Vísir - 08.12.1964, Síða 15
V í S IR . Þriðjudagur 8. desember 1964.
75
Arthur Conan Doyle:
Innsiglaða herbergið
Nú hefi ég beiðni fram að
bera við þig, og bið þig um, með
skýrskotun til alls, sem sam-
^ránaS hefir líf okkar í blíðu
og stríðu, að gera það sem ég
bið þig um — nákvæm-
lega eins og ég segi þér.
— Það er sumt, sem ég vil
ekki að nokkur sjái í herberg-
inu, sem ég notaði sem myrkra-
herbergi, við framköllum ljós-
mynda, — herbergið við endann
á göngunum út í garðinn. Til
þess að koma í veg fyrir, að
þetta veki kvíðahugsanir hjá
þér, vil ég taka fram, að þar er
ekkert, sem ég þarf að fyrir-
verða mig fyrir. Samt vil ég, að
hvorki þú né Felix fari inn í
þetta herbergi. Það er læst, og
ég bið þig um að setja innsigli
á læsinguna, undir eins og þú
hefir fengið þetta bréf og hrófl-
aðu svo ekki við því. Seldu ekki
húsið eða leigðu, því að þá
mundi leyndarmálið uppgötvast,
en ég veit, að meðan þið Felix
eruð í húsinu verður farið að
óskum mínum. Þegar Felix er
tuttugu og eins árs má hann
fara inn í herbergið — fyrr ekki.
Og vertu nú blessuð, elsku
konan mín, sem öllum konum
ert betri. Meðan aðskilnaður okk
ar stendur geturðu leitað ráða
Percevals um hvað sem er. Ég
treysti honum fyllilega. Ég
harma, að verða að fara frá
þér og Felix, þótt aðeins sé
skamman tíma — en ég á ekki
annarra kosta völ.
Þinn ávallt elskandi eigin-
maður.
Stanislaus Stanniford
4. júní 1887.
— Þetta eru fjöiskyldueinkamál,
sem ég hefi rætt um við yður, sagði
hann í afsökunartón, en verið svo
visamlégur að líta svo á, sem ég
hafi skýrt yður frá þeim sem lög-
fræðingi. Árum saman hefi ég
haft þörf fyrir að létta á mér með
því að segja frá þessu.
— Ég tel mér það heiður hve
mikið traust þér berið til mín, sagði
ég, og mér finnst þessar starðreynd
ir sérstaklega athyglisverðar.
— Faðir minn var kunnur fyrir
sannleiksást, sem var næstum sjúk
leg. Smásmuguleg nákvæmni var
einkennandi fyrir hann. Þegar hann
sagði, að hann vonaðist eftir að
hitta rnóður mína aftur bráðlega,
— En hvað getur það þá verið?
— Við, móðir mín og ég, gátum
ekki getið okkur neins til um það.
og þegar hann sagði, að í myrkra
herbergiu væri ekkert, sem hann
þyrfti að fyrirverða sig fyrir, getið
þér reitt yður á, að honum var ein
Iægni í hug.
Við framkvæmdum óskir hans ná-
kvæmlega eins og hann bað um.
Við innsigluðum dyrnar og síðan
hafa þær verið læstar og innsigl-
aðar. Móðir mín lifði í fimm ár
eftir hvarf föður míns, enda þótt
læknar hefðu sagt á þeim tíma,
er faðir minn hvarf, að hún gæti
ekki lifað lengi. Hjarta hennar var
mjög illa farið. Fyrstu mánuðina
eftir hvarf föður míns fékk hún
tvívegis bréf frá honum. Bæði voru
sett í póst i París og í hvorugu var
utanáskrift hans. Þau voru stutt og
um sama efni: Að þau myndu
sameinast bráðlega og að hún
mætti engu kvíða. Svo ríkti þögn
þar til hún dó. Þá kom bréf, sem
ég get ekki sýnt yður vegna þess
að rætt er um algert einkamál, en
ég get þó sagt yður, að í þessu
bréfi bað hann mig, að hugsa aldrei
illa um sig. í bréfinu gaf hann mér
mörg góð ráð. Hann skrifaði, að
það væri ekki eins mikilvægt og
áður, að herbergið væri Iæst og
innsiglað, en samt gæti það valdið
öðrum sársauka, ef innsiglið væri
rofið og herbergið opnað, og þess
vegna taldi hann bezt, að það væri
ekki opnað fyrr en ég næði 21 árs
aldri, þá yrði allt auðvel.dara. Og
svo fól hann mér gæzlu herbergis-
ins, og mun yður nú skiljast, að
þótt ég sé mjög fátækur maður, get
ég hvorki leigt út eða selt þetta
stóra hús.
