Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Föstudagur 4. desember 1964. — 269. tbL FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR LÖGÐ FRAM: NÝTT25MILLJ. KRÓNA SPARISKÍRTEINALÁN Visir hefur fregnað að í ráði sé að næstu daga, jafnvel á morgun, verði gefið út nýtt spariskírteinalán ríkissjóðs, að upphæð 25 millj. króna. En sem kunnugt er seldist fyrra lánið, að upphæð 50 millj. króna, upp á einni viku. Alþingi veitti heimild til útgái'u á spariskfrteinaláni fyrir heild- arupphæðina 75 milljónir, og í ráði mun nú vera, af hálfu fjár- málaráðuneytisins, að gefa át viðbótarlán, þannig að öll Iáns- heimild Alþingis sé notuð. Undirtektir almennings voru slíkar að 50 millj. króna lánið seldist upp eins og fyrr segir á örskömmum tíma og munu ýms ir sem ætluðu sér að kaupa bréfin ekki hafa gtt þess kost. Úr því verður bætt með hinu nýja 25 millj. króna láni, sem nú mun væntanlegt. Stóraukin framlög borgarínnar til verklegra framkvæmda Þrisvar sinnum minni hækkun útsvaru en í fyrra. Af- slúttur af einstökum útsvörum væntanlega 20% í úr Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1965 var lögð fram á borgarstjórnarfundi í gær. I ræðu borgarstjóra Geirs Hallgríms- sonar kom m. a. eftirfarandi fram: • Rekstrargjöld borgarinnar munu nema 527.9 millj. króna. • Er það aðeins 11% hækkun frá í fyrra, eða 51 millj. króna. • Framlög til verklegra framkvæmda eru verulega auk- in. Af hækkun útgjalda íara 18 millj. króna til nýrra gatna og holræsa. • Heildarhækkun útsvara er aðeins 11,7%. Er það þrisvar sinnum minni hækkun en á útsvörunum í fyrra, en hún var 39%. • Sennilega verður unnt að veita 20% afslátt af útsvör- um næsta árs í stað aðeins þeirra 9% sem í ár voru veittar. • Kostnaður við stjórn borgarinnar fer minnkandi og spamaður í rekstri hennar hefur verið aukinn verulega. Auk þess kom fram í ræðu borg- irstjóra að tekjuútsvörin voru áætl ið árið 1964. 400.447 þúsund krón ur. Fyrir árið 1965 eru þau áætl- uð 447.397 þús. krónur. Hækkun in er rúmar 46 millj. króna eða 11,7 af hundraði. Hækkun fasteigna gjalda er hins vegar áætluð 25. rnillj. króna. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Geirs Hallgrímssonar á borgar- stjórnarfundinum í gær. Samkvæmt venju við 1. umræðu fjárhagsáætlunar mun ég hefja mál mitt með því að gefa almennt yf. irlit um afkomu borgarsjóðs á yfir- standandi ári. Eftir að fjárhagsáætlun fyrir ar. ið 1964 var samþykkt hér í horg- arstjórninni f desember 1963, kom til framkvæmda almenn launahækk BLA-ÐIÐ I DAG Bls. 2 íþróttir — 3 Ræða Geirs Hall- grímssonar borgar- stjóra. — 8 Við eigum sið- ferðilegan og sögu- legan rétt. Viðtal við Einar Ól. Sveinsson. — 9 Föstudagsgrein um Kongó. un í verkamannavinnu, sem nam 15%. Með bráðabirgðalögum frá 30. júní 1964 var launagreiðendum gert að skyldu að greiða af útborg- uðum vinnulaunum 1% launasicatt Ennfremur urðu verulegar hæ/tk anir á framlagi borgarsjóðs til <1I"" Itm- ........... ............. ■ . . . ................. ríiiiiSfii’Bji’Wffi'WW Geir Hallgrímsson Sjúkrasamlags Reykjavíkur og al- mannatrygginga Launahækkunin var reiknuð af 100 millj. kr. og launaskattuiinn af 135 millj. kr. Af þessum ástæðum samþyk'.tti borgarstjórnin á fundi sínum 9. júlí sl. að hækka útgjaldaliði á rekstraráætlun um kr. 26.830 þús. og ennfremur að ætla til Fram. kvæmdasjóðs vegna Bæjarútgerðar Reykjavfkur, 15 millj. kr. Hækk- uðu þvf áætluð útsvör um kr. 41. 