Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 5
V 1 S I R . Laugardagur 2. janúar 1965. 5 ísland gefur góðan arð þeg- ar beitt er réttum tökum Góðir íslendingar nær og fjær! Ég óska ykkur öllum gleði- legs nýárs, og þakka innilega gamla árið, heillaóskir og sam- ú"rkveðjur. ' að eiga margir ástvina að s" a, og í gær barst fregnin i:m andlát Ólafs Thors, mikil- hæfs stjórnmálamanns, góðs drengs og ágæts félaga. Ég votta frú Ingibjörgu og fjöl- skyidu hans dýpstu samúð. Á gamlársdag lítum vér aftur til liðins árs, en á nýársdag meir fram á ókominn tíma, og vonin og trúin glæðist og styrk ist á þessum tímamótum. Vér höfum þessa dagana séð tvenna tíma. Veðurblíðu og vetrardýrð um jóladagana, allt blátt og hvítt, himin, hauður og haf og skammdegisroðann á heiðríkjunni í sólarátt. Það voru allt vorir íslenzku litir. En síðar glórulausa hríð, ógæftir og samgönguerfiðle'ika. íslenzka þjóðin hefir oft séð tvenna tím- ana, þjóðveldi, einveldi og lýð- veldi, bjargálnir, fátækt og vel- gengni. Það má segja, að hvert nýtt ár hafi, síðustu áratugina skapað þjóðinni batnandi hag og þá vonandi betri líðan og vaxandi þroska. Og þó að veðr- áttan sé umhleypingasöm, þá er húsaskjól ólíkt eða var í loka- þætti Fjalla-Eyvindar og skipa- stóll öruggari en smáfleyturnar. Vér lifum á tímum tækninnar og síaukinnar verkaskiptingar í landbúnaði, sjávarútvegi, iðn- aði og raunar öilum starfsgrein- um. Tæknin hefir gert fátæka þjóð, sem áður vann með ber- um höndum, skóflu, orfi og ár- inni, farsæla. Með hverju ári er sigrast betur á kulda og myrkri. ísland gefur góðan arð, þegar beitt er réttum tökum. Vér vitum að nútímatækni mun fara sívaxandi á öllum sviðum, og heimtar aukna og breytta undirbúningsmenntun. Þetta er nú öllum ljóst, og má ekki leng- ur telja eftir kostnaðaraukann. Ég óttast ekki þar fyrir um framtíð íslenzkrar menningar. Hún stendur enn jafn traustum fótum og um síðustu aldamót. Það er þrennt sem er bæði gamalt og nýtt á íslandi: bók- menntir, Alþingi og íslenzk kirkja. Hitt eru engin menning- arspjöll þó að hverfi torfkofar, reiðingar og skinnsokkar. Bókmenntir eru vor mikli þjóðararfur, að efni til jafngaml ar Islands byggð. Hin fornu handrit eru hinn sýnilegi, sögu- legi vottur, og ég trúi því, að vonir vorar og hin gefnu fyrir- heit um afhending rætist. Það er ótrúlegt, hve mikil gróska er enn í íslenzkum bókmenntum, og engin tilviljun, að jafnfá- menn þjóð á Nóbelsskáld, auk margra annarra núlifandi rit- höfunda, sem þjóðin á þökk að gjalda. TVTér þykir ástæða til að geta þess í þessu sambandi, að hér á Bessastöðum hafa bæði er lendir og innlendir gestir oft beðið um að fá að llta á bóka- safn staðarins. Ég hef mér til óþæginda orðið að geyma mín- ar bækur á fjórum stöðum, en staðarins bókasafn hefur ekki fyrirfundizt til þessa. Þing og stjórn hafa verið mér sammála að slíkt mætti ekki viðgangast á Forsetasetri heimskunnrar bókmenntaþjóðar, og er nú svo komið að húsakynnin eru tilbú- in, mikil stofa byggð við hlið móttökusalarins, sem reistur var við hina gömlu Bessastaðastofu sem nú nálgast óðum sitt tveggja alda afmæli. í Bókhlöð unni er bæði ofanljós og loft- hitun, svo veggpláss verður drjúgt fyrir skápa. Þar hefir nú verið komið fyr- ir gömlum staðarhúsgögnum og ráðherrahúsgögnum þeim, sem hinn fyrsti heimastjórnarráð- herro, Hannes Hafstein keypti fyrir landið á sinni tíð. Þau eru nú helguð af sextíu ára sögu. Þá hefir og verið hengd upp forlátagjöf Grettis Eggerts sonar, myndin