Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 11
V í S I R . Laugardagur 2. janúar 1965. 11 PHfLLIS B 0 T T 0 M E: e • jr GLOSIN VORU TOLF Sylvia Watkins var kirkjuræk in. Hún mundi sennilega vart geta gert sér fyllilega grein fyrir hvað það var, sem dró hana í kirkju. Hún sótti ekki kirkju af trúarleg- um ástæðum, og ekki var það vegna þess að hana langaði til þess að sjá hvernig aðrar konur safnaðarins væru klæddar. Meðan á messu stóð starði hún oft lengi á máluðu kirkjurúðuna, en á henni var mynd af Pétri post- ula klæddum I'itrikum kyrtli. Hann stóð á tjarnarbakka og veiddi rauð- leitan smáfisk. Hún bara sat þarna og starði og henni leið vel. Hún settist ávallt þannig, að hún þyrft'i ekki að horfa á hnakkann á Henry. Henni hafði aldrei fund- izt hann fallegur og í tuttugu ára hjónabandi hafði óbeit hennar far- ið vaxandi. Hetty og Paul sátu milli hennar og föður síns. Það flögraði þó stund um að Sylviu, þótt einkennilegt væri, að þetta væri maðurinn, sem hún átti það að þakka að eiga þess'i indælu börn, sem hún elskaði innilega. Það voru mörg ár liðin frá því hún fyrst gerði sér grein fyrir, að hún hataði Henry. Sálmasöngnum var lokið 1 bili og presturinn steig í stólinn. Henry Watkins leit af nokkurri óþolin- mæði á úrið sitt. Svo lét hann augnalokin síga niður yfir bláu köldu augun, en Sjdvia krosslagði hendur í skauti sínu og starði á Pétur postula. Allt var svo ákaflega friðsælt e'ins og ávallt árdegis á sunnudög- um og í þessum sunnudagsfriði hug leiddi hún hvernig hún gæti losnað við Henry. Hún leit á gift'ingar- hringinn á fingri sínum. en það hafði engin áhrif á hugsanagang hennar. Það hafði í raun og veru verið tilviljun, sem réði þvl að hún varð eiginkona Henrys. Slíkt gat gerzt fyrr á dögum og sennilega gat slíkt einnig gerzt nú á dögum. endrum og eins. Það var afleiðing reynsluleysis og fjölskyldukúgunar að þau urðu hjón. í byrjun hafði hún haft gaman af því að vefja Henry um fingur sér. Móð’ir hennar hafði gert allt sem I hennar valdi stóð til þess að sann færa hana um, að skyndiást Henry væri brennandi ást, sem myndi vara ævinlega — alla ævina. Þá þegar hafði Sylvia látið skína í það, að henni fyndist hnakkinn á Henry ijótur. En móðir hennar hafði sagt, að það væri ejrki kven legt að vera að hugsa um slíkt. Afstaða Henry var blátt áfram. Hann hafði snemma komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri af einskærri náð, sem hann hefði gengið að e'iga Sylviu, því að hún var fátæk en hann var auðugur. Hún varð snemma að biðja 'hann um hvern eyri, sem hún þurfti á að halda. ng allt, sem hún átti, átti hún néðarsamlegast honum að þakka. En hún hafði í rauninni eng 'in réttindi, fannst honum, og hon- um fannst það hreinn og beinn bjánaskapur að láta hana fá vilja 'sínum framgengt í neinu. Á vissu tímabili í lífi Sylviu flaug henn'i I hug, að gaman væri, að fleiri en einn elskaði hana. Það væri meiri tilbreyting í því og hugsazt gæti, að einhver þeirra væri í engu líkur Henry. Henni fannst hún eldast fljótt eftir að börnin komu til sögunnar. Ekkert getur spillt útliti konunnar fánnst henni, e'ins og þegar eigin maðurinn notaði hvert tækifæri til þess að brjóta niður sjálfsvirðingu hennar. Og hann notað’i alltaf af- mælisdagana hennar til þess að tala til hennar í þessum dúr. Kona á þínum aldri sagði hann þá af fyrir litningu. Hann var maður, sem naut þess að taka sterkt. til orða og á sama hátt og endurtaka það æ ofan í æ. Þetta fór þó að hætta að bíta á hana, henrii fannst það allt annað en notalegt að heyra slfkt sýknt og heilagt, en móðir hennar hafði brýnt það fyrir henni snemma, að maður yrði að sætta sig við ónota legheit. Þess vegna kvartað'i hún ekki. Foreldrar hennar misskildu þetta og glöddust yfir, að hún skyldi svona fljótt og erfiðleikalít- ið hafa vanizt hjónabandinu. En þótt hún hefði afsalað sér öllum réttindum sem kona og sjálf stæð manneskja. hélt hún þó, að hún ætti réttinn til ákvarðana yfir börnunum, en þar skjátlaðist henni, því að Henry Watkins var fast ákveðinn að vera húsbóndinn á heimilinu. einnig í öllu varðandi konuna og börnin. Þess vegna lumbraði hann á drengnum, þegar honum fannst hann hafa til þess unnið, og skammaði dótturina, ef hún sagð'i eða gerði eitthvað, sem honum var ekki að skapi. í byrjun gekk Sylvia á milli, en hún hætti því, þegar hún sá að það bitnaði á bömunum. Henry Watk'ins þjálfaði hana fljótlega í að vera afskiptalausa um börnin, þegar hann þóttist þurfa að tikta þau til. En þrátt fyrir heimskulegar upp- eldisaðferðir var Hetty orðin elskulegasta stúlka, falleg — en ekki taugasterk. Paul var vel gef- inn ungur maður, gæddur listræn um hæfileikum. Henry Watkins hafði ekki reynzt þess megnugur að breyta skapferli barna sinna eða fá þau til að fá áhuga fyrir öðru en þau sjálf vildu, en hann fór ekki í neinar grafgötur með að hann ætlaði að taka ákvarðan 'irnar um framtíð þeirra. Hann hafði ákveðið, að Paul skyldi verða banka maður og læra að meta peninga umfram allt annað hér í heimi, hannskyldi verða maður með mönn um, og hvað sem það kostaði ætl- aði hann að koma í veg fyrir, að Hetty giftist fátækum arkitekt, sem hún hafði orðið ástfangin í. Hetty gat gert eitt af tvennu. Gifzt vini hans Baddeley, sem var vel efnaður, eða búið áfram heima, en það skyldi aldrei verða að hún kastaði sér í fangið á þessum arki- tekt, sem til allrar lukku gat ekki séð fyrir henni. Henry horfði aftur á úrið sitt Stólræðan hafði þegar staðið í tuttugu minútur. Svo sannarlega skyldi hann víkja þvi að prestinum að hann ætti að vera stuttorðari.. Frú Watkins hugleiddi enn hvern ig hún ætti að losa sig við Henry Þótt hún yrði að grípa til örþrifa ráða ... þá fengi hún aldrei nema ævilangt fangelsi og börnin fengju eigurnar, en vitanlega mundi hún reyna að haga öllu svo, að það.yrði ekki áfall fyrir börnin — og þó — það var furðulegt hve fljótt var hægt að gleyma meðan maður enn er ungur. Er Henry sat við miðdegisverð arborðið var hann svo hastarlegur við dóttur sína að hún fór að gráta, spratt á fætur og gekk út. Paul kom þegar systur sinni til hjálpar. — Þú ert óþolandi pabbi — af hverju geturðu ekki látið Hetty I friði? Öllum til mikillar undrunar gekk móðir þeirra í milli. — Vertu ekki að skipta þér af þéssu Paul. Láttu föður þinn fara sínu fram. Paul starði eins og steini lost inn á móður sína og Henry réði sér varla fyrir gremju, því að þessi íhlutun konunnar fór allmjög I taugarnar á honum. Hann þóttist fullfær um að fara með stjóm á heimilinu án aðstoðar konu sinn ar og hann var ekki seinn á sér að leiða hana I allan sannleika þar um .... ... Eldabuskan átti frí og stofu þernan var eitthvað að sýsla uppi og það var enginn I eldhúsinu að miðdegisverði loknum. Paul hafði farið út I garð og kveikt sér I vindlingi, en Hetty hafði fleygt sér á rúm sitt grátandi Frú Watkins hafði ekki neitt her- bergi, sem hún gat kallað sitt, en hún þurfti ekki heldur á neinum stað að talda til þess að gráta út. Lindir tára hennar voru löngu þornaðar. Hún vissi líka að það var til einskis að gráta. Hún stóð um stund og horfði á mann sinn. Hann hafði hallað sér aftur makindalega I hægindastól sínum. — Henry, sagði hún, langar þig ekki I glas af heimatilbúna líkjörn um, sem