Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 5
V í S IR . Föstudagur 14. maí 1965. FramkvætmScs- maöur H.' ai ols 9 í haust og staldra nokkuð við, ef ég hefði tíma til. Því að vit- anlega á Thomsen búgarð, eins og allt annað, og frúin segir mér að það sé þeirra eiginlega heim- ili, þó að þau komi þangað sjaldnast nema á haustin. — En ég er ekki nein búkona, samt sem áður segir hún. Ekki í eigin legri merkingu, þó ég kunni hvergi betur við mig en þar. Ef ég hefði mátt ráða, þá hefði ég orðið piltur en ekki stúlka, og farið til sjós strax og ég hafði aldur til — sennilega áður. Hver veit nema ég hefði farið til ís- lands að veiða síld. íslenzku síld arskipstjórarnir — það voru mín ir menn.... ÍSLENZKT SlLDARLÝSI OG KAÞÓLSK PÁSKAGUÐSÞJÓN- USTA. Ég er árla á fótum á páska- dagsmorgun — gamall vani að heiman og hitti þá Thomsen úti fyrir dyrum, uppábúinn, og hann kveðst vera að fara í kirkju hjá kaþólskum í Water- ville. Hann býður mér að koma með, en ég færist undan, kveðst víst ekki vera trúræknari en í meðallagi. Thomsen brosir, hef- ur orð á að það sé nú upp og niður með trúræknina þó að mað ur sæki kirkju. Seinna fæ ég skýringu á þess um orðum hans, en þó ekki hjá honum sjálfum. Irar eru að vísu ágætir verkamenn, en þeir hafa takmarkaðan áhuga á vinnu. Það gerir nægjusemi þeirra fyrst og fremst. Thomsen hefur fengið að kenna á þessu þjóðareinkenni þeirra þar syðra, en hann hefur líka komizt að raun um hve ó- takmarkað vald kaþólskir prest- ar og prelátar hafa á fólkinu þar í héraði, eins og raunar hvar- vetna á írlandi. Og hann hefur ekki verið lengi að reikna dæm ið, annars væri hann ekki held- ur Thomas pá Skagen. Hann sækir kirkju hjá kaþólskum og klerkarnir eru hans menn — eins og síldargarparnir voru menn konu hans í uppvexti hennar. Það er hlýtt í veðri, og ég hef orð á því að varla sé eins hlýtt heima. Þá segir Thomsen: — Ég var að fá skeyti frá Aust- fjörðunum í gær. Það liggur stórt tankskip frá mér þar úti fyrir, sem átti að sækja þangað síldarlýsi, en kemst ekki inn fyr ir ís. Hann er áreiðanlega kald- ari þar. — Ekki áttu þó síldarbræðslu á Austfjörðum? spyr ég í glettni — Nei, ekki þar, segir Thom- sen. En ég kaupi mikinn hluta alls síldarlýsis, sem framleitt er á Islandi. Síðustu átta mánuðina hef ég til dæmist keypt því sem næst tíu þúsund smálestir. — Það væri nógu gaman að hafa blaðaviðtal við þig? — Því ekki það. Hvenær ferðu? Ég segi honum að við gerum ráð fyfir að við förum þann þriðja í páskum og hann svarar því til um leið og hann stígur inn í bílinn, að þá verði það að gerast á morgun. — Það er bezt að ég rabbi við ykkur báða undir eins, Jensen og þig. En þú ættir að koma í kirkju, hver véit nema að þú hefðir gott af því. RÆTT VIÐ THOMSEN FYRIR „VÍSI“ OG „VESTKYSTEN.“ Upp úr hádegi á annan í páskum kemur Torben Jensen og tilkynnir mér að nú sé Thomsen til í að rabba við okk- ur „blaðamennina". Það viðtal varð þó eflaust uppbyggilegra fyrir Jensen og lesendur „Vestkysten", en mig og lesendur „Vísis". Löng runa af verksmiðjum og fyrirtækjum, sem Thomsen á og starfrækir — síldarbræðslur, fiskiðjuver í Álaborg, hraðfrystistöðvar fyrir fiskflök, ísverksmiðjur og ís- hús og ég m~i ekki hvað eða hvar — og Jensen skrifar allt niður jafnóðum, eins og hann sé um borð í „Botníu" gömlu að taka á móti skeyti frá kunn- ingja sínum, Aðalsteinsson i loftskeytastöðinni á Melunum. En svo segir Thomsen mér það sérstaklega, að hann sé þriðji Thomsen á Skagen í beinan karllegg, sem hefur þar með höndum útgerð og fiskverzlun, og þessir forfeður sfnir hafi báðir haft mikil skipti við ls= lendinga á síiíúrn. tíma;g,|B. acr verið milliliðir um saltfisksölu héðan til Miðjarðarhafslanda. Sjálfur keypti hann fisk af Is- lenzkum bátum og skipum, sem sigldu til Esbjerg, fyrstu árin eftir að síðari heimsstyrjöld lauk. Og nú kaupir hann sem sagt megnið af íslenzkri síldar- lýsisframleiðslu — eftir að ég kom heim, sagði maður mér það, sem gerst ætti að vita, að með þvi að blanda það að vissum hluta dönsku síldarlýsi gæti hann self það sem danska framleiðslu ' til „EFTA-land- anna“ en á því bralli þénuðu báðir aðilar drjúgan skilding, íslenzku framleiðendurnir og Thomsen pá Skagen. Og Thomsen segir mér fleira, sem einhverjir af lesendum „Visis“ kunna að hafa áhuga á. Eins og áður er getið, hefur Sendill óskast Sendill á skellinöÖru óskast um mánaðar- tíma. Góð laun. Uppl. í síma 17104. Reiðhestur Jarpur reiöhestur til sölu, ganggóður, hentug ur sem kvenhestur eða fyrir ungling. Uppl. í síma 40547. Stúlka óskast Rösk og ábyggileg stúlka óskast. ^vottahúsiS SKYRTAN Hátúni 2 — Sími 24866. 5 iS hann nokkra útgerð með hönd- um. Sem stendur á hann þrjá stóra mótorkúttera, en hefur í undirbúningi að tvöfalda þann skipakost. Útgerð borgar sig illa í Danmörku, vegna hárra skatta. En nú er Thomsen að flytja alla sína útgerð til Suðvestur-Ir- lands. — Hér þarf ég ekki að greiða neina skatta, segir hann, trú- irðu því? Irsk stjómarvöld vilja allt til vinna að fá útlendinga til að setja hér á stofn atvinnufyr- irtæki. Einhverra hluta vegna er eins og Irar hafi ekki framtak í sér til þeirra hluta, og atvinnu- leysi er hér svo gífurlegt, að mikill fjöldi verkfærra manna flyzt árlega úr landi, til Bret- lands eða Ameríku,' í atvinnu- leit. Setjum sem svo, að skatt- amir heima í Danmörku nemi 30% veltunnar — veltunnar, taktu eftir því — og fyrirtæki min standi að minnsta kosti á jámum. Þá geturðu reiknað út hver munurinn verður fyrir mig að starfrækja þau héma og þurfa ekki að greiða neina skatta . . . Það er að mér komið að segja honum, að ég treysti mér ekki til að reikna það út — mér sé það ekki lagið að hugsa í háum upphæðum, en Thomsen heldur áfram. — Ég er að láta smíða fyrir mig tólf 200 lesta skuttogara í Vestur-Þýzkalandi; fæ sex af- henta á þessu ári, hina sex á næsta ári, og þessa togara ætla ég að senda á íslandsmið, en fiskinn eiga þeir að leggja upp hérna, í Cahirciven. Þar er ég þegar búinn að reisa hraðfrysti- hús og fiskiðjuver og tvær síld- arbræðslur. Mótorkútterarnir verða og staðsettir hérna. Auk þess að losna við skattana, losna ég líka við innflutnings- tolla á allri þeirri framleiðslu, sem fer til brezku samveldis- landanna, vegna þess að írska lýðveldið er í tollabandalagi með þeim, og loks er bæði ólíkt skemmra og hagkvæmara að koma framleiðslunni á þá mark- aði héðan, en að heiman. Þarna sérðu. Ég reyni að beina samtalinu að þeim stórframkvæmdum, sem Thomsen hefur þegar með höndum í Kerry — minkaeldinu, laxaeldinu og regnbogasilungn- um. Það er allt á byrjunarstigi enn, segir hann. Laxinum og regnbogasilungnum á að breyta í verðmætustu útflutningsvöru í fiskiðjuverinu — minkurinn á svo að éta úrganginn, eftir að úrganginum hefur verið breytt í mjöl. Ein keðja, segir Thom- sen. Hann lýkur miklu lofsorði á Þór Guðjónsson fyrir sér- þekkingu hans og segir að hann hafi gefið sér mikilvæg ráð og vísbendingar. — Ég þyrfti að fá hingað ís- lenzka sjómenn um tíma; helzt íslenzkan bát með kraftblökk, þorskanót og áhöfn og öllu sam- an til þess að kenna okkur hérna á meðan verið er að koma þessu af stað. Ég ætla að hafa samband við þig, og eins hann Auðunsson, áður en langt um líður — en þar á hann við Þorstein Auðunsson úr Hafn- arfirði, sem er í okkar hópi — og við skulum athuga það nánar. Og svo þetta ... Segðu þeim heima hjá þér, bæði á togurun- um og síldarbátunum, að koma hingað með aflann, til Cahir- civen; það er mun styttra fyrir þá er að sigla með hann til Englands, og ég er reiðubúinn að semja við þá um fast verð, svo að þeir þurfi ekkert að eiga undir markaðsduttlungum, eins og þar. Láttu mig svo vita und- irtektirnar, þú getur alltaf haft samband við mig. Og þar með er þeirri orðsend- ingu frá Thomsen pá Skagen komið til skila — eins og kveðj- unni frá Torben Jensen. Höfum flutt skrifstofur og afgreidslu í NÝTT VERKSMIÐJUHÚS LYNGAS1 GARÐAHREPPI SÁPUGERÐIN FRIGG Breytt símanúmer: 51822 vera 1 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□o Hjorto bifreiðorinnar er hreyfillinn 1 andlitið aftur ó móti — er stýrishjólið ! Bæði þurfa að vera i góðu ástandi, en stýristijólið þarf ekki aðeins að ástandi, það þarf einnig að líta vel ÚL aaDaaoooooaoooaDoaDODaaooaoooaouaDDOQOooaDaoaooQaoaaaoaoQDaaaaDac Og hvernig fær m&ður ishjól? Það er aðeins ein lausn, kom- ið einfaldlega tii okkar. Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið yðar, en betur en við gerum það, er ekki hægt að gera. Er það? — eða hvað? Og er það hagkvæmt? - Já, hag- kvæmt, ódýrt og endingargott og .. Viljið þér vita meira um þessa nýj- ung? - Spyrjið einfaldlega við- skiptavini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vöru- bifreið, eða jafnvel áætlunarbifreið. Ailir geta Sagt yður það. - Eða hringið strax í síma 21874, við gefur yður gjarnan nánari uppiýsingar. ..•/■«Wi MttBb*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.