Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 2
2 V l-S I JK . Ingin danstónlist I veitingahúsunum Sáttafundur var haldinn í gær f deilu sambands veitingahúsa- eigenda og Félags hijómlistar- manna um kaup og kjör. Náðist ekkert samkomulag á þeim fundi. í veitingahúsunum var því engin danshljómlist á boðstólum í hinum fjölmörgu veitingasöl um, sem voru þéttsetnir af gest- um, en nýárskvöld er nú orðið eitt vinsælasta skemmtikvöld ársins undanfarin ár. Mjög lítið mun bera á milli deiluaðila og samkomulags að vænta næstu daga, en fundíir mun ekki hafa verið boðaður enn með aðilunum. Róleg framh at bls 16 ÁLFABRENNA ar brennurnar voru undir eftirliti lögreglunnar. Gífuileg bílaumferð var á milli brennanna, e'inkum þeirra stóru og á tíma>f!i var stanzlaus tvöföld bílalest eftir endilangri Miklubraut og síðan Hringbraut. Hún mjakað- ist hægt og rólega áfram, en á- rekstralaust og án þess að til um- ferðarstöðvunar eða truflana kæmi. Um kl. 9 í fyrrakvöld söfnuðust nokkrir ungl'ingar á 12-17 ára aldri í Miðbænum, þó ekki fyrir framan Iögreglustöðina eins og venja hef- ur verið heldur í Austurstræti. Ekki var hér um stóran hóp að ræða, og aldrei fleiri en 50-60 í einu. ýmsir þeirra með l'itla kínverja „banditta" i fórum sínum og tók’ lögreglan lim 20 piltanna, flutti þá i á lögrégltratöðina og tók af þeim \ sprengjub'irgðirnar, að því búnu: voru þeir ým'ist fluttir heim eða foreldrar þeirra beðnir að sækja þá í gærmorgun tók svo Iögreglan unglingsp'ilt, sem hafði 100 kín- verja í fórum sínum, en var búinn að selja 900 frá því á gamlársdag. Hann kvaðst vera að selja fyrir ann an aðila og var mál hans fengið rannsóknarlögreglunni til meðferð- ar. Ekk'i voru nein teljandi spellvirki unnin á gamlárskvöld. Að heita mátti það eina sem tjóni olli var að V/4 tommu rörbútur kastaðist inn um stóra og dýra bogarúðu í verzluninni Geysi á mótum Vestur götu og Aðalstrætis og mölbraut hana. Þykir líklegt að púðri cða öðru sprengiefni hafi verið kom yrir í rörinu og við spreng- inguna hafi það kastazt inn um rúðuna. Ekk'i hefur náðst í þann seka. Aftur á móti hafðist upp á manni sem braut rúðu í Háskólabíói og öðrum, sem brauzt inn í geymslu og stal þaðan ferðatösku með kven frtnaði. Hafði rannsóknarlögreglan með mál beggja þessara manna að ',cra í gær. Enda þótt Erlingur Pálsson teldi að stórslys hefðu ekki verið um ára mótin þá var samt fjöldi manns fluttur til aðgerða í Slysavarðstof- una á. gamlársdag, eða samtals 90 ! manns frá hádegi. Méirihlutinn v drukknir menn eða undir á- hrifum, er meiðzt höfðu með ýmsu móti, einkum brennzt á höndum við sprengjuskot, aðrir skorið sig á glerbrotum og enn aðrir í rysk ingum. Allt voru þetta þó lítilvæg meiðsli. Mesta slysið varð á manni s tui lögreglan ók fram á á Hring- braut í fyrrinótt. Hann lá þar fót- brotinn á götunni, en ekki var vitað um orsakir. Slökkviliðið var þrívegis kallað út I fyrrinótt en í öll skiptin af lítilvægu tilefni. Framh. at bls. 16 leyti til að fylgjast með, hvernig nýja árið gekk í garð, hann minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð svo marga flugelda á Iofti, mest var af þeim í nýju hverfunum í austur hluta borgarinnar og þar var líka stærsta brennan við Kringlumýrarbrautina einmitt þar sem ætlað er að hin nýja miðborg Reykjavíkur rísi