Vísir - 11.12.1964, Side 4
4
VÍSIR . Föstudagur 11. desember 1964.
- BÆKURNAR ERU KOMNAR -
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
Steingrímur Thorsteinssen
Hofstaða-María
Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsluna,
Hverfisgötu 21. Bókamenn: Það borgar sig að gerast félagi í Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð. Andvari flytur nú ævisögu Önnu Borg leik-
konu og Almanak, yfirlit um þróun rafveitumála á íslandi.
1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes
Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd
mörgum myndum. Um 300 blaðsíður í stóru broti.
Hefir verið sérstaklega til útgáfunnar vandað.
2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas
Kristjánsson cand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa
verks kom út á síðasta úri, og hlaut þá afbagðs
góða dóma.
3. Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs
H. Líndals, bónda og jarðfræðings á Lækjamóti.
Sigurður Þórarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400
blaðsíður, prýddar myndum.
4. Saga Maríumyndar, eftir Selmu Jónsdóttur. —
Prýdd mörgum myndum. Upplag er mjög lítið.
5. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir
Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli.
6. í skugga valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur.
7. örn Arnarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir
Kristin Ólafsson.
8. Leiðin til skáldskapar, um sögu Gunnars Gunnars-
sonar, eftir Sigurjón Björnsson.
9. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen,
Sigurður Guðmundsson þýddi.
10. Mýr og menn, eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh
Sigurðsson þýddi.
11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal.
120 blaðsíður. Upplag er lítið.
12. Ævintýraleikir, 3. hefti eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Að þessu sinni gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út
eftirtaldar bækur:
FöstudagsyreÍBiin
Frh. af bls. 7.
verið algerlega bannað að vera
við messur mótmælendatrúar-
manna. Kaþólskur maður má
ekki fara f dómkirkjuna. Þó
hafa tvær undantekningar verið
frá þessu, þannig að kaþólsk-
um mönnum hefur verið leyft
að vera viðstaddir jarðarför og
brúðkaup.
Það hefði legið be'inast fyrir,
ef kaþólska kirkjan hefði nokk-
uð meint með siðbót sinni og
sáttaboðum að afnema algerlega
þetta bann og leyfa fólki það
eðlilega sjálfræði að fara í
hvaða guðsþjónustu sem er. En
það varð nú ekkert úr því. í
stað þess var eftirfarandi smá-
undantekningum komið á til
viðbótar. Kjörnir fulltrúar á
þjóðþingum og borgarstjórnum
mega embættis síns vegna vera
viðstaddir hátíðaguðsþjónustur
og sama gildir embættismenn
ýmiss konar. Kaþólskir mega
vera svaramenn og brúðarmeyj-
ar við mótmælendatrúarhjóna-
bönd, kaþólskir mega vera við-
staddir vígslu nýrra presta í
mótmælendasið, kaþólskir mega
taka þátt í sameiginlegri guðs-
þjónustu fleiri kirkjudeilda t.d.
við stríðsminn'ismerki. Loks er
lagt til að kaþólskir menn taki
þátt í bænagerðum með mót-
mælendatrúarmönnum í sér-
stakri viku fyrir einingu kristi-
legrar kirkju.
Lengra taldi páfi sér ekki
Nauðungaruppboð
verður haldið að Síðumúla 20 hér í borg, eftir kröfu
tolltsjórans í Reykjavík o. fl., mánudaginn 14. des. nk.
kl. 1,30 e.h.
Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-737, R-1673, R-2378
R-2727 R-3117, R-3149, R-3241 R-3418, R-3884, R-3924, R-5388
R-5646, R-6198, R-6470, R-6773, R-7267, R-7922, R-8168,
R-8245, R-9034, R-9145, R-9634, R-10357, R-10447, R-10529,
R-10887, R-11579, R-11777, R-12181, R-12201, R-12241,
R-12293, R-12466, R-12698, R-12717, R-12813, R-12927
R-13064, R-13335, R-13587, R-13595, R-13774, R-14893,
R-14947, R-15393, R-15446, R-15447, G-3052, Y-223, Y-499
Y-826, Y-827, Y-950, Y-1089 og YlllO.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
auðið að ganga í þessu efn'i og
það er ærið skammt spor. Ka-
þólskir viðurkenna t.d. ekki
fremur en áður skírn mótmæl-
endatrúarmanna.
Tjað er þvl eðlilegt að forustu-
menn mótmælendakirkn-
anna gruni að siðbót kaþólsku
kirkjunnar nú eigi fremur að
vera á yfirborðinu en einlæg
og djúptæk hugarfarsbreyting.
Ef til vTl er hún fyrst og fremst
aðeins einn liður I stórauknum
útbreiðsluaðferðum, í sama
flokki og ferðalög Páls páfa og
gjöf hinnar gylltu kórónu til
fátækra.
Þorsteinn Ó. Thorarensen.
REYKJALUNDAR LEIKFÖNG
* ERU LÖNGU LANDSÞEKKT
± GLEÐJIÐ BÖRNIN MEÐ GÓÐUM LEIKFÖNGUM
Ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast- og tré-leikföngum.
Vinnuheimilið að Aðalskrifstofa að Reykjalundi, simi um Brúarland. Skrifstofa i Reykjavfk Bræðraborgarstig 9, simi 22150. Reykjalundi
------?---------------------
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 107, 109 og 111 tbl. Lög-
birtingablaðsins 1964 á hluta í húseigninni
nr. 160 við Laugaveg, hér í borg, verzlunar-
hæðinni m. m., þingl. eign Svavars Guð-
mundssonar, fer fram eftir ákvörðun Skipta-
réttar Reykjavíkur og kröfu Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 16. desember 1964, kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík