Vísir - 08.12.1964, Page 5

Vísir - 08.12.1964, Page 5
V1 S IR . Þriðjudagur 8. desember 1964. 5 WILSON vill um kjarnorkuvarnir NA TO-ríkja í gærkvöldi var haft eftir stjórn málasérfræðingum að vel horfði um árangur af viðræðufundi þeirra Harolds Wilsons forsætisráðherra Bretlands og Lyndon B. Johnsons Bandaríkjaforseta, en fyrri dagur viðræðna þeirra var í gær. Einn mikilvægasti árangur viðræðhanna kann að verða tiliaga um varnar bandalag, sem Frakkland gæti gengið að. Birtar hafa verið fréttir um, að Wilson kunni að fallast á að kjarn orkuvamaútbúnaður Breta verði tengdur þessum vörnum eða hluti af þeim og reyni því að fá John- son til þess að breyta tillögum ★ í Kongó hefur stjómarher inn náð öruggri fótfestu hand an Kongófljóts við Stanleyville og tekið þar um 1000 uppreisn armenn höndum. Bandaríkjanna um kjamorkuflota þannig að öll aðildarríki banda- lagsins yrðu með. Frakkar hafa sem kunnugt er verið mótfallnir tillögunum um kjarnorkuflota NATO með blönduðum áhofnum. Með Wilson fóru vestur þeir Gordon Walker utanríkisráðherra og Healy landvarnaráðherra og um 30 embættismenn úr ýmsum stjórn ardeildum. Fréttaritarar segja, að þeir Wil son og Johnson ræði málin af fuilri einurð og hreinskilni. Tillögur Bandaríkjanna eru Rússum þymir í augum. Andrei Gromyko, utanríkisráð herra Sovétríkjanna, sem i gær flutti ræðu á Allsherjarþinginu og lagði fram friðaráætlun, í mörgum liðum, minntist á kjarnorkuflota- hugmyndina. Hann kvað hana vera grímuklætt áform um að láta Vest ur-Þjóðverja fá kjarnorkuvopn og i væri friðnum f álfunni stefnt í voða með þessum áformum. ★ Johnson Bandaríkjaforseti og Gromyko ræðayt ríð n.k. miðvikudag'. Dr. King tekur við friðar- verðluunum NOBELS Dr. Martin Luther King, banda- riski blökkumannaleiðtoginn, kem- ur til Osió í dag til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Hann kom við í London og prédikaði í Sankti Páis dómkirkju s.l. sunnu- dag. Þar hvatti hann þjóðirnar til þess að lifa I sátt og samlyndi — þeir tímar væru framundan, að ef þær gerðu það ekki kynnu þær allar að tortímast Hann varaði hvítar þ i ngs j á Ví s i s þjóðir við að reyna að halda í yfir- ráð sín yfir þjóðum, sem þráðu frelsið, og hann varaði hörunds- dökkar þjóðir við að nota aðstöð- una með fengnu frelsi til hefnda og togstreitu við hvítar þjóðir. Afhending friðarverðlaunanna fer hátíðlega fram í hátíðarsal Stór- þingsins að viðstöddum Ólafi kon- ungi, ríkisarfa, ríkisstjórn jog þing- mönnum. Athöfnin hefst kl. 20.45 eftir norskum tíma á fimmtudag. Dr. Martin Luther King. þingsjá Vísis Framkvæmdir NAT0 í Hvalfírði Forsæfisrúðherru svurur úrúsum kommúnistu og Frumsóknur -K Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. Lítt varð þó úr afgreiðslu mála, því í báðum deildum var rætt um fyrirhug- aðar framkvæmdir varnarliðsins í Hvalfirði, utan dagskrár Voru það hernámsandstæðingar, sem riðu þar á vaðið, þeir Gils Guð- mundsson í efri deild og Ragnar Amalds í neðri deild. í fjarveru utanríkisráðherra urðu fyrir svörum þeir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, og félags- málaráðherra, Emil Jónsson. EFRI LZILD. Gils Guðmunds- son kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár og sagði á- stæðuna vera