Vísir - 08.12.1964, Page 3

Vísir - 08.12.1964, Page 3
☆ Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri, frú Bára eiginkona hans, Felix yfirtollvörður og Iiaraldur Nordal, tollvörður. í vetrarferð með Gullfossi awcjæsss v i s i K . PriS'judagu. desembei 19G4. SI. sunnudagskvöld kom Gull- foss úr sinni annarri vetrarferð, með 176 ánægða farþega eftir velheppnaða ferð og lestimar fullar af jólavarning. Ekki má heldur gleyma jólatrjánum, en í þessari ferð flutti Guilfoss hvorki meira né minna, en 20 tonn af jólatrjám, m. a. Osló- tréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar. Myndsjáin í dag er tekin um borð f Gullfossi, þegar hann lá úti á ytrihöfn á sunnudagskvöld og farþegarnir biðu þess að toll- verðirnir afgreiddu skipið. — Blaðamenn Vísis skruppu um borð í Gullfoss á sunudagskvöld ið f fylgd með fríðum flokki tollvarða, sem var undir stjórn Felixar yfirtollvarðar. Tollvarðirnir sneru sér beint að sínum skyldustörfum og dreifðu sér um skipið til þess að tollskoða hjá áhöfininni, en við röltum um skipið og spjölluðum við farþegana. Flestir höfðu far ið alian hringinn með skipinu, en auk þess höfðu nokkrir far- þegar komið um borð í Kaup- mannahöfn, einkum þó skólafólk sem var að fara heim fyrir jólin og einnig bættust nokkrir farþeg ar við í Lith. Fyrst lá leiðin upp í brú, þar sem við hittum fyrir Kristján Aðalsteinsson, skipstjóra, en með honum í þessari ferð var eiginkona hans frú Bára Ólafs- dóttir. Þar voru og fyrir Felix, yfirtollvörður og Haraldur Nor- dal, sem var að yfirfara toll- pappíra. Kristján sagði okkur að þessi hringferð hafi í alla staði gengið mjög vel, farþegarnir samstilltir um að skemmta sér og njóta ferðarinnar sem 1 bezt, og auk þess hefðu nokkrir hald ið upp á afmæli, en það er ákaflega mikið um það nú orðið að fólk haldi upp á stórafmæli með því að skreppa í vetrarferð með Gullfossi. GuIIfoss fer alls 8 vetrarferð- ir og er þegar fuiibókað í nokkr ar. í vetrarferðunum fer skipið fyrst til Hamborgar og hefur þar eins dags viðdvöl og siglir síðan til Kaupmannahafnar, en þar liggur skipið í 4—5 daga. Farþegarnir búa i skipinu á með an, en m. a. eru skipulagðar ferð ir fyrir þá út á Sjáland og einn ig um íslendingaslóðir i Höfn. Gullfoss fer i næstu hringferð 11. desember. Þessar blómarósir sungu og skemmtu sér frammi á gangi á meðan þær biðu eftir þvi að Gullfoss sigldi upp að bryggju, en þá fóru þær út á þiifar og sungu„Nú er frost á Fróni“ Ljósm. Vísis B.G. isleifur Þorkelsson, innheimtum. og frú. Margir vallargestir kannast við ísleif, þar sem hann hefur verið dyravörður í mörg ár. ísleifur hélt upp á fimmtugsafmælið með því að fara í vetrarferð með Gull- fossL Hremn Pálsson, forstjóri Oiiuverzlunarinnar og frú voru meðal farþega í síðustu vetrarferð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.