Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 12

Vísir - 02.01.1965, Blaðsíða 12
VISIR Laugardagur 2. janúar 1965 1 GLEÐILEGT ÁR 1965 ;; Áramótin voru mjög ánægju- Ji leg fyrir borgarbúa. Það vildi ■I svo vel til, að eftir norðaná- I" hlaupið, miklu fannkomuna og skafrenninginn, sem hafði gert ■J mönnum lífið grátt lægði veðr I* ið og var heiðskírt og fagurt í Reykjavík. Að vísu var stinn- ingskaldi af landnorðri og nokk uð kalt, en með því að búa sig vel gátu fjölskyldumar farið út í hreint og tært næturloftið og safnazt saman að brennum síns hverfis. Vegna þess hve loft var ;■ hreint nutu hinar mörgu álfa- J. brennur sín sérstaklega vel og .J var hundraða mannsöfnuður í J" kringum þær allar. Fréttamaður J,‘ Vísis var á ferðinni um þetta .J Framhald á bls. 2. "• W.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.'.V.V.V.V. Róleg áramót í Reykjavík — en mikið um smáslys Áramótin í Reykjavík má telja i röð þeirra rólegustu að þessu sinni, sagði Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn i viðtali við Vísi í gær. Engir eldsvoðar urðu, engir meiri háttar árekstrar né stórslys engin teljandi spellvirki og enginn fjölda-samdráttur unglinga né upp þot. Lögreglan var samt við öllu bú- in, svo sem venja er á gamlárs- kvöld, hafði miklu og rösku liði á að skipa m.a. hafði hún lög- reglumenn með talstöðvar á víð og dreif um bæinn þar sem líklegast þótt'i að á lögregluaðstoð þyrfti að halda. Fólk safnaðist mjög að bálköst- unum í fyrrakvöld, en alls vom þeir 65 sem kveikt var í, stórir og smáir og dreifðir um alla borgina. Þeir stærstu vom eins og áður hefur ver’ið skýrt frá i Kringlumýri (borgarbrennan) og þar næst á Ægisíðu, Kaplaskjóli, Sörlafekjóli og Faxaskjóli. Byrjað var að kve'ikja f litlu brennunum á 10. tímanum, en í þeim stóm ekki fyrr en um eða eftir kl. 11. Hvar vetna safnaðist mikill mannfjöldi að þeim, bæð'i ungra og gamalla, en allt fór fram með mestu prýði. All- Framhald á bls. 2. Aldrei hefur sézt fyrr þvílíkur fjöldi af flugeldum. Myndina tók Ijósm. Vísis I.M. yfir Reykjavík um áramótin frá Ártúnsbrekkunni. Verkfall hjá bátaflotanum Sáttafundir fyrir áramótin um samninga á bátaflotanum reynd- ust árangurslausir. Stóðu þeir fram á nótt aðfaranótt 30. og 31. janúar fram til kl. 3 og 4. Samkvæmt þvf skall á verkfall á bátaflotanum með hinu nýja ári. Verkfallið nær til Reykja- víkur, Hafnarfjarðar, Akraness, þar sem þeim var ekki sagt upp Keflavíkur og Grindavíkur. Á f vetur og framlengdust þvf Akureyri hefur verkfall verið eldri samningar um eitt ár. boðað 5. janúar. Á Vestfjörð- um eru samningar lausir en 1 Sandgeaði eru samningar og verkfall hefur ekki verið boðað. fastir, þar sem símskeyti um f Vestmannaeyjum og á Aust- uppsögn misfórst og lenti hjá urlandi eru fastir samningar, óskalagaþætti hjá útvarpinu. ÞÓRÓLFUR BECK STÓRT NAFN í LIÐI RANGERS Yfir 60 þúsund áhorfendur voru í gær vitni að hörkubar- áttu Celtic og Rangers í gær dag á IBROX-vellinum í Glasgow. Þulurinn, sem lýsti leiknum í BBC sagðist ekki verða undrandi þó leikmenn yrðu eftir sig eftir þennan leik, hann hefði verið einhver mesti baráttuleikur í langan tíma. Samt sagði hann að leik urinn hefði veiið mjög vel leikinn. „Allir leikmenn sýndu sitt bezta,“ sagði hann. Nafnið, sem einna mest varð áberandi í lýsingunni í gær var BECK, og greinilegt var að hann var allan tímann að, sívinnandi, lagði stórkostlega fallegar sendingar og vann hvað eftir annað í einvígum um boltann við Celtic-menn. Rangers voru mun betri í fyrri hálfleik og skoruðu þá mark sitt, sem kom eftir að Þórólfur gaf boltann fallega til Framhald á bls. 2. Kolbrún Þorvaldsdóttir með litlu dótturina, fyrsta barnið, sem fæðist í Reykjavík á þessu ári. Fyrsta barn árs- ins í Reykjavík Ekki voru l'iðnar nema tíu hafi verið alveg sama hvort það mínútur af nýja árinu, þegar ný hefði verið drengur eða stúlka mannvera tilkynnti komu sína en fyrst það hafi verið dóttir í þennan heim með háu orgi. vilji hún gjarnan eignast dreng næst. Fyrsta barn ársins, sem fæð- Hjúkrunarkonan kemur inn ist hér í Reykjavík er lít'il stúlka með litlu dótturina og smellt er dóttir þeirra Kolbrúnar Þor- mynd af mæðgunum þar sem valdsdóttur og Guðmundar H. þær liggja sælar og ánægðar í Gíslasonar. Við fórum í stutta rúminu. heimsókn í Fæð'ingarheimilið Þegar við förum út frá Fæð- við Eiríksgötu og heilsuðum upp ingarheimilinu höfðu þegar á Kolbrúnu og litlu dótturina. fæðzt þrjú börn þar á þessu ári Kolbrún segir okkur að þetta fyrir utan l'itlu dóttur Kolbrún sé fyrsta barnið þe'irra og sér ar, önnur lítil stúlka og drengur ......................*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.