Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 14.05.1965, Blaðsíða 7
V1S I R . Föstudagur 14. maí 1965. í loftárásunum á Norður Vietnam hafa Bandaríkjamenn lagt megináherzlu á það að hindra herflutningaleiðir kommúnista suður á bóginn og unnið skipulega að því verki. Hér sést hvernig þeir hafa eyðilagt eina stórbrú yfir ána Phuongcan nokkuð fyrir sunnan Hanoi. Mynd þessa hefur flugher þeirra gefið út með áletrun sem þýðir: „Eitt bil dottið niður“. Skynsamlegar og hófsamar að- gerðir Bandaríkjamanna í Vietnam að jafna deilurnar. Hann set- ur ekki aðra kröfu fram en þá að kommúnistar standi við þá samninga, sem þeir gerðu 1954, haldi markalínuna frá þeim tíma í heiðri og að litla ríkið Suður-Vietnam fái að lifa í friði. Strax og kommúnistar vilja að þessu ganga, sem er ekkert meira en fuilkomið sann- girnismál, þá er Johnson reiðu- búinn að láta af hernaðaraögeið um. Þar að auki hefur hann lýst því yfir, að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að leggja öllum hin- um fátæku ríkjum í Suðaustur- Asíu til stórfenglegar fjárupp- hæðir til að vinna að friðsam- legir uppbyggingu landanna og er meira að segja kommúnist- unum f Norður-Vietnam opin leið að notfæra sér það tilboð, algerlega án allra skuldbindinga varðandi pólitíska stefnu ríkis- ins. Ctyrjöld er ekkert gamanmál og það er vissulega óhugn- legt að raunveruleg vopnuð styrjöld skuli enn geysa austur í Indó-Kína og að þeir atburðir skuli enn gerast að bandarísk- um herflugsveitum séu gefin dagleg fyrirmæli um að ráðast í loftárásir yfir annað land. Nú í sumar verða liðin 20 ár síðan kjarnorkuöld hófst, með sprengjunum tveimur sem kast að var yfir japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki og ollu samtímis bæði hryllingi og þáttaskilum. Fræðimenn höfðu að vísu tal- að um hinn óstjórnlega mátt kjarnorkunnar og leynileg til- raun hafði verið gerð nokkru fyrr í Arizona-eyðimörkinni. Það var þó ekki fyrr en þessar tvær japönsku borgir voru þurrkaðar út, sem mannkyni varð Ijóst hvílíkt ógnarafl hafði verið fært því f hendur. J^yrstu viðbrögðin voru að menn sögðu, að þetta ægi- lega vopn myndi þaðan í frá úti Ioka styrjaldir. Skelfingin ein myndi nægja til að þjappa mönnum saman í friði og ein- drægni. Raunin hefur orðið önnur. Styrjaldir hafa verið háðar eftir sem áður, en tekið á sig nýjar myndir. Þær hafa orðið meira laumuspil og vegna hinnar yfir vofandi ógnar hefur það mjög komizt í tízku að reyna að gera það sem kallað er að „tak- marka styrjaldirnar" það er forða því að stórveldunum sjálf um lendi saman, þó allir viti, að þau standi meira og minna bak við átökin og hafa hagsmuna að gæta. Ctyrjöldin f Indó-Kfna hefur verið ákaflega glöggt dæmi um slíka „Iaumuspils-styrjöld“. Það hefur verið greinilegt að hverju kommúnistarnir stefndu. Þeir vildu notfæra sér vopna- hléssamningana frá 1954 til þess að yfirvinna hið veika ríki Suð- ur-Vietnam með svikum og skæruhernaði. Þeir vildu fá að vinna skemmdarverk sfn í ró og næði. Norður Vietnam virki kommúnistanna skyldi vera frið helgí samkvæmt vopnahlés- samningum meðan þeir gætu kynt ófriðarbálið í suðurhlut- anum. Það sem nú hefur verið að gerast síðustu vikur er einfald- lega það, að Bandaríkjamenn, sem hafa heitið að varðveita frelsi hins litla rfkis í Suður Vietnam eru að reyna að stöðva þá þróun og fyrsta skrefið