af Albert Thor- valdsen. Og á eikargólf breidd sex teppi, lit- og formfögur, sem Dóra óf og hnýtti. Svo það er að koma mannaþefur í heli- inn, enda fór fram eins konar vígsla í gær með fyrsta Ríkis- ráðsfundi. sem þar hefir verið haldinn. Bókaskápar eru enn I smíðum en væntanlegir innan tíðar. Bókhlaðan kallar svo á bækurnar, en þær er ætlazt til að safnist allar sígiidar íslenzk ar bókmenntir, fornar og nýjar, en engin áherzla lögð á pésa eða fyrstu útgáfur sérstaklega. Mínar bækur rýma svo fyrir þeim jafnóðum. Ég skal þó geta þess, að þegar hafa borizt verð- mætar gjafir í hundruðum ein- taka frá amerískum bókaútgef- endum, dr. Richard Beck og frú Ásu Guðmundsdóttur Wright, sem lengi hefir búið í Vestur- Indíum. Allir þessir aðilar höfðu haft spurn af byggingu Bók- hlöðunnar. Það er mitt hugboð að með þessari framkvæmd sé um fyrirsjáanlegan tíma lokið nýbyggingum á staðnum. "C’g nefndi áðan Alþingi sem einn af hinum þrem vígðu þáttum íslenzks þjóðlífs. Á ný- liðnu ári var haldið upp á tutt- ugu ára afmæli Lýðveldisins, og á þessu nýbyrjaða ári get- um vér minnzt fimmtíu ára af- mælis íslenzka fánans, sem þá var löggiltur sérfáni þjóðarinnar Einnig getum vér þá minnzt fimmtíu ára afmælis hins al- menna kosningaréttar, þá var at kvæðisréttur rýmkaður, og þá á, áður en komið var í þau spor, þar sem nú stöndum vér. Ég er nú kominn á þann ald- ur, að ég man þegar vér feng- um íslenzkan ráðherra, búsett- an í landinu, hundrað ára af- mæli Jóns Sigurðssonar, Sam- bandslögin, Alþingishátíðina og Lýðveldishátíðina. Þetta eru allt útrýma örbirgð og búa öilum landslýð góð lífskjör um af- komu og uppeldi. Það er ótrú- iegur munur á fátækralöggjöf 19. aldar og tryggingalöggjöf vorra tíma, enda úr meiru að spila en á hallæristímum. Hugs- unarhátturinn er breyttur, and- rúmsloftið nýtt. Ef spurt væri Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson. miklir áfangar í sögu vorrar tuttugustu aldar. Á síðasta ári voru fjörutíu ár liðin síðan ég settist fyrst á þingbekk sem fulltrúi Vestur-Isfirðinga. Það er að sjálfsögðu ekkert merkis- afmæli, en sýnir það eitt, að ég hafði aðstöðu til að kynnast mönnum og málefnum á þessu mesta framfaratímabili íslend- ingasögunnar, og gæti gert nokkurn samanburð á nútíð og þátíð. Slíkt er þó ógerlegt til nokkurrar hlítar í stuttu ávarpi um eina stofnun, sem átt hefur ríkastan þátt í viðreisn íslenzku þjóðarinnar, mundu allir svara einum rómi: Alþingi, og einn mann: Jón Sigurðsson. Vér höf- um ástæðu til að vera þákklát þjóð og bjartsýn á framtíðina. Jón SigurðSson er fæddur og uppaiinn á Rafnseyri við Arn- arfjörð. Eftir Lýðveldisstofnun- ina hófst undirbúningur um að láta staðinn njóta síns mikla sonar með nokkrum hætti. Framkvæmdum er ekki lokið, Ávarp Forseta Islands á nýársdag hlaut „hinn betri helmingur“ þjóðarinnar, sem svo er stund- um nefndur, kvenþjóðin, at- kvæðisrétt. Vér undrumst nú, að þetta' skuli nokkurn tíman hafa verið ágreiningsmál, og var þó sú réttarbót gerð fyrr með vorri þjóð en flestum öðr- um Ég nefni þessi tvö atriði vegna þess, að eldri réttarbæt- ur og stórir áfangar á lífsleið þjóðarinnar vilja stundum gleymast í átökum dægurmál- anna. En vér eigum vissulega margt að þakka og margs að minnast, sem þurfti að sigrast Svo margslungin er sú saga. En þess vil ég geta, að pólitískur fjandskapur virðist mér nú minni en oft hefir áður verið, þó jafnan sé öldugangui- á yf- irborðinu. Viðfangsefnin hafa breytzt stórlega. Flestu er nú lokið um mannréttindamál og sjálfstæðisbaráttu, sem áður var allsráðandi um flokkaskipt- ing. Nú eru það hagsmunamál einstaklinga, stétta og héraða, sem setja svip sinn á viðureign- ina. Og það er fyrst á hinum síðari árum, sem menn hafa þor að að trúa því, að unnt sé að þó nú sjáist fyrir endann á þeim Rafnseyri fer ekki í eyð’i. Þar búa nú ung og myndarieg kennarahjón og undirbúa að nokkru leyti framkvæmdir á þessu ári. Það var afráðið að geyma fjárvpitingu síðasta árs og reyna að ljúka byggingu eft- ir teikningu á næsta sumri. Nægilegt fé er nú til ráðstöf- unar, og er það mest ágóðinn af gullpening þeim, sem gefinn var út á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fjárlögum mun ekki verða' íþyngt öllu meir. Jón Sigurðsson borgar fyrir sig eða allur sá fjöldi manna, sem vill eiga mynd svo ágæts manns greypta í gull, til skrauts eða gjafa. En nú spyrja menn: Hvað á svo að gera við hina endurreistu Rafnseyri? Því er auðsvarað. Það var að vísu upphaflega gert ráð fyrir að þar yrði heimavistarskóli fyrir sveita- börn báðum megin Amarfjarðar En í þeim sveitum hefir orðið mikil iandauðn á síðari árum. Nú er hægurinn hjá að breyta þeirri áætlún í lítinn unglinga- skóla á vetrum, líkt og ýmsir ágætir prestar hafa rekið fyrr og síðar. Eins og öllum er kunn- ugt er mikill hörgull á slíkri starfsemi og héraðsskólar jdir- fullir. Á sumrum rekur kennari eða prestur svo búskap við sitt hæfi og sinnir gestakomum. Þar fara nú um þúsundir manna á hverju sumri, og ekki viðhlítandi að komið sé að köld um kofum á slíkum sögustað Jóns Sigurðssonar og Hrafns Sveinbjarnarsonar. Einnig mætti hafa þar sumarbúðir kirkju eða skáta. Rafnseyri er í engri hættu og verður vel bú- ið að þeim, sem tekur staðiim að sér, bæði um húsakynni og annað. Rafnseyri liggur mið- sveitis á Vestfjörðum og tilval- inn funda- og samkomustaður, bílvegir í allar áttir og náttúru- fegurð. Þar ilmar enn úr grasi og Vestfirðir eiga þar sinn sögu stað líkt og Sunnlendingar Skál- holt og Norðlendingar Hóla. Ég hef ieyft mér að gera þetta að umtalsefni, þvi allt sem snertir Jón Sigurðsson er með nokkr- um hætti þjóðmál eins og m. a. gullpen’ingsútgáfan sýnir. TTndir lokin vil ég geta þess, að mér er kunnugt um, £& I undirbúningi er sjóðstofnun til byggingu kirkju á Rafnseyri, og mun nánar gerð grein fyrir því innan tíðar. Það á ekki að verða nein stórkirkja, heldur fögur og virðuleg kapella, samboðin staðnum. Á Rafnseyri stendur enn veggjarbrot úr baðstofu, en þar undir var rúm Þórdísar hús- freyju. Mætti e.t.v. fella það inn í kirkjuvegg og merkja ná- kvæmlega á gólfi fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Ef ríkið ieggði fram eina krónu á móti hverri gjafakrónu, eins og gert var um endurreisn Bessastaða- kirkju þá væri þvl máli borgið. Viðgerð Bessastaðakirkju er nú lokið að öðru leyti en því, að eftir er að koma fyrir þungri, viðamikilli eikarhurð á sterkum járnum í akkerisstíl, enda vár kirkjan helguð sjófara-dýrlingn um Nikulási í kaþólskum sið. Hurðin er gjöf frá Noregi, og er nú komin til iandsins. Mér hefir nýlega borizt tíu þúsund króna gjöf til kirkjunnar frá konu, sem vill ekki láta nafns síns getið. Ríkið er nú laust allra málaloka. Það er ómetan- legt að hafa slíka staðarkirkju og minnir á þann vígða þátt, sem kristin kirkja hefir átt í allri sögu og menning þjóðar- innar. Cú velgengni er góð, sem vér ^ nú njótum. En er hún ein- Framhald á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.