Vísir - 28.11.1964, Side 10
í
10
VISÍU ».ausardaíjur 28 nð%reniberii964.
EenBamnBBHBBRS^ ? btsot ssbssshpsístíjw-.-í
ieiddur —
Frh. af bls. 7.
þetta sinn voru allir austan við
ósínn. Sá ég þá hvar þeir taka
stefnu út á ísinn, flestir bað
innarlega á vatninu að þeir
fara langt inn, fyrir útfallið.
Aðrir taka stefnuna neðar og
vestar og það nærri ósnum að
þeir lenda niður í vök rétt fyrir
ofan hann. Þar héldu þeir sér
á sundi í vökinni, en engin leið
"~jr\r þá að komast upp úr
henni.
Nú voru góð ráð dýr. Ég
varð með einhverjum hætti að
bjarga sauðunum, en Vissi í
augnablikinu ekki með hvaða
hætti. Ég var staflaus og gat
því ekki kannað fyrir mér á
ísnum. Ég ætlaði samt að þjóta
án frekari umsvifa út á skarar-
brúnina, taldi hana vera nógu
sterka.
Rödd kallaði á mig
Ég var kominn nokkurn
spöl áleiðis þegar mér heyrðist
rödd kalla á mig. mjög einbeitt
og skipandi að taka af mér
vettlingana, en ég var með
þæfða sjóvettlinga á höndun-
um.
Áður en ég vissi af var ég
snúinn til lands aftur, og ski'.di
vettlingana eftir uppi á kofa-
vegg sem var skammt frá vatn-
inu. Að því búnu fór ég út á
ísinn aftur og byrjaði að fást
við sauðina.
— En hver var það, sem
kallaði til þín?
— Örugglega enginn mennsk-
ur maður. Þarna var engmn
nærstaddur og enginn sem séð
gat til mín eða kallað. En
röddin var svo skipandi að mér
kom ekki til hugar að óhlýðnast
henni.
ísinn brast
— Tókst þér að bjarga sauð-
unum?
— 1 fyrstu lotu náði ég
tveim þeirra upp á skörina en
þegar ég var að bisa við þann
þriðja brast ísinn undan mér
Ég fór þó ekki niður, heldur
lá með líkamann að mestu />
jakanum, sem brotnaði undan
mér, en þó með fæturnar í
vatni og líka seytlaði yfir höf-
uðið, Þó gat ég heldið því að
mestu upp úr.
Jakinn barst frá ísnum út á
vökina og að skörinni hinum
megin við, þar sem ósinn féll
undir hana. Þar sporðreistist
jakinn í straumröstinn'i og um
leið kastaðist ég af honum. Á
síðasta augnabliki náði és með
annarri hendinni í skörina, gat
læst löglunum f isinn oglþann-
ig stoávað mig áður en ég féll
undir Spöngina. Þá skildi ég
það fvrst hvers vegna ég átti
að táka af mér vettlingana.
Hefði ég verið með þá á þessu
augnabiiki heföi ég engri hand-
festu náð á ísnum, mig hefði
borið u: ’ r hann o'g ég drukkn
að, þá var engin von um björg-
un.
— Gaztu komizt upp á ís-
inn?
— Ekki þarna. En þá fékk ég
aðra skipan og henni hlýddi ég
Ég fikraði mig meðfram skör-
inni hægt og sígandi, fannst ég
blátt áfram vera leiddur os?
þar kom að ég fékk spyrnt mér
upp á ísinn og þar með var ég
kominn úr allrí hættu.
Fór tvisvar niður aftur
— Varstu ekki hræddur?
— Vottaði aldrei fyrir
.hræðslu. Tók þessu einhvern
veginn sem sjálfsögðum hlut.
sem hlytj að fara vel að lokum
Til kulda fann ég heldur ekk:
— Hvað varð um sauðina
sem eftir voru í vökinni þegar
þú datzt í hana?
— Þeir voru tíu talsins,: sem
farið höfðu niður. Tveimur
var ég búinn að bjarga þegai
skörin brast, en hinir voru
allir enn á sundi í vökinni þeg-
ar ég komst sjálfur upp úr
Ég byrjaði strax að reyna að
bjarga þeim, og hætti ekki fyrr
en það hafði tekizt.
