Vísir - 30.04.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1965, Blaðsíða 1
VISIR — Föstudagur 30. aprfl 1065. - 97. tbl. NORÐURSTJARNANFÆR FYRSTU SlLDINA Norðurstjarnan h.f. í Hafnar firði er komin með fullkomn- ustu vélar til sildariðnaðar. Markaðir eru tryggðir erlendis. í fyrradag tók hin nýja niður suðuverksmiðja Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði á móti fyrstu síldinni, 170 tunnum, er notuð var til „prufuvinnslu" í hinum nýja vélaútbúnaði fyrirtækisins. Vélakostur verksmiðjunnar er allur af nýjustu gerðum og hinn fullkomnasti. Vélamar eru norskar, þýzkar og amerískar, og reykofn verksmiðjunnar er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu, afköst hans eru 200 tunnur síldar á 10 klukkustund um. Flökunarvélarnar hafa þegar verið settar upp til fullnustu og reyndar að nokkru lejrti. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með vinnslu reykofnsins, en uppsetn ingu niðursuðusamstæðunnar er ekki fyllilega lokið enn. Niður suðusamstæðan er teiknuð af verkfræðingum Chr. Bjellands, hins norska ,en sfldin fer á mark aðinn undir vörumerki hans, og er hann hluthafi £ verksmiðj- unni. Síldarvinnslan hefst af fullum krafti upp úr næstu mánaða- mótum, og munu þá starfa 60 til 80 manns í verksmiðjunni, en hún getur tekið á móti 6—700 tunnum af síld á sólarhring. Magnús Jónsson vélstjóri (t.v.) og Kristófer Magnússon verksmiðjustjóri við hina nýju niðursuðusam- stæðu verksmiðjunnar. Samstæðan er teiknuð af verkfræðingum Bjellands. Eining um 1. maí 1. maí, hátiðisdagur verkalýðs- ins er á morgun og hefur tekizt fullt samkomulag um hátíðahöldin milli allra verkalýðsfélaga. Ræðu menn á Lækjartorgi verða Guðm. J. Guðmundsson varaform. Dags- brúnar og Jón Sigurðsson forseti sjómannasamtakanna. Hátiðahöldin hefjast með því að safnazt verður saman undir fánum Hofliði tekinn Varðskip kom snemma í morgun inn til Siglufjarðar með togarann Hafliða, sem var tekinn að meint um ólöglegum veiðum norður af Grímsey. Réttarhöld fara fram á Siglufirði siðdegis f dag. félaganna við Iðnó kl. 1,30 og lagt af stað í göngu kl. 2. Gengið verður um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg, niður Skólavörðustíg og Banka- stræti á Lækjartorg og verður kom ið þangað um 3-leytið. Þar verður slegið upp útifundi. VISIR IVísir kemur ekki út á morgun, S 1. mai, þar sem sá dagur er al-([ mennur fridagur. Næst kemurJ blaðið úr mánudaginn 3. mal. 'i Landsvirkjunarírumvarp lagt fram Stærsta átak í raforkumálum þjóðarinnar — Viðtal v/ð Ingólf Jónsson raforkumálaráðherra í morgun — Þetta er í fyrsta skipti, sem hugsað er stórt í raforkumálum þjóðarinnar, sagði Ingólfur Jóns son raforkumálaráðherra, er Vísir átti tal við hann í morgun um hina nýju Iandsvirkjun, en ríkisstjómarfrumvarp um hana verður væntanlega lagt fyrir AI- þingi í dag. — í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til þess að virkja allt að 210.000 kflóvött við Búr- fell, sagði Ingólfur Jónsson. — Þetta er langódýrasta virkjunin. Rafmagnið frá henni kostar að- eins 8.6 aura hver kw-stund. 133 þúsund kw-stundavirkjun við Dettifoss myndi afla raf- magns á 11,2 aura, til saman- burðar. Hér er stefnt að þvf að virkja sem hagstæðast og ódýrast með þessari landsvirkjun og tengja í framtiðinni landshlutana sam- an með lfnum. Þannig fá lands- menn ódýrustu raforkuna og mest öryggi fyrir þvf að raf- orkan verði á hverjum tfma nægilega mikil. — Hvað með Norðlendinga og virkjanir þar? — Landsvirkjunarfrumvarp- inu er gert ráð fyrir að fylgi frumvarp um rafvirkjun í Laxá, viðbótarvirkjun frá þvi sem nú er. Yrði þá lagður strengur það- an til Austurlandsins og einnig vestur til Norðvesturlands, Skagafjarðar og Húnavatns- Dvöldu klukkustund áskeri — áður en þeim var bjargað Lögreglan kom mikið við sögu í gærkvöldi, þegar lítill trillubátur strandaði á skeri í Skerjafirði. í bátnum voru tveir Iögreglumenn, en þeim var síð- an bjargað af öðrum lög- reglumönnum, sem voru þar á bát, en i millitíðinni hafði bátur mannaður lögregluþjónum leit að á firðinum án árangurs. Það var um kl. 10 í gærkveld'i að fólk veitti þvi athygli að neyðarmerki voru send með ljós kastara útj á Skerjafirði. Brátt safnaðist mikill mannfjöldi í fjöruna víða sunnan á Seltjarn arnesi. Lögreglan brá skjótt við og sendi út mannaðan bát. Fundu þeir þ trillu á skeri, en sáu enga menn. Útfall var og stóð trillan á þurru. Nokkru sinna var hring á lög reglustöðina í Reykjavík og til- kynnt að mennirnir væru komnir fram. Var það Kristján Vattnes lögregluþjónn sem til- kynnti þetta, en hann hafð'i á- samt tengdasyni sínum séð ljós ið á Lönguskerjum vestan f Skerjafirði. Tákst þeim að ná mönnunum tveim, en það voru lögregluþjónarnir Ingólfur Ingv arsson og Jóhann Kristjánsson. Hö^ðu þeir Ingólfur og Jó- hann orðið fyrir því óhappi að vélin á bát þeirra bilaði og voru þeir báðir niðri í vélar- húsi að gera vð þegar trillan strandaði og höfðu ekki áttað sig á straumnum. Höfðu þeir dvalið ú skerinu f kringum klukkustund. sýslna En Norðlendingar geta hvenær sem er gengið irm f Landsvirkjunina hér sunnan fjalls, og reyndar strax, ef rann sóknir leiða í Ijós, að slik þátt- taka sé hentugri en ný virkjun í Laxá. Alla vega verður ekki byrjað á framkvæmdum i Laxá fyrr en eftir 4 ár. í millitíðinni yrði notazt við auknar diesel- stöðvar. Framh. i bls. 6 Ingólfur Jónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.