bá, að á föstudaginn hefði verið gefin út tilkynning um framkvæmdir varnarliðsins í Hvalfirði. Þetta væri þó ekki nýtt mál, það hefði lengi verið á döf- inni en væri nú komið á nýtt stig, þar sem ríkisstjórnin hefði heimilað tilteknar framkvæmdir. En í þessu máli hefði ríkisstjórn- in svívirt Alþingi með því að ganga alveg framhjá því í svo alvarlegu máli. í tilkynningu ríkisstjórnarinn ar liti svo út, að hér væri aðeins um að ræða endurnýjun á olíu- birgðastöð. En hér byggi áreið- anlega eitthvað meira undir og ætti það ekki að þurfa að blekkja nokkurn mann. Hér væri á ferð- inni gjörræði og lögleysa og því væri harðlega mótrfiælt. Félagsmálaráð- herra, Emil Jóns- son, varð fynr svörum eins og áður er sagt. — Sagði hann, að þetta væri ekki spánýtt mál, hefði verið rætt a. m. k. tvisvar á síð- asta þingi og rakti hann-þær um ræður nokkuð. Hér væri um að ræða að end- urnýja nokkra olíugeyma i Hval firði, sem væru í eigu Olíufélags- ins h.f., en væru leigðir varnar- liðinu. Þessir geymar hefðu að mestu leyti verið byggðir á ár- unum 1942—’43 eða þegar stríðið stóð sem hæst og þess vegna ekki til þeirra vandað. í stríðslok hefðu þeir síðan verið seldir Olíu fálaginu og notaðir í þágu lands- manna til 1951 að þeir voru leigð ir Vamarliðinu og þá án nokk- urra afskipta Alþingis. Það er haft á oddi í þessum umræðum, að leyfi sem h'ér um ræðlr sé óheimilt án afskipta Al- þingis. í herverndarsamningnum frá 1951 er ákvæði þar sem segir, að ríkisstjórninni sé heimilt að leyfa aðstöðu til mannvirkjagerð ar í þágu Varnarliðsins. Þetta hef ur þess vegna ekki verið borið undir Alþingi, auk þess er þessi leyfisveiting samkv. praksis und anfarinna ára. Það hefur ekki ver ið leitað samþykkis Alþingis fyr- ir byggingu loranstöðva hersins hér á landi og mætti nefna fleiri dæmi. Bandaríkjamenn halda því fram, að þessir 20 ára gömlu geymar, sem byggðir eru úr lé- legu efni, séu orðnir úr sér gengn ir. Þetta hefur ríkisstjórnin fall- izt á og þess vegna veitt þetta leyfi og samkv. samningunum frá ’51 erum við skuldbundnir til oð veita varnarliðinu þá aðstöðu, að það geti gegnt hlutverki sínu hér á landi og samkomulag tekst um. Að lokum sagði ráðherrann, að friðarhorfur í heiminum væru svo góðar sem raun ber vitni, vegna þess hve varnarmáttur At- lantshafsbandalagsins væri mikill. Og við ættum að leggja okkar af mörkum til að gera það sem sterkast. Ólafur Jóhann- I ' esson tók næstur || til máls og tagði j hann, að Fram- ííi sóknarflokkurinn | v'ildi ekki leyfa aukinn herbúnað | hér á landi á frið I artímum. Þá ’ minnti hann á utanríkismálanefnd og sagði, að þetta mál hefði átt að koma til kasta hennar, þar sem hún væri kosin ríkisstjórninni til ráðuneyt is. Ennfremur töluðu þeir Alfreð Gíslason, Gils Guðmundsson aft- ur og að lokum félagsmálaráð- herra, Emil Jónsson, sem upplýsti að kostnaður af þessum fram- kvæmdum yrði greiddur af fram kvæmdasjóði NATO og Banda- ríkjamönnum. NEÐRI DEILD. Þarlívaddi Ragn ar Arnalds sé: hljóðs utan dag- skrár. Sagði hann að ríkisstjómin hefði gert sig seka um stjórnar- skrárbrot og svívirt Alþingi. Og það væri vissu lega blindur maður, sem ekki sæi hvert stefndi. Hér ætti að koma upp flotastöð í Hvalfirði. Aðeins væri um tvennt að velja fyrir Bandaríkjamenn, annað hvort að leggja niður herstöðina eða efla hana mjög. Eysteinn Jóns- son sagði, ;að i§ ekki væri neinn- ÉI ar endurnýjunar III þörf í Hvalfirði pjj tók hann j skýrt fram, að j Framsókn væri fylgjandi Atlants- hafsbandalaginu, en við ættum ekki að hafa hér her og herbúnað umfram bað sem við sjálfir vildum. Og hingað til hefði öllum beiðnum um fram kvæmdir í Hvalfirði verið neitað og i þessari stefnubreytingu rík- isstjórnarinnar fælist sú hætta, að NATO færi að færa sig upp á skaftið og heimta meira. Að lokum skoraði hann á ríkisstjórn ina að leggja þetta mál fyrir Al- þingi. Forsætisráðherra iBjarni Benedikts- I son varð fyrir [svörum af hálf' ! ríkisstjórnarinna- ' í neðri deild. Sagði hann þettá f vera gamalþekkt og þrautrætt má'. Það hefði orðið opinbert með tilkynningu frá rík- isstjórninni í ágúst 1963. Síðan hefði það verið rætt nokkrum sinnum á Alþingi. I þeim um- ræðum hefðu komið fram öll þau sjónarmið sem máli skiptu og ríkisstjórnin taldi sig þá hafa heimild til að leyfa þetta. Því hefði verið haldið fram, að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða. Það væri algjör misskiln- ingur, því ljóst væri, að heimild til slíkrar samningsgerðar er í herverndarsamningnum frá 1951. Þá hefði varnarliðið í mörg ár haft svipaða aðstöðu í Hvalfirði og hér væri ráðgerð. Þeir Ey- steinn Jónsson hefðu verið saman I ríkisstjórn þegar ríkið keypti jörð í Hvalfirði til að leggja undir varnarstöð. Þess vegna væri þetta engin ný bóla. Auk þess hefði tiltekinn félagísskapur leigt hern- um svipaða aðstöðu og hann ætl ar nú sjálfur að koma sér upp. I sjálfu sér væri það ekkert merkilegt, að þeir sem vildu að ísland yrði varnarlaust, væru á móti þessari ráðstöfun. En hitt væri merkilegra, að þeir sem lýstu því yfir, að þeir vildu varnir á Islandi, gætu verið á móti henni. Ef Alþingi teldi, að ríkis- stjórnin hefði misnotað vald s'itt, væri hægt að veita henni lausn, auk þess, sem hægt væri að segja upp herverndarsáttmálanum. Al- þingi hefði úrslitavaldið í hendi sér og aldrei yrði farið að byggja í Hvalfirði, ef Alþingi væri á móti því. Varnarliðið dró úr framkvæmdum árið 1956, þegar samþykkt var að segja upp samn- ingnum, og Framsókn hefði þá talið það vera fjandskaparbragð. Þar sem þessir geymar væru meira en 20 ára gamlir og öl! aðstaða kringum þá eftir því sem þá tíðkaðist, þá hljóta þeir aó þurfa endurnýjunar við. Að lok- um sagði ráðherrann, að vegna varnarveggs, sem hefði verið myndaður, horfði svo friðvænlega a. m. k. hér í Norðurálfu. Og hann teldi, að ísland ætti að gera sitt til að vernda friðinn og ekki skjóta ábyrgðinni á aðra Þetta væri lítið framlag og við ættum ekki að teljast undan þvi En I þessu máli hefði ríkis- stjórnin ekki dulið neitt. Töluverðar umræður urðu að lokinni ræðu forsætisráðherra, og tóku þeir Birgir Finnsson, Ragnar Arnalds, Lúðvík Jósefs son og Eysteinn Jónsson til máls Seinastur talaði forsætisráð: herra og sagði m. a., að enginn eðlismunur væri á þeim fram kvæmdum, sem nú væru fyrir hugaðar og þeim sem þar hafa verið í skjóli ríkisstjórnarinnai og með þegjandi samkomulagi A1 þingis eða a. m. k. Framsóknar- manna

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.