upp í náinni framtíð. En aðrar brennur voru lika tígulegar, eins og brennurnar við Ægisíð- una, inni á Kirkjusandi og Mikla túni svo nokkrar séu nefndar. Allt kvöldið var geysimikil en ör umferð um Hringbraut- ina, en inni á Miklubraut var umferðin svo mikil, að hún myndaði samhangandi bílalest mikinn hluta þessarar breiðu og miklu götu. Kom þá til kasta lögreglusveitanna að halda uppi stjórn á umferðinni Mörg hundruð manns stóðu kringum brennuna við Ægissíðu. PóróSfar — Framh. at ols 16 Johnsons v. útherja, sem ætl- aði að bruna inn að endamörk- um en bakvörður bjargaði í horn Úr þessari hornspyrnu tókst Forrest, hinum sKozka marka- kóngi að skora glæsilega, tók við lágri hornspyrnu og af- greiddi umsvifalaust í netið. Harkan var mikil sem fyrr segir og dómarinn í leiknum átti crfiðan dag, en dæmdi meist aralega og hlaut hvað eftir ann að klapp frá áhorfendum beggja aðilanna. Á síðustu sekúndum hálfleiksins varð dómarinn að i vísa oi.5 leikmanni Celtic út af, það var Johnson útherji. Celtic lék þó mun betur í seinni hálfleik en hinum fyrri, hvort sem það hefur verið liðs fækkuninni að þakka. Annar Jol, son útherji varð að yfirgefa völlinn. það var Johnson v. út herji Rangers 2 mínútum fyr- ir leikslok í sjúkrabörum, mikið meidd: Celtic fékk sitt bezta tæki- færi í leiknum til að jafna, þeg- ar 5 mínútur voru til leiks- loka. Einum af sóknarleikmönn um Celtic var brugðið innan teigsins og vítaspyrna var rétti lega dæmd. Murdoch skaut hátt yfir úr þessari spyrnu og leik- menn Rangers hoppuðu í loft upp. og dönsuðu af kæti og í áhorfendastæðunum rikti mest gleði, en Iíka sorg yfir hvernig farið var með þetta gullna tæki færi. FóBfcaorðan Framhald af bls, 4 nesi, fyrir störf í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar, Svéin B. Valfells, iðnrekenda, fyrir störf á sviði iðn- aðar og verzlunar Þórarin Sveins son kennara, Eiðum, fyrir æskulýðs oc íþróttastörf, Þórð Þorbjarnarson dr. phil. fyrir rannsóknarstörf í bágu sjávarútvegsins. Ennfremur hefir forseti ^slands ELDUR I Slökkviliðið átti rólega nýárs nótt að þessu sinni. Aðeins í þrjú skipti hringdi síminn á stöð inni í þeim tilgangi að fá að- stoð, í öll skiptin Iítilvægir eld- ar, — í eitt skiptið þó að flestra dómi af alvarlegum orsökum, en það var kl. 02.35 um nóttina þegar liðið var kvatt a5 sam- komuhúsinu Iðnó, en þar hafði kviknað í vegna kínverjaspreng- inga, sem fram fóru meðal dans gestanna, sem allir voru nokkuð ungir, sumir alláberandi ölvaðir Kallað var í slökkviliðið, þeg- ar allmikill reykur gaus upp i danssalnum, þar sem hinir t dag sæmt Kjartan Thors, fram- kvæmdastjóra, stjörnu stórriddara fyrir störf í þágu Vinnuveitenda- sambands Isl'á'nds.' Reykjavík 1. jan. 1965. Orðuritari ungu gestir með marglitar papp- írshúfur dönsuðu af hjartans Iyst eftir bítiltónum liljómsveit- arinnar Sóló. Slökkviliðið kom þegar á staðinn, enda aðeins steinsnar milli staðanna. Var þá talsvert af fólki enn í saln- um, en stór hópur af fólki stóð fyrir utan. Gekk vel að ráða niðurlögum eldsins í þessu gamla og eldfima húsi og þurfti ekki að fresta leiksýningu Leik félags Reykjavíkur á Ævintýri á gönguför í gærkvöldi af þess um sökum. STÚLKA Unglingsstúlka óskast til sætavísunar. Uppl. i Stjörnubíói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.