Vísir - 17.05.1965, Page 7

Vísir - 17.05.1965, Page 7
 V I S I R . Mánadagur 17. maí 1965. 7 Frá vinstri: Ragnliildur Steingrínisdóttir. B.iarni Steingrímsson; Haraldur Björnsson, Leifur ívarsson, Aróra Halldórsdóttir, Pétur E'nars- son, Jóhann Pálsson, Regtna Þórðardcttir, íþróttamaðurhin, Karl Sigurðsson og Guðrrondur Pálsson. hlutverki þeirrar gömlu og Gesti Pálssyni í hlutverki Ills — og það er það í sannleika sagt ánægjulegt að rifja upp aftur gömul og góð kynni við þau bæði, sem um áratuga skeið hafa verið t fremstu röð ísl. ieikara, og enn meiri á- nægja fyrir það, að ieikur beggja var með slíkum ágætum, að þar hefðu aðrir varla betur gert. Áður unnin afrek Regínu er óþarft að rekja, en hér bæt- ist enn eitt við, sem verður eftirminnilegt og þó að Gestur hafi gert margt vel áður og sumt með ágætum, efast ég um að hann hafi áður unnið sigur á leiksviði á borð við þessa Leikfélag Reykjavíkur: Sií gamla kemur í heimsókn H'ófundur: Friedrich Durrenrr)att — Þýbandi: Halldór Stefánsson Leikstjóri: Helgi Skúlason Einhvers staðar sá ég fært að Leikfélagi Reykjavíkur fyrir að hafa tekið „Ævintýri á gönguför" til sýningar á þessum vetri — og hálft í hvoru skop- ast að almenningi fyrir að sækja þær sýningar eins ákaft og raur: ber vitni. Ekki þarf ég að halda uppi vörnum fyrir Leikfélagið — það gera forráðamenn þess sjálfir bezt með vali viðfangs- efna, sem að undanförnu hefur verið fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr og einkum við það miðað, að kynna sýningargest- um verk þeirra höfunda, sem nú vekja hvað mesta athygli, jafnframt því sem sígild leik- sviðsverk hafa einnig verið tek- in til meðferðar. Ekki þurfa sýningargestir heldur neinna verjenda við — þeir hafa sýnt svo að ekki verður um villzt að slíkt viðfangsefnaval er þeim að skapi og verða síður en svo sakaðir um tómlæti gagnvart nýjum stefnum og athyglisverð- um tilraunum djarfra og frum- legra höfunda, þeirra er fyrir leiksvið skrifa úti í „hinum stóra heimi“ eins og það var kallað á meðan enn fyrirfundust fjar- lægðir f tíma og rúmi. Og þó að það sé orðið útjaskað mál að minnast á „höfðatölu", efast ég um að fyrrnefndir höfundar eigi víða jafn almennum áhuga að fagna, miðað við mannfjölda, og einmitt hér. Eins fyrir það, að sýningargestir hafa gaman af að lítá um öxl endrum og eins og rifja upp ævintýri á göngu- frö liðinnar kynslóðar. Friedrich Diirrenmatt hefur að vísu áður verið kynntur ís- lenzkum leikhúsgestum og út- varpshlustendum, en engu að síður hlýtur það að teljast nokkur leiklistaratburður, þegar sú „Gamla kemur í heimsókn" ,í Iðnó á vegum L. R. Og það uggir mig, að hún muni staldra þar nokkuð við, ef marka má hvernig frumsýningargestir tóku henni þar s.l. föstudagskvöld, en þeir eru annars venjulega heldur hlédrægir og sparir á lófa kláppið. í þetta skipti brá svo vio, að þeir gripu hvað eftir annað fram í og klöppuðu leik- endum — og þá vitanlega um leið höfundi — lof í lófa og því oftar og meir, sem á leið sýn- inguna og bó mest í lokin. Segi menningarvitar vorir svo, að reykvísir ieikhúsgestir kunni helzt ekki annað að meta en Hostrup gamla. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, ekki heldur „boð- boðskapur" sá, sem höfundur prédikar þar áheyrendum sín- um um vald auðsins og spilling- aráhrif hans á mannlegar sálir í sjálfu sér er sá boðskapur hans langt frá því að geta kall- azt frumlegur, og sama er að segja um það „stef“, sem hann velur honum til túlkunar. Fá- tækur og lítilsvirtur einstakling- ur, sem hrekst að heiman, villt- ur og veglaus, sver þess dýran eið að koma aftur og þá á þann hátt, að munað verði og eftir tekið, oftast þannig að hann komi fram hefndum; selur sál sína í útlegðinni til þess að mega halda þann eið, annað hvort djöfli auðs eða valds og oftast báðum . . sem slík á sú gamla sér fleiri fyrirrennara á leiksviði og i bókmenntum og eflaust líka f veruleikanum, en taldir verða. Þeir hafa jafnvel skotið upp kollinum í íslenzkum sagnaskáldskap, t.d. einni af smásögum Einars H. Kvaran, „Anderson". Og þó að hefnd Anderson og margra slikra fyrir- rennara sé ekki alltaf hugsuð sem slík, verður hún alltaf ein og söm að eðli til — að leiða þá, sem hröktu þá á brott, í þá freistingu að selja sál sína þeim djöfli, sem þeir hafa látið fala sína eigin sál, til þess að geta „komið heim“. En þó að stef þetta sé þann- ig £ sjálfu sér margþvælt og út- jaskað, tekst höfundi að radd- setja það til flutnings á býsna nýstárlegan og athyglisverðan hátt; gefa leikendum og þeim, sem um leiksviðið annast, tæki- færi til frumlegrar túlkunar og áhrifamikillar tjáningar, sem grípur athygli áhorfenda strax f upphafi og heldur henni föst- um tökum allt til leiksloka, og það eins þó að þeir viti fljótt að hverju hljóti að draga. Kannski er snilli höfundar fyrst og fremst einmitt í því fólgin, að koma áhorfendum stöðugt á óvart, þrátt fyrir það; raða upp mátuléga fáránlegum þversögn- um sem tilbrigðum um stefið til að dulbúa hversdagsleika þess, gera sér Ieik að því I öllum mögulegum og ómögulegum tón- tegundum — en alltaf þannig, að það undirstrikar f stað þess að leysa upp örlagavald hinna fáu frumtóna. Nóg um það. Þetta er mann- margt leikrit, og þó að aðal- hlutverkin séu tiltölulega fá, er yfirleitt ekki um nein alger aukahlutverk að ræða, og mátti þvf kalla að flestir af þeim starfskröftum, sem L. R. hefur yfir að ráða væru þarna í eld- línunni. Mæddi þar að vísu mest á Regínu Þórðardóttur, f túlkun á hlutverki Ills, og fór þar saman rödd og svipbrigði, svo að hvergi skeikaði. Þá stendur Haraldur Björnsson sig og af mikilli prýði í hlut- verki borgarstjórans, og verða engin þreytumerki á honum séð. Helgi Skúlason leikur brytann með athyglisverðum tilþrifum, ekki stærra hlutverk — og ekki hvað sízt þegar þess er gætt, að hann tók við því á siðustu stundu, eða með sólarhrings fyrirvara. Áróra Halldórsdóttir leikur konu Ills, slétt og hnökra laust, og þeir Jóhann Pálsson, Guðmundur Pálsson, Guðjón Ingi Sigurðsson og Karl Sig- urðsson eiga sömu umsögn skil- ið fyrir túlkun sína á hlutverk- um prestsins, kennarans, lækn- isins og lögregluþjónsins í þorp- inu og Valdemar Helgason dró upp skýra mynd af 1. borgara. Önnur hlutverk verða ekki upp talin sérstaklega, enda sum þeirra einungis byggð á gervi og sem leikstjórnaratriði svo sem hlutverk burðarkarlanna og blindingjanna, og útfærsla þeirra, einkum tveggja hinna síðamefndu, ef til vill umdeil- anleg. Að öðru leyti er leik- stjórn Helga Skúlasonar að mínum dómi mjög vönduð og vel úr öllu unnið, þó að ég hafi þar að vísu ekkert til saman- burðar. Leikmynd Magnús?«r Pálssonar — seint mun ég venjast þessu ankannalega ný- yrði svo að mér hrjósi ekki hugur við að taka það mér f munn — var nýstárleg og félí hvarvetna vel að leiknum. Eins og áður er frá skýrt tóku frumsýningargestir þessu leik- sviðsverki mjög vel, og þarf ekki að efa, að það verði flutt oft og við mikla aðsókn á næstunni. Eiga og allir, sem að flutningi þess standa, þakkir skildar fyrir sinn hlut, en hann verður meiri en margan gmnar, einmitt fyrir það hve þama er um að ræða sterkt og áhrifa- mikið verk af hálfu höfundar. Loftur Guðmundsson. Sjótugur í gær Dr. Watson Kirkconnell í gær — 16. maí — varð sjö- tugur dr. Watson Kirkconnell. Vísir hefir við ýmis tækifæri minnzt þessa fjölgáfaða vísinda- og fræðimanns og starfs hans f þágu íslands og íslenzkra bók- mennta. Eftir hann liggja hin merkustu rit, sem kunnugt er, m. a. þýðingar úr mörgum málum, en dr. Kirkconnell er talinn meðal mestu tungumálamanna sem nú eru uppi og ber m. a. ljóðasafnið „European Elegies" vitni um kunn- áttu hans, en ljóðin í þeirri bók eru þýdd úr um 50 málum og mállýzk- um. — í henni var ljóð eftir föður minn og var höfundurinn svo til- litssamur, að senda mér eintak af bókinni, sem ég hefi ávallt litið á sem dýrmæta gjöf. Síðan kom svo hin merka bók hans „The North American Book af Icelandic Verse“ á Alþingishátfðarárinu 1930. Bókin er hin merkasfa, ekki aðeins vegna þess hve margar þýðingarnar hafa heppnazt með ágætum, heldur og vegna ritgerðar- innar í bókinni um fslenzka ljóða- gerð frá upphafi. Eigi auðnaðist dr. Kirkconnell að koma til Islands þá, svo mjög sem hann hafði þráð það, en sú var orsök þess, að hann hafði varið aleigu sinni til að koma bók- inni út, og hefir Snæbjörn Jóns- son rakið þá erfiðleika f blaðagrein, en Sn. J. hefir oft um Kirkconnell skrifað af þekkingu og skilnrngi og einlægri aðdáun. Kirkctnmell naut hins mesta álits allan þann tfma sem hann var kennari við Manitobaháskólann í Winnipeg, og snemma barst hróður hans til menntamanna og menntaunnenda um allt Kanada og fleiri lönd. Nú er heimili Kirkconnells í Nýja Skot- Iandi (Nova Scotial og mun hann nú vinna að undirbúningi á út- gáfu frumsaminna ljóða sinna. Ég óska dr. Kirkconnell og fjöl- skyldu hans allra heilla á þessum tímamótum, og tel víst, að undir góðar óskir mínar muni allir vinir hans og aðdáendur taka heilum huga. Axel Thorsteinson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.