Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 8
8
V f S I R . Laugardagur 2. janúar 1965.
P
AR OG ALDIR LIÐA,
og enginn stöðvar
tímans þunga nið '
Klukkan í turni Sjómannaskólans.
Sggó£ygsj§gg|gi '
Nýja klukkan á Hafnarfjarðarkirkju.
Þannig komst vinsælasta
skáld Islendinga að ofrði og lézt
einmitt á því ári sem klukkurn
ar töldu Ut um þessi áramót.
Vísir birtir hér myndir og
stuttar frásagnir af nokkrum
helztu klukkum á almannafæri
í Reykjavík og nágrenni, „göml
um kunningjum“ Reykvíkinga
og nýjum kuningja Hafnfirð-
inga. Elzt klukkan er Dóm
kirkjuklukkan, sem er um 67
árg gmulö og hin yngsta er
klukkan i turni Hafnarfjarðar
kirkju sem lokið var við að
setja upp fyrir mánuði.
Klukkan
í Dómkirkjutuminum
Hinn 14. september 1879 end
urvígði Pétur biskup Pétursson
Dómkirkjuna í Reykjavfk eftir
að allmikil breyting hafði verið
gerð á útliti hennar og m.a.
settur á hana turn, sem enn
stendur. Árið 1897 var tíma
klukkan sett up, sem er þar enn
í dag. Hún var gjf til kirkjunnar
frá H. Th. A. Thomsen, sem
byggði Hótel Heklu, þar sem
Thomsens Magasin var, en sá
var faðir Ditlevs Thomsen. Dóm
kirkjuklukkan slær með stundar
fjófrðungs millibili, sem kunn
ugt er. Áður en þessi klukka
kom f Dómkirkjuturninn var
þar fyrir eldri klukka, sem gef
in var Keflavíkurkirkju og hef
ur verið þar til skamms tíma.
Magnús Benjamínsson sá um
uppsetningu Dómkirkjuklukk
unnar, sem kostaði kr. 2138,89.
Klukka Magnúsar
Benjamínssonar
Hún mun vera næstelzta
klukka á almannafæri í bænum
var sett upp framan á húsið
Veltusund 3 árið 1923. Þar er
verzlun Magnúsar Benjamíns
sonar & Co. til húsa, en hún
var stofnuð árið 1881 og er í
röð hinna gömlu, ögrónu og
virðulegustu verzlana í hföuð
staðnum. Klukka Magnúsar
Benjamínssonar og Dómkirkju
klukkan eru frá sama fyrirtæki,
J.F. Weule í Þýzkalandi.
Torgklukkan
eða klukkan á Lækjartorgi
er áreiðanlega sú klukka í
Reykjavík, sem flestir hafa litið
á og kannazt bezt við enda ætl
ar enn í dag allt úr skorðum
að ganga ef hún stoppar eins
og menn muni ekki eftir nýju
klukkunni á Útvegsbankahús-
inu. Það er engum vafa bundið
að fleiri hafa átt stefnumót
við Torgklukkuna en á nokkr
um ðrum staðö á íslandi. Þessi
klukka var sett upp á Lækjar
torgi fyrir um það bil 40 árum
að tilhlutan fyrirtækis Magnús
ar Kjaran, sem fékk þessa
klukku frá Henkel-verksmiðj-
unum I Þýzkalandi sem auglýs
ingu fyrir þvottaefnið Persil og
er það enn í dag auglýst á
klukkunni.
Sjómannaskólaklukkan
Rétt eftir síðari heimsstyrjöld
ina kom upp klukka mikil í hin
um tilkomumikla turni Sjó
mannaskólabyggingarinnar, sem
gnæfir yfir borgina. Þessi
klukka er gjöf frá Innkaupasam
bandi úrsmiða og er hún frá
fyrirtækinu Smith English
Clock Ltd. í London. Skífan á
þessari klukku er um tveir m.
í þvermál og hún gengur fyrir
rafmagni.
/
Útvegsbankaklukkan
Hún var ett upp á Útvegs-
bankahúsið við Lækjartorg fyr
ir 4 eða 5 árum og mun skífa
hennar vera álíka stór og
skffan á klukku klukku Sjó
mannaskólans. Þessi klukka er
til mikils hagræðis fyrir fólk
I Miðbænum, en hún hringsnýst
sem kunnugt er hátt upji svo
að fólk getur séð hana úr öllum
áttum. Hefur hún það fram yf
ir allar hinar. Klukka þessi er
frá Otto Michelsen.
Klukkan í tumi
Hafnarfjarðarkirkju
Fyrir rúmum mánuði var lok
ið við að setja upp klukku í
■ turn Hafnarfjarðarkirkju og
slær hún á hverjum stundarf jórð
ungi. Er að henni mikið gagn
og mesta prýði. Klukka þessi
er keypt fyrir frjáls framlög
safnaðarfölks, ní.a var safnað
miklu fé á mörgum helgitón-
leikum í kirkjunni. Stefán Sig
urðsson. kaupmaður í Hafnar
firði, formaður sóknarnefndar
og Guðjón Steingrímsson lög
fræðingur hafa haft forystu um
útyegun og uppsetningu þessar
ar klukku.
Útvarpsklukkan
Ríkisútvarpið tók til starfa
1930 og var fyrst til húsi í Ed
inborgarhúsinu þar til 1931 að
það fluttist í Landsímahúsið.
Þá var það, að Jónas Þorbergs
son gerði gangskör að því að
útvarpið eignaðist hljómfagra
klukku, sem hann fékk hjá
Guðna Jónssyni úrsmið, mikla
standklukku, se mlandsmenn
hafa siðan sett klukkur sínar
eftir alla daga. Jónas Þorbergs
son segir að klukka þessi hafi
aldrei bilað en hún hafi verið
trekkt. Hún gengur nú orðið
fyrir rafmagni.
Símaklukkan
Og loks birtum við hér mynd
af „Ungrú Klukku," Sigríði
Hagalín, gerið svo vel að
hringja í 04.
Gamalt tímamerki
í Reykjavík
Árni Óla, fyrrum ritstjóri, hef-
ur minnt Vísi á gamalt tíma-
merki, sem gamlir Reykvíking-
ar muna enn vel.
Tlmamerki þetta var flautan á
reykháfnum mikla hjá timbur-
verzluninni Völundi. Blásið var
I flautu þessa kl. 12 á hádegi
árum saman, og jafnvel í ára-
tugi, og var þá mál að matast.
En Reykvíkingar gátu sett klukk
ur sínar eftir flautunni, sem
hvein svo hátt í að heyrðist um
allan bæinn. Flautan er þögnuð
en reykháfurinn stenzt ennþá
tímans tönn.
Strompurinn hjá Völundi var tímamerki.
Útvarpsklukkan.
Hringið í síma 04.