Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 2
2 V I S IR . Föstudagur 4. desember 1964, * „ Verða að taka á honum stóra sínum" Kops-bræður gegn Andersen og Borch i kvöld og á morgun — Badminton eins og það gerist bezt i heiminum i Valshúsinu Badmintonleikararnir fjórir, sem stigu úr flugvél F.í. í gær- kvöldi höfðu í höndum sér annars konar áhöld en körfu- knattleiksmennirnir. Þeir báru spaða sína sveipaða plastpok- um. „Það er stórkostlegt að vera kominn aftur hingað“, sagði Henning Borsch okkur. Hann var hér á ferð ásamt Jörgen Hammergaard 1959, þá aðeins rúmlega tvítugur. „Það var stórkt tleg dvöl“, sagði hann. — íþróttin hefur boðið upp á talsvert á þessum árum? „Hvort hún hefur. Ég hef ferðazt um heiminn þveran og endilangan.“ Og hann telur á fingrum sér löndin. „Indónesia. Rhodesía, Austur-Indíur, Japan í vor á heimsmeistarakeppnina, já og L:..nd ... og .. og .“, hann gefst alveg upp, löndin eru of mörg til að telja á stuttum tíma ERLAND KOPS, er frægur maður i heimi badmintonmanna og má geta þess að þegar körfuknattleiksmennirnir írsku heyrðu nafn hans, fengu þeir mikla eftnþanka, því þeir þekktu nafnið mjög vel, allir þekktu þeir Kops. Hann hefur undanfarin ár verið álitinn snjallasti einliðaleikari heims ^g er það ennþá. „Þetta e stórkostlegt tæki- færi að fá að heimsækja ís- land“, sagði Kops, „en ferða- lagið hingað var margfalt erfið- ará en ég hélt það væri. Við erum búnir að vera á ferðinni í 15 klukkutima. Við vorum svo óheppnir að þurfa að bíða í Glasgow í 5 tíma“. — Hvernig verður keppni háttað hér, keppið þið hver á móti öðrum eða gegn íslenzkum leikmönnum? Þessu svaraði Guðlaugur Þor- valdsson, einn af TBR-mönnum sem taka á móti Dönunum. „Nei, því miður höfurn við enga menn enn þá, sem hægt er að tefla gegn slíkum ofurmennum. Danirnir leika gegn hver öðr- um“. — Verða Kops-bræðurnir þá saman í tvíliðaleiknum? „Já, það býst ég við." segir Erland, eldri bróðirinn, en hann er 26 ára en Torben er talsvert yngri. Báði- leika þeir fyrir IÍBK i Borch og Sven Ander- sen eru frá ABC. Sven Andersen er mjög ungur leikmaður og talinn efnilegastur af upprennandi stjörnum í þessari íþrótt. Hann svaraði glaðlega, þegar við spurðum hvort Kopsbræður ynnu ekki auðveldlega: „Nei, þeir verða að taka ' honum stóra sínum til að svo megi verða“. Danirnir keppa kl. 8.30 í kvöld í V 'sheimilinu og aftur á laugardag kl. 3.30 á sama stað. —w—r IWM I — I ■■ iwi Ci ————w—a—aww nnn n ——iww———«f íþróttagestir með „SÓLFAXA" til Reykjavíkur í gærkvöMb milljónir sjá I.R. í sjónvarpi íi" — a.m.k. er möguleiki á bvi bor eð BBC sjónvarpar siðari leik IR og Collegians i Belfast um allt Bretland Með „Sólfaxa“ Flug- ari jarðkringlu, en hinir félagsins komu hingað nefndarmennimir voru til Reykjavíkur í g»í- iiiaesttir til að taka á móti kvöldi tVefr ólíkif hóþ- ar íþróttamanna, sem um helgina munu skemmta Reykvíking- um, hvor á sinn hátt. Úti á flugvelli voru tvær stór ar móttökunefndir þegar blaðamaður Vísis kom þangað, önnur til að | taka á móti fjórum bad- mintonleikurum frá Kaupmannahöfn, mönn- um sem leika badminton eins og það verður bezt gert af mönnum á þess- körfuknattleiksliðinu COLLEGIANS frá Bel- fast. Við ræddum lítil- lega við báða aðilana og fer það hér á eftir: Fyrst hittum við G. Clark, fyrirliða og