Vísir - 08.12.1964, Side 16

Vísir - 08.12.1964, Side 16
Þriðjudagur 8 desember 1964 Reikniheilanum komið fyrir i nýju húsi Eðlisfræðistofnunarinnar Ekki reiknað með að hann verði látinn draga i happdrættinu Reikniheilinn, sem Framkvæmda bankinn gaf Háskóianum, er nú kominn á sinn stað í nýju húsi Eðl isfræðistofnunar Háskólans fyrir vestan Suðurgötu. Þangað var hann fluttur í gær og komið fyrir í 50 fermetra herbergi í kjallara húss- ins. Áætlað er, að heilinn verði kjarni væntanlegrar Reiknistofnun ar Háskólans og mun Magnús Magnússon prófessor stjórna þeirri stofnun. . Reikniheilinn er af gerðinni IBM -1620 model 2, og reiknar hann fjórum sinnum hraðar en heilinn, sem var hér í vor, en hann var af gerðinni IBM-1620 model 1. Ottó Michelsen hafði þann heila hér sem sýnishorn í nokkrar vikur. Ekki er ákveðið, hvaða verkefni heilinn fær í fyrstu, og hefur enn ekki verið neitt afráðið um, hvort hann verður notaður til að draga út í Happdrætti Háskóla íslands eins og stungið hefur verið upp á. Magnús Magnússon prófessor seg- ir, að það sé örugglega hægt að nota hann til þess, en töluverð vinna yrði í fyrstu við að undir- búa heilann. Ráðgert er, að fljót- lega hefjist námskeið, þar sem verK fræðingar frá ýmsum stofnunum, svo sem Raforkumálaskrifstofunni, Veðurstofunni og Atvinnudeild Há- skólans, læri meðferð heilans, en þessar stofnanir eru allar með verk efni, sem þær vilja gjarna láta heilann um að leysa. Þá er og líklegt, að heilinn verði fljótlega notaður við að reikna út almanak- ið, sem Þjóðvinafélagið gefur út. Myndin er tekin, þegar reikniheilinn hafði verið tekinn úr kössunum. Frá vinstri: Þórhallur Einarsson, Ragnar Ingimarsson, Helgi Sigvaldason, Oddur Benediktsson og Magnús Magnússon prófessor. Stofnun samtaka til kaupa á húsi Davíðs í athugun — segir Þórarinn Björnsson, skólnmeistari Þórarinn 'Björnsson, skóla- meistari á Akureyri, sagði i við tali við Visi í morgun, að for- vígismenn hinna 1400 borgara á Akureyri, sem birtu áskorun- ina um hús Davíðs skálds Stef ánssonar, hefðu nú til athugun- ar í sinn hóp að gangast fyrir stofnun samtaka, er kaupi hús skáldsins, svo að hægt sé að varðveita allt þar eins og það er. Skólameistari sagði að leitað myndi verða til þjóðarinnar allr ar, yrði stofnað til samtaka á annað borð, sem frekar var á- honum að heyra, en þó væri sérstaklega heitið á Akureyringa og aðra Eyfirðinga sem fengið hefðu að njóta Davíðs öðrum fremur um hans daga. Skólameistari taldi að i samn ingnum sem bæjarstjórn Akur- eyrar hefir gert myndi vera kveð ið á um það að safnið verði flutt úr húsi skáldsins fyrir 1. febrúar n. k. Væri því lítill tími til stefnu í sambandi við þá hug- mynd að kaupa húsið, svo að hægt yrði að varðveita bóka- safnið'-og alla muni skáldsins þar. Af þessum sökum m. a. þyrfti að hraða aðgerðum í þessu máli. Að lokum er þess að geta, að á mjög fjölmennum fundi ey- firzkra bænda, sem haldinn var á Akureyri í gær, ávarpaði Þór- arinn Björnsson bændurna og hét á þá til fulltingis í þessu máli og að láta ekki sitt eftir liggja, ef samtök yrðu stofnuð. Bændur tóku undir þessa hug- mynd með dynjandi lófataki. Björn á Löngumýri í deilu við KEA Húni II. metinn niður um 1,3 millj. kr. Á laugardaginn var Húni II metinn á vegum yfirborgardóm- ara, þar sem deila hefur risið upp milli eigenda skipsins og skipasmíðastöðvarinnar um verð skipsins. Var skipið metið á 1,3 milljónum króna Iægri upp- hæð en skipasmíðastöðin hafðis> rukkað eigendur um. Aðaleigandi Húna II er Björn Pálsson, alþingismaður á Löngu- mýri, en Skipasmíðastöð Kaup- félags Eyfirðinga smíðaði1 skip- ið. Kostnaður við smíðina varð meiri samkvæmt reikningum en Björn taldi eðlilegt, og fór mál- ið í mat, þegar KEA vildi inn- heimta eftirstöðvar kaupverðsins. Ekki er enn vitað, hvort KEA fellst á niðurstöður matsins og lækkar reikninginn, eða hvort málið fer í yfirmat og málaferli. Björn mun einnig telja, að af- hending skipsins hafi dregizt um marga mánuði frá þeim tíma, sem um var samið, og beri skipasmíðastöðinni því að greiða skaðabætur vegna aflatjóns báts ins, en hann varð mjög síðbú- inn á aflasæla síldarvertíð í fyrrasumar. Norræna skíðagangan Norræna skíðagangan hefsl annað kvöld, 9. des. kl. 8 á tún-nu við Hálogaland. Skíðadeild KR. sér um gönguna annað kvöld. AIl- ar upplýsingar um gönguna veitir formaður göngunefndar Lárus E. Jónsson, Háteigi 4. Skíðakennsla verður fyrir börn á Arnarhólstúni í kvöid frá kl. 8—9. 16 dagar til jóia: Jólin nálgast óðum og jóla- trén „spretta upp“ í öllum bæj arhverfum ungum og gömlum til yndis og gleði. Jólatréð á þessari mynd er á Miklatorpi og var myndin tekin í morgun af svölum húss i grenndinni. í baksýn er Reykjavikurflug- völlur. (Ljósm.: I.M.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.