— Og þú hefur ekki dottið
í vatnið aftur?
— Jú tvisvar eftir þetta. En
ég gætti þess að halda mér þar
við skararbrúnina, sem.ég hak-
aði og þess vegna kom það ekki
að sök þótt ég færi niður. Ég
náði mér í bæði skiptin upp
aftur.
— Varð þér ekki meint af
volkinu?
— Nei. og það undrast ég
enn í dag. Árið áður var ég
næstum dauður úr lungnabólgu
— alls ekki hugað líf en hjarði
þó. Þess vegna bjóst ég Við
öllu hinu versta, enda bruna
gaddur og hvassviðri. Ég hafði
þess vegna fljötaskrift við að
gefa sauðunum í þetta skipti
og flýtti mér svo heim. Og ég
er að minnsta kosti lifandi enn
Þ. Jós.
Arirnng —
Frh. af bls. 8:
þó og alltaf innan takmarka lisr
rænnar smekkvísi. Búningarnir
voru fjölbreyttir, sumir ákaflega
skrautlegir og litfagrir, tjöldin
sérkennileg, en hvorttveggja f
samræmi við sýningaratriðin.
, Eins og frá hefur verið skýrt,
hefur flokkur þessi "erið í sýn-
ingarför um Bandaríkin að und-
anförnu og er nú á leiðinni tii
meginíands Evrópu. Það var
gleðilegt, að hann skvldí hafa
tíma til að staldra hér við. Víst
er um það, að hann verður þjóð
sinni betri en enginn: sýninyar
þessara yfirlæt'islausu: prúðu
og hæfileikamiklu listamanna
verða öllum eftirminnileg kvnm
við framandlega ' 'óð,-sem á sér
ævaforna oy háþroskaða menn-
ingu, þrátt fvrir það að hún hef-
ur um aldaraðir orðið að þola
kúgun og áþián af hálfu yfit
aangssamra frændþjöða. Eft r
bessi skömmu en huenæmu
kvnni erum vlíi margs- fróðar
um skapgerð hennar, Kfsviðhorf
og erfðavenjur bó að við viss-
num lítið m hana áður nema af
stríðsfréttum . . . vissum að húr
hafði orðið ð bola hati erimm':
örlöe að verða reitur á tafli er-
lendra einræðisafla: að vfir han.a
dundi bölvun styrialdar eins og
hún setur bvne^t orðið — að
bræður hörðust nc urðu hver
öðrum að bana. og að e-n e'
bjóðin tvfskipt oe f sárum eftir
bann válega Ieik. Ber og sýn'ing
þessi óvefengjanlegt vitni því.
að sá hluti þióðarinnar sen
kallazt getur frjáls, hvggur sét
þar helzt hald og t.raust sem
vestrænar þjóðir eru fyrir, og
einnig, að hún vill sentja sip
að menningarlegum . háttum
þeirra án þess að bregðast upp
runa sínum og menningarerfo
um. Sannar það og kannsk
hvað bezt, að þjóðin hefur. ó
tæpt fengið að kenna á þeim
sannleika, að frændur séu fræn ■
um verstir.
Jjó að sýpingarflokkur þess
starfi undir ' vernd sín.-:
menntamálaráðherra, og ber
nafnið þjóðballett, brá svo við
að hvorki forráðamenn Þjóðleik
hússins né aðrir opinberir aðilai
sáu tilefni til að bjóða hanr
velkominn eða þakka hortum list
hans að frumsýningu lokinni —
hvað þeir málglöðu menn Iáta
sig ekki oft henda. Kannski hafa
þeir þar með viljað sýna „hlut-
Ieysi“ sitt. En eflaust var það
fróm ósk áhorfenda að sýningv
lokinni, að sú vingjarnlega oc
gáfaða þjóð, sem þeir höfð"
fengið þar að kynnast, megi seir
fyrst finna sjálfa sig, samein
aða og samstillta og sjálfráða
Að hin ævaforna menning henn
ar megi þróast og dafna .við
frelsi og friðsamiega sambUö
— einnig við frændþjóðir og
grannríki. Hafi þessir menntuðu
og Iistfengu fulltrúar hennar / 3
þökk fyrir komuna.