fararstjóra Collegi- ans. Clark er eins írskur í út- liti og maður af þvf þjóðerni getur framast orðið. „Þetta er okkar fyrsta utan- för“, sagði Clark, „og það er vissulega mikil eftirvænting í liðsmönnum. Raunar vitum við ekkert hvað við erum að fara út í, því við höfum ekkert í höndunum um ÍR, mér skilst að ýmsar upplýsingar, sem við átt um að fá séu enn í póstinum á leið til Belfast". — Hvernig stendur írskur körfuknattleikur? spyrjum við og ungur og geðugur leikmaður Brian McMahon svarar: „Evrópskur körfuknattleikur stendur vissulega ekki mjög framarlega, og við erum ekki í broddinum í evrópskum körfu- knattleik. Ég held að við getum sagt að við séum svipaðir og ensk og skozk lið eru“. — Þekkið þið skozka lands- liðið. Haldið við að þið gætuð sigrað það? „Nei, alls ekki, ég held að það væri alveg vonlaust**. Clark, fararstjóri, sagði okkur sfðar að körfuknattleikur væri orðinn mjög vinsæll sem skóla- íþrótt og að 30 félagslið væru starfandi í Belfast. Þannig er þessi fþrótt að breiða úr sér i írlandi, enda þótt iþróttin sé ekki eldri en hér á íslandi, festi þar rætur 1948 er talið. — Hafið þið leikið við er- lend lið áður? „Nei, mjög Iítið“, segir Merdie Shields, 31 árs gamall sölumaður, við höfum lítilshátt ar leikið við úrvalslið Banda- ríkjamanna, sem dveljast f Bel- fast. Það eru 300 Mormónar, sem hafa aðsetur í Belfast og boða þar trú sína. Þetta eru allt ungir menn frá Salt Lake City og leika auðvitað allir körfuknattleik. Leikirnir hafa farið sitt á hvað en oftast verið mjög harðir. Líka hafa komið lið frá flotastöðinni í London- derry og képþt við okkur“. — Lék ekki írskt lið við Real Madrid í Evrópubikarn- um í fyrra? „Jú, það er rétt“, fræðir okk- ur enn einn leikmannanna, Eddie Mullholland, ungur arki- tekt. „Það gekk ekki sem verst fyrir frska liðinu heima og tap- ið gegn þessu bezta félagsliði Evrópu var aðeins 20 stig, en á Spáni fór verr því þar töpuðu Belf. Celtics með 60 stiga mun“. — Og hvernig verður með leikinn i Belfast? „Hann hefur verið undirbú- inn mjög gaumgæfilega. Venju- lega koma aðeins mjög fáir á- horfendur til okkar á körfu- knattleiksleikina, en nú höfuni við tekið á leigu stóra íþrótta- höll,“ segir George Clarke. „Við vonumst eftir fullu húsi, enda óvenjulegt að stórir leikir fari fram í Belfast í körfuknattleik. Raunar má búast við að 15 milljónir manna sjái leikinn fyr ir utan þá 4000 sem við von- umst til að sjá, í íþróttahúsinu, því leiknum verður sjónvarpað beint og ekki aðeins í Irlandi, heldur um allar Bretlandseyjar. Fyrir þetta greiðir BBC okkur 250 sterlingspund. Það er það sem gerir gæfumuninn, snýr við dæminu og gerir það að verkum að við förum ekki gjaldþrota a.m.k. frá öllu sam- an“. Vonandi verður leikur þessara tveggja aðila jafn og spennandi og raunar má búast við að svo verði, enda margt líkt um þessi tvö félög, sem berjast bæði fyr- ir þá hugmynd að gera körfu- knattleik vinsælustu íþrótta- greinina. Enginn vafi er á að írarnir munu a.m.k. ekkert gefa eftir, það erir hið írska skap þeirra. Vonandi verða ÍR-ingar dálítið IR-ish í skapinu á morg- un þegar Ieikurinn hefst í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli kl. 16 Sven Andersen, Torben Kops, Henning Borch og Eriand Kops á Hótel Sögu í gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.