Vísir - 17.02.1965, Side 16

Vísir - 17.02.1965, Side 16
ISIR ™65 Var I eina stund á floti Brezki togarinn Peter Cheyney, sem var skýrt hér frá í gær, var ekki meira en tæpan klukkutíma á floti þar til hann strandaði aft- ur. Þegar hann var kominn á flot stýrði hann fallega framhjá strand staðnum gamla, tók strikið út fjörðinn og strandaði í Hörgár- grunni rétt hjá þeim stað, sem eitt af strandferðaskipum okkar strandaði í fyrra og varð frægt í fréttum. Auk þess hafa strandað þarna á sömu slóðum tveir þýzkir togarar nýlega. Skipstjórinn á brezka togaranum fullyrðir að Hörgárgrunnur hafi breytt sér síð an það kort sem hann notar var teiknað og er ekki ósennilegt að það sé rétt, að því er fróðir menn telja. Sléttbakur náði togaranum út í gærkvöldi. HANDRITAFRUM VARPID HLJÓTI SKJÓTTFULLNAÐARAFGREIDSIU sagði Jens Otto Krag forsætisráðherra við komuna til Reykjavikur „Alt vel?“ sagði Jens Otto Krag, forsætisráðherra Dan- merkur við fulltrúa sína á Is- landi, er hann kom inn i flug- stöðina á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hann fékk þau svör, að á íslandi væri allt í bezta gengi. Þá brosti hann glaðlega forsæt- isráðherrann, hraustlegur, ung- legur maður, berhöfðaður á dökkbláum klæðisfrakka. Þetta var í annað sinn sem hann steig fæti á íslenzka jörð, þetta fyrr- verandi sambandsland Danmerk ur og núverandi vinaland. Eftir að hann hafði he'ilsað blaðamönnum lagði tíðindamað- ur Vísis fyrir hann nokkrar spurningar. Og auðvitað var byrjað á handritamálinu, þess- ari eilífu spurningu, sem allir danskir ráðherrar eru suprðir þessa dagana á Islandi: — Verða gerðar nokkrar breytingar á handritafrumvarp- inu í meðförum danska þings- ins? — Það er ósk og von dönsku stjómarinnar, svarar Krag að bragði, að handritafrumvarpið verði afgreitt áður en þinginu verður slitið I vor. En hvort breytingar verða gerðar á frum varpinu er erfitt um að segja. Um það vil ég ekkert láta hafa eft'ir mér. Málið er enn f þing- nefndinni, eins og þér vitið. — Hvað teljið þér merkileg- asta málið á dagskrá Norður- landaráðs? — Það er örlítið erfitt fyrir mig að segja til um það, svona nýdottinn ofan úr himnum msð Icelandair! En tvímælalaust eru markaðsmálin mjög mikilvæg. 15% brezki tollurinn var mjög alvarlegt áfall fyrir Fríverzlun- arbandalagið og samstarf okkar Norðurlandaþjóðanna við Breta. — Haldið þér að Wilson muni lækka tollinn og koma þannig til móts við óskir Norðurland- anna? Framh. á bls. G Við erum sjötti svtmur Norðurlanda Færeyingurinn Mohr Dam hiður um ndild uð Norðúrlanduróði 1 gær tök til máls f Norður- landaráði Færeyingurinn P. Mohr Dam, sem situr í ráðinu í hópi hinna dönsku fulltrúa. í henni setti hann fram óskir sín- ar um að Færeýingar fengju að- ild aö Norðurlandaráði sem sjötta þjóðin. Sagði hann, að til- efni þess að hann færi nú sér- staklega fram á þetta, væri m. a. að færeyskum rithöfundi hefði nú hlotnazt sá heiður að fá bók- menntaverðlaun NorðUrlanda en það ætti að sýna og sannfæra fulltrúana um það, að Færeying- ar ættu sínar sjálfstæðu bók- menntir og þjóðmenningu. Ég væri ekki heiðarlegur, sagði Mohr Dam, ef ég benti ekki á það, að í meðferð mála og umræðum á Norðurlanda- ráði, þá hefur skort viðurkenn- ingu á því, að til er sjötti bróð- irinn, að í svanahópnum eru Mohr Dam ASÍUFERÐ Á KVÖLDVÖKU F.í -<s> Ferðafélag íslands efnir til kvöldvöku f Sigtúni annað kvöld Aðalefni kvöldvökunnar er ferðasaga dr. Sigurðar Þórar- inssonar jarðfræðings til Asíu- landa nú í vetur. Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, tók dr. Sigurður þátt í móti ösku lagafræðinga, sem háð var í Japan s. 1. haust. í sambandi við það mót ferðaðist hann um þvert og endilangt Japan og kynntist þar ekki aðeins jarðfræðirann- sóknum Japana, eldfjöllum og fögru landslagi, heldur og líka þjóðlífinu í sinni fjölbreytilegu mynd og gerólíku því, sem við þekkjum. Frá öllu þessu segir dr. Sigurð ur á kvöldvöku Ferðafélagsins og sýnir jafnframt fjölda lit- skuggamýnda, sem hann hefur tekið í ferðinni. Sjálfstæðisíóik Munið spilakvöld Sjúlfsfæðis- félaganna í kvöld 'i ekki aðeins fimm svanir, heldur sex, að á hinum stóra aski, hinu norræna goðatré vaxa ekki að- eins fimm greinar, heldur er sjötta greinin þar líka. P. Mohr Dam lýsti því hver hætta hefði verið á því gegnum aldimar, að Færeyjar yrðu gleyptar af brezka heimsveld- inu. En í stað þess varðveittu Færeyingar tungu sína, hvað sem á dundi. Til að sýna kraft hinnar færeysku alþýðumenntun ar skýrði ræðumaður frá því, að uppundir 100 þúsund vers þjóð- kvæða væru varðveitt í Færeyj- um. Færeyingar hefðu nú sitt eigið löggjafarþing, heimastjórn og eigin fána og þeir teldu sig eina Norðurlandaþjóðanna. Bað hann þingheim að taka til velviljaðrar athugunar að gefa Færeyingum sæti sem sjöttu þjóðinni í Norðurlandaráði. I þessu sambandi Iét hann í ljósi þakklæti og stolt yfir því að Færeying'i skyldi hlotnast sá heið ur að fá bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það sýndi m. a., að Færeyingar ættu að fá sinn fána inn í röð Norðurlanda- fánanna. <S>- Jens Otto Krag -=S> Nýi ljóskastarinn undir væng gæzluvélarinnar hefur 70 millj. kerta ljósstyrk. Með á myndinni er áhöfn vélarinnar, efst: Þröstur Sigtryggsson skipherra, þá Ásgeir Kalldórsson, Ingi Loftsson, Sigurjón Hannesson, Bjöm Jónsson og Guðjón Jóns- son. Á myndina vantar Ásgeir Þorleifsson. Sifendurbætt—starfsmenn læra áþyrlu—skip teiknað Miklar framkvæmdir hjó Landhelgis- gæzlunni. Viðtal við Pétur Sigurðsson Eins og kunnugt er úr fréttum er mikið um framkvæmdir hjá land- helgisgæzlunni um þessar mundir. Gæzluflugvélin Sif er nýkomin úr flokkunaraðgerð frá Skotlandi, j yrla er væntanleg hingað sumpart á hennar vegum og í undirbúningi er smíði nýs varðskips. Blaðið sneri sér til Péturs Sigurðssonar, for- stjóra landhelgisgæzlunnar, í gær og innti hann nánar um þessar framkvæmdir. — Gæzluflugvélin Sif er nýkom- in frá Skotlandi, en þar hefur hún verið í nokkrar v'ikur í flokkunar- aðgerð. Þessi tími var valinn vegna þess að í janúar er yfirleitt minnst umleikis hjá landhelgisgæzlunni. Núna var enn minna ntm að vera en vanalega er, vegna verkfallsins. Jafnhliða þessari flokkunaraðgerð var sett undir vinstri væng flugvél- arinnar stór og vandaður ljóskast- ar'i með sterku ljósi, en því má stjórna með einu handtaki úr stjórn klefa vélarinnar. Vegna gífurlegs hita frá ljósinu (kolbogaljós) má að eins loga á Ijósinu í hálfa til eina mínútu í einu, enda er sá tími næg- ur til athugana, er flugvélin flýgur framhjá ákveðnum stað eða skipi. Framh. á bls 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.