Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 11
 27 komu og nutu góðrur kennslu í þjúlfun hjú Unglingunefnd Bf.S.Í. Námskeiðið fór fram í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar og sóttu það 27 piltar frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kefla vík, Sandgerði, Selfossi Siglu firði og Kópavogi. Aðalkennari námskeiðsins var sem fyrr segir Karl Guð- mundsson, landsliðsþjálfari, og sá hann um hinn tækni- 1 lega undirbúning þess. Einnig kenndi Ámi Njálsson. Námskeiðið var tvíþætt, annars vegar erindaflutning- ur með töfluskýringum — og hins vegar sýnikennsla í sal. Við þann þátt aðstoðuðu fjór Þátttakendur I þjálfaranámskeiðinu, stjóm Unglinganefndar KSI og kennarar. LJngu kynslóðina, fram tíðina í knattspyrnunni á fslandi, ætti ekki að skorta þjálfara. Á nám- skeiði, sem KSÍ og Ungl inganefnd sambandsins stóðu fyrir á sunnudag- inn, var mjög vel sótt og hefur aldrei fyrr verið haldið svo fjölsótt nám- skeið fyrir þjálfara hér. „Það var sönn ánægja að starfa við þetta nám- skeið“, sagði Karl Guð- mundsson, landsþjálfari, eftir námskeiðið, „það var mikill áhugi ríkjandi og það var ánægjulegt að fá þjálfaraefni svo víða að“. ir ungir piltar úr Val, sem framkvæmdu æfingar. Meðal erinda, sem flutt voru, má nefna — Tilsögn í æfingaleikjum — stöðvaþjálf- un á leikvelli - unglinga- starf og þjálfunarmiðstöðvar á Ítalíu. Segja má, að þetta nám- skeið hafi tekizt í alla staði vel, enda var undirbúningur góður. Fengu allir þátttakend ur á námskeiðinu allt efni þess fjölritað. Sem fyrr segir, er þetta fjöl mennasta námskeið, sem hald ið hefur verið í Reykjavík fyrir knattspymuþjálfara. Gefur það fyrirheit um, að ekki þurfi að kvíða þjálfara- skorti. Fellur Reykjavíkurlið í 2. deild? Oft hefur verið æft illo hjó Reykju- víkurfélögunum en sjuldun eðu uldrei sem nú — Utunbæjurmenn undirbúu 1. deild uf krufti Formenn knattspyrnu- deilda 1. deildar liðanna í Rvík eru ekki of bjart- sýnir, nema e. t. v. formað- ur knattspyrnudeildar KR. Þó er hljóðið í honum langt frá að vera hlaðið eldmóði eða áhuga. Því það er stað- reynd, að Reykjavíkurliðin og þá einkum þeir sem eiga að skapa kjamann í liðun- um hafa varla sézt á æfing- um til þessa og eru þó að- eins tveir mánuðir þar til knattspyrnan hefst í Reykjavík. Sigurður Halidórsson formað- ur knattspymudeildar KR var bjarsýnn fremur en hitt, enda þótt ýmsar raddir hafi til þessa verið uppi um heldur lélega æf- ingasókn „stjama“ liðsins. „Það hafa verið fínar mætingar að undanförnu hjá okkur. Guðbjörn Jónsson hefur tekið að sér þjálf un liðsins og við búumst við góðum árangri hjá honum. — Flestir okkar beztu leikmanna æfa mjög vel og við höfum ekki undan lélegum mætingum að kvarta, því yfirleitt eru á æfing- um milli 16 og 20 leikmenn. Æft er þrisvar í viku, tvisvar inni og einu sinni úti“. Björn Karlsson formaður knattspyrnudeildar Vals sagði: „Ég verð að segja það í fullri hreinskilni, að ég er óánægður með mína menn. Æfingarnar hafa verið þrisvar í viku, tvisvar hjá Karli Guðmundssyni, og mér finnst það hreinasta synd, að strákarnir skuli ekki notfæra sér betur þær ágætu æfingar, sem hann hefur á boðstólum og þá þjónustu sem KSÍ hefur innt af I hendi við félögin. Eitthvað af strákunum er í handbolta og hafa ekki látið sjá sig ennþá. Samt er það svo, að þeir leika eða léku í sumar með meistara- flokki og það er reiknað með þeim áfram. Hins vegar hefur það sýnt sig, að handknattleiks- maður i þjálfun er ekki knatt- spyrnumaður í þjálfun. Æfing- arnar eru ekki líkar og því er nauðsynlegt að mæta á knatt- spyrnuæfingarnar. Fljá okkur hafa verið 10 -12 manns og það segir sig sjálft, að það er of lítið. Hins vegar eru yngri flokkarnir mjög virkir og æfingarnar þar fjörmiklar. Aftur á móti vænti ég þess, að strákarnir taki við sér sem fyrst, því ekki má það seinna vera að hefja æfingar fyrir sumarið". Jón Þorláksson, formaður kr.att- spyrnudeildar Frani, var bjartsýnn og sagði sína pilta fara að æfa betur. Á æfingu í gær mættu 15 Framarar og voru margir þeirra úr aðalliðinu. Framarar eru hins vegar þjálfaralausir og ef Karl Guðmunds son væri ekki með þessar æfing- ar tvisvar í viku, þá væri vanda- málið mjög erfitt Jón bar mikið lof á æfingarnar á vegum KSÍ og sagði, að það væri hin bezta þjón- usta sem KSÍ gæti látið í té. Frjálsíþróttamenn Ármanns! InnanféBggsmóf Innanfélagsmót i hástökki með atrennu og hástökki án at- rennu verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 17. febrúar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar kl. 7 — 8. Mætið vel og stund- víslega. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.