Vísir - 30.04.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1965, Blaðsíða 8
VIS I R . Föstudaginn :;u. apríl 1965. 8 Otgefandi: Blaöaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson t>orsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Stærsta raforkuátakið ]\ú er fullbúið frá hendi ríkisstjórnarinnar frumvarp um landsvirkjun, stórvirkjun við Búrfell og samvinnu Sogsvirkjunarinnar og ríkisins um rafmagnsmiðlun á Suðurlandi frá hinni nýju virkjun. Með hinni nýju Þjórsárvirkjun verður séð fyrir neyzlurafmagni til allra þeirra sem á Suðurlandsundirlendi búa, en tíma- bært hefur verið að hefjast handa vegna þess að senn fer rafmagnsskortur að gera vart við sig. Norð- urlandið mun ekki taka þátt í þessum áætlunum og orkuversbyggingum, a. m. k. á þessu stigi. Gert er ráð fyrir því að Norðlendingar byggi enn nýja virkjun í Laxá, en hins vegar er þeim opin leið til þátttöku í landsvirkjuninni síðar meir ef þeir kjósa. Neyzlumarkaður rafmagns hér sunnanlands er tryggður með þessari miklu fyrirætlan og jafn- framt með henni lagður grundvöllur fyrir rafmagns- framleiðslu til stóriðju, alúmínbræðslu. Með sam- þykkt landsvirkjunarfrumvarpsins á þingi verður því stigið mjög stórt spor í rafmagnsmálum þjóðarinnar og má vissulega segja að frumvarpið marki þáttaskil í þessum efnum, því áður hefur ekki stærra átak ver- ið gert í raforkumálunum. Ríkisstjórnin hefur látið undirbúa þetta mál, lengi og vel og fyrir forystu hennar mun þetta mikla hagsmunamál stórs hluta þjóðarinnar verða afgreitt á þessu þingi. Uggvænleg þróun J ársskýrslu Seðlabankans er að vanda mikinn fróð- leik að finna. Þar er bent á þá staðreynd að síðustu þrjú árin hefur þjóðarframleiðslan vaxið um 21%. Er það meiri aukning en í flestum öðrum löndum ger- ist. Ber það vott um atorku og dugnað þjóðarinnar, góð aflabrögð og síðast en ekki sízt að stefnan í fjár- málum og efnahagsmálum hefur skapað-skilyrði fyrir þeirri hagstæðu þróun. En þótt svo vel hafi verið eru þó ýmsar blikur á lofti, blikur sem ekki sízt er ástæða til að gefa gaum þessar vikurnar. Hækkun launakostnaðar á síðasta ári í útflutningsframleiðsl- unni var 10—12%. Þessar hækkanir gátu útflutnings- atvinnuvegirnir einungis borið vegna hagstæðra afla- bragða og góðs verðlags á erlendum mörkuðum. En Seðlabankinn bendir á að ýmsar greinar sjávarút- vegsins hafa þegar tekið á sig svo þungar byrðar að hætt er við stöðnun eða samdrætti í rekstri og upp- byggingu. Vissulega má ekki gleyma því að vaxtar- megin þjóðarframleiðslunnar byggist að höfuðþætti á sjávarútveginum. Sé svo að honum kreppt hlýtur að draga úr þeirri bót lífskjaranna sem átt hefur sér stað á síðustu árum í landinu. Þetta raunhæfa mat verður að hafa í huga, er gengið verður til samninga. Enginn neitar nauðsyn kjarabóta til handa þeim lægst launuðu. En málum verður þannig fyrir að koma að slíkar kjarabætur höggvi ekki á rætur verðmæta- sköpunarinnar í þjóðfélaginu. Minningarorð: Asmundur Einarsson framkvæmdastjóri Er þegar öflgir ungir falla sem sigi f ægi sól á dagmálum Þannig orti Bjami skáld Thor arensen eftir látinn vin sinn, og þessi sömu orð vildi ég mega gera að mlnum við svip iegt fráfall vinar míns, Ásmund ar Einarsonar, framkvæmda- stjóra í Sindra. I síðasta samtali okkar var hann, sem jafnan, glaður og hress í bragði, starfsfús og áræðinn. En degi seinna er mér borin sú harmafregn, að hann sé dáinn — horfinn ástvinum sínum og kunningjum í blóma lífsins. Það var þá „sem sigi í ægisól á dagmálum". Fundum okkar Ásmundar bar fyrst saman skömmu eftir að hann lauk námi í Verzlunar- skóla íslands. Hann var þá strax tekinn við mikilvægu starfi í Sindra hf. hjá föður sínum, Einari Ásmundssyni, og ekki leið langur tími, unz hann var orðinn framkvæmdastjór var orðinn framkvæmdastjóri mér þótti það harla mikil staða jafn ungum manni, og hafði orð á þvf við vini hans, sem þekktu hann betur en ég, hvort Ásmundur fengi valdið svo ábyrgðarmiklu starfi. En og orð að sönnu. Hann gegndi þessu starfi til dauðadags af dugnaði og djörfung við vax- andi álit og traust allra sem til þekktu. þeirri atorku og elju, sem eta»- kenndu öðru fremur allt Iffs- starf hans. Ungur að aldri gekk hann í Heimdall, félag ungra sjálfstæð ismanna, í Reykjavík, enda hneigðist hugur hans snemma að stjómmálum. 