Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 9
V í S I R . Föstudagur 4. aesember 1964. sssssrsr im^nEBare.-'ivssEsa m '■&v*:ÆtRwmtoxug% ☆ Tyi'enn hafa fylgzt með at- burðunum austur í Stan- leyville í Kongó með talsverð- um spenningi. Það er varla nema von að menn hugsuðu með samúð og vorkunnsemi til vesa- lings hvíta fólksins, sem dvald ist þama innikróað lengst inni í myrkviðum frumskóganr.a umkringt siðlausum svertingj- um villidýrum og malaríu-fúa- mýrum, með vofandi yfir höfði sér hótanir um misþyrmingar og morð. Hugmyndir manna um pann villimannalýð, sem þarna ræður ríkjum, kolbláir og kannski kenndir við fomagaldur og mannát bregður vissum hryil- ingsblæ yfir fréttimar. Það er því fullkomlega eðli- legt, að menn hafi haft rika samúð með þessu vesalings fólki sumt af þvl er einmitt sendi- boðar mannúðar og kærleika, kristniboðar, læknar og hjúkr- unarfólk, sem hefur litið á það sem skyldu sína, þrátt fyrir hitabeltissvækju og óaldartima að reyna að þrauka af hvað sem á gengur og verða hinu frumstæða fólki að liði með því að líkna, lækna og hugga. ferði svertingjanna, mannaveið um þeirra, morðum misþyrming um og jafnve! nauðgunum kvenna sem áður hafa mátt horfa á aflífun eiginmanna sinna. — Við höfum lært að hata, segir flóttafólkið. Margt hefur fengið taugaáfall og bíður þess aldrei bætur á sálinni, skelfing- in lýsir enn úr augu þess. Tjannig þroskast hugmynd okkar af ógnum myrkvið anna og fær á sig hinn hryllileg asta svip. Og við leiðumst ó- sjálfrátt út I það að bendia saman þessum skelfingarsöguro fólksins og mati okkar og hug. myndum um það, hverjir séu hinir brotlegu, seku og glæpsam legu í styrjöldinni I Kongó. En þar held ég, að við verðum að gæta meiri íhygli. Við verðum að athuga það, að örlög þessa vesalings fólks eru ekkert eins- dæmi. Þetta er það sem gerist jafnan I stríðshrjáðum löndum, sérstaklega ef um borgarastyrj- öld er að ræða. Og við verðum einnig að hyggja að því, að orott flutningur þessa fólks og flótti getur markað þáttaskil I sam. búð Evrópu og Afríku. Hér er að brotna niður og eyðast ril grunna sú von manna, að hvíti og svarti kynstofninn geti unn ið friðsamlega saman og hafa þó báðir mikla þörf fyrir að við- Og hvað hefur verið að gerast I Kongó að undanfömu? Halda menn að hræðsla hvita fólksins við svertingjana sé ástæðulaus, að ekkert hafi verið komið á undan þessu? Við verðum þá fyrst að spyrja. hvort það sé alger tilviljun, að atburðir þess ir gerast einmitt á því svæði Kongó, þar sem nýlendustjórn Belga var grimmust og viðbjóðs legust? Einmitt á þessu svæði við norðurbug Kongófljóts Iifðu sjálfráðustu og herskáustu þjóðflokkar landsins, sem Belg- íumenn undirokuðu með mest- um fantabrögðum. Þar tíðkaðist mest sú refsing við hverjurn mótaðgerðum, að svertingjarnir voru handhöggnir I stórum stíl Það voru afar þessa fólks sem nú lifir, sem þannig var leik'ð En þetta er aðeins liðin saga og þó undirstaða þeirrar kenns.u I menningu og siðum, sem Belg íumenn kenndu undirsátum sín. Ctyrjöldin í Kongó hefur að ^ undanfarið orðið sérlega harðskeytt og miskunnarlaus. Stjórnin I Leopoldville hefur gert örvæntingarfullar tilraunir til að bæla niður uppreismr í landinu. Menn gerðu sér um tíma vonir um að henni myndi takast að friða landið. En að- gerðir hennar strönduðu á mótspyrnu íbúanna á svæðinu Tsjombe forsætisráðherra I Leopoldville. 170 þegar sókn stjómarnerj. anna til Stanleyville misheppnaðist greip Tsjombe forsætisráðherra til þess ráðs að falast eftir hvítum leiguher- mönnum sem vildu koma og aðstoða hann við að bæla nið. ur uppreisnina. Tilboð og aug lýsingar hans um feikilega há laun dreifðist út um öll lönd og m.a. er það vitað að ráðninga- menn Tsjombes hafa verið að hygli hefur vakið herferð 400 manna hóps hvítra manna I átt ina að Stanleyville. Vonaöist stjómin til að þeim tækist að skakka leikinn. Þessi flokkur hefur farið fram með hinni ofboðslegustu grimmd. Þeir hafa engu eirt. Þeir hafa brennt þorp svertingja sem á vegi þeirra hafa orðið og stundum myrt íbúa heilia þorpa, stundum valið þá sem Björgunaraðt Stanleyville Cvo er skyndilega frain- kvæmd björgunaraðgerð, sem við fögnum allir I sjálfu sér og hún er