Vísir - 29.05.1965, Side 7

Vísir - 29.05.1965, Side 7
V1 SIR . Laugardagur 29. maf 1965. METVERTÍÐ Á SÍLDINNl SUMAR LIGGUR í LOFTINU Sumarsíldveiðarnar fyrir aust- an eru á góðum vegi með að verða heils árs vertið. Nú orðið hætta bátamir ekki veiðum fyrr en um áramót og byrja svo aft ur seinni hiuta maí, þannig að hléið yfir háveturinn er ekki orðið nema fjðrir mánuðír. Byrjunin gefur góðar vonir Fyrstu síldarfréttir þessa sum- ars gefa til kynna, að sfldin haldi áfram að vera uppistaðan f fiskveiðum hér við land, eins og undanfarin tvö—þrjú ár. Kemur það heim við, að nýju og stóru veiðiskipin, sem hafa sóp azt til landsins, era einkum stil uð til síldveiða, þótt þau grfpi í þorskinn á vertíðinni um há- veturinn. Síldarfræðin og persónugerv- ingur hennar, Jakob Jakobsson, hafa undanfarin ár unnið skyn samlega að þvf að kynna skip- stjórum bæði tækni við veið- arnar og möguleika á auknum veiðitíma. Áður var aðeins hægt að taka sfldina, þegar hún var í torfum við yfirborð og þá að- eins tvo þrjá mánuði að sumr- inu, en nú taka þeir hana hvar sem er í sjónum átta mánuði ársins Ut af Austfjörðum. Fyrrahaust var fyrsta haustið, sem vertíðin var framlengd. Voru margir bátanna þá að veið um fram til áramóta og bættu upp lélega síldarvertíð við Suð- vesturland. Austfirðingar í náðinni 1 þetta sinn hófst sfldveiðin fyrir austan þremur vikum fyrr en i fyrra, en þá hófst hún samt óvenju snemma. í fyrra veidd- ist ekki sfld austur af fjörðum fyrr en um miðjan júní en nú veiddist fyrsta síldin þar 24. maí. í fyrra byrjuðu bátamir 1. júní að veiða síldina fyrir norð austan, en nú eru ekki horfur á því, að nein skip Ifti við henni, úr því að síldin við Aust- firði er komin svona snemma. í fyrra veiddu bátamir fyrstu þrjár vikuraar 70—80 mílur norðaustur af Langanesi og fór sá afli mest til Raufarhafnar en dálítið fór til Norðurlandshafna. í þetta sinn reyndist síldin vera utar og norðar en í fyrra. Ægir varð var við síld 200 míl- ur austur af norðri frá Langa- nesi og seinna 130 milur austur af Langanesi. Svo utarlega sækja bátamir ekki sfldina með an þeir hafa hana 50—60 mílur austur af Dalatanga. Það eru því ekki horfur á því, að Raufarhöfn fái neina sfld til að byrja með nema allt verði stopp suður á fjörðum, og enn sffiur eru líkur til þess, að sfld komi á land fyrir norð- an, nema þá úr sfldarflutninga- skipum. Norðlendingar enn afskiptir Þótt fróðir menn vilji ekki hafa orð á þvf, liggur í rauninni þegar Ijóst fyrir, að Norðlending ar verða enn einu sinni afskipt ir með síldina. Þetta kom í Ijós í leiðangri Ægis f þessum mámiði. Fyrir austan Melrakkasléttu var gnægð rauðátu, en við Sléttuna urðu mikil umskipti, þannig að átulaust mátti heita fyrir vest- an hauna. Það má búast við því, að sama sagan verði með Norðurlandssíldina eins og I fyrra. — Hún heldur sig mjög austarlega og langt frá landinu og í stað þess að bregða sér vestur fyrir Sléttu til að gleðja Norðlendinga, tek- ur hún strikið norður í Dumbs- haf. í fyrra var hún nær landi og bátarnir nenntu að ná í hana meðan síldin var ekki kom in á Atsufjarðamið, en nú verð ur hún líklega alveg látin eiga sig. línu, — og Ægir enn aðeins 55 mflur I sömu línu frá Dalatanga. Og fyrstu síldveiðiskipin sigldu í kjölfarið. Hafþór leitar nú fyrir austan og norðaustan undir stjóm Jóns Einarssonar og fær senn Iiðstyrk Péturs Thorsteinssonar undir stjóm Benedikts Guðmundsson ar. Ægir fer nú norður með Jakob Jakobsson, og verður