1 því félagi vann hann meira og betur en flestir þeir Heimdellingar, sem ég hef kynnzt. En mest urðu þó störf hans fyrir Sjálfstæðisflokkinn á vegum Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavik. Þegar ég hóf störf hjá Full- trúaráðinu vorið 1956 stóðu kosningar fyrir dyrum. Átti ég annríkt mjög og vissi varla, hvemig ég gæti lokið því mikla starfi, sem framundan var. í vandræðum mínum simaði ég þá til Ásmundar Einarssonar og bað um aðstoð hans. Ég hafði varla skýrt honum frá bón minni, þegar hann tók fram í fyrir mér og sagði „Allt í lagi, kem eftir fimm mínútur.“ Og það stóð heima. eftir andartak var hann kominn og vann fram á nótt hvern einasta dag fram að kosningum. Þannig var Ásmundur, ætfð boðinn og búinn til starfa Hann var tryggur og traustur sjálf- stæðismaður og einlægur stuðn ingsmaður einstaklingsfrelsis og framtaks. Ríkisafskipti og sósíalismi var honum mikill þymir í augum, og för hann sfð ur en svo dult með þær skoðan ir sinar. Trúr þeim skoðunum Framh. á bls. 4 En jafn duglegum og fram- takssömum manni og Ásmundi nægði ekki að fást við erilsöm þeir hlógu að mér og sögðu, að %g uipfangsmjkj) vjjðskipti ein Ásmund lítið, ef »mani þá þekktj ég ég væri í vafa um, að hann hefði hæfileika til að stjórna atvinnurekstri. Það reyndust Hann hafði mjög mikinn áhuga á félagsmálum og starf- aði í fjölmörgum félögum af í Áttræð í dag: Jakobína Þorvaids- dóttir í Melabúð 'C'ædd undir jöklinum fyrir áttatíu árum og alið þar allan aldur sinn síðan, átt mann og börn og bú og nú orðin ein í litlum bæ niðri á sjávarkamb- inum í Hellnaplássi — hún heitir Jakobína — kölluð Bína og kennd við Melabúð. Brimaldan sogast að Garða- sandi og Valasnös með ekka og kveður í eyru rammaslag fólks- ins á annesinu — það er kvæði um manneskjur, sem aldrei kunna að gefast upp og bera harm sinn í hljóði eða sökkva honum í dagsins önn. f augum þessa fólks heldur lífið áfram eins og skínandi jökullinn með nýjar dásemdir. Hún giftist 23 ára gömu! Sigurbimi Friðrikssyni — hann var sjósóknari. Þau eignuðusi fimm börn, sem komust á full- orðinslegg, Magnfriði, sem er elzt, orðin ekkja og lagar kaffið ofan í blaðamenn og prentara Vísis á hverjum morgni, Hjört (sem dó ungur), Pétur starfs- mann í Héðni, Unu (sem hefur verið sjúklingur) og Pál múr- ara. J..' obína og maður hennar bjuggu fyrst í Brekkubæ og svo eitt ár á Malarrifi, en fluttust svo þangað sem hún hefur dvalizt síðan óslitið, því 52 ár hefur hún búið í Melabúð, séð árin liða, ástvini hverfa. Hún missti manninn sinn fyrir rúm- um 35 árum, og þegar Hjörtur, elzti sonur hennar dó, vissi hún það fyrir. Það sumar var hann kaupa- maður í Skjaldartröð og Bárðarbúð, Dag einn þegar Jakobína er að flytja mó heim, þá verður henni litið heim að Bárðarbúð, sem er steinsnar suður af Melabúð. Sér hún þá hvar líkkista kemur út úr gafl- inum á húsinu. Fyrst hvarflar að henni, að gamla konan hún Ólína móðir Kristjáns í Bárð- arbúð) sé feig, en þá er eins og sé hvíslað að henni: „Þessa kistu á hann sonur þinn“. Hún sagðist hafa setzt niður og fall- ið í einhvers konar leiðslu. Hjörtur dó skömmu sfðar. Þegar sá, sem þetta skrifar, sótti hana síðast heim f fyrra- sumar, var glampandi sól. Hún kom með kaffið og pönnukökur út á græna balann, breiddi rós- óttan dúk á grasið og sagði dulmagnaðar sögur af nesinu Þó að hún væri ein heima, virt- ist hún fylgjast með öllum, úr fjarlægð, eins og hún vissi upp á hár, hvernig þeim liði þessa stund. Þetta var þvi fjölmenn veizla, þar sem hún skipaði önd- vegið eins og hún gerir f dag á áttræðisafmæli sínu. Það er sagt um Snæfells- jökul, að hann hafi segul- magn oj gefi íbúum nessins sérstakan kraft, öllum auðæfum meiri. Jakobfna hefur ekki far- ið varhluta af því rikidæmi og er óspar á að miðla. Hún hefur aidrei eignazt veraldlegan auð og aldrei upphafið persónu sína á kostnað annarra. En þegar staldrað er við í Melabúð veit maður hvað er að vera mlkil manneskja. Heill þér og þakkir, Jakobfna. Stelngr Slgurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.