Vísir - 16.01.1965, Blaðsíða 2
2
V í S I R . Laugardagur 16. janúar 1965
IAUGAKDA6SKR0SS6ÁTA VlSIS
jBridffeþáttur VÍSISi
• e »
Ritsti Stefán Guðjohnsen *'
Næstkomandi miðvikudagskvöld
hefst sveitakeppni Reykjavikur-
móts * bridge og verður spilað i
þremur flokkum, meistaraflokki, I.
flokki og opnum flokki.
í meistarafiokki og fyrsta fiokki
keppa 8 sveitir í hvorum en í opna
flokkinn er ótakmörkuð þátttaka.
Spilað verður í Oddfellowhúsinu
og einungis á miðvikudagskvöld
um. Núverendi Reykjavíkurmeist-
arar eru svfeit Einars Þorfinnsson
ar frá Bridgefélagi Reykjavíkur.
Reykjavíkurmót 1 tvímennings-
keppni verður haldið dagana 7.,
8. og 9. marz og verður spiluð
Barometerkeppni f tveimur flokk
um. 28 pör í hvorum flokki.
Nýlega er komin út bridgebók
eftir Bandarfkjamanninn H-
Lavinthal, sem ástæða er að mæla
sérstaklega með. Flestir góðir
bridgemenn kannast við ,,köll“
Lavinthal, en bókin fjallar ein-
göngu um það, hvernig hægt sé
að ieiðbeina makker annaðhvort
með útspili eða afköstum. Fjöru
tíu spiladæmi eru í bókinni og
hefur annar kunnur Bandaríkja-
maður George S. Coffin, útbúið
þau.
Eftirfarandi spil sýnir Lavinthal.
— kal) N-S á hættu og eiga 40 í
bút.
4 K-4-3
V K-7-5
4 K-9-8-7
4> K-6-3
' 4 A-D
V 98 1 2
4 10-6-5
3-2
*9-4
4 9-7-6
V D-G 10-3
♦ A
<4 A-G-8 7-5
4 G-10-
8-5-2
V A-6
♦ D-G-4
<4 D-10-2
N
V 4
S
Sagnir voru á þessaleið:
Suður Vestur Norður Austur
1 4>
2*
1 4
P
1G P
3 4> Endir.
Vestur spilaði út spaðagosa, blind-
ur gaf og austur tók á drottn-
ingu og ás. Vestur vissi því, að
austur átti ekki meiri spaða og
þess vegna var árfðandi að láta
hann vita hvar hann ætti innkomu.
Þeta var einfalt mál með Lavin-
thal-kalli og hann gaf þvf spaða
tíuna í ásinn. Austur spilaði þvf
næst hærri litnum, hjarta og fékk
að trompa spaðakónginn. Vestur
fékk síðan slag á trompdrottning-
una og spilið var einn niður.
Hefðu a-v ekki notað Lavinthal-
köll, þá var ómögulegt fyrir aust-
ur að vita hvort hann ætti að spila
hjarta eða tígli til baka.
AÐALFUNDUR
TÝS F.U.S.
í KÓPAVOGI
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu við
Borgarholtsbraut n. k. mánudag 18. jan.
1965
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn TÝS.
Nauðungaruppboð
2. og síðasta uppboð á húseigninni nr. 4 við
Álfaslóð, eign Karls Guðbrandssonar, fer fram
eftir kröfu Magnúsar Árnasonar hrl. á eigninni
sjálfri mánudaginn 18. þ. m. kl. 14.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.