Vísir - 27.04.1965, Qupperneq 9
V í S I R . Þriðjudagur 27. aprfl 1965.
9
LUTHERSK
KAÞÓLSKA
☆ „Kirkjusiðir þurfa athafnir, ekki orð —
Það, sem deyfir kirkjugöngur, er, að fólk
er einungis áheyrendur, en ekki þátttak-
endur — Það, sem er sameiginlegt kaþólskum og
lútherskum, er meira umvert en hitt, sem aðgreinir
— Sameining kirkjunnar verður að raunveruleika
— Vitaskuld kenni ég trúna á meyfæðinguna...“
Rresturinn var kominn
til borgarinnar á renóin-
um sínum — suðrænt
andlit í suðrænum far-
kosti, bæði til að slappa
af eftir helgihald stór-
hátíðanna og ennfremur
til að sitja sextánda
landsfund Sjálfstæðis-
flokksins.
Á útmánuðum sat hann löngum
fyrir framan skíðlogandi arineld
inn heima í prestshúsinu á Sel-
fossi, steinsnar frá straumiðu
fljótsins, sem sést byltast fram
í ýmsum litbrigðum eftir tíðar-
fari og hegðan náttúruvalda,
þegar horft er út um stofuglugg
ann. Arinn prestsins hefur alltaf
minnt á trúareldinn og fljótið,
sem er litt útreiknanlegt, á óis-
lenzkt skap sálusorgarans, sem
hefur þjónað sunnlenzku brauði
rúm þrjátiu ár.
Alvara prestsins í kirkjulegum
skoðunum er eins og hylur í
Ölfusá, þar sem hann er djúpur.
Hann er siðvandur í guðs til-
beiðslu, enda lesnari og fróðari
í kirkjusiðafræði (lithurgiu) en
gengur og gerist. Svo mikil áhrif
hefur síra Sigurður haft á hug-
arfar greindra sóknarbama, að
heiðarlegur marxisti í mennta-
mannastétt (Sía-maður) gaf þá
persónulegu játningu í samtali,
að hann hefði trúað i einlægni
hverju atriði og boðorði (ekki
einu sinni efazt), þegar hann
var tekinn í kristinna manna
tölu af presti. Siðan átti hann
eftir að játast annarri trú um
skeið, en alltaf hefur maður það
á tilfinningunni, að hann hafi
varðveitt kjarnann í sér. (Kunn
ingjakona sagði um Sía-mann-
inn, að það væri munkalykt af
honum).
Kristindómur í
framkvæmd.
f vetur hafði síra Sigurður á
prjónunum óvenjulegt ritúal
innan íslenzkrar kirkju — páska
vöku eins og tíðkast innan al-
mennrar heilagrar kirkju úti um
allan heim. Hann lagði mikla
vinnu í undirbúning, æfði ferm-
ingarbörn sín, kenndi þeim lögin
og sönginn.
„Þau voru afskaplega námfús
og þæg og góð“, sagði prestur,
„það var mikil árétting á fræðsl
unni að gera það að athöfn“.
„Hvers vegna réðuzt þér í að
halda páskavöku?"
„Þessi viðhöfn er upprunnin
í frumkristni í Austurlöndum og
táknar nýtt líf, sem hefst með
komu Krists. Þetta er kristin-
dómur í framkvæmd. Mér hefur
alltaf fundizt páskanóttin sér-
staklega til þess fallin að halda
hana heilaga ekki síður en jóla
nótt, og eftir þvi sem ég kynn-
ist þessari athöfn nánar, komst
ég að því, að seremonían hefur
mikið fræðslugildi; þess vegna
hef ég sett fermingarbörn fnín
inn í þetta. Þau önnuðust söng
og voru virkir þátttakendur".
„Þér vígðuð páskakertið að
hætti kaþólskra umboðsmanna
Krists — hvaða skilning leggið
þér í páskakertið?"
„Páskakertið er lifandi tákn
fyrir Krist sjálfan — og að allir
fái ljós frá páskakertinu, og enn
fremur er það hin lifandi von,
sem er grundvöllur í uppris-
unni“.
Sýndinni drekkt.
'C'n blessun skírnarvatnsins?"
„Hugmyndin um skímar-
vatnið er sótt í söguna um synda
flóðið, þar sem 8 sálir frelsuðust
fyrir örkina og vatnið er Rauða-
hafið, sem guð leiddi lýð sinn
yfir og frelsaði lýðinn. Með
skirnarsáttmálanum er syndinni
drekkt eins og Farö — um leið
öðlast menn borgararéttindi í
samfélagi Krists og verða hinn
nýi ísrael".
„Fóruð þér alveg eftir róm-
verska ntúalinu?"
„Að mestu leyti, en ég gerði
athöfnina einfaldari og vék af
eftir kringumstæðum. Ég sleppti
t.d. messunni, vegna þess að
fólk er ekki vant svona athöfn-
um, en lagði þeim mun meiri
áherzlu á annað, t.d. skírnar-
heitið, sem er lokastig skímar-
fræðslunnar, nátengt ferming-
unni og fellur eins og eðlileg-
ur hlutur inn í fræðsluna".
„Hafið þér f huga að taka upp
Sira Sigurður Pálsson: „Allt, sem er biblíulegt, var Lúther heilagt“
fleiri gamlar athafnir innan kirkj
unnar?"
„Ég hef hugsað mér tilsvar-
andi seremoníur kringum himna
förina, píslarsöguna og úthell-
'ingu heilags anda“.
„Haldið þér að fólk meðtaki
þetta?“
„Áreiðanlega — vegna þess
að fyrir fólkinu er þetta raun-
veruleg þátttaka í hlutunum. All
ir kirkjusiðir þurfa athafnir,
ekki orð. Það, sem deyfir kirkju
göngur, er, að fólk er einungis
áheyrendur, en ekki þátttakend-
Ekkert kirkjuhald
nema kaþólskt.
'C'r ekki hætta á því, að fólki
W finnist þetta of miðaldar-
legt og kaþólskt?“
„Auðvitað er þetta kaþólskt
— lútherska kirkjan á ekkert
kirkjuhald nema kaþólskt ..."
„Nú leggja margir neikvæðan
skilning í kaþólsku — gæti þetta
ekki orðið þjóðkirkjunni til ó-
gagns (fólk er vanabundið f mót
mælendatrúnni)?“
„Það gera áreiðanlega sumir.
Hins vegar er það orðið svo,
að nú eftir 400 ár, að mönnum
er farið að láta sér skiljast,
að það, sem sameiginlegt er
kaþólskum og lútherskum er
meira um vert en hitt, sem að-
greinir. Hin fjandsamlega af-
staða innan kirkjudeilda er óð-
fluga að hverfa með aukinni
kynningu og meira víðsýni held
ur en þrifizt gat, á meðan þjóð-
imar voru eingangraðar.
Stærsta sporið í þá átt að koma
á gagnkvæmri viðurkenningu
kirkjudeildanna var stigið af
Jóhapnesi páfa á kirkjuþinginu.
Nú er það svo, að kaþólskir
menn hafa tekið upp lútherska
sálma og sum atriði hafa þeir
tekið sér til fyrirmyndar úr
lúthersku safnaðarlífi, og ég er
viss um, að það er ekki langt
þangað til, að við getum heyrt
kaþólska menn á Islandi syngja
passíusálmana. Það er engu
meiri fjarstæða, þó að við lærum
af kaþólskum heldur en þeir af
okkur“.
Lúthersk kaþólska.
Tjegar hér var komið, var
staldrað við hjá sjálfum
Lúther — þessari vætti mót-
mælendakirkjunnar.
„Síra Sigurður — ég heyrði
þá sögu, að eitt sinn hafið þér
verið spurður að þvi í alvöru á
ferð í engilsaxneska heiminum,
hvort þér væruð kaþólskur og
þér svarað: „Of course I’m a
Catholic — I’m a Lutheran
Catholic“ — hvaða skilning
leggið þér í að játast slfkri
trú?“
„Hinn kaþólski kristindómur
er hinn biblíulegi og fomkirkju-
legi kristindómur. Við eigum
sameiginlega sjálfa ritninguna,
Jesú Krist, skírn — og kvöld-
máltíð. Þegar Lúther hóf sitt
starf var það meginhugsjón
hans að varpa fyrir borð því,
sem bætzt hafði við þennan arf
og var af mönnum upp fundið
en ruglað saman við hið biblíu-
lega (annað vildi hann alls ekki
gera) — og hefðu hin kaþólsku
yfirvöld skilið það, hefði kirkj-
an aldrei klofnað. Lútherskur
kaþólikki er því sá, sem er trúr
þeirri kaþólsku, sem Lúther
vildi halda hreinni”.
„Teljið þér mótmælendaprest
hafa leyfi guðs á sama hátt
Framh. á bls. 4
Fermingarböm á Selfossi í skrúðgönpi á páskavökn
Páskaspjall við
síra Sigurð Pálsson
á Selfossi