Loftur Guðmundsson.
Framh af bls. 9
eftir að dynja yfir. Við heyrS-
um í útvarpinu frásagnir af
því að stjórnarherinn sækti sð
bænum og af hótunum upo-
reisnarmanna í garði .Belgíu-
manna og Bandaríkjamannn-Ég
sá galdramenn svertingja koma
og gefa uppreisnarhermönnum
dava, en það er töfralyf, sem
þeir halda að gefi beim mót-
stöðu gegn bvssukúlum. En
rauninni -ru bað eiturlvf sen
æsa þá upp svo að þeir ímyndfi
sér að þeir geti staðizt allt og
ganga berserksgang.
^ðfaranótt þriðjudags skullu
hörmungarnar yfir. Þeir
komu til að sækja mig, en ég
faldi mig á bak við fsskápinn.
Vinur minn einn Ahmed að
nafni ætlaði að flýja undn.i
þeim, en þeir skutu hann
flóttanum fyrir framan húsið
mitt. Ég dvaldist í felustað mín
um þangað til belgísku fallhlíf •
hermennirnir komu. Ég vars
að 5'firgefa allt, en sleppti þó
áður út tve'imur litlum fuglurr.
sem ég átti í búrinu.
Það eina sem ég vildi að lok
um seg.i.t um þetta er: — Áðin
elskaði ég Kongó eins og heimr-
land mitt Nú hata ég það. Það
eina sem ég á eftir er hatrið
B A Z A R
Kvenfélag Ásprestakalls heldur bazar í
anddyri Langholtsskóla þriðjudaginn 1 des.
n. k. kl. 2 e. h. Margir góðir munir og ódýrir
Sjáið útstillinguna á morgim sunnudag að
Langholtsvegi 82. — Glæsilegt happdrætti.
Stjórnin
borgin
S L Y S A V A RÐS'i O r AN
Dpið allan sölarhm.ginn Simi
'I ?.'<() \ia?tui og nelgidagslæknu
'Srrici sim8
Næturvakt ' Reykiavík vikuna
21.-28. nóv er I Vesturbæjar Apó
teki.
Neyðarvaktm ki 9— 12 oa 1—:
alla v.rka daga nema auaardbg
kl 9—12 Simi 11510
Læknavakt > Hafnarfírði -íð
aðfaran. 28.-30. nóv. Bragi Guð-
mundsson, Bröttukinn 33, sími
50523.
* tvarpið
Laugardagur 28. nóvember
Fastir liðir eins Og venjulega
13.00 Öskalög sjúklinga
14.30 í vikulokin
16.00 Skammdegistónar: Andrés
Indriðason kynnir fjörug
lög
16.30 Danskennsla
17.05 Þetta vil ég heyra: Jónas
St. Lúðvíksson velur sér
hljómplötur
18.00 Útvarpssaga barnanna:
„Þorpið, sem svaf, eftir
Monique de Ladebat XI.
20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands
Ieikur skemmtitónlist.
20.20 Leikrit: „Nú taka þau enn
að syngja," Sáiumessa í
tveimur hlutum eftir Max
Frisch. Þýðandi: Bjarni
Benediktsson. Leikstjóri:
Baldvin Halldórsson
22.10 Danslög
24.00 Dagskrárlok
.OÐUM FLET0
W"!
Nú fer hinn kaldlyndi vetur með völdin
og vordagsins fagnandi gullstrengir þegja.
Nú sit ég í húminu hljóður á kvöldin
og hlusta á stormþytsins tregandi óð,
ég hugsa um algleymi armlaga þinna,
um ást, sem er fædd til að blómstra og deyja
— meðan forlaganornirnar forlögin spinna
og fönninni kyngir í daganna slóð ...