830 þús. Þegar samþykkt þessi var gerð hafði enn ekki verið ákveðin launahækkun sú, sem látin var gilda frá 1. júlí 1964, þ.e. 5% hækk un á kaup í almennri verkamaana vinnu.“ Borgarstjóri las sfðan rekstrar- reikning 1964 og sagði: „Af þessu yfirliti sést, að tekjur munu reynast svipaðar cg gert hafði verið ráð fyrir. einungis S millj. kr. hærri, en heiidargjöldin aðeins lægri en áætlað hafði verið eða kr. 1.790 þús. Yfirfærsla á eignabreytingareikr. ing verður samkvæmt yfirlitinu kr. 128.614 þús. ístað kr. 118.950 þús., sem áætlað hafði verið." FJÁRHAGSÁÆTLUN 1965 Frumvarp að fjárhagsáætlun fyr. ir árið 1965 er nú lagt fram ásamt ítarlegri greinargerð, sem er 146 bis. Hefur sparnaðarnefnd undirbú- ið málið í hendur borgarráðs, en nefndina skipa Gunnlaugur Péturs son, borgarritari, Guttormur Er- lendsson, borgarendurskoðandi og Helgi V. Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings. Borgarráð hef ur svo á 5 fundum sínum íætt frumvarpið og er það nú lagt fvr ir borgarstjórn, ásamt nokkrum gjaldskrárbreytingum. t frumvarpi því að fjárhagsáætl- j un fyrir árið 1965, sem hér er Iagt Ifram, eru rekstrargjöld áæt'.uð ; 527.9 millj. kr., en voru áætluð á , yfirstandandi ári 476.9 millj. kr. jHækkunin nemur 51 millj. kr., eða 10.71%. Af 51 millj. kr. hækkun rekstrargjalda er 18 millj. -kr. hækkun á framlagi til nýrra gatna og holræsa, þegar hluti borgarsjóðs af benzínskatti og gatnagerðar- gjöld hafa verið dregin frá áætluðum útgjöldum. Sé k.jstn. aður við nýjar götur, holræsi og aðrar framkvæmdir og gatnagerðar gjöld dregin úr rekstrarkostnaði bæði árin, mundu rekstrargjöíd ár ið 1964 lækka um kr. 74.2 millj. og verða kr. 402.690 þús., en rekstr argjöld árið 1965 um kr. 92.2 milij. og verða kr. 435.747 þús. Næmi þá hækkun rekstrargjaldanna einungis 8.2%. En hér hefur þó ekki verið tekið inn hluti gatna- og holræsa. framkvæmda í 15% hækkun vinnu Iauna, sem sérstaklega var æt'að fyrir á miðju yfirstandandi ári. Mundi það hafa hækkað þetta hlut Framh á bls. 3 Vala með litlu synina tvo Einar Örn tveggja ára og Árna sjö mánaða og rulluheftið. VALA A SVIÐINU A NY Fer meb aðalkvenhlutverkið i „St'óðvið heiminn, hér fer ég út" Vala kemur móð og másandi í símann — jú alveg sjálfsagt, en getið þið ekki komið strax, ég var að koma frá innkaupun- um og á von á gesti í mat. Með hálfslæmri samvizku er drepið á dyr þéirra Völu og Benedikts Árnasonar því klukk an er þegar orðin fimm. Þetta er í nýrri sambyggingu við Meistaravelli og með sjötta skilningarvitinu hefur tekizt að rata ur" á efstu hæð og á rétt„ dyrnai því ekki eru allir fluttir inn og íbúaskrána vantar ennþá. Við ætlum að spjalla smástund við Völu, en sem kunnugt er leikur hún aðalkvenhlutverkið í „Stöðvið heiminn, hér fer ég út“ jólaverkefni Þjóðleikhúss- ins. Ekki er annað í mál takandi Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.