Vísir - 14.12.1964, Blaðsíða 8
8
V í SI R . Mánudagur 14. desember 1964.
VISIR
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstióri: Axel Thorsteinson
Fréttasl HSrai*: ÞowteiA« t» Thoranxjsv^
Björgvin Girðmundssnn
Ritstjórnarstcrifstofur Laweavegi
Aíigi^^utgar og aigreiðsla Ingóifsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
• (ausasölu 5 kr. eint — Sími 11660 (5 línur)
^•entsmiðja Visis — Edda h.t.
Heimsókn Dean Rusk
{ býti í gærmorgun hélt Dean Rusk utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna af stað héðan frá Reykjavík á-
leiðis á fund ráðherranefndar Atlantshafsbandalags-
ins. Koma hans hingað til lands minnir á það að ís-
íand stendur ekki eitt og berskjaldað í vígbúnum heimi,
heldur er það aðili að sterkum vamarsamtökum ver-
j aldar. Hve mikils virði það er skilst bezt á því þegar
hugleidd er saga fyrstu styrjaldaráranna. Þá var ís-
and hlutlaust og fullkomlega vamarlaust vegna þess
ið vitaskuld hafði Danmörk engan mátt til þess að
I bregða skildi yfir landið lengst í norðurhöfum. Bretar
i hernámu því ísland fyrirhafnarlaust og sagan leiddi í
ljós hvílík gæfa það reyndist. Eftir styrjöldina varð
lefnilega uppskátt að þýzka herforingjaráðið hafði á
prjónunum ítarlegar áætlanir um hernám landsins,
íðeins nokkru síðar en brezku hersveitimar komu
hingað. Það hernám hefði ugglaust farið jafn hljóð
'aust fram og hið brezka. En þá hefði saga þjóðarinnar
. *)rði& önnur og hörmulegri. .,:ai
í ^ '
i>essi staðreynd ætti að sýna öllum íslendingum hve
plæfraleg fásinna hlutleysið er nú á tímum. Hvers
/egna halda menn að nágrannaþjóðir okkar allar eyði
niklum fjármunum og mannafla til vamarbúnaðar?
Halda menn að Danir og Norðmenn geri slíkt að á-
.tæðulausu? Auðvitað ekki. Þessar merku menningar-
Djóðir gera sér ljóst að varnarleysið er afbrot gagn-
/art þeim þjóðum sem þessi lönd byggja. Þess vegna
;korast engin stjórn undan því að búa fólkinu sæmi-
;egar varnir, jafnvel þótt það kosti mikil og oft erfið
fjárútlát. Þettta mikilvæga hiutverk tekst Atlantshafs-
bandalagið á hendur fyrir okkur íslendinga, vegna þess
að hér á landi er hvorki mannafli né aðstæður til þess
að byggja upp vamir svo sem nauðsyn krefur. Mikill
meirihluti þjóðarinnar metur og skilur það mikilvæga
framlag. Mikill meirihluti þjóðarinnar óskar ekki eftir
hví að landið sé óvarið útsker. sveipað því hlutleysi
sem býður hættunni heim.
Milljarður til vegamála
fjér í bJaðinu hefur áður verið minnzt á það að með
aldatöku viðreisnarstjómarinnar urðu þáttaskil í mál-
fnum dreifbýlisins. Aldrei hafa framfarimar í íslenzk-
m sveitum orðið jafn miklar og á síðustu fjómm ár-
m. Því er fyrst og fremst að þakka framtaki og dugn-
3i íslenzkra bænda, en mikilvægur þáttur framfar-
nna hefur verið stuðningur ríkisvaldsins í margvís-
gri mynd, ekki sízt á fjármálasviðinu. Á næstu fjórum
um verður rúmum milljarð króna varið til vegafram-
'æmda, þessa geysimikla hagsmunamáls dreifbýlis-
ís.