vissulega fram- kvæmd af frábærum flýti og festu. Bandaríkjamenn leggja t'! hraðfleygar flutningaflugvé'ar Belgíumenn hinir gömlu ný- lenduherrar leggja til narð- gerða og röska hermenn. í morg unsárið koma flugvélamar með miklum hvin yfir litlu frumskóga bæina StanleyviII,e og Paulis og marglitar kringlóttar fallhlífa- húfumar svífa til jarðar, allt verður þögult I bili, svo heyrast drunur I bifreiðah'reyflum, nróp og köll og vélbyssuskothrið. Fall hlífaliðarnir þjóta um bæina og taka þá í skyndiáhlaupi. En svertingjunum hefur þó tekizt að vera fyrri til og grípa til hefndarráðstafana. A nokkrum dögum tekst að bjarga 1600 hvítum mönnum, en eitthvað í kringum 40 em myrtir. Ekkert er vitað með vissu um örlóg þúsund hvítra manna, sem búa í frumskógunum, hingað og þangað á þessu viðlenda flæmi. En taka verður með I reikning inn að ríkið Kongó nær yfir ná lega eins stórt svæði og öll Fvr ópa, og svæði það sem uppreisn- armenn ráða yfir er álíka stórt og Frakkland. Siðan líða aðeins tveir til þrír dagar þangað til farið er að flytja. sumt af flóttafólkmu heim til Evrópu. Fyrstu flugvel arnar lenda i Briissel og blöðin skýra ítarlega frá lýsingum og frásögnum þess. Þær em átak- anlegar og skelfilegar. Saklaus börnin sem fylgja með þeim og hafa mátt upplifa þessi ósköp gera frásagnirnar enn átakan. Iegri. Þetta em fyrst og fremst lýsingar á villimannslegu fram halda þessu samstarfi. Hvaða dilk getur þetta dregið á eftir sér sfðar? Er þetta kannski upp hafið að þvl að allir hvítir menn I löndum svertingja veróa að flýja burt og hvar standa þá ríki svertingja, sem nar'a svo mikla þörf fyrir aðstoö, bæði lækna- og heilbrigðisþjón. ustu og tæknikunnáttu á öllum sviðum? — Hvað verður næst, hefst fjöldaflótti næst rrá Tanganyika, sfðan frá Kenya o.s.frv? Þetta er mál sem við þurfum að gaumgæfa. umhverfis Stanleyville. Þar var uppreisnin sterkust meðal hinna gömlu fylgismanna Lumumba, foringja þeirra sem myrtur var á hinn svívirðilegasta hátt af hvítum herforingjum Katanga. stjórnar. Það hafði verið komið á sam komulag um að reyna að forð- ast erlenda fhlutun í málefni Kongó. Eina leiðin f þessu óng- þveiti væri að svertingjarnír sjálfir reyndu að ráða deilum sínum til lykta. verki alla leið uppi Þeir vilja fá harðgera krafta- karla, sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Hópur ungra hvítra manna með ævintýralöngun nefur flykkzt til Kongó, en mestur hluti þeirra mun þó vera frá Suður.Afríku og Rhodesiu úr þeim byggðum hvítra manna, sem óttast mest sjálfstæði sverl ingjanna. Þessir hópar ævintyra manna hafa framkvæmt styrj- öld sem er sízt til þess fal'in að lægja öldurnar. Mesta at- pmqv:>* . ■ v Svíþjóð. voru komnir yfir vissan aldur. Af framferði þessara leiguher- manna sprettur fyrst og fremst skelfingaröldin, sem nú ríkir í Norður-Kongó. Gbenye foríngi uppreisnarmanna í Stanleyville og nokkrir hermenn hans. í þessu sambandi er og vert 1 að athuga það, að þeir hvftu menn, sem áður dvöldust á þessu svæði höfðu áður kosið að ilengjast þar, þrátt fyrir valdatöku svertingja. Þeir hafa haldið áfram að starfa, hver að sínu verki, sem stjórnendnr plantekra, vélahúsa, samgöngu- tækja og ýmiss konar fyrir- tækja. Þeim ber flestum saman um, að þeim hafi vegnað vel og sambúðin við svertingjana ver- ið árekstrarlaus ef undan oru skilin venjuleg afbrot, sem al- drei er hægt að veita fullkomin grið fyrir. Frásagnirnar fjöll- uðu um það, hvað svertingjarn- ir væru orðnir áræðnir og á- hugasamir um hvers kyns fram farir og þeir vildu gera hlut hvltu hjálparmannanna sem beztan til þess að njóta áfram aðstoðar þeirra. En svo nálguðust myrðandi og brennandi Ieiguhersveirir hvitra manna og öllu þessu mik ilvæga samstarfi var hrundið. Tortryggni og hatur blossaði upp. Svertingjarnir fóru að hand taka hvlta menn og líta á þá sem strlðsfanga og einn hinna hvítu íbúa og þann sem hafði bezt orð á sér, Carleeon, kristni boða tóku þeir og dæmdu til dauða fyrir njósnir Djörgunaraðgerðin mikla var I sjálfu sér mannleg og eðlileg. Það má segja, að það hafi verið ómögulegt að sitja hjá aðgerðarlaus eins og ofstopi svörtu uppreisnarmann- Framhald á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.