— Þér gætuð veðsett það.
— Það hafði faðir minn þegar
gert.
— Þetta er afar einkennilegt.
— Við, móðir mín og ég, urðum
sammála að selja húsgögnin, og
segja upp þjónustufólkinu, og nú
bý ég, einn ög án minnstu aöstoðar,
í húsinu. En það verður breyting á
eftir tvo mánuði.
— Hvað eigið þér við?
— Vitanlega það, að þá verð ég
21 árs. Og hið fyrsta, sem ég þá
geri verður að rjúfa innsiglið og
opna herbergið. Og þar næst að
losa mig við húsið.
— Hvernig getur staðið á þvi,
að faðir yðar gaf sig ekki fram —
verðbréfin komust aftur í verð?
— Hann hlýtur að vera dáinn.
— Þér segið að hann hafi ekki
brotið neitt af sér, — ekki brotið
nein lög, þegar hann flýði land?
— Alls engin.
— Hvers vegna tók hann ekki
móður yðar með sér?
— Ég veit það ekki.
— Hvaða ástæðu gæti hann hafa
haft til að leyna heimilisfangi sínu?
— Ég veit það ekki.
— Hvers vegna lét hann móður
yðar deyja og vera greftraða án
þess að koma aftur?
— Ég veit það ekki.
Herra minn, ef mér ieyfist að
tala í fullri hreinskilni og láta í
ljós álit mitt sem lögfræðingur, vil
ég segja:' Faðir yðar hafði aug-
ljósar gildar ástæður til að flýja
land og hverfa ekki heim aftur, —
og, ef ekki var hægt að sanna neitt
á hann, hlýtur hann að hafa verið
sannfærður um, að það kynni að
vera hægt, og ekki viljað eiga það
á hættu að mæta í rétti. Þetta virð
ist vera deginum ljósara. Hvernig
væri hægt að skýra staðreyndirnar
á annan hátt?
Málkunningi minn tók þessu ekki
vel.
— Þér þekktuð ekki föður minn,
herra Alder, sagði hann kuldalega.
Ég var drengur, þegar hann fór frá
okkur, en ég mun ávallt líta á
hann sem fyrirmyndar mann. Einu
ókostir hans voru, að hann var of
viðkvæmur og of óeigingjarn. Til-
hugsunin um að menn glötuðu fé
sínu vegna hans aðgerða bugaði
hann. Hann setti heiðarleikann ofar
öllu, og allar ályktanir, sem ekki
eru í samræmi við það, eru skakk-
ar.
Það yljaði mér, að heyra hinn
unga mann láta í ljós þetta álit á
föður sínum, en þó vissi ég að
staðreyndirnar sögðu annað, en ég
sá, að hann gat ekki litið á þetta
frá öðru sjónarmiði.
— Ég get aðeins látið í ljós álit
mitt sem sá, sem ekki er nema á-
horfandi, en nú verð ég að fara
frá yður, því að mín bíður löng
ganga heim. Saga yðar vakt.i mikla
athygli mína og mér þætti vænt um
að heyra niðurlagið, er þar að
kemur
— Skiljið'eftir nafnspjald yðar,
sagði hann, og svo er ég hafði
kvatt hann og boðið honum góða
nótt, fór ég mína leið.
Nokkur tími leið án þess ég
heyrði frá honum og ég var farinn
að halda, að fundur okkar og við
ræða heyrði undir þá atburði í lífi
manna, sem seint og um síðir falla
í gleymskunnar dá, þótt þeir hafi
vakið grunsemdir sem lengi eimi
eftir af í huga mínum, en dag nokk
j urn kom skrifari minn inn í
skrifstofu mina í Abchurch Lane
og lagði á skrifborðið fyrir framan
j mig nafnspjald, sem á var prentað:
Hr. J. H. Perceval.
Og svo var herra Perceval boðið
inn til mín. Hann var smár vexti
og horaður, gáfulegur maður á að
gizka um fimmtugt.
— Ég hygg, sagði hann, að hinn
ungi vinur minn, Felix Stanniford,
hafi minnzt á mig við yður
— Alveg rétt, ég man eftir því.
— Hann mun hafa rætt við yður
um hvarf föður síns, fyrrverandi
húsbónda míns. Stanislaus Stanni-
ford, og um innsiglað herbergi í
húsi hans.