eftir Robert Neumet
Þýðing: Vilhjálmur Eyjólfsson — Leikstjóri: Guðjón Ingi Sigurðsson
jþað er mikið leikið, sagði
hann. Fyrir nokkrum dög-
um var frumsýning hjá Leikfé-
lagi Hafnarfjarðar, sem er orð-
ið gamalt ( hettunni og hefur
haldið uppi leikstarfsemi í
grannbæ höfuðstaðarins um ára
tuga skeið, enda oft átt liðtæk
um leikurum á að skipa og oft
tekið veigamikil viðfangsefni til
meðferðar. 1 þetta skiptið —
eins og oftast að undanfömu —
hallast það að léttu gamni f vali
sínu, eins og Leikfélag Kópa-
vogs, enda varla um annað að
ræða, sökum harðrar og von-
lausrar samkeppni á hinu svið-
inu við ofureflið á næstu grös
um. Er þarna um að ræða þýzk
an gamanleik, gerðan eftir sam
nefndri skáldsögu, sem út hef
ur komið f íslenzkri þýðingu,
en auk þess hefur verið gerð
kvikmynd eftir henni, sem hér
var sýnd á sínum tíma og naut
mikilla vinsælda. Hefur leikritið
verið sýnt á Akureyri við góðar
undirtektir.
Leikrit þetta er í ósviknum
stíl þeirra Amolds og Bach,
sem nutu mikilla vinsælda hér
um skeið — en raunar átti Em-
il heitinn Thoroddsen sinn þátt
í því og þeir félagar hans, fyrir
skemmtilega staðfæringu þeirra
i vécka.; Parpp 'énu-á hQrð.,bornar:ofi
skemmtilegustu flækjup.og brps
legasti misskilningur á misskiln
ing ofan, og svo kemur ástin
þar hóflega við sögu — allt
fyrirfram skipulagt af þýzkri
nákvæmni, að leikendum
um verður það einna erfiðast
að láta sem þeim komi allt
þetta á óvart og ofhlaðið alls
konar smáatriðum, svo að leit
verður að aðalatriðum, hvað
ekki er heldur beinlfnis óþýzkt
fyrirbæri. En nóg um það, á-
horfendur geta skemmt sér
prýðilega ef hóflega vel er með
þetta farið, og það gerðu frum
sýningargestir líka Leikstjóm
in er þokkaleg, en þýðingin
ekki góð — sennilega of ná-
kvæm, og hefði áreiðanlega orð
ið mun betri, miðað við ís-
lenzka áheyrendur, ef hún hefði
verið stytt eilítið á köflum og
um leið dregið úr væmninni f
orðalaginu, sem gerir margar
setningarnar ærið Iágkúrulegar.
Leikendur fara velflestir sóma
samlega með hlutverk sín og
heildarsvipurinn verður þægileg
ur, en hvergi sprettir og oft
falla þær setningar, sem ætlazt
er til að veki hvað mestan hlát-
ur úti í sal, undarlega máttvana
fram af sviðsbrúninni.
Cverrir Guðmundsson leikur
° þjóninn, Svédelbast —
klassiska, þýzka skople'ikja-
ffgúru — og gerir sumt vel, en
allt sómasamlega. Mundi þó
mega gera til hans meiri kröf-
ur, þvf að hann er nokkuð
menntaður sem leikari. Vigfús
Æ. Harðarson á að léika klæð-
skera, en ekki er unnt að kalla
það leik, svo að það Htilfjörlega
hlutverk verður jafnvel enn lít-
ilfjörlegra en tilefni er til. Ann-
að er með Halldóru Gissurar-
dóttur í hlutverki ráðskonunnar
— það sópar að henni og virðist
hún réttborin til arfs eftir þá
hafnfirzku ráðskonu Bakka-
bræðra, sem eitt sinn gerði
garðinn frægan. Halldóra er
tvímælalaust gædd hæfile’ikum
til að túlka skophlutverk þann-
ig, að allt komist til skila út í
sal. Líka mætti segja mér að
Svana Einarsdóttir gæti orðið
liðtæk í hlutverkum við sitt
hæfi — eins og Hildar Schliiter,
sem hún fer vel með. Og svo er
það sjálfur aldursforset’inn
þeirra í Leikfélagi Hafnarfjarð-
ar, Eiríkur Jóhannesson í hlut-
verki Schltiter aðalforstjóra;
framan af í leiknum var sem
kenndi eilftilla ell’imarka, en
þegar á leið sótti Eirikur sig,
„lék sig upp“, svo að þeir yngri
verða síður en svo öfundsverð-
ir af að halda í við hann, og á-
þau tækifæri, sem það býður til
leiks. Vigfús er öllu skárti í
hlutverki þjónsins en klæð-
skerans, en Leifi ívarssyni
tekst ekki að gera ngitt úr
hótelstjóranum, ekki einu sinni
viðundur. Jón Júlíusson fer
ekki óliðlega með hlutverk
Polter dyravarðar, gervið er
skrípalegt, leikurinn samkvæmt
því, en þó leikur. Svanhvít
Magnúsdóttir fer sómasamlega
með hlutverk frú Haller. Ragnar
Magnússon hefur persónu i
hlutverk dr. Hagedom, gerir
nokkra tilraun til leiks, en
tekst stirðlega, vantar alltaf
herzlumuninn. Þau Ólafur Val-
geirsson og Sína Á. Arndal hafa
reiðanlega á hann eftir að
sækja sig enn, eftir því sem
sýningum fjölgar. Þær Stella
Karlsdóttir og Ingibjörg Böðv-
arsdóttir fara, ásamt Áma
Ingvarssyni með lítil hlutverk,
sem ekki stækka í meðförum
þeirra, og er ekki heldur við að
búáft. en hitt .má heita undar-
legf,'á?S 'Árna skuli þó takast
að smækka hlutverk sitt, meðal
annars fyrir það, að illa heyrist
til hans og þessar fáu setningar
hans eins og lesnar upp úr bók.
