Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 16
Tvítugur
pihur
drukknur
XVítugur piltur úr Reykjavík, ÓI
afur Þ6r Jóhannesson, drukknaði í
fyrrinótt á ísafirði. Félaga hans
var bjargað naumlega. Siys þetta
vildi til í fyrrinótt, þegar skektu
hvolfdi, sem þeir voru á.
Ólafur Þór Jóhannesson átti
heima að Skólavörðustíg 38 hér i
Reykjavík.
Vetrarríki á N-austurlandi
Heyskortur fyrirsjuunlegur í Borgurfirði eystru
ef ekki rætist úr með veður
Mikið vetrarríki er nú á
Norðausturlandi og sagði Eyjólf
ur hreppstjóri Hannesson í
Borgarfirði eystra í morgun að
heita mætti að hvergi sæi i
dökkan díl fyrir snjó. „Snjóýt-
ur hafa að undanförnu verið að
vinna við að ryðja þjóðvegina
og í morgun sá ég ýtu við
vinnu hér skammt frá,“ sagði
Eyjólfur.
Eyjólfur sagði að undanfarið
hefði ver'ið hægviðri og þokur,
mjög hráslagalegt veður og
gaddur yfir öllu. Tvær síðustu
nætur hefðu þó verið frostlaus-
ar.
Blaðamaður spurði Eyjólf um
hvort ekki væri gengið á hey-
birgðirnar. Sagði hann að á
flestum bæjum væru heybirgð
ir á þrotum. Bændur hefðu
hingað til rétt hver öðrum
hjálparhönd og lánað þeim sem
illa voru staddir, éinnig hefðu
nokkrir hestar af heyi kom'ið
með einu ríkisskipanna og bú
'ið væri að festa kaup á tals-
verðum birgðum að sunnan, en
erfitt með fiutning eins og á
stæði. Engin vöruþurrð hefur
hins vegar gert vart við s'ig.
Hafís rak inn á Borgarfjörð,
en átti skamma viðdvöl —
nokkrir jakar urðu þó eftir í
fjörunn’i allt í kringum fjörð-
inn og eru smám saman að
minnka.
Ein blessun virðist þó hafa
fylgt hafískomunni. Grásleppu
veiði var mjög góð eystra og
muna menn vart annað eins.
Er ísnum þakkað það hvað sjór
inn hefur verið kyrr og sléttur
sem er mjög óvenjulegt þama
um þetta leyti árs. Er þetta bú-
hnykkur hinn mesti, því grá-
sleppuhrognin eru seld dýrum
dómum í niðursuðu og sfðan
seld sem íslenzkur kavíar og
þykja mesta hnossgæt'i.
!
Rafreiknir Háskólans reyn-
Hinn nýi rafreiknir Reiknistofn-
unar Háskólans, er Framkvæmda-
banki fslands gaf í fyrra, hefur nú
þegar starfað i nokkra mánuði og
reynzt hinn þarfasti. Margs konar
fyrirtæki og stofnanir hafa leitað
til Reiknistofnunarinnar vegna úr-
lausna ólíkra verkefna.
Rafreiknir þessi er ákaflega fjöl-
hæfur, og er hægt að fá fyrir hann
ótal gerðir af „forskriftum" (pro-
gram), en það er samansafn minn-
isatriða, sem geymd eru á gata-
spjöldum.
Reiknistofnun Háskólans er til
húsa i hinni nýju byggingu Raun-
Starfsmenn Reikniistofnunarinnar við reiknisamstæðuna, talið f. vinstri:
Helgi Sigvaldason, licentiat, dr. Ragnar Ingimarsson, Oddur Benedikts-
son og prófessor Magnús Magnússon, forstöðumaður deildarinnar.
vísindastofnunar Háskólans við
Dunhaga, og hefur starfsemi stofn-
unarinnar þá fáu mánuði, sem hún
hefur starfað, mjög mótazt af að-
almarkmiði hennar, sem sagt að
útbreiða og innleiða hér á landi
notkun rafeindareikna við hvers
kyns rannsóknir og önnur hagnýt
verkefni. Fimm námskeið hafa ver-
ið haldin og 1 þeim tekið þátt alls
85 manns, aðallega verkfræðingar
og nemar í verkfræðideild.
Möguleikar á notkun rafeinda-
reikna hér á landi eru geysilegir.