Jón frá Ljárskógum
„Shfur þessi Ebbesen ...“
' Kaupmenn flestir hér í Reykjavík'voru þá allt öðru vísi en nú er..
bá Voru þeir eins og sagt er um Glám í Grettissögu, stirfnir og við-
skotaillir Einn þeirra hét Ebbesen. Hann átti verzlun í búðarkrili,
þar sem nú stendur hin stóra sölubúð Thomsens kaupmanns. Einu
-ur.ii • kom bóndi nokkur austan úr Flóa, meinlaus og fáfróður, í búð
Ebbesens. bóndi var fyrir innan búðarborðið, spurði Ebbesen um
eitthvað og skildi eigi hverju hann svaraði, og hváði, en Ebbesen
’iak þá bónda utanundir og rak hann fram fyrir borðið. Bónda varð
eígi meira um, en hann sagði: „Já, stlfur þykir mér hann þessi
Ebbesen" og fór sína leið.
Páll Melsteð: Endurminningar.
m *» 'Sh - ía
EINA
SNEIÐ
Hvernig er hún eiginlega að
verða, þessi blessaða þjóð okk-
ar? Kómi snjóföl í nokkra daga
með nokkutra stiga frosti hittir
ekki maður svo mann, að ekki sé
farið að býsnast yfir harðindun-
um . . Þegar síldin hefur vaðið
inn í bátana allt sumarið og
haustið, aflinn orðinn margfalt
meiri en nokkru sinni fyrr, ætla
blöðin að rifna af vandlætingu í
garð skaparans og fiskifræðing-
anna fyrir það, að sennilega verði
lítil síldveiði í flóanum í vetur ...
Það sanna er, að stjórnin hefur
verið svo undir hjá skaparanum,
að þjóðin er orðin eins og heimtu
frekur krakki við hann og þykist
eiga heimtingu á miðjarðarlínu-
veðráttu, þó að landið liggi norð
ur undir heimskauti og vaðandi
sfld allt árið, þó að það str/ði
á móti öllu náttúrulögmáli. ..
Það sjá allir heilvita menn, að
slíkt kann ekki góðri lukku að
stýra, við verðum að kunna okk
ur eitthvert hóf f kröfum vorum
á hendur máttarvöldunum ... til
eru margar sögur er sanna hvern
ig fer fyrir heimtufrekur og van-
hakklátum, svo að ekki er eins
og þjóðin fari í grafgötur um
það .. . Ég held að kunningi
minn einn. hafi komizt spaklega
að orði um daginn, einmitt í þessu
máli, það er eins og hver mann
eskja' líti á guð sem heimilisföð-
ur nú orðið, sagði hann . . . og
heimilisföðurinn sem guð, bætti
hann við. . Með öðrum orðum,
guði ber skylda til að uppfylla
allar kröfur okkar, rétt eins og
hann væri eiginmaður, sem eig-
inkonan heimtar af alla þá hluti,
sem nágrannakonurnar hafa, og
svo dálítið fram yfir það ... og
fjölskyidan gerir slíkar kröfur
til heimilisföðursins, að ekki
stendur á valdi neins að uppfylla,
nema væri hann almáttugur.
Sem sagt þeir eru ekki öfunds-
yerðir af þjóðinni og fjölskyld
unni guð og heimilisfaðirinn —
og sízt um þetta leyti árs, þégar
líður að jóium. Þetta er hættu
legt hugarástand og verði þar
ekki einhver breyting á, er hætt
við að illa fari áður en lýkur...
kannski fara máttarvöldin í fýlu,
og hætta að láta okkur hafa nokk
urn síldarafla, nema þá einhvsrn
reyting, rétt yfir blásumarið,
eins og þau gerðu í tíð Hermartns
og Eysteins ... kannski láta þau
snjóa yfir vetrarmánuðina, eins
og þau gerðu þegar þeir voru
strákar, sem nú eru komnir á sex
tugsaldurinh ... kannski stendur
tíu-tólf stiga frost í nokkrar vik
ur, samkvæmt legu landsins — og
hvað þá?
Samið hefur verið úm smíði nýs
varðskips, og verður það bæði
hið fullkomnasta af allri gerð og
búið hinum fullkomnustu tækjum
. . Meðal annars á að verða hægt
að skipta því í tvo hluta, þannig
að hvor hluti um sig geti siglt sinn
leið — og er þetta gert með til-
liti til þess, að unnt verði að
elta uppi tvo togara í einu ...