Guðmundur Guðmundsson
stendur sig mun betur í hlut-
verki baróns'ins, en notar þó
ekki nema að litlu leyti þau
smáhlutverk með höndum.
Leiktjöldin voru ekki ósmekk
leg, en illa gekk að skipta um
þau, enda óhægt um vik á svið-
inu, og heyrðust hamarshöggin
fram í sal í hléum. Annart
skemmtu áhorfendur sér vel, ett
hefðu áreiðanlega skemmt sér
mun betur, ef grínið hefði
komizt betur til skila — að það
ekki tókst, er vitanlega fyrst og
fremst því að kenna, að leik-'
endur eru flest’ir ungir og 6-
vanir, eflaust eiga þeir eftir að
ná sér betur á strik á næstu
sýningum.
Loftur Guðmundsson.
Árin. sem aldrei
gleymast
,»Árin sem aldrei gleymast“
eða ísland og heimsstyrjöldin
sfðari er styrjaldarsaga okkar
íslendinga, m. ö. o. sá þáttur
heimsstyrjaldarinnar siðari, sem
teygði arma sína hingað norður
til Islands. Höfundur bókar-
innar er Gunnar M. Magnúss
en Skuggsjá útgefandi.
Kaflafyrirsagnir bókarinnar
gefa meginhugmynd um efni
hennar. Þe'ir eru: Stórvelda-
njósnir á fslandi, f skjóli ís-
lands, Hemámsslagurinn, Allt í
hers höndum, í felum milli
Látrabjargs og Hornbjargs, Sjó-
orusta vestur af Snæfellsnesi,
Armur Þjóðverja seilist t’il ís-
lands, I’slenzkt blóð og annarra
þjóða blóð, Manntjón fslend-
inga árin 1939—1945, Happa-
dagur fslendinga, fsland og
Bandarfkin, Handtökur ís-
lenzkra blaðamanna, Hernumið
land, Fangabúðirnar á Kirkju-
sandi, Grunsamlegir menn á
Austfjörðum, Margs er að
minnast.
Bókin tíýggist í höfuðatriðum
á hinu mikla ritverki höfundar-
arins „Virkið í norðri", en er
hér dregið saman og felldir úr
því ýmsir kaflar sem minni
þýðingu hafa, en annað efni
aftur á móti gert aðgengilegra
og enn öðm jafnvel bætt inn í.
Þetta er mikil bók, hátt á 4.
hundrað bls. auk fjölda sérprent
aðra mynda.
Brotsjór og
bylgjurót
Ný bók um hetjudáöir
sjúmanna
Komin er út hjá Ægisgútgáf-
unni ný bók um hetjudáðir
sjómanna á hafinu. Heitir bók-
in „Brotsjór og bylgjurót". Jón-
as St. Lúðvíksson tók saman
þýddi og endursagði. f bókinni
eru 5 frásagnir af hetjudáðum
á hafinu. Sagt er frá þvf, er
skólaskipið Niobe fórst skyndi-
lega öllum til furðu. Sagt er frá
uppreisn um borð í Veronica,
barkskipi frá Kanada. Þá er
greinargóð lýsing á árás Jap-
ana í Pearl Harbor í síðari
héimsstyrjöldinni. Frásögn er
af þvi, er vöruflutnlngaskipif;
Helga Bolten lenti í miklu of
viðri og skýrt er frá brunanum
um broð í Morro Castle. Bók
in Brotsjór og bylgjurót er ó-
svikin sjómannabók.