til þess er að sýna kommúnistun- um fram á það, að þeim verður ekki látið haldast uppi að heyja styrjöld f laumi, en vera svo stikkfrí sjálfir. Fjó Indó-Kína sé f mikilli fjar- lægð við okkur, hinum meg in á jarðhnettinum er sjálfsagt og eðlilegt að við gerum okkur sem bezt greinfyriratburðunum þar og undirrót styrjaldarinn- ar. Við vitum það, að jafnvel f Bandaríkjunum eru aðgerðir Johnsons forseta umdeildar, hvað þá í öðrum vestrænum löndum sem ekki eru eins mik- ið flækt í þessi mál. Saman við þetta blandast, að fólk f hinum vestræna heimi, sem er f eðli sinu mjög friðsamt hefur hina mestu ímugust á styrjöldum. Það fer strax að snerta óþyrmi- lega við samvizku okkar og frið arþrá, þegar við fréttum að bandalagsríki okkar, burðarás inn í vestrænni Iýðræðissam- vinnu sé farið að senda fram til orustu sprengjuflugvélar. En athuga verður allar að- stæður í málinu og þá hljótum við um leið að leita eftir því, hvort aðgerðirnar séu nauðsyn legar og hvort hægt sé ekki að halda þeim innan þess ramma sem ýtrasta nauðsyn krefur. Það myndi til dæmis valda okkur óró og kvíða ef það bæri á þvi að Bandaríkja- menn færu fram með miklu offorsi, eða ef einhvers konar hernaðarandi væri búinn að gripa þá svo að þeir sæjust ekki fyrir. ■pg vil þá minna lesendur mfna á það, að áður en Banda- ríkjamenn fóru að gripa til þess ara aðgerða sinna, þá hafði ég látið í ljósi undrun yfir aðgerða leysi þeirra og uppgjafaranda f Vietnam. Það var ófært að láta undirferlisstyrjöld kommún- ista í landinu viðgangast þannig mánuð eftir mánuð. án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Að vísu var mál þetta mikið á dþf- inni í bandarísku forsetakosn- ingunum, þar sem öfgafulli frambjóðandi Goldwater sló mjög á þá strengi að sýna skyldi hina mestu hörku gegn kommúnistum þarna, jafnvel kasta á þá atómsprengjum. Ég tel að það hafi orðið til hinnar mestu gæfu einmitt í Vietnam- styrjöldinni, að Goldwater varð ekki fyrir valinu. Það hefði orð- ið óbætanlegt ef maður með hans hugarfari hefði átt að stjórna þeim aðgerðum sem framundan. yoru, þá var ein- ntitt hættan á því að æsingar og hernaðarandi næðu yfirtök unum. í stað þess hefur hinn rólegi og praktíski forseti Lynd on Johnson stjómað aðgerðun um og gert það að því er mér virðist með þeirri hófsemi sem nauðsynlegt var að sýna ásamt einbeitninni. T'g verð að segja að ég undr- aðist það mjög hvílíkri mót- spymu aðgerðir Johnsons for- seta mættu, þegar hann loksins lét til skarar skríða. Ég held að sá óhugnanlegi uppgjafarandi hafi komið einna skýrast fram í brezka blaðinu Observer, málgagni Frjálslynda flokksins, og f greinum stjómmálafregnrit- arans James Reston í bandaríska stórblaðinu New York Times og ennfremur í greinum Lipp- manns sem vfða birtast m. a. í vikublað'inu News week Að vfsu var eðlilegt að marg- ir óttuðust að með vopnabeit- ingunni væri verið að tefla á tvær hættur. En þessir aðiljar gengu langtum lengra en það, þeir hömuðust um nokkra vikna skeið með rætnustu árásargrein- um gegn Johnson og leituðu 'allra bragða til að fordæma og ómerkja aðgerðir hans. Þeir héldu þvf fram að Bandaríkja- menn væru að ganga í ægilega gildru, þar sem Kínverjar myndu æða með her sinn suður um Indó-Kína. Önnur ástæðan átti að vera sú, að Kínverjar væm mjög ánægðir með að stríðið harðnaði f Indó-Kína, þar sem það myndi spilla sambúð Banda- ríkjanna við Rússa. Og þeir mikluðu margfaldlega hina yfir- vofandi hættu á heimsstyrjöld og kjarnorkustyrjöld. Viðhorf þeirra virtist vera einfaldlega það, að ekkert mætti gera til að styggja kommúnista, það yrði að kaupa sér frið við þá með að láta undan, semja vopna hlé með skæruliðasveitum kommúnista dreifðum út um allt land. !’ T' agnrýnisraddirnár eru nú 'Jr famar að þagna og kemur þar þrennt til. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna hafa gengið mjög vel, svo að nýr baráttuandi hefur myndast í Suður-Vietnam, þar sem uppgjöf og sundrung áður grúfði yfir öllu. Þá er það mjög eftirtakanlegt, að Banda- ríkjamenn hafa haldið hernað- araðgerðum sínum mjög í skefj- um og farið að öllu skynsam- lega og hóflega. Þeir hafa smám saman víkkað aðgerðasvið sitt, en ennþá hefur flugárásunum einungis verið beint gegn hern- aðar- og samgöngumannvirkj- um, í þeim tilgangi einum að gerá kommúnistum torveldara fyrir um liðsflutninga til styrj- aldarreksturs f Suður-Vietnam. I þriðja lagi hefur opinberast mjög skýrt máttleysi og getu- leysi hinna kínversku kommún- ista, sem hafa verið stórir í munninum, en annars lítilsmeg- andi gegn hinum tæknilega her- styrk Bandaríkjanna. þetta hef- ur hinum bandarísku forustu- mönnum að líkindum verið kunnugt um fyrirfram og því skilizt að óþarfi væri að beygja sig eins og lyddur fyrir hótunum kommúnista. En það er sama sagan þarna og annars staðar að hernaðarsinnum og ofbeldis- mönnum þýðir ekki að mæta nema með styrk, þá loksins fara þeir að sansast. Jafnframt þessum aðgerðum hefur Johnson sýnt fúsleika Tjó að þannig sé um harðnandi 1 styrjöld að ræða í Vietnam fyrir aðgerðir Bandarikjamanna finnst mér viðhorfin þannig, að ástæðulaust sé að taka af- stöðu gegn þeim. Þvert á móti er ástæða til að fagna því, að Bandaríkjamenn sem báru sið- ferðislegar og samningslegar skuldbindingar til að verja smá- ríkið gegn ofbeldisárás, hafa nú rekið af sér slyðruorðið og sýnt fjandmönnunum svart á hvítu, að þeir munu ekki komast upp með sitt sviksamlega atferli. Hitt er svo annað mál, að við skulum ekki hætta að hafa vak- andi auga á þessum atburðum og láta vanþóknun í ljós ef nokkrir þeir atburðir gerast er bera vott um upprísandi hern- aðaranda eða aðgerðir sem ganga framar brýnustu nauð- syn. Tjótt útlitið sé nú orðið all- bærilegt í Vietnam móti því sem það var fyrir þremur mán- uðum, er þó langt frá þvf að Bandaríkjamenn séu búnir að bíta úr nálinni með stríðið þar. Kommúnistarnir eru harðsæknir í sínum valdadravim að yfir- vinna og kúga verötd alla og þó það sé óskynsamlegt og kosti ekkert annað en Igngra stríð hafa þeir neitað f’iðartilboði Johnson forseta. Ýmsar fréttir berast nú um það, að þeir undir- búi gagnráðstafanir, s o sem að senda nú miklu meirs herlið en áður inn í Suður-V'ietnam og freista þess að vinna sigra með ofurefli Iiðs 1 hreinum fólkor- ustum. Síðustu daga hefur ein slík meiriháttar orrusta verið háð í landinu og lauk henni á- kjósanlega að því leyti að kommúnistarnir biðu algeran ó- sigur í henni og yfir þúsund manns úr þeirra liði féllu. En búast má við, að hernaðarátökin í landinu harðni enn nokkuð meðan kommúnistarnir geta ekki gefið upp valdadrauma sfna og má þá vera að á ýmsu gangi á næstunni. Þorsteinn Thorarensen. ★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.