Sem dæmi má nefna að í Banda-
ríkjunum er þegar farið að nota
þá við sjúkdómsgreiningar með
miklum ágætum, en notkun raf-
reikna hefur ekki eingöngu í för
með sér að verkin séu unnin hrað-
ar, heldur og mun nákvæmar og
betur.
Alls starfa fjórir sérmenntaðir
menn við Reiknistofnun Háskól-
ans, en forstöðumaður hennar er
Magnús Magnússon, prófessor.
Barnatónleikar
Sinfóníunnar
Þriðju og síðustu skólahljómleik
ar Sinfóniuhljómsveitar Islands
verða haldnir f Háskólabíói laug-
ardaginn 15. maí kl. 3. Stjórnandi
er Igor Buketoff en kynnir Rúrik
Haraldsson leikari. Þar með lýkur
skólakonsertum hljómsveitarinnar
á þessum vetri.
FÉKK 2 ÁR FYRIR 782
ÞÚS. KR. FJÁRDRÁ TT
Dómur í Fríliafnarmálinu svo
nefnda gekk í gær. Fulltrúi Iög
reglustjórans á Keflavíkurflug
velli, Þorgeir Þorsteinsson,
kvað upp dóminn. Ákærður,
Óskar Jörundur Þorsteinsson,
fyrrverandi gjaldkeri við Fri-
höfnina á Keflavíkurflugvelli,
var dæmdur i tveggja ára fang
elsl (óskilorðsbundið) fyrir fjár
drátt.
í forsendum dómsins segir,
að Óskar Jörundur Þorsteins-
son verði að teljast ábyrgur
fyrir rúmlega 782 þús. kr. sjóð-
þurrð hjá Fríhöfninni, en ekki
er í refsimálinu lagður efnis-
dómur á bótaskyldu hans.
í ákæruskjalinu var gjaldker-
inn sakaður um að hafa dregið
að sér tæpa eina millj. kr. úr
sjóði Fríhafnarinnar, en dóm-
arinn taldi h'ins vegar ekki
nægar sannanir fyrir því ,að
hann hefði dregið að sér nema
728 þús. kr. af þeirri upphæð.
Fjárdrátturinn átti sér -stað
á þriggja ára timabili, eða frá
því fyrri hluta árs 1960 þar
til f apríl 1963.
Myndlistarskólinn
verður ríkisskóli
Sýning opnuð til þess nð
kynnn nóm og kennslu skólans
Myndlista- og handíðaskóli Is-
lands eins og Handíða- og mynd-
listarskólinn heitir nú með nýrri
lagasetningu ætlar að opna sýn-
ingu á verkum nemenda á morgun
í tilefni nýju Iaganna, sem fela f
sér gagngerar breytingar svo sem
aukningu á kennaraliði en nú má
skipa fjóra fasta kennara við skól-
ann, auk þess sem stefnt er að
fjögurra ára föstu námi í deildum
skólans.
Sýningunni er ætlað að gefa al-
menningi kost á að kynna sér
náms- og kennsluaðferðir Við skól-
ann.
Eftir 26 ára starf hefur starfsemi
skólans verið lögfest, en skólinn
var stofnaður árið 1939 af Lúð-
vfk Guðmundssyni, skýrði Kurt
ZJier fréttamönnum frá á fundi í
gær.
Myndlistarskólans er reiknað með
tveggja ára forskóla og eftir það
tveggja ára nárn'i í valfrjálsri
grein, en áður var skólinn þriggja
ára skóli. Þær deildir sem störf-
uðu í vetur voru fyrir utan forskól
ann frjáls myndlist, teikníkennara-
deild og vefnaðarkennaradeild,
einnig var kennsla f frjálsri og hag
nýtri graffk, og undirbúnlngsnám
í húsagerðarlist. Af listiðnaði var
kennsla í mynzturgerð, almennum
vefnaði og listvefnaði. Námskeið
voru í teiknun og málun, fjarvídd
arteiknun, bókbandi, sérgreinum
teiknikennara og vefnaðarkennara.
Sýningin verður opnuð á morg-
un kl. 4 í húsakynnum skólans
og verður opin til þriðjudags. Op
ið verður frá kl. 2-10 þessa daga.
Þann 26. maf verður opnuð sýn-
ing í skólanum á bamate'ikning-
um og verður sú sýning op'in eitt
Eiínbjört Jónscdóttir vinnur við listasögukort.
ASKRIFTARSIMI VISIS FR 1-16-61
VÍSIR ER ÓDÝRASTA DAGOLAÐIÐ í ÁSKRIFT — KOSTAR 80 [IR. Á MÁNUÐI