allt svæðið fyrir norðan og norð austan kannað ýtarlega i þeirri ferð. Rúmlega 20 veiðiskip byrjuð Að morgni 25. maí lagði Þor- steinn af stað til hafnar með fyrsta sfldarafla sumarsins. Hann er ennþá metskipið og er nú kominn út á miðin út af og hafa gert ráðstafanir varð- andi viðgerðir og annað í sam- ræmi við það. Þorskvertíð var svo að segja nýlokið, þegar síld- arvertíðin „brauzt út“. Það þýð- ir, að slippimir fá yfir sig allan flotann á augabragði. Viðgerða- tíminn hefur skroppið saman niður í tvær-þrjár vikur. Skipstjóramir, sem eru með báta sina neðarlega á biðlistun- um, eru heldur skapþungir þessa dagana undir veiðifrétt- unuin að austan. Sumir hafa tekið það ráð að sækja viðgerð- ir austur til meginlandsins, til Noregs og Svíþjóðar, og aðrir hafa farið til Englands, og sum- ir hafa látið sér nægja að fara til Færeyja. Menn láta sig hafa siglinguna vegna vissunnar um skjóta viðgerð. Aðrir láta við- gerðirnar lönd og leið, halda beint á miðin og fresta viðgerð- Klettsverksmiðjan hefur fest kaup á 3500 tonna olíuskipi til síldarflutninga og er það skip nú á leið til Þrándheims, þar sem gerðar verða á. því nauð- synlegar breytingar. Það skip verður tilbúið í flutningana um miðjan júlí, en Þyrill, sem nú heitir raunar Dagstjarnan, á að verða tilbúinn um miðjan júnf. Þá hafa allar síldarverksmiðj- urnar á Suðvesturlandi, aðrar en Klettur, slegið sér saman um leigu á tveimur tankskipum til síldarflutninga. Síldarflutningar eru nú ekki bara nauðsyn fyrir verksmiðj- urnar, sem svelta fyrir norðan heldur einnig fyrir verksmiðj- urnar suðvestanlands. Vertíðin þar hefur brugðizt að mestu og eigendur þessara verksmiðja, sem flestar eru nýjar af nál- inni, telja sfldarflutninga einu Reykjavíkurhöfn er nú full af sfldarskipum, sem bíða með óþreyju eftir að komast austur. Fæst stóru skipanna eru enn reiðubúin til að fara á veiðar. Vel undirbúin síldarleit Sfldarrannsóknir og síldarleit þessa sumars hafa verið mjög vel undirbúnar. Ægir fór í þess- um mánuði hringferð um landið undir forustu Jakobs Jakobsson ar og voru þá framkvæmdar athuganir á öllu sfldarsvæðinu, fyrir norðan, norðaustan og aust an. Nú er Ægir í Reykjavík en fer senn í aðra hringferð norð ur um land til þess að gera svip aðar athuganir. Fyrsta ferðin gaf upplýsingar um mjög óvenjulegar aðstæður f sjónum. Hann er mun kaldari fyrir norðan og austan en f með alári og munar víða 3—i gráð um. Víða var hitiim undir frost marki. Kuldinn virðist þó ekki hafa nein hrellandi áhrif á göngu sfldarinnar, — sem betur fer. Ægir varð var við fyrstu síld- ina 200 mflur austur af norðri frá Langanesi og aftur 130 míl- ur austur af Langanesi. Þessi síld hefur ekki verið veidd, en talið er víst. að þetta sé gamla Noregssfldin, sem áður gekk á vit Norðlendinga en fer nú norður f Dumbshaf. Það kom engum á óvænt, að þessi sfld skyldi finnast svona snemma, því hún er vön að ganga á undan Austfjarðasfld- inni. Hitt kom mönnum á óvart, að Ægir varð strax á eftir var við sfld á Austfjarðamiðum, 106 mflur austur af Dalatanga, og Hafþór 75—80 mflur f sömu Dalatanga f þriðja sinn. HUn tefur ekki löndunarbiðin meðan skipin eru ekki fleiri en þetta. Rúmlega tuttugu forsjálir skipstjórar eru á miðunum og mega vera ánægðir með skilyrð- in og veiðina. Á öllum þeim stöðum, þar sem leitarskipin hafa fundið sfld hefur hún ver- ið í þykkum torfum, á kasthæfu dýpi. Og bjartsýnin hefur skin- ið úr orðum leitarstjóranna, þeg ar þeir hafa látið Ