Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 5
I V1 S1R . Mánudagur 14. desember 1964. * **v ,■ ■AT*TV1wpW3W«B«—H í bók þessari eru fimm frásöguþættir um hetjudáðir sjómanna á hafinu. Fyrsti kaflinn Dapurleg leiðarlok segir frá japanska skólaskipinu Niobe, er hafði 115 manna áhöfn og fórst skyndilega á furðulegan hátt. Uppreisn um borð er frásögn af uppreisn um borð í kanadiska barkskipinu Veronica er það lendir í mikl- um hrakningum. Spennandi frásögn frá fyrstu að síð- ustu línu. Upphaf að ósigri er greinargóð lýsing á árás Japana á Pearl Harbor í síðustu styrjöld. Mjög spennandi frá- sögn af furðulegustu smáatriðum sem orsökuðu ægi- legt tjón á herskipahöfninni og nákvæm lýsing á að- draganda árásarinnar. Fárviðri á Atlantshafi áhrifamikil og spennandi frá- sögn af því er vöruflutningaskipið Helga Bolten 7262 smálesta skip ferst í ofviðri á Atlantshafi. Ægibruni á hafinu segir frá því er Morro Castle 11.000 smál. farþega og flutningaskip ferst. Grunur lék á því að kveikt hefði verið í skipinu og margt furðulegt kom fyrir um borð í sambandi við þennan atburð. ■/ Bók með þessu nafni eftir Jóhann Bárðarson kom út árið 1940. Hún seldist þegar upp og hefir því verið ófáanleg um langt skeið. 1943 kom „Brimgnýr“ eftir sama höfund og var að nokkru viðauki við „Ára?kip“. Hér hafa þessar bækur verið sameinaðar f eina, að því leyti sem efni stóðu til. „Áraskip" segir frá sjósókn og fiskveiðum frá Bol- ungarvík um aldamótin. Hér er lýst fiskveiðum frá einni merkustu veiðistöð landsins Bolungarvík, en margt kemur fram sem sameiginlegt var annars staðar í landinu. Getið er margra merkra sjósóknarmanna og skýrt frá ýmsum svaðilferðum á sjó. Bókin er stór- merkt heimildarrit um allt sem að útbúnaði skipa laut og fiskverkun og fleiru. Tilvalin bók handa öllum sem vilja vita skil á sjómennsku fyrri tíma hér á landi, en einnig vel skrifuð og skemmtileg bók. INSTAMATIC100 með innbyggðum flashlampa. Vönduð myndavél í smekklegum gjafakassa, er góð gjöf — gjöf sem gefur margar ánægjustundir. KODAK INSTAMATIC VÉLIN gerir öllum fært að taka góðar myndir, því hún er alveg sjálfvirk — filman kemur I ljósþéttu KODAK-hylki, sem sett er í vélina á augnabliki, engin þræðing og vélin er tilbúin til mynda- töku. INSTAfJAJJCJJ ,GJÖP * aldna ! kODÁK INSTAMATÍC 100 i gjafakassa meS filmu, 5 flashperum og batteríum, kr. 934,00 KODAK INSfAMAXIC 100 án gjafakassa kr, 829.00 tfi £ lY1 033 Filman kemur i hylki Sett I vélína á 1 sekúndu 0^1 Vélin tilbúin til notkunar INSTAMATIC Ködak rui m SíMi m ramsiiERj 0313 BANKASTR/ETI 4 Æglsútgáfan SamgöngumEðst. — Framh. af 3. sfðu þetta hér, ef við hefðum eitt- hvert athafnasvæði. — Á teikningu okkar var gert ráð fyrir miklu athafnasvæði. Þar var líka gert ráð fyrir tveim ur Iöngum skemmum og átti vörumóttakan að vera við aðra hlið þeirra endilanga, en vöru- afgreiðslan við hina hlið þe’irra. Þá mundu sendiferðabílar safna vörunum alls staðar að úr bæn- um og koma þeim fyrir á rétt- um bás í skemmunum og síðan mundu flutningabílarnir koma hinum megin að og lesta sig, þegar vörumagnið er orðið nóg á einn bíl. Þarna gerðum við ráð fyrir stíum fyrir 35 flutn- ingaleiðir, því við reiknuðum með, að fleiri mundu bætast í hópinn, ef aðstaðan batnaði á þann hátt. Nú eru hér 17 aðilar með um 40 bíla og þeir fara t'il allra staða á landinu nema Suð urlands, allt frá Akranesi til Hornafjarðar. — Við sóttum um lóð fyrir hálfu öðru ári, en það er erfitt að fá lóð og margir á b’iðlista. Það hefur komið til mála, að við fengjum þessa lóð hérna og það hefur líka komið til mála, að við fengjum að byggja á lóð Umferðarmiðstöðvarinnar Við Hringbraut. Báðir kostirnir hefðu verið góðir, en þvf miður hefur okkur ekkert v’ilyrði verið gefið enn. — í fyrstu fluttum við um 5000 tonn á ári, en það er nú komið upp í 20.000 tonn eftir aðeins fjögur ár. Vörubílar eru geysilega mikið notað’ir til allra flutninga um landið, og það er eins og menn taki þá fram yfir skip'in, ef færð Ieyfir með nokkru móti. Og vörubílamir vinna stöðugt á. Þrátt fyrir þessa stórauknu flutninga not- umst við enn við 200 fermetra bráðabirgðahúsnæð'i héma. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ★ Dr. Martin Luther King kom til Stokkhólms á laugar- dag síðdegis í tveggja daga heimsókn. Hann var í gær við staddur hátíðaguðsþjónustu í Storkyrkan, dómkirkju Stokk- hólmsborgar. Fvrir guðsþjón ustuna, sem haidin var síðdegis fóm sænsk ungmenni f blysför um götur borgarinnar og hylltu dr. King. ir Antoine Luciani, hinn síð asti þeirra, sem taldir hafa ver ið viðriðnir morðtilraun á de Gaulle forseta í úthvarfi PParís fyrir tveimur ámm, hefur verið handtekinn. Hann er Korsfku maður, 35 ára, og hafði verið dæmdur i 20 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í morðtilrauninni, þótt hann næðist ekki fyrr erl nú. f íbúð hans farn lögreglan an falskt vegabréf og 90 bandaríska — 100 dollara seðla ic Forstöðukona mótels I Los Angeles skaut til bana f fyrri viku rock—and—roll negra- 'söngvarann, Sam Cooke, er hann mddist inn í íbúð hennar, í leit að stúlku, sem hann hugði hafa leitað hælis i íbúðinni. ★ Atvinnulíf Frakklands var að verulegu leyti lamað f fyrri viku vegna sólarhrings kaup kröfuverkfalls I hinum þjóð- nýttu i^ngreinum. ★ Öryggisráðið kemur saman til fundar í dag (mánudag) til framhaldsumrreðu um Kongó. Fyrir helgina vísaði Paul Henri Spaak á bug allri gagnrýni full trúa Afríkuríkja á björgunarað gerð Belga, sem farin var til að bjarga hvítum gislum f Stanleyville. tttemr.imtvw Hca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.