— Það er rétt.
- Og málið allt vakti athygli
yðar.
Mjög mikla.
— Yður er kunnugt um, að herra
Stanniford gaf leyfi til þess, að
sonur hans opnaði herbergið, er
hann væri orðinn 21 árs?
— Jú, ég minnist þess.
— Hann er 21 árs í dag
— Hafið þér opnað herbergið?
spurði ég af nokkrum ákafa.
— Ekki enn, herra, sagði hann
alvarlega. Það leggst í mig, að rétt
væri að opna herbergið í viðurvist
vitna. Þér eruð lögfræðingur og
eruð kunnur málavöxtum. Viljið þér
vera viðstaddur, þegar innsiglið er
rofið og herbergið opnað.
— Mjög svo gjarnan.
— Þér hafið störfum að gegna á
I daginn og það hefi ég líka. Eigum
við að hittast í húsinu klukkan 9?
- Ég skal koma
— Þér munuð komast að raun
um, að við bíðum eftir yður. Verið
í þér sælir þangað til.
Hann hneigði sig hátiðlega og
j fór.
I Mér varð málið umhugsunarefni
!á ný og reyndi að komast að ein-
hverri skynsamlegri tilgátu um
lausn gátunnar, en gafst upp við
það og \ var kominn á vettvang
stundvíslega klukkan 9. Herra
Perceval og hinn ungi málkunningi
minn biðu eftir mér í lítla herberg-
inu. Ég var ekkert hissa á því, að
hann var fölur og óstyrkur á taug-
um en á hinu furðaði ég mig, að
herra Perceval virtist í mikilli geðs
hræringu, sem hann átti erfitt með
að bæla niður. Hann var rjóður í
kinnum, hendur hans titruðu, og
hann gat ekki setið kyrr.
Stanniford heilsaði mér hlýlega
og þakkaði mér með mörgum orð.
um fyrir að hafa komið.
— Og nú, Perceval, sagði hann,
ég geri ráð fyrir, að nú sé ekkert
til fyrirstöðu, að við komum þessu
frá. Ég verð feginn þegar þessu er
Iokið.
Fyrrverandi starfsmaður Stani-
slaus tók upp lampann óstyrkri
hendi. Hann staðnæmdist, fyrir utan
dyrnar á innsiglaða herberginu og
var svo óstyrkur, að lampinn titraði
í hendi hans.
— Herra Stanniford, sagði hann
skjálfandi röddu, ég vona, að þér
hafið búið yður undir hvað sem í
Ijós kann að koma, er innsiglið hef-
ir verið rofið og dyrnar verið opn-
aðar?
— Hvað eigið þér við, Perceval?
Eruð þér að reyna að skjóta mér
skelk í bringu?
FERRANIA
KVIKMYNDAFILMAN
lækkuð.
VARALITUR
hinna vnndlátu
T
A
R
Z
A
N
Yeats talar við Judd. Aðeiiis t.ii
þín yfirformgi. Ég sendi Naomi
hjúkrunarkonu með þotu eftir
beiðni hennar. Þangað til við get
/..,N0 ONE HEKE SETS \ TUíABLE I
LWZZ.SINCE TARZA.N RE' 'UEP HEK1
/ THOSE MOTO-MOTO CÁi> ÍBMS. SHI
L PULL HW\ THKOUGHv BECAUSE SHE WANTS^
Hltt... AUVE, AS HEK HUSBANP!
um flogið með Tarzan í sjúkra
þyrlu treystum við henni bezt ti)
þess að bjarga lífi hans — ef
hún kemst heilu og höldnu frá
fallhlífarstökkinu. Hún gefur eng
um undir fótinn síðan Tarzan
bjargaði henni frá þessum Moto-
Moto mannætum. Hún kemur hon
um i gegn, vegna þess að hún
vill fá hann fyrir eiginmann og
það á Iffi.
Aðeins kr. 225.
BIÖRN & INGVAR
Aðalstræti 8
Blómabúbin
Hrísateig 1
simar 38420 & 34174
.VVAW.V.V.'AV.WA'.W
l______________ !
\ S/ENGUR !
\ ---------- j
■I «EST-BEZT-koddar \
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum
DUN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3 Sími 18740.
.’.V
.■.•.■.■.■.‘.V.’.V.V."
ffiolákajji&ktiá
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12 . Slmi 22804
Hafnargötu 35 . Keflavik