Vísir - 04.12.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 4. desembfer 1964.
Jólamarkaður
Framtíðarinnar
Kvenfélagið Framtíðin á Akur-
eyrir efnir til mik'ils jólamarkaðs
og skemmtunar á Hótel Kea á
morgun, laugardag kl. 2 e. h. Þar
verður og kaffisala og ýmislegt
til skemmtunar, m.a. leikþáttur
barna. Markaður þess'i er haldinn
til ágóða fyrir elliheimilið á Ak-
ureyri, en kvenfélagið Framtíðin
hefur unnið mjög að framgangi
þess.
Er þess skemmst að minnast, er
félagið gaf 1 milljón króna tii
Ell'iheimilisins er það var opnað
fyrir tveimur árum. Eru Akureyr-
ingar hvattir til að koma til
markaðarins.
Einar Sigurðsson hefur / hyggju að
taka frystihús sitt í Eyjum úr S.H.
Hin sérsföku leyffi til útflutnings skapa sölusamtökunum mikla hættu
I gær var haldinn fundur í
stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, þar sem mættur
var 21 fulltrúi úr stjórn og vara
stjórn samtakanna qg fram-
kvæmdastjórar. Á þessum fundi
var rætt um mál sem er all alvar
legt fyrir samtökin, þar sem
einn helzti frystihúsaeigandinn
og forustumaður í samtökunum
frá byrjun Einar Sigurðsson
varaformaður S. H. hefur í
hyggju að taka að minnsta kosti
eitt af frystihúsum sínum, frysti
húsið I Vestmannaeyjum, út úr
samtökunum, gera það að hluta
félagi, en það hefur verið einka
eign, og láta það hefja sjálf-
stæðan útflutning á frystum
fiski.
Var mikið rætt um þetta ■
vandamál á fundinum í gær, þar
sem Einar Sigurðsson var sjálfur
viðstaddur, sem stjórnarmaður
í Sölumiðstöðinni. Tekið skal
fram að hann hefur enn ekki
endanlega stigið þetta spor, en
hugmyndir hans um þetta eru
afleiðing þess að ýmis útflutn-
ingsfyrirtæki hafa verið stofnuð
að undanförnu, sem sjávarút-
vegsmálaráðherra hefur veitt
leyfi til sjálfstæðs útflutnings á
frystum fiski utan við samtök-
in. Og f gær skýrði Vísir frá
því, að enn eitt slíkt fyrirtæki
hefði verið stofnað, sem hygðist
flytja út upp á eigin spýtur.
Það er ríkjandi sjónarmið inn
an Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, að hin sérstöku leyfi
til útflutnings, sem einkaaðiljum
hafi verið gefin séu mjög hættu
leg útflutningssamtökunum. Nú
sé svo komið, að ekki sé um
nema tvær leiðir að velja, annað
hvort að gefa útflutninginn
frjálsan eða að stöðva með öllu
hin sérstöku leyfi og tryggja
þannig sölusamtökin.
EKKERT LEYNILEGT VIÐ
HAFNARFÖRINA
segir Einar Ól. Sveinsson i viðtali við Visi
— Við Sigurður Nordal prófess-
>c fórum engar leyniferðir til
íaupmannahafnar á útmánuðum
1961 í sambandi við handritamál-
ð, sagði dr. Einar Ól. Sveinsson,
jrófessor í viðtali við Vísi í morg
un, en blaðið hafði spurzt fyrir um
-lylgjur Kaupmannahafnarblaðsins
Berlingske Aftenavis þar að lút-
mdi.
Kvöldberlingur hélt því fram, að
.rófessorarnir tveir hefðu farið
tvær eða þrjár férðir undir föisku
nafni („incognito") til Kaup-
mannahafnar á leynilega fundi út
■i.f handritamálinu.
— Hið rétta í málinu er þetta,
sagði próf. Einar. Á útmánuðum
1961 voru ráðherrarnir Gylfi Þ.
ferð til Þýzkalands og Sviss og
hafði örstutta viðkomu í Höfn, en
hitti þar aðeins persónulega kunn
ingja. Þetta hefur vaxið í augum
dönsku biaðamannanna.
— Við Sigurður Nordal höfðum
þá með okkur listann, sem biöð
hafa kallað „fslenzka óskalistann",
í honum voru taiin upp 2120
hándrit, sem við töldum rétt að
ættu að koma til íslands. Þessi
listi okkar var tekinn til athugun-
ar á fundum okkar með dönsku
sérfræðingunum og þaðan er
sprottinn listi sá, sem dönsk blöð
birtu á sínum tíma. Þó er sá hsti,
sem birtur var, ekki í öllum atrið.
um eins og listi sá, sem saminn
var á fundi íslenzku og dönsku sér
fræðinganna, én í flestum tilvik-
um er líklega prentvillum um að
kenna.
Kvöldberlingur birti í gær leið.
réttingu frá prófessorunum Sig-
urði Nordal og Einari Ól. Sveins-
syni, þar sem þéir bera til baka
; frétt blaðsins um leyniferðir
] þeirra, sem blaðið kallaði svo á
| sínum tíma.
í sama tölublaði Kvöldberlings
i er sagt frá skýrslu um handrita-
málið, sem Andersen kennslumála
ráðh. afhenti handritanefnd þjóð-
þingsins þá um daginn, I skýrsl-
unni segir hann í lokin, að ekk-
ert liggi fyrir um, hvaða handrit
verði afhent, og það verð’i ekki á-
i kveðið fyrr en eftir samþykkt
I frumvarpsins. Þeir listar, sem
! gerðir hafa verið, séu aðeins til
! bráðabirgða og ekki á neinn hátt
■bindandi fyrir dönsku stjórnina.
I dag skein sól
Önnur viðtalsbók Matthiasar Johannessen
við dr. Pál Isólfsson
Út er komið annað bindið af
viðtalsbók Matthfasar Jóhannes-
sens við Pál ísólfsson tónskáld
Nefnist bókin í dag skein sól
og er það Bókfellsútgáfan sem
hana gefur út.
Fyrra bindi viðtalsbókarinnar
■ hét Hundaþúfan og hafið og
kom út 1961 og hlaut þá hinar
beztu viðtökur. í þessu seinna
bindi kennir margra grasa. Páll
segir þar frá æsku sinni og for-
eldrum, fyrstu ferð sinni með
tónsmíðar til Reykjavíkur, upp-
vexti og námsárum. Þá rifjar
Páll upp í viðtölum sínum við
Matthías minningar um fjöl-
marga mæta og kunna menn
sem hann hefur kynnzt á lífs-
Ieiðinni, m. a. Davíð Stefánsson,
Ólaf Björnsson, Guðmund
Björnsson og fleiri. Og margt
segir hann um álit sitt á tón
listarmálum þjóðarinnar i dag,
ekki sízt hinni svokölluðu þjóð-
legu tónlist, Bókina prýðir mik-
ill fjöldi mynda af dr. Páli, bæði
úr tónlistarlífinu og einkalífi.
Biindhríð ú Fjallinu ímsrgm
*
BUR / athugrn
Jónasson hefur séð um rekstur
Fiskiðjuvers Bæjarútgerðarinnar
undanfarið eða síðan hann
hætti sem skipstjóri hjá Bæjar-
útgerðinni. Hann var skipstjóri
á Þorkeli mána til ’59. Áður
hafði hann verið skipstjóri á
Bjarna riddara en hann hefur
verið sjómaður og skipstjóri
allt sitt lif 02 gerþekkir því
mál sjómanna og útgerðar-
manna. Ráðning framkvæmda-
stjóranna var samþykkt einróma
í útgerðarráði. — Sveinn
Benediktsson formaður útgerð-
arráðs þakkaði Hafsteini Berg-
þórssyni fyrir hönd útgerðar-
ráðsins mjög góð störf í þágu
útgerðarinnar á undanförnum
árum.
Á fundi útgerðarráðsins í
gær var rætt um framtíðarreks'
ur Bæjarútgerðarinnar e *
borgarstjóri hefur óskað eft,
því, að útgerðarráð leggi fr,
rökstuddar tillögur um frai
tíðarrekstur útgerðarinn,,
Bæjarútgerð Rsykjavíkur hef'
eins og aðrar togaraútgerðir á
við mikla "árhagsörðugleika
etja undanfarið Það kom fr~
á fundi útgerðarráðs i gær,
hefur komið fram áður, að tal’
er nauðsynlegt að togararnir ‘.
aukin veiðisvæði innan 1
mílna markanna, eigi einhve
grundvöllur að vera fyrir rekst •
þeirra í framtíðinni. Hefur ut
gerðarráð áður gert ályktun u.n
það efni. — Ekki var lokið um
ræðunum um framtíðarreksíur
útgerðarinnar.
urbílstjóranna sem kom með mjólk
austan frá Selfossi í morgun. Hann
sagði að veður hefði verið sæmi-
lega gott fyrir austan og framan
af leiðinni, en þegar kom vestast
á Þrengslaveginn og einkum eftir
áð kom að vegamótunum i Svinx
hrauni hjá Litlu kaffistofunni
gerði brjálað veður og svo glóru-
lausan byl að ekki sá út ur aug
um Hélzt óveðrið niður fyrir Lög
berg en slotaði þá. Kvaðst hann
hafa verið helmingi lengur á leið-
inni en venjulega vegna hríðanm-
ar á þessum stutta kafia. Annars
væri ekkert út á færðina að setja
enn sem komið er.
Framtíðarrekstur
Framkvæmdasf jóraskipti hjá útgerðinni
Gíslason og Gunnar Thoroddsea í
Kaupmannahöfn að ræða við
danska ráðherra um lausn handrita
málsins. Þeir óskuðu j)á eftir
komu okkar Sigurðar Nordal til
Hafnar. Þetta gerðum við 19. apríi,
áttum viðræður við danska sér-
fræðinga, og fórum síðan nærri
þegar f stað aftur til íslands. Ekk-
ert var leynilegt við þessa ferð.
Nokkru síðar fór ég í fyrirlestrar.
Á fundi utgerðarráðs Bæjar-
útgerðar Reykjavikur f gær
baðst Hafsteinn Bergþórsson
framkvæmastjóri lausnar vegna
veikinda. Var samþykkt að ráða
Þorstein Arnalds framkvæmda-
stjóra 1 hans stað en hann hef-
ur verið settur framkvstj. í
fjarveru Jóns Axels Pétursson-
ar. Þá var ennfremur samþykkt
að setja Martein Jónasson
framkvæmdastjóra f stað Jóns
Axels Péturssonar. Á fundinum
var einnig rætt um framtíðar-
rekstur útgerðarinnar.
líiftliiiic
m£':' '■
Blindhríð var f morgun í ná-
g íni Reykjavíkur og bylurinn
svo svartur að leiðin austur yi!r
Fjal! var ófær talin. Fremur j-ó
vegna hríðarinnar, veðurofsans og
blindu heldur en vegna þess hve
snjórinn væri mikill.
Þorsteinn Arnalds hefur gegnt
framkvæmdastjórastarfi hjá
Bæjarútgerðinni undanfarin ár
eða síðan 1961 er Jón Axel Pét-
ursson var settur bankastjóri
við Landsbankann. Marteinn
Vísir náði tali af einum mjólk.
Framkvæmdarstjórar BUR, Þorsteinn Arnalds og