Vísir


Vísir - 29.05.1965, Qupperneq 1

Vísir - 29.05.1965, Qupperneq 1
VISIB 55. árg. - Laugardagur 29. maí 1965. - 120 tbl. Þeir fundu síldina | Þeir eru komnir til Reykja- víkur leiöangursmennimir af Ægi. Þeir koma úr velheppn- aðri ferð umhverfis landið og fyrir austan fundu þeir það sem þeir leituðu að, — SÍLD! Við hittum Jakob Jakobsson á hafnarbakkanum þar sem hann var að leggja af stað heim á leið ásamt tveim bömum sínum, Oddi litla 4ra ára og Sólveigu 6 ára, en um borð hittum við Svend Aage Malmberg, haf- fraeðing, og sýndi hann okkur hin margflóknu tæki þeirra vís- indamanna og aðstöðu þeirra, sem satt að segja er ekki upp á marga fiskana. MYNDSJÁIN i dag er frá sildarrannsóknum og leit. Á myndinni til vinstri er Svend Áage með tæki, sem mæi- ir hita sjávarins og tekur sýn- ishorn af sjónum, en á hinni myndinni er dr. Jakob með Odd Sigurð og Sólveigu, böm sin. Reykjavíkurborg tekur í notkun nýju og fullkomnu pípugerB Þar eru þrjár fullkomnar p'ipugerðarvélar og steypubVóndunin stjornast af rafeindafækjúm Ingi U. Magnússon gatnagerðar- stjóri við stjórntæki einnar pípu- gerðarvélarinnar. Ljósm. Vísis B.G. í gærdag var tekin í notkun ný pípugerð á vegum Reykjavíkur- borgar á Ártúnshöfða, rétt norðan við malbikunarstöð Reykjavíkur. Nýja pípugerðin á að framleiða steyptar pípur og holræsabrunna fyrir Reykjavíkurborg og verður framleiðslan einnig seld öðmm bæj arfélögum. Borgarstjóri, Geir Hail- grímsson, og borgarráð vom meðal þeirra, sem skoðuðu verksmiðjuna í gær. Gatnagerðarstjórinn í Reykjavík, Ingi U. Magnússon, verkfræðing- ur, sagði við Vísi í gper, að bygg- ingarframkvæmdir við hina nýju stöð hefðu hafizt í nóvember s.l. Fluttar vora þangað og reistar tvær skemmur, sem áður stóðu sunnan til í Öskjuhlíð, auk þess steypt síló fyrir efní og reist hús fyrir afgreiðslu og starfsmenn. — Gólfflötur verksmiðjunnar er um 1000 ferm. auk starfsmannahúss, sem er 80 ferm. að stærð. Við bygginguna hefur verið ■stefnt að 'þvi að gera alla vinnutil- högun sem fullkomnasta og verð- ur áfram unnið að endurbótum á því sviði eftir að framleiðsla er hafin. Pípugerðarvélarnar eru þrjár — keyptar hingað til landsins frá Danmörku. Tvær þeirra eru af gerð inni 306, sem framleiða pípur allt að 30 cm. £ þvermál og ein af gerð- inn’i 1202, er framleiðir pípur allt að 120 cm. í þvermál. Sjálf steypu- vélin er 500 lítra þvingunarbland- ari af gerðinni Schlosser. Þá voru einnig keyptir sjálfvirkir skammt- AHur líkur bendu til ui handrita- málaferlin verii okkur í hag Stutt samtal v/ð Stefán Jóh. Stefánsson heimkominn frá Höfn Stefán Jóhann Stefánsson kom heim með Gullfossi á upp- stigningardag, að Ioknu átta ára starfi sem sendiherra f Kaup- mannahöfn. Fréttamaður Vísis ræddi stuttlega við hann um horfurnar í handritamálinu, spurði hann fyrst hvort hann hefði ekki orð- ið glaður er hann frétti af þeim málalokum að ekki hefði tekizt að safna nægilega mörgum und- irskriftum til að knýja fram at- kvæðagreiðslu. — Jú, ég get að sjálfsögðu hiklaust svarað því játandi að ég varð glaður er ég frétti nið- urstöðuna. Án þess, að maður vissi hver úrslit slíkrar þjóðar- atkvæðagreiðslu hefðu orðið, þá var hugsanlegt, án þess að mað- ur geti nokkuð fullyrt um það, að sú kosningabarátta hefði verið háð þannig, að orðið hefði íslendmgum til tjóns. — Hvenær fréttuð þér um niðurstöðu undirskriftasöfn- unarinnar? — Ég var í Gullfossi hafði farið með skipinu um daginn, en hafði beðið frk. Önnu Stephensen í sendiráðinu að láta mig vita strax eftir mið- nætti hver niðurstaðan hefði orðið og hafði hún þá strax talsamband við mig. — Hver haldið þér að verði niðurstaðan í þeim málaferlum Framh. á bls. 6. arar, sem mæla efnið eftir rúm- fangi í hverja steypublöndu. Steypublöndunin stjórnast af raf eindatækjum, þannig að ekk’i þarf annað en setja gataspjald inn til að fá ákveðna steypublöndu. Með- alafköst véla af sömu gerð svara til þess, að önnur litla vélin framleiði um 300 stk. af 10 cm. pípum. Hin framleiðir um 200 af 25 cm. pípum, og stóra vélin um 120 stk. af 60 cm. pípum og er þá miðað við átta stunda vinnu og tvo menn við hverja vél. Gert er ráð fyrir að 15—20 manns muni starfa við verksmiðjuna. 3:0 Englendingarnir fara héðan [ósigraðir eins og vænta mátti. > Leiknum í gær lauk á þann hátt ' að Bretar sigruðu með 3 mörk- > um gegn engu. 1 hálfleik var 1 staðan 0—0. Áhorfendur vom i margir, eða um fimm þúsund > manns. SÍLDARBRÆÐSLA ÁÐ HEFJAST Samgönguerfiðleikar hafa taf ið verulega Iagfæringar og standsetningu sildarverksmiðja á Austur- og Norðurlandi. Unn- ið er nú af kappi, svo flestar verksmiðjurnar geti skilað full um afköstum um miðjan næsta mánuð. Þýðingarmesti staðurinn er Seyðisfjörður, en þar eru Síldar verksmiðjur ríkisins að láta stækka verksmiðju sina úr 5000 mála afköstum á dag upp í 7500 mál. Móttaka á sfld getur hafizt þar um miðja næstu viku og um hvítasunnuna má reikna með að vinnslan verði hafin með 5000 mála dagsafköstum, en einni til tveim vikum síðar með fullum afköstum. Á Seyðisfirði er ver- ið að reisa nýja verksmiðju. Haf síld h.f. en vegna ísa og óhag- stæðrar ^veðráttu mun verk- smiðjan ekki geta tekið til starfa fyrr en um mánaðamót- in júní—júlí. Afköst Hafsíldar h.f. munu verða um 2500 mál á sólarhring. Á Raufarhöfn eru þrær S.R að verða tilbúnar, og geta þeg- ar rúmað um 60.000 mál. Verk- smiðjan sjálf getur hins vegar ekki hafið vinnslu fyrr en um hvítasunnu, en mikið af vélum til verksmiðjunnar var í Bakka- fossi, sem komst mjög seint þangað vegna ísa. Einnig var von á amerískum suðukatli, en hann komst ekki sjóleiðina, og er nú verið að flytja hann land- Ieiðis. fsinn hefur mjög hindrað samgöngur við Raufarhöfn, en í fyrradag lósnaði þó talsvert um hann. Yfir hefur staðið uppsetning nýrra flutningabanda hjá S.R. á Siglufirði og verður ekki unnt að taka á móti síld £ bræðslu þar fyrr en um miðja næstu viku. Á Skagaströnd og Húsa- vík eru verksmiðjurnar hins veg ar tilbúnar til móttöku, og til Húsavikur er nú von á nýjum flutningaböndum, sem era um borð £ m.s. Kötlu. Verið er að ljúka undirbún- ingsstörfum við verksmiðjuna á Reyðarfirði og verður verk- smiðjan tilbúin að hef ja bræðslu þegar hinn 1. júní.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.