Vísir - 26.04.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1965, Blaðsíða 2
74 s V í S IR . Mánudagur 26. aprsl 1965. m m — Stóraukin framlög til trygginga og menningarmála Framh. af bls. 13 1644,— f tekjuskatt, eða um 2 y2 % af tekjum sínum. Árið 1960 og síðar hefur verka- maður með konu og tvö börn og meðaltekjur, ekki þurft að borga tekjuskatt. Tekjur sveitarfélaga Þegar rætt er um þá stefnu, að draga úr beinu sköttunum, þá á ég ekki einungis við tekjuskatt- inn, þvf að fyrir flesta skatt- borgara er tekjuskatturinn aðeins lftill hluti á móti útsvarinu. Heild arupphæð útsvaranna er á valdi hverrar sveitarstjórnar. Sjórna- skrá okkar og löggjöf öll veitir sveitarfélðgum sjálfstæð'i og þau ráða þvf að mestu sjálf, hversu mikið þau vilja taka f útsvörum til sinna þarfa. Það sem löggjaf- inn hefur verið að gera undan- farin ár varðandi útsvarsmálin, er fyrst og fremst að skapa sam- ræmi og festu í útsvarsálagn- ingu. Áður gátu sveitarfélögin jafnað niður eftir efnum og á- stæðum, og voru þá mjög mis- munandi reglur í hinum ýmsu sveitarfélögum. En nú er búið að lögfesta einn ákveðinn útsvars- stiga, sem þau öll verða að fylgja. Hins vegar hafa sveitarfélögin heimild til þess að veita afslátt frá þeim stiga, eða leggja álag á hann, með sömu prósentur fyrir alla gjaldendur. Heildarupphæð út^varapna §r þvf á valdi sveit- arffelaganna. í annan stað hefir viðleitnin hjá Alþingi og ríkis-- stjóm miðazt að því að útvega sveitarfélögunum nýja tekju- stofna, til þess þar með að létta undir með þeim og gera þeim kleift að hafa útsvörin lægri en þau ella mundu verða. Vil ég þar nefna söluskattinn og landsút- svarið. Frá stofnun Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga hefur það verið baráttumál þeirra samtaka að koma á fót bankastofnun fyrir sveitarfélögin, vegna þess að eng- inn banki hefði það sérstaka verkefni að sinna málefnum sveitarfélaganna. Fyrir hálfu öðru ári var sett nefnd á laggirnar^til þess að gera tillögur um það, hvemig bezt væri að leysa lána- fjármál sveitarfélaganna. Sú nefnd náði samstöðu um þá til- lögu, að stofnaður verði lána- sjóður sveitarfélaganna, með föstu framlagi frá rfkissjóði og sveitarfélögunum. Geri ég ráð fyrir, að það frumvarp verði lagt fyrir Alþingi nú. Þegar það verð- ur að lögum geri ég ráð fyrir, að hin nýja stofnun verði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélögin. Þegar litið er á tekjuöflunar- mál hins opinbera í heild, kynnu menn að spyrja: Ef talið er að lækka beri beinu skattana, og lækka þurfi tollana, hvar á hið opinbera þá að taka sínar tekjur? Undanfarin ár hefir þróunin í mörgum löndum gengið meir og meir í áttina frá beinum skött- um til óbeinna skatta, og hvað snertir óbeinu skattana hafa þeir færzt yfir í það form að vera skattur á neyzlu í einhverju formi, venjulega á innlend viðskipti. Þeir eru ýmist lagði á vöruna á hverju viðskiptastigi: við framleiðslu, heildsölu, smásölu o.s.frv., þann- ig að varan verður margskattlögð, eftir þvf hverja leið hún fer frá framleiðenda til neytenda, — eða þeir leggjast aðeins á eitt við- skiptastig: framleiðslu, heildsölu eða smásölu. í fyrra dæminu er talað um fjölstigaskatt, í því síð- ara um einstigsskatt. Við I’slendingar höfum reynt flestar, ef ekki allar þessar að- ferðir. Árið 1960 var eftir ræki- lega athugun farin sú leið, að velja smásöluskatt, þ.e.a.s. sölu- skatt á síðasta stigi viðskiþta, og var þá stuðzt við reynslu nágrannaþjóða, fyrst og fremst Norðmanna og Svía. Nú er það að sjálfsögðu skylt og rétt að leitast við að gera skattálagningu sem þessa eins réttláta og framast er kostur. í því felst, að skatturinn sjálfur sé „neutral" þ.e. hafi sem allra minnst áhrif á það hvert fyrir- tæki eða einstaklingar beini við- skiptum sínum. Fjölstigaskattur fullnægir á engan hátt þessu sjón- armiði. Eins stigs skatturinn fullnægir þessu að vísu betur, en ekki nægilega, því að það kemur stundum fyrir, einnig með þeirri aðferð, að skattur leggst oftar en einu sinni á vöru. Verðaukaskattur Á sfðustu árum hafa menn fengið vaxandi áhuga á nýju kerfi viðskipta- eða söluskatts, sem þykir mun réttlátara og sann gjarnara. Þetta er það, sem á Norðurlandamálum er kallað „merværdiskat", en hefur hér verið kallað verðauka- eða virð- isaukaskattur. Þessi skattur er greiddur af þeim verðmætisauka, awm verður á vörunni á hverju fr'amKÍðsTu-' ’ éða sölustigi. 3 Áf frámlfeiðslnstigi er greitt af mis- mun á söluverði hinnar fram- leiddu vöru og innkaupsverði hrávara, síðari stigum af sölu- verði og innkaupsverði. f fram- kvæmd er það þannig, að sá, sem selur vörur, innheimtir af henni skatt hjá kaupanda hverju sinni, en í lok innheimtutímabilsins, má hann draga frá þeim skatti þann skatt, sem hann sjálfur hef- ur áður greitt af innkeyptum vörum. Við skulum nefna dæmi. Framleiðandi kaupir hráefni fyrir 100 þús. krónur, selur fullunnar vörur fyrir 250 þús. krónur. Ef skattur er 10%, hefur hann greitt af hrávöruinnkaupum 10 þús. kr. f skatt. Af þeim, sem hann selur vörur sfnar tekur hann 25 þús. f skatt. Frá þessum 25 þúsundum má hann draga þær 10 þúsund krónur, sem hann sjálfur var áður búinn að greiða vegna hráefnis- kaupa. Mismuninum ber að skila. Samanlögð verðmætisaukning á hverju viðskiptastigi, sem vara fer um, svarar til smásöluverðs. Kostir þessa kerfis eru þeir helztir, 1) að það veldur yfirleitt ekki tvísköttun o-> þess vegna ekki misrétti milli fyrirtækja. 2) Það er talið auðveldara að hafa eftirlit með þvf að skatturinn komi til skila ,þau sem rekja má viðskiptin stig af stigi, og segja má, að kerfið hafi innbyggt eftir- lit f sér. 3) Með þvf að dreifa innheimtunni á fleiri stig, verður skattgreiðslan ekki eins tilfinnan- leg, eins og skatturinn væri inn- heimtur allur t.d. á lokastigi. f Danmörku og Svíþjóð hafa farið fram rækilegar athuganir og rannsóknir á þessu skattkerfi, með það fyrir augum, að þessi lönd tæk það upp hjá sér. Talið er lfkbgt, að Danir lögleiði það hjá sér. Svfar hafa gefið út geysi- mikið rit um þetta mál, þar sem það er rakið rækilega. Sú nefnd, sem fjallaði þar um málið, mælti einróma með þessu nýja skatt- kerfi, en þing og stjórn Svfþjóðar hafa ekki enn tekið endanlega af- stöðu. Einnig hefur þetta kerfi verið á döfinni innan Efnahagsbanda- lags Evrópu og er talið, að innan tfðar muni það lögleitt í þátt- tökuríkjum þess. Þessar nýju hugmyndir eru i athugun hjá fjármálaráðuneytinu. Eftir þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hjá okkur í áratugi, um fyrirkomulag óbeinna skatta, væri æskilegt, ef unnt væri að finna kerfi, sem er laust við ýmsa þá annmarka, sem hin fyrri hafa. Helmingurinn endurgreiðist Við heyrum það á hverju ári, þegar fjárlög eru lögð fram, að nú hafi verið lögð frarh hæstu fjárlög í sögu landsins. En þegar þjóðarframleiðslan hefur meira en tvöfaldazt f krónutölu, þá fer kannski ekki rökrétt að álykta, að upphæðir fjárlaga eða fjár- hagsáætlana sveitarfélaga geti Staðið í stað, eða jafhvel lækkað. Þrátt fyrir það, að f járlög hafi far ið svo hækkandi í krónutölu sem raun ber vitni um, eru þau samt lægri prósenta af þjóðarfram- leiðslunni en áður . Rétt er að hafa það í huga, að af því fé, sem ríkissjóður inn- heimtir af borgurunum, fer rösk- ur helmingur aftur beint til borg- e.ranna. s| Árjð 19.63 vpru tekjur rfkis- "sjóðs um 2650 miilj. kr., en af þessari upphæð. fóru 1416 millj. í greiðslur til almannatrygginga, at vinnuveganna, niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur. Ríkið inn- heimtir þetta fé og skilar þvf aftur, ríkið er að þessu leyti tæki til tekjumiðlunar. Tvo fjárlagaliði vildi ég gera hér að umtalsefni, vegna þess hve mjög þeir hafa hækkað og hve þýðingarmiklir þættir þeir eru í þeirri pólitfk, sem rekin hef- ur verið hin síðari ár, þeirri póli tík, sem framkvæmdastjóri flokks ins m'inntist hér ýtarlega á f sinni ágætu ræðu f morgun: eflingu al- mannatrygginga og félagslegs ör- yggis. Þá gjörbreytingu, sem orðið hefur á almannatryggingum á fs- landi má sýna með örfáum tölum. Framlag ríkisins til lífeyris- trygginga var árið ’59: 59 millj. en nú f ár 423 millj. Framlag til sjúkratrygginga var fyrra árið 18 milljónir, nú 120 milljónir. Fram lag tll atvinnuleysistrygginga var fyrra árið 24 milljónir, síðara ár- ið 49 milljón’ir. Sem betur fer hefur lftið þurft að greiða úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna atvinnuleysis. En framlög ríkissjóðs til lífeyris- og sjúkra- trygginga samtals hafa þannig hækkað frá árinu 1959 úr 77 millj. upp í 543 millj., eða sjö- faldazt. Fjölskyldubætur voru ekki áð- ur greiddar með fyrsta og öðru barni, en eru nú greiddar með öllum börnum. Upphæð bótanna á hvert barn var hækkuð. Hjón með tvö börh fengu fyrir • 1960 engar fjölskyldubætur, en fá nú 6 þúsund. Hjón með 3 börn fengu áður kr. 1165 en fá nú 9 þúsund. Þá er ell’i- og örorkulífeyrir. Hjón, sem árið 1959 fengu 15.900 í lífeyri fá nú 43.400 kr. hafa hækkað 173 af hundraði. Felldur var niður munurinn á 1. og 2. verðlagssvæði, en á 2. verðlagssvæði voru bótagreiðslur áður töluvert lægri. Þeir, sem þar búa, fá þvf nú sömu gréiðsl- ur og fyrsta verðlagssvæði, þann- ig, að hækkunin er miklu meiri á öllum tryggingum hjá íbúum 2. verðlagssvæðis Mæðralaun með tveim börnum hafa hækkað úr 3318 kr. í 12.061 kr. eða um 26.3% Þá má nefna afnám skerðing- arákvæðanna svokölluðu. Ef gam- alt fólk sem kom’ið var á ellilíf- eyri eða fólk. sem hafði slasazt og fékk örorkubætur, vann sér eitthvað inn annars staðar, voru þær tekjur áður dregnar eftir viss um reglum frá bótagreiðslum. Nú eru skerðingarreglur þessar ekki lengur til. Skólamálin hafa haft veruleg á- hrif á fjárlögin til hækkunar. Til byggingar bamaskóla, gagnfræða skóla, héraðsskóla, húsmæðra- skóla og iðnskóla var árið ’58 var ið 14.4 millj. kr. úr ríkissjóði, en f ár 119.2 millj. kr. Rekstrarkostn aður þessara skóla hefur hækkað frá árinu ’58 úr 65.9 millj. kr. upp í 263 millj. kr. Hér eru þó ó- talin framlög til annarra skóla, eins og menntaskóla, kennara- skóla, bænda- og garðyrkjuskóla, hjúkmnarskóla og tækniskóla. Þetta sýnir hversu mjög hafa aukizt framlög til skólabyggingá. Þó að byggingarkostnaður hafi hækkað verulega á þessu tíma- bi-li, er sú hækkun ekki nema nokkur hluti af þessum upphæð- um. Hin mikla hækkun reksturs- kostnaðar liggur í fjölgun skóla- barna, fjölgun kennara, launa- hækkun kennaranna, bættum út- búpaði skólanna og auknu fé til viðgerða og viðhalds. En mikilvægt er, að hið mikla fjármagn, sem varið er til skól- anna, nýtist sem bezt, bæði að þvf er snertir stofn- og reksturs- kostnað. Mikilvægast er þó, að sú menntun, sem skólarnir veita, svari þeim kröfum, sem breyt’ileg- ar þjóðfélagsaðstæður gera til þeirra. Og það er aðkallandi, brýn nauðsyn, að gaumgæfileg athugun fari fram á því, hvemig skólamálum okkar verði komið í það horf, að menntun lands- manna verð’i f samræmi við þarf- ir þjóðfélagsins á hverjum tfma. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla stöðugt á þróun og um- bætur í skóla- og menntamálum. Þar getum við hagnýtt okkur margt af reynslu annarra þjóða, og aðhæft þær okkar staðháttum, þó að við þurfum fyrst og fremst að byggja á okkar eigin reynslu og sögu. Ég vil leggja á það á- herzlu, að það er orðin aðkall- andi nauðsyn, að koma á fót skipulegum, vísindalegum rann- sóknum á skóla- og menntamál- um okkar íslendinga og því fyrr, þvf betra. Endurskoðun vísitölunnar f sambandi við hin hækkandi fjárlög f krónutölu ár frá ári, Vil ég minnast á eitt mál, sem forsæt isráðherra gerði ýtarlega að um- ræðuefni f gær, en það er jnnf- samkomulagið f fyrra. Júnf-sam- komulaginu var fagnað af lands- lýðnum. en eins' og forsætisráð- herra bentl á, hafði það, auk sinna miklu kosta, einnig í för með sér vissa annmarka. Einn annmarkinn er aukið álag á rík- issjóðinn. Að því var unnið und- anfarin ár að draga smám saman úr niðurgreiðslum á vöruverði. En þegar er að tengja kaup- gjald aftur við vísitölu, fylgja því kröfur til ríkissjóðs um að auka niðurgreiðslurnar, til þess að halda vísitölunni í skefjum. Eitt af .þeim atriðum, sem um var samið í'júní í fyrra var end- urskoðun vísitölunnar, og hefur hagstofu og kauplagsnefnd ver- ið falin sú endurskoðun. Núgild- andi framfærsluvísitala er byggð á neyzluathugun sem fram fór á árunum 1953 og 1954, en veru- legar breytingar hafa orðið á neyzluvali almennings síðan þá. Tilhögun hinnar nýju athugunar verður í meginatriðúm sú sama og áður. Upplýsinganna verður aflað á þann hátt, að um 100 launþegafjölskyldur í Reykjavík eru beðnar að Iáta í té upplýsing ar um neyzlu sína. Nöfn þátttak- enda f athuguninni eru fundin með útdrætti úr skattskrá og ræður tilviljun því, hverjir verða fyrir va-linu úr þéim starfsstétt- um, sem athugunin tekur til. Þarna er um að ræða verka- menn, sjómenn, iðnaðarmenn, op inbera starfsmenn, verzlunar- og skrifstofumenn, en hins vegar að- eins teknar fjölskyldur, þar sem heimilisfaðirinn er á aldrinum 25 til 66 ára. Það er lögð áherzla á að hraða þessari athugun og er vonazt til að niðurstöður hennar liggi fyrir á fyrra helmingi árs’ins 1966. Ég rakti það nokkuð í lands- fundarræðu fyrir tveim árum, að ýmsar tilraunir hefðu verið gerð- ar til að koma betri reglu á ým’is- legt í ríkisbúskapnum en áður. M.a. að afgreiða fjárlög fyrir ára- mót, en það hefur tekizt nú f 5 ár í röð. Ennfremur að hraða rík- isreikningi þannig, að hann kæmi til endanlegrar afgreiðslu Alþing- is árið eftir reikningsárið. Ég skaF hér nefna eitt mál til við- bótar, en það er h’in nýja skip- un á ríkisábyrgðum. Ríkisábyrgð ir voru orðnar mikið vandamál. Mönnum stóð stuggur af hinum öra vexti vanskila á ríkisábyrgð- arlánum,. Á árunum ’60 og ’61 voru þessi mál tekin gagngert til endurskoðunar og sett lög um ríkisábyrgðir og stofnun rfkisá- byrgðarsjóðs. Er þegar kominn árangur af þessari viðleitni. Þær ábyrgðir, sem féllu á ríkissjóð náðu hámarki 1962: 129 millj. Ár- ið eftir var upphæðin nokkuð lægri, eða 108 milljónir, og á sl. ári lækkaði hún enn í 101 millj. Þróuninni var því snúið við, og enginn vafi er á þvf, að það er hin nýja skipun, sem þarna hef- ur valdið mestu um. Ákveðnari og fastari reglur gilda nú um veitingu ríkisábyrgða. f stað sjálfskuldarábyrgðar, sem áður var veitt, er nú komin einföld á- byrgð sem almenn regla. Áður fyrr var það þannig, að ef aðilar stóðu ekki í skilum, gat lánveit- andi snúið sér beint til rfkis- sjóðs og krafizt greiðslu, jafnvel án þess að gera tilraun til inn- heimtu hjá skuldara. Nú verður lánveitandi fyrst að reyna ti! þrautar, hvort lántakandinn er borgunarmaður fyrir skuldinni, áður en gengið er að rfkissjóði Þetta hefur begar haft mikil á- hrif. Síðan lögin um ríkisábyrgð- ir voru sett, hafa aðeins falfið á ríkissjóð einfaldar ábyrgðir sem nema 1.7 millj. kr. Það var mik- ill fengur, að stjórn Seðlabank- ans tók að sér umsjá rSrisá- byrgðarsjóðs, og hefur starfað af mikilli kostgæfni að þessum end urbótum. Á undanfömum árum hefur í vaxandi mæli verið unnið að á- ’ætlunargerð á vettvangi opin- berra framkvæmda hér á landi. f fjárhagSr og framkvæmdaáætl- un ríkisstjórnarinnar fyrir árið ’63-’66 var gerð almenn áíetlun um opinberar framkvæmdir á Framh. á bls. 20 ‘

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.