bróðir þinn sendi þér? Þú hefur alls ekki bragðað á hon um. — Jú, láttu mig bara fá eitt glas, sagði hann. Hann lét svo lítið að þiggja það, þótt það væri kona hans, sem bauð honum það, en hann gapti af undrun, er hann horfði á hana. Hann var svo hissa á þessari framkomu hennar, en hún nam staðar frammi við dyrn ar og sagði: — Henry, þú hefur víst ekki komizt á aðra skoðun varðandi framtíð barnanna? — Nei, hvers vegna ætti ég að gera það? Veiztu annars nokkuð dæmi þess, að ég hafi skipt um skoðun? Þau geta mótmælt og nuddað eins og þau vilja, en þú veizt vel, að það er sá, sem lætur út peningana, sem ræður. Sí Þ Henry hranalega. Sylvia hafði þegar lagt hönd sína á snerilinn. Hún hugsaði um að nú hefði hún heyrt Henry taka þannig til orða I seinasta sinn. Samt hikaði hún. — Ætlarðu þá að láta verða af þvl að koma með líkjörinn, grenj aði Henry. Silvia leit út um oginn glugga og sá Paul úti I garðinum. Hann sá hana við gluggann og kallaði til, hennar: — Þú ættir að koma hingað og setjast hjá mér hérna. — Ég kem eftir augnablik, dreng ur minn, sagði hún. Svo gekk hún inn I setustofuna til manns síns. — Það verður ekki sagt að þú sért snör I hreyfingum, hvæsti hann. En ekki ertu skjálfhent, það máttu eiga. Hún rétti honum glas fleytifullt af líkjömum góða og hann hvolfdi I sig úr því. nriig*' ýerður* "þá'ð' "áfrárii,1 nriif Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEING og DÓDÓ Laugavep 18 3. hæð (lyfta) Sími 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðslustofa Ólafar Bjöms dóttur. HATÚNl 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31 slmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenime! 9. sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR IMaria Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað Dömuhárgreiðsla við allra hæf TJARINTARSTOFAN Tjamargötu II Vonarstrætfs- megin, simi 14662 i Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. Simi 35610. ÁSTHILDUR KÆRNESTED^ GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VfNBS Grundarstfg 2a Sími 21777. Hárgreiðslustofan So.vallagötu T2 Sírrú 18616 WE TWOJARZAU, CAKl TAK.E FOUK , GUNíAEN-lF [ WESEETHEW L 5EF0EE THEy B 5EE US’. / WAKMEI7 5Y ÍAOAABUZZI’S KA2IO THAT FOUFi OÍAAK. GUN/AEKIi SOWEWHEEE INTHE TOJ RIVEK. JUSIGLES, HAVE ESCAPE7 CAFTURE, TARZAU,UUKSE UAOiAI AWI7 CAPTAIM TSHULU ' AR.E ARfAEP AKIP ALERT. J“- ti-UlOT C=iAftP0 O-f. Ull. M|« *le« MmmM, V- »■ *•* °** Dutr. byUnited Fcature Syndieate, Inc. ■.VAV.V.V.SW.W.VW.’. REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Selfum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsusn stærðum DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstlg 3 Síml 18740. . M.EANWHILE- UUINFORiAEP OP EVENTS ATTHE FAKE TKA7IN5 P05T, BECAUSE OF FAMAGETO THEIR RA7I0,THE FOURGUNMEM BUL.VO SENT UPRIVERTO OR6ANIZE HANP-CHOPPING KAIVS OKl URU-URJJ TRiBESMEN.HASTEW POWNS.TREAM....TOK.EPORT THEIRSUCCESS; Tarzan, Naomi hjúkrunarkona og Tshulu eru viðbúin og vopnuð vegna þess að þau hafa verið vör uð við af talstöð Mombuzzis að fjórir af glæpamönnum Omar- bræðranna hafi komizt undan handtöku og séu einhvérsstaðar í frumskóginum náliægt Dru-ánni Við tveir Tarzan, segir Tshulu getum tekið fjóra glæpamenn höndum ef við sjáum þá áður en þeir sjá okkur. Á meðan hraða glæpamennirnir fjórir sér niður eftir ánni, þeir vita ekkert um það sem gerzt hefur á verzlunar stöðinni vegna þess að senditæki þeirra bilaði og ferð þeirra,.sem Bulvo sendi þá 1 að uhcfiréua leið angur til þess að handhöggva Uru Uru-menn heppnaðist ágætlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.