðgerðum sínum og eru sum- ar frásagnir flóttafólksins sem undan komst svo ljótar, að þair eru vart hafandi eftir. Svert- ingjarnir sóttust eftir því að handtaka heimilisfeður og myrða þá síðan með köldu blóði. Nokkrar konurnar segja frá því, að margir hermenn hafi ráðizt á þær og nauðgað þeim, haft ella í hótunum ef þær veittu mótspyrnu að skjóta eiginmenn þeirra. Þá voru mörg dæmi um misþyrmingai. f öllum þessum eltingaleik var sýnilegt að miskunnarlaus lög- mál frumskógannna giltu. Tjegar hluti flóttafólksins sem bjargað hafði verið kom til Briissel áttu fréttamenn tn. a. tal við 68 ára gamlan mann að nafni Joseph Frere, en með honum hafði verið í flugvélinni kona hans, hættulega særð og var hún flutt á Schaerbeck- sjúkrahúsið í Brussel þar sem gera varð á' henni uppskurð. — Ég hef bú'ið í Stanleyville í 18 ár sagði hann. Ég hafði í fyrstunni verzlun, en síðan varð ég tæknilegur ráðunautur fyrir prentsmiðju sem svertingjar voru að koma upp fyrir sig. Okkur léið mjög vel og jafnvel eftir að Belgíumenn gáfu land- ið frjálst höfðum við það mjög gott. Hina innfæddu skorti a'ð- stoðarmenn sem gætu leiðbeint þeim með ýmsa tækn’i svo að við urðum kyrr, enda elskaði ég Kongó sem heimabyggð mína. Ég var líka ánægður með árangurinn því að mér fannst hinir innfæddu vaxa með auk- ‘inni ábyrgð og sjálfstrausti. En svo hófst ófriðurinn og síðustu fimm til sex mánuðir hafa verið hræðilegir. Uppre'isn arherinn jókst og það var hræðilegur uppreisnarher. í honum voru fjölmargir ábyrgð- arlausir 12 ára ungl'ingar. Og sögurnar fóru að berast a.n morð og misgerðir þessa aga- lausa hers. Ennþá alvarlegri atburðir áttu Framh. á bls. 10. VÍSIR . Laugardagur 28. nóvember 1964. var mjög mikilsvirtur og elskao ur læknir. Þeir tóku hann fasc- an.og sökuðu hann um að hafa stundað njósnir. Var hann síð- an dæmdur til dauða bæði fyrir njósn'ir og vegna þess að svert- ingjarnir héldu því fram að hann væri starfandi sem liðs- foringi í bandaríska hernum. Þessar sakargiftir voru rang ar, enda frále'itt að hugsa sér að Carlsson gæti stundað nokkrar njósnir frá litla kristni- boðsþorpinu þar sem hann hafði bækistöð. En þar var hann ein'i læknirinn á svæði þar sem 100 þúsund manns búa. Skömmu áður en uppreisnar herinn náði þorpi hans Wasoio á sitt vald, hafði hann komiö ýmsu starfsfólki sínu undan En sjálfur sneri hann aftur t;‘ þorpsins, vegna þess að hann áleit það skyldu sína sem kristniboði og læknir að hjálpa fólkinu. Þó hann hefði verið dæmdur til dauða var aftöku hans frest- að viku eftir viku og var það vegna þess að uppreisnarmenn- irnir virtust reiðubúnir að láta hann lausan gegn gre'iðslu Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins ræddu við fulltrúa uppreisnarmanna um lausnargjald, en þar kom brátt í ljós, að uppreisnarmenhirnir myndu þá komast á bragðið c.g heimta Iausnargjald fyrir fleiri hvíta menn. Þeir héldu hvítu mönnunum þannig í gíslingu og yfirvofandi voru hótanir um að drepa þá.,.... Jþað er annars athyglisvert, að Carlsson var ekki tekinn af lífi samkvæmt dóminum, held- ur félF hann í morðskothríð svertingjanna á hóp hvítra manna á svokölluðu Lumumba- torgi i Stanleyville, eftir að árás fallhlífahermannanna var hafin. Það var ekki fyrr en um síð- ustu helgi, sem fjöldahandtökur hvítra manna í Stanleyville hó*' ust og má vera að uppreisnar- mennírnir hafi gripið til þess ráðs þegar fréttirnar bárus. um að fallhlífarlið væri komið til Ascension-eyju úti fyrir Af- að svert- ingjarn'ir hugðust varðveita hina hvítu menn áfram sem gísla. VI jginn af þeim sem þá var handtekinn belgíski rækt- unarmaðurinn Alfred Kinet lýsir þessu svo: — Aðfaranótt laugardags fóru hermenn út um bæinn og söfnuðu saman belgískum og bandarískum mönnum. Var það ætlun þeirra að flytja okkur á brott frá bænum og geyma okkur á öruggum stöðum úti i skógunum. Við vorum í fyrst- unni færðir til fangadvalar á Hótel Victoria. Menn af öðrum þjóðernum svo sem Grikkir og portúgalar fengu að dveljast á- fram heima hjá sér. Svo var það á þriðjudags- morguninn, þegar fallhlífahcr- Gbenye foringi uppreisnarmaniia hægra megin og vopnaðir iylgismeun hans. -5'^a)—WWat—feaaoaaggii i Ii^nnn ’aamae JJelgísku fallhlifahermennirnir komu timanlega til Stan- leyville til þess að bjarga 1300 hvítum mönnum, sem voru þar ýmist fangar eða gátu átt von á; árásum svertingja. Þeir komu bó ekki nógu fljótt, þvi að á beirri einni eða tveimur klukku stundum sem leið frá því að fall hlífarliðið varpaðj sér til jarðar og þar til það 1 hafði bæinn á sínu valdi tókst svertingjunum að murka lífið úr 30—Í0 hvítum föngum. Og enn er ekki búið að bjarga öllum þeim hvítu mönnum, sem þarna dveljast. Er talið að um 300 séu enn í hættu í skógunum kringum Stanleyville. Það var vitað að rúmlega 1600 hvítir menn myndu vera í Stanleyville og nágrenni, þeg- ar fallhlífaárásin var ákveðin T Tpphaf þessa síðasta þáttar atburðanna í Stanleyville var að hermenn stjórnarinnar . Leopoldville hafa að undan förnu unnið að því að uppræta uppreisnir í ýmsum hlutum Iands'ins. Sterkustu uppreisnar- hersveitirnar voru í Stanley- ville, sem er höfuðbær Simba- aettflokkanna, sem Lumumba veitti forustu og hafði hann ein- mitt bækistöð í Stanleyville. Þessir ættflokkar hafa þegið margs konar hjálp frá Rússum og smyglað þaðan vopnum. Nú var farið að herða að uppreisnarmönnum í Stanley- ville og gripu þeir þá til þess ráðs að hóta því að drepa a!!a hvíta menn í Stanleyville ef stjórnarherinn sækti lengra fram. Ekki var þó um fjölda handtökur hvítra manna að ræða, en svertingjarnir höfðu þetta að sjálfsögðu í hendi sér þar sem þeir réðu með öllu yfir borginni. Tjá gerðist það atvik að upp- reisnarmennirnir handtóku bandarískan kristniboðslækni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.