Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 15
V í S IR • Föstudagur 14. maí 1965. fm eftir Marvin Albert.byggö ásamnefndri kvikmynd. ™ 'a v. ,, ^ ^;í|v '~ ..v <<<j|f v. j. ,,,V® ■'■ÍÍ& *■ <■<■% ^ '■'■' Hafi vottað fyrir glettni í rödd- inni, þegar hann sagði síðustu orð- in, fór það framhjá prinsessunni. „Ég geri ráð fyrir að allir eigi sér einhverjar málsbætur“, sagði hún. George greip meininguna. „Ein- hvern veginn finnst mér að yður falli ekki alltof vel við frænda minn“. sagði hann. Dála prinsessa yppti öxlum. — „Satt bezt að segja, þá hef ég ekk- ert verið að brjóta heilann um það“. Hann yppti brúnum eilítið, en i nóg til þess að hún veitti því at- 1 hygli. „Ég býst við að það láti undar- lega í eyrum yðarj eftir það sem gerðist í nótt“, sagði hún. „Það er þó staðreynd, að ég var stödd í íbúð hans og undir áhrifum áfeng- is‘. George lét engin svipbrigði á sér sjá. „Ég hef ekkert verið að brjóta heilann um það“, sagði hann. Daia prinsessa kveikti sér í síg- arettu. „Segið mér eitt, Lytton,“ rnælt'i hún. „Neytið þér áfengis?" „Þegar svo ber undir.“ „Og neytið þér þess þá aldrei um of, þegar svo ber undir?“ Hann .hló Jágt. „Timburmenn, j'ð ar hátign.“ „Hamingjan góða .... já.“ Hún strauk ennið með gómunum. „Þetta er í fyrsta sk'iptið, sem ég bragða áfengi, skiljið þér, og mér líður vægast sagt hræðilega.“ Samtal þeirra varð ekki lengra í bili, því að S'ir Charles kom, fallega haltrandi við staf sinn, út á verönd’ina í sömu svifum. Hann var með kampavínsfiösku í hend- j inni, sem hann setti á borðið beint I fyrir framan prinsessuna. „Þökk fyrir síðast, prinsessa .... S sæll George ...“ „Góðan dag, Charles frændi“ Sir Charles virti prinsessuna fyr ir sér „Líðanin ekki sem bezt, yðar hátign?" „Engin þörf á henni lakari.... Má ekki bjóða yður morgunverð?" Hann tók sér sæt'i. „Ég ætla að þiggja kaffisopa á eftir, þakka yð- ur fyTir. En fyrst.... Hann fór að fást við að opna kampavínsflösk- una. „Eitt glas mundi hafa dásam- legustu áhrif, yðar hát'ign. Gleðja skap'ið og skerpa sjónina.“ „Sjón mín er einmitt sérlega skörp þessa stundina, Sir Char- les,“ mælti Dala prinsessa kulda- lega. Það kvað við smellur, þegar tappinn flaug úr stútnum. Charles leit á frænda sinn „Má bióða þér, George?“ „Nei þakka þér fyrir.“ Sir Charles leit enn á prinsess- una. „Eruð þér viss um að ekki megi bjóða vður lögg, yðar há- tign?“ „Öldungis viss," Hann fvllti glas sitt á barma og lyfti bví. Skál huglausra tfgris- dýra.,“ mælti hann. Hann teygaði kampavínið og hall aði sér svo aftur á bak í stólnum. „Það er gott, að þú skulir hafa j bætzt í hópinn George“ sagði. ,Það urðu feginsfundir með okkur Ge- orge í nótt, yðar hátign. Þetta er myndarlegasti piltur“ Dala prinsessa leit aðdáunaraug-1 um á George. „Það hefur ekki far- j ið framhjá mér“, sagði hún. Það gat ekki heldur farið fram- ; hjá Sir Charles, að þessi aðdáun í augnatilliti hennar kom af ráðnum huga sem andstæða við kuldann í rödd þennar bátignar, þegar hún talað: við hann. Sir Charles hafði i á stundum áður kynnzt skapferli. j kvenna „morguninn- eftir“. Hvað 1 Dölu prinsessu áha»ði, gerði hann I rágx fycjr að.ýsigkomuIac henrlapa væn! siírnjlírt jfjfirllra'j^sumplrt ótti við það, sem hafði því sem næst gerzt á milli þeirra áður en ölvíman sigraði hána algerlega — og öriítíl eftirsjá þess, að það skyldi ekkj hafa gerzt. Sam- ! kvæmt hans reynslu var hyggileg ; ast að standa af sér slíkt morgun- ; hregg með góðlátlegri kýmni. Það \ var einmitt ósjaldan, að þynnkan j hreinsaði andrúmsloftið. Hann festi augun á bróðurson j sinn sem hann var innilega stolt- j ur af. „Já, og þú ert að hugsa um i að ganga í friðarsveitina .. . Lytt- j on í friðarsveií:-'* — einhvern- j tíma hefði það 'þ tt r'vrirsögn. Þú ! verður að fara þér gætilega, Georg. Orðstír Lytton-ættarinnar er á þinni ábyrgð“. Simone kallaði til þeirra: „Halió“ Hún kom út á veröndina, ldædd skíðabúningi. Kinkaði kolli til George. „Góðan dag, Lytton.“ Sir Charles varð litið á George. „Það lftur út fyrir að þú hafir þeg- ar kynnst frú Clouseau". George brá ekki svip. „Við hitt- umst þegar ég kom í kvöld er leið“, sagði hann. „Til hamingju sonur sæll". Þeir risu báðir úr sætum sínum þegar frú Simone Clouseau kom aö borðinu og brosti sínu blíðasta til George. Sir Charles hneigði sig lítið eitt „Lejdið mér að kynna yður... Hennar hátign, Dala prinsessa — frú Clouseau". ,Það er mér mikill heiður, yðar hátign" sagði Simone. Dala prinsessa kinkaði kolli lítið eitt. „Má bjóða yður kaffi með okk ur, frú Clouseau?" „Nei, þakka yður fyrir. Ég ætla að nota morguninn til að fara á skíðum“. Hún leit enn á George og aðdáunin leyndi sér ekki £ augparáðinu. „Eruð þér skíðamað ur, Lytton?“ spurði hún. „Það get ég varla sagt“ Sir klappaði hvetjandi á öxl bróðursonar síns. „Það verður þú að læra, fóstri; það er dásamleg íþrótt. Væri ég ekki haltur, skyldi ég veita þér tilsögn“ Simone beitti öllum sínum tillits töfrum á George. „Ég er að vísu ekki annar eins skíðagarpur og frændi yðar, en það væri mér sönn ánægja að veita yður alla þá tilsögn, sem er á mínu færi“. Sir Charles brosti. „Ég er ekki i neinum vafa um að frú Clouseau er afbr. Enginn mundi henni fær arÞ'úm^áS kenna þérj undirstöðu- atriðin." ' “ ’»■'-> í „Þakka yður fyrir“, mælti Georg hikandi .gersamlega á valdi hinna Ijúfu töfra hennar. „Ef það væri ek.ki .til alltof m'ikils mælzt.. „Síður on svo“, sagði Simone. „Mér þykir einmitt vænt um að þurfa ekki að vera einsömul. Kanr, ski að þér verðlð bá samferða núna?" „Slíku boði getur þú ekki hafn- að, frændi" sagði Sir Charles. „Allt í lagi . . . nema hvað mig vantar bæði skíðaklæðnað og skíði“. „Það getur þú fengið hérna í verzluninni. Láttu skrifa það hjá mér . “ mælti Sir Charles. George laut prinsessunni. „Vona að við sjáumst aftur", sagði hann. „Kar.nski, ef þér verðið ekki því lengur. Ég fer með lestinni í kvöld" Þau Simone og Sir Charles litu snöggt hvort á annað. George kvaddi. „Við siáumst seinna, Charles frændi". „Góða skemmtun". George hélt á leið með Simone. Sir Charles sneri sér að Dölu prins essu og hugðist fá sér sæti hjá henni við borðið. Hún reis á fætur. „Ég verð að fara að ganga frá farangrinum”, sagði hún. „Bar þessa brottför yðar ekki brátt að, prinsessa?" spurði Sir Charles. „Alls ékki. Hv.ers vegna dettur yður það í hug?“ „Eftir nóttina í nótt . . “ „Br’ottför mín stendur ekki i neinu sambandi við nóttina í nótt, Sir Charles”. Hann brosti. „Þér þekkið mig ekki rétt vel, Sir Charles” mælti prinsessan. „Mér fannst að ég væri farinn að kynnast yður eilítið í nótt „Þar.var það kampavínið, sem , þér kynntust — og ekkert annað”. Rödd hennar hátignar var helköld. „Skemmtilegt var það, hvað sem það svo var“. Hún varaðist að líta í augu hon um. „Satt bezt að segja, þá man ég ekki neitt . . “ „Ekki þessi ólíkindarlæti, prins essa. Það er útjaskað undanbragð — þetta að muna ekki neitt“. „Það er satt engu að síður”, staðhæfði hún „Flestar konur, sem hafa feng- ið sér einum of mikið og látið und an síga, fara öldungis að eins og þér gerið nú. Þær vakna að morgni, miður sín af samvizku- biti, og halda að þær geti endur- heimt dyggð sína með því að láta sem þær muni ekki neitt“. Hún hló. „Þér ætlið þó ekki að halda því fram ,að ég hafi glatað dyggð rninni?” „Þér vitið það sjálf, að svo er ekki“. .iHvers vegna skyldi ég þá finna til samvizkubits?” Sir Charles yppti öxlum. „Þér hafið ekki neinar áhyggjur af því, sem gerðist. Þér haLð áhyggjur af því hvað hefði getað gerzt. Það SÝnir hvar þér eruð veikar fyrir . að þér eruð kona“ Augu hennar skutu gneistum af reiði. „Frakkur heimskingi...“ „Kannski er ég það En ef þér væruð sönn kona, munduð þér j hafa rekið mér löðrung fyrir það, : sem ég hef sagt.“ j Dala prinsessa hvessti á hann : augun, kreppti netta hnúana og j áður en Sir Charles vissi orðið ; af, fékk hann svo vel útilátið 1 högg udir' hökuna að hann reik- ; aði aftur á bak, missti jafnvægið, j féll yfir lágt handriðið á verönd- ! nn og hvarf sjónum. Þetta viðbragð liafði verið henn ar hátig svo ósjálfrátt, að | hún stóð eftir öldungis dolfallin, i og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. j Svó hljóp hún út að handr’iðimi | og gægðist niður fyrir. I Sir Charles sat í skafli upp \ mjaðmir og hélt um höku sér. j Hann brosti til hennar.‘„Óska ; : yður til hamingju • með höggið, I prinsessa. Þetta var laglega gert.“ ' Ðala fór að hlæja. ún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en gat ekki með neinu móti hlátri varizt. „Ég bið yður afsökunar”, : sagði hún, en það er svo skop- I legt, að sjá yður þarna.“ w 'm : -m V"' I Hef opnað nýja hárgreiðslustofu á Frakkastíg 7 undii nafnmu 1 Hárgreiðslustofan 4RNA Sími 19779. \ -----------------—-------— i Hárgreiðsln. n. cnvrristofa STE’NU og DÓDÓ Laugavee’ 18 3 'ræð nvfta' Sfmi 2 ’C16 l Hárgreiðslustotan PF.RMA Garðsenda '' sim 23998 HárgreiðsÞ. stota Olatai Björnadviitur HÁTÚNl fi. sim: 15493. Hár«reiðr!ustofar PIROL Gretíisgöt 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR G limc. S, sim 19218 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. simi l4G5fi Nuddsrofa á sama stað Dömuhárareiðsla við allra næfi TJARNARSTOFAN Tiarnaraöt’ I V'inarstrætis- me«in sinn I4fifi" Hár; Aðslustofan DIS Ásrrarð' 22. simi 3r 10 i HÁRGREIÐSLU 1 STOFAN ÁSTHILDUR KÆRNESTED^ GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 ^INUS Grundarstig Simi 21777 2A Hárgreiðslustofan Sólvallagötu 72 Jirni 18615 Tarzan byrjar að senda með talstöðinni. Þessi litli kassi hefur m'ikinn töframátt, vinur Muti. Sterk andarödd, sem heyrist í meiri fjarlægð en trumburnar okkar. Menn langt í burtu í loft- vélum munu heyra það og koma fljótt til þess að fara með hina illu fanga um loftið til Mom- buzzi. Uli, vinur margir töfra- gripir koma nú til Afríku, töfra loftvélar, töfrabyssur ... Og við eins og Tarzan verðum að læra að nota þessa nýju töfra, sem eru góðir ekki hina, sem éru vondir. Endumýjun, gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld vei. æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðuir - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún* og fiður- hreinsun. Vatusstlg f Simi i8740 (örfá skrel trá Laugavegi) ■RmnMB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.