Vísir - 26.04.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 26. april 1965. 19 Ræktun hefur stóraukizt Framh. af bls. 18. skylcfi vera 10 ha á hverju býli. ÁJi8 1962 var lögunum breytt og stserðarmarkið sett í 15 ha. Á ár- inu 1964 var lögunum enn breytt og stærðarmarkið sett í 25 ba. Með þeim lögum er miðað við o?i framlag til ræktunar á þessuro jðrðum nemi um helmingi af raskt unarkostnaði. Um 3800 býli hðfðu tón innan við 25 ha að stærð. Mestur hluti bændastéttarinr.ar hefur því notið þessarar lagasetn- ingar og er það nú þegar komið í Ijós. Ræktunin hefur aldrei verið eins mikil og s.l. ár. Nákvæmar tðlur hefi ég ekki enn við hend- ina en talið tr að yfir 5000 ha haf! verið ræktaðir árið 1964. Ár- ið 1963 var ræktunin um 4500 ha. Á árunum 1950—’60 var árleg ræktun rúmlega 2000 ha að meðal- tall. Talið er að nú hafi verið ræktaðir um 90 þús. ha í landinu. Vitað er að um 3 millj. ha eru ræktanlegir, sumir halda því fram að jafnvel megi rækta allt að 4 millj. ha. Það er því litill hluti, sem enn hefur verið ræktaður. f gróðurmoldinni er mikill vara- sjóður geymdur fyrir komandi kynslóðir. En núverandi kynslóð hlýtur að notfæra sér þessi verð- mæti eftir því sem mögulegt er og bæta þannig lífskjörin og afkomu þjóðarbúsins. Að því er stefnt, nú markvissara en nokkru sinni áður, að notfæra sér þann auð, sem gróðurmoldin getur veitt. Til við- bótar þeirri löggjöf, sem ég hef drepið á, um aukin framlög til ræktunar, hafa á því þingi, sem nd er að ljúka, verið samþykkt ný jarðræktarlög, • sem stefna að því að ýta undir ræktun og fram- kvæmdir í sveitunum. Þessi lög eru f samræmi við óskir, sem fram hafa komið frá Búnaðarþingi um endurskoðun jarðræktarlaganna. Gert er ráð fyrir að framlag til súgþurrkunar verði aukið, þannig að öllum verði gert kleift að hafa súgþuirkun og tryggja sig gegn óþurrkum og rosa. Með því er mögulegt að spara erlendan fóðurbæti og gjaldeyri, sem tii fóðurbætiskaupa fer. Þá hafa á þessu þingi verfð afgreidd lög um landgræðslu og gróðurvernd, sem mun Ieiða til þess að landgræðslan og gróðurverndin verða tekin enn traustari tökum. Til landgræðslu- mála hafa fjárveitingar hækkað að undanförnu og skilningur manna hefur farið vaxandi á gildi land- græðslunnar. Segja má, að þörf hafi verið á að spyrna við fótum, þar sem heilir landshlutar voru að því komnir að fara f auðn vegna uppblásturs og eyðingar alls gróð- urs. Lög um búfjárrækt hafa einnig verið samþykkt á þessu þingi. Með þeim lögum er að því stefnt að auka tilraunir og endur- bætur í búfjárræktinni. Þess gerist vissulega þörf, þar sem búskapur- inn er margbreytilegur og þarf að vera rekinn með þekkingu og rannsóknum, ef góðs árangurs á að vænta. Landbúnaðar- framleiðslan Það er ánægjuefni, að aðsókn hefur aukizt að bændaskólum og betur er nú búið að þeim en áður var. Bóndinn þarf að fræðast um hau mál sem búskapnum viðkemur. Sé gert ráð fyrir að ræktunin verði 5—6 þús. ha á ári til 1980, verður ræktað land þá um 170 þús. ha. Sé gert ráð fyrir 5 þús. bænd- um, má reikna með að meðaltún- stærð verði 34 hc. Reikna má með, að túnastærSin verði írð 2.5--60 ha á býlt Árið 1980 má ætís að mannfiöld? verði urn 260 þús. f stað 190 þús. nú. Sauðfjáreign landsmanna er nú um 800 bús. á fóðmrn. Kúafjöldi um 40 bús Ot er flutt árl. dilkakiöt m'illi 2-3 bús. tonn Umfram mjólkurframleiðsla árið 1964 var um 12%. Það ár var sérstaklega hagstætt um tíð- arfar og grassprettu. Mjólkur- framleiðslan var því talsvert yfir meðallag þetta ár. Ef mjólkur- framleiðslan var jöfn yfir árið, en á því eru erfiðleikar, væri riægilegt að hafa 35—36 þús. kýr, til þess að fullnægja innaniands- þörfinni um mjólk og mjólkur- vörur. Ef ríkisbúin, sem fram- leiða rajólk, væru lögð niður, mundi mjólkurframleiðslan minnka um rúmlega 1%. Vissulega er eðli- legt að hugleiða það atriði. Árið 1980 þarf um 50 þús. kýr til þess að fullnægja mjólkurþörfinni. Til þessarar framleiðslu þarf um 70 þús. ha af ræktuðu landi, ef tún- in eru notuð að einhverju leyti til beitar, sem sjálfsagt er. Eðlilegt er, að miða mjólkurframleiðsluna að mestu við það, sem þjóðin þarf að nota, þótt aldrei verði unnt að vera nákvæmlega á þeira punkti. Árið 1980 verða þess vegna fyrir bendi um 100 þús. ha af ræktuðu landi fyrir aðra framleiðslu. Er þá helzt að ætla, að aðallega verði um sayðfó að..ræða.,' Gefi ég ráð fyrir að sauðfjóreignjri vérði þá- allt að milljón í stað 800 þús. nú. Gert er ráð fyrir að 14—15 ær verð: um hvem ha af ræktuðu landi, auk útbaga og annars beiti- lands. Gera má ráð fyrir að holda- naut verði eínnig komin til sög- unnar fyrir umræddan tíma og aðr- ar búgreinar ef’ist s.s. garðrækt o. fl. Þegar bústófninn verður aukinn, eias og hér er gert ráð fyrir, koma Iðg um Iandgræðslu og gróður- vemd vissulega að gagni. Beitarþol og gróður verður að aukast f réttu hlutfalli við bústofnsaukann. Sauð- fjárrækt ' ræktuðu landi, með venjulegu beitilandi, mun verða miklu arðbærari heldur en hún hefur verið til þessa. Þrátt fyrir bústofnsaukann og mikla ræktun munu enn fara f eyði jarðir, sem eru illa í sveit settar og ekki hafa ræktunarskilyrði. Vlð því er ekk- ert að gera, það er lögmál, sem ekki verður umflúið og tilgangs- laust er að spyma gegn. Eftir 1980 er lfklegt að bændur fari eitthvað að fjölga vegna stöðugt vaxandi ræktunar. Einnig vegna þess að þá er sannað, að landbún- aður er arðbær og þjóðin hefur í enn ríkari mæli talið sér hag að því að nýta þau auðæfi, sem í gróðurmoldinni em geymd. Um leið og búin stækka, skapast möguleiki til þess að taka fólk til hjálpar við bústörfin og landbúnaðurinn breyt- ist þannig á nokkmm ámm úr ein- yrkjabúskap í það að bændumir hafa fólk til hjálpar við framleiðsl- una og hafa efni á að greiða kaup. Meðaltekjur bænda á þessu verð- lagsári eru 147.500.00 kr. Þannig er ljóst að hvorugur þarf annan að öfunda, bóndinn eða launþeginn. Mikil framtíð í landbúnaði Kaddir hafa heyrzt um að ekki sé skynsamlegt að rækta og auka framleiðslu landbúnaðarvara. Sams konar raddir tala um að ekki sé vit í að virkja stórt. Halda beri áfram að virkja smátt. Úrtölumenn hafa alltaf verið til. Talað hefur verið um útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur sem sérstök vand- ræðamál Iandbúnaðarins. Verði kjTTstaða f ræktuninni, er stefnt að því að kotbúskapur og með- gjafarbúskapur verði rekínn um alla framtíð. Það eru krenpusjón- armið, sem ekki mega verða ráð andi. Þegar tímar liða, londiö hcfur verið rsektað, búin bafa stækkað og unnið befur verið þrot- laust að markaðsmálum fyrir af- urðir okkar á erlendum vettvangi, kemur að því að útflutning.niDpbæí ur á landbúnaðarvörur hverfa Meci því átaki sem nú er gert, með löggjöf landbúnaðarins og mark- aðsmálum á erlendum. vett- vangi, er grundvöliur lagður að því að landbúnaður verði rekinn án verðuppbóta vegna útflutnings landbúnaðarvara. Einn liður f markaðsmálum er sölustöð í Lon- don, sem er í senr, kynningarstöð og ætti að ýta undir ferðamanna- straum til landsins. Ferðamenn munu nota vaxandi mæli íslenzk- ar vörur, sem þannig breytast í erl. gjaldeyri. Með hagnýtingu ull- arinnar, eins og nú er unnið að, standa vonir til að ullin geti orðið miklu .erðmætari en hingað til. Með verkum skinnanna, hagný: ingu innyflanna, fcióðsins, beir>- anna og homanna, skapast skiiyrði fyrir því að bændur geti flutt út kjöt án framlags úr ríkis.sjóði, þar som framleiðendur geta þá þú- ið vjð lægra kjötverð. Verði setjð- fjáreignin milífön 1980, mun útflutningur á dilkakjöti nema ár- lega 12—13 þús. tonnura, í stað 2—3 þús. 1965. Verðmæti kjötsins og annarra sauðfjárafurða, með aukinni nýtingu, mun gefa þjóð- inni ekki hundruð milljóna heidur milljarða í erlendum gjaldeyri. Þúsundir manna munu hafa vinnu við iðnað úr landbúnaðarvörum. Mun ekki af veita að skapa mögu- leika fyrir aukna atvinnu vegna fólksfjölgunar, sem árlega bætist við. Árið 1965 koma 3500 ungling- ar á 18 ára aldri á vinnumarkað- inn, árið 1970 munu ungmenni á þessum aldri verða yfir 4000. Þetta fólk verður að fá trygga og góða atvinnu. Með aukinni og bættri hagnýt- ingu sjávarafurða, mun fiskiðnað- urinn geta tekið við allmörgu fólki, þótt hráefnið aukist ekki frá því sem verið hefur. Þótt land- helgin verði færð út, hljóta að vera takmörk fyrir því, hversu mikið getur aukizt það fiskmagn, sem við drögum úr sjónum. Sjávar- útvegurinn mun vissulega halda á- fram að veita mörgum atvinnu og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. En allri fólksfjölguninni getur sjávarútvegurinn ekki tekið við. Það er því ljóst, að nauðsynlegt er að hafa sem flestar stoðir, sem standa undir þjóðarbúskapnum og byggja þannig upp fjölbreytt at- vinnulff. Margs konar iðnaður mun eflast og aukast. Atvinna við iðnaðinn mun því veita tugum þúsunda lífsviðurværi í framtíðinni. Allur iðnaður þarf mikla orku og þess vegna ber nauðsyn til að virkja það afl, sem þjóðin á í rík- um mæli í fallvötnum landsins. Áður en íslendingar fengu raf- magn, áður en farið var að virkja vatnsföll hér á landi, gerðu menn sér grein fyrir verðmætum foss- anna. Einar Benediktsson komst svo að orði nærri aldamótunum: „En framtfð á vor þjóð með þessa fossa, með þessi römmu tröll í samhljóms kór“. Og ennfreniur: „Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þeim kraftsins ör“. Nú hafa verið virkjuð rúmlega 100 þús. kw af vatnsorku. Talið er að um 4 mill- jónir kw séu virkianlegar með góðu mðti og auk þess ein milljón kw við verri skilyrði. Hér er því mikill forði, sem er hægt að taka af. Raforkuþörf þjóðarinnar er á- ætluð að vera um 400 þús. kw um næst komandi aldamót, eða nálægt 1/10 hluta af aflinu, virkjun jarð- gufu er þó ekki reiknuð með. Mælikvarði á lífskjörin er talin vera sú orkunotkun sem þjóðimar nota. Hin háþróaða iðnaðarþjóð Bret- ar, nota meir'i raforku á mann en íslendingar. Allar aðrar Evrópu- þjóðir nota minni raforku á mann en við gerum. Stórvirkjun og stóriðja Nú er rætt um stórvirkjun, til þess að vinna raforkuna ódýrari hátt en hirgað til hefur verið unnt að gera Til þessa höfum við virkj- að í sroáum áföngum og virkjun- arkostnaðurinn því verið í dýrara lagi tjmfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram á vegum raforku- málí’stjömarinnar á ýmsum virkj- i'narstöðum. 36 virkjunarstaðir - rannsakaðir all nákvæm lega. Þessir virkjunarstaðir hafa 25 þúsund kw eða meira. Talið er að um 90 virkjunarstaðir gætu kojpið til greina á öllu. landinu. NálfVæm ranhsökn '- hefur leitt- i' íjós, að virkjun ÞjófSár við Búrfell er langódýrust. 210 þús. kw virkj- un þar kostar 8,6 aura hver kw- stund, 105 þús. kw virkjun á sama stað 10,3 aura, 70 þús. kw við Búrfell, 12,3 aura. Dettifoss 133 þús. kw, 11,2 aura. Laxá í Þing- eyjarsýslu 76 þús. kw, 17,7 aura. Kláffoss f Hvítá 13 þús. kw, 15,3 aura. Brúará 22 þús. kw, 17,7 aura, Hveragerði, gufuvirkjun, 30 þús. kw, 16,7 aura. Augljóst er að 210 þús. kw virkjun við Búrfell er það, sem ber að stefna að. Gert er ráð fyrir að fá á þessu þingi lög um Landsvirkj- un, sem heimila að virkja við Búr- fell upp að 210 þús. kw. Þá er einnig gert ráð fyrir að fá heim- ildarlög til þess að stækka Laxár- virkjun og leggja streng frá Laxá til Austurlandsins og einnig lfnu frá Akureyri til Norð-vesturlands- ins, ef henta þykir. Norðlendingar geta, hvenær sem þeir vilja, geng- ið inn í Landsvirkjunina og væri þá lögð lfna frá Búrfellsvirkjun til Akureyrar. Stefnt verður að þvf að virkja það sem hagstæðast er, á hverjum tíma, og tengja lands- hlutana saman með línum frá þeim virkjunum, sem hagstæðastar eru. Enginn vafi er á því að þann- ig fá Iandsmenn ódýrasta raforku og mest öryggi fyrir því að raf- orkan verði á hverjum tíma nægi- lega mikil. Til þess að geta virkjað það, sem ódýrast er, þarf stóran notanda, til þess að standa undir byggingarkostnaði og reksturs- kostnaði þessarar 'stóru virkjunar. Því hafa verið teknir upp samn- ingar um aluminiumverksmiðju, sem mundi, ef úr samningum verð- ur, nota um 100 þús. kw og gera landsmönnum þannig mögulegt að komast frá smávirkjunum, sem eru dýrar, yfir f það hagkvæm- asta. Það er þetta, sem ýtir á eftir því sérstaklega, að fá hagstæða samninga við Svisslendinga um aluminiumverksmiðju hér á landi. Um stóriðjuna mun iðnaðarmála- ráðherra ræða héi á fundinum og fer ég því ekki lengra út í það. Matvælaiðnaður Þótt stóriðja komi, mun smærri iðnaðurinn halda gildi sínu og nauðsynin til að efla hann verður engu mlnni en áður. 1 seinni tfð hefur ekki verið atvinnuleysi held ur miklu fremur mikil og góð at- vinna. Þannig verður það alltaf að vera og ef svo et, mun þjóð- inni vel famast o glífsafkoma ein staklinganna vera trygg. Við heyr- um það oft sagt, þrátt fyrir mikla atvinnu og vaxandl tekjur, að dýr- tíðin sé það mikil að*tekjumar nægi tæplega fyrir útgjöldunum. Rétt er það, að dýrtíðin hefur aukizt, en hagskýrslur sýna, að tekjurnar hafa vaxið í hlutfalli við það og vel sem því svarar. Kaup- máttur launanna hefur þvi ekki farið minnkandi og allra sízt, ef tekið er tillit til annarra tekna og hlunninda, sem núverandi ríkis- stjórn hefur komið í kring, með breyttri tryggingarlöggjöf. Fjöl- skyldubætur og tryggingar eru vissulega til þess að auka öryggi og velgengni þegnanna, umfram það sem áður var. Ef við lítum til annarra þjóða, sem næst okkur standa, kemur í Ijós, að lífsnauð- synjar, svo sem matvæli, og hús- næði, eru sfzt ódýrari þar heldur en hér. Fullyrða má, að helztu matvæli, svo sem kjöt og fiskur, eru mun ódýrari hér heldur en í nokkro öðm Evrópulandi. Koma þar til m. a. niðurgreiðslurnar, sem oft hefur verið um rætt. Þótt húsnæði sé hér dýrt, sem sízt skal úr draga, má þó benda á, að á Norðurlönd um er sambærilegt húsnæði sfzt lægra og jafnvel hærra heldur en hér gerist. Fyrir stuttu Ias ég blaða grein, þar sem rætt var yið ís- lenzka konu, búsetta nærri París. Þau hjónin tóku á leigu þriggja herbergja fbúð í gömlu húsi og greiða fyrir hana sem svarar 10 þús. krónum í húsaléigu á mán- uði, auk ljóss og hita. Vissulega er þetta dýrt, en þetta þekkist nú ekki á íslandi sem bétur fer. Eftir því sem kjör manna batna, þvf. meiri kröfur eru gerðar til bættra lífskjara. Það er eðlilegt að gera skynsamlegar kröfur og fylgja þeim fram. En kröfumar verða að vera inn- an þeirra takmarka, sem efnahags kerfið þollr, innan þeirra takmarka, sem krónan þolir, til þess að halda gildi sfnu í samanburði við erlend an gjaldmiðil. Stefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta. Stefna hans er rétt- læti, framfarir og batnandi lffskjör fyrir þjóðina alla. Sjálfstæðisflokk urinn er frjálslyndur flokkur, sem gerir sér grein fyrir hinum erfiðu viðfanesefnum og vinnur að lausn vandamálanna, með festu. Til þess að tryggja þjóðinni ömgga framtfð efnahags: _gt öryggi og frelsi, verð- ur að efla atvinnulífið og tryggja heilbrigða framleiðsluhætti. Þess . vegna er það, að Sjálfstæðisflokk urinn vinnur að uppbyggingu sjáv- arútvegsins með auknum skipa- kosti ýtfzku tækjum Þess vegna mun verða stuðlað að aukinni tækni og nýtingu sjávaraflans, með það fyrir augum, að margfalda þau verðmæti, sem á land koma. Þess vegna leggur Siélfstæðisflokkurinn grundvöll að viðreisn landbúnað- ar og stórauknum framkvæmdum í sambandi við þann atvinnuveg. Þess vegna beitir Sjálfstæðisflokk urinn sér fyrir stðrvirkjun og margs konar iðnaði, til þess að nota þá orku, sem virkjuð verður Þess vegna beitir flokkurinn sér fvrir frelsi f verzlun og viðskipt- um op gefur almenningi þanni" kost á bætt’ v;ðskiotakjörum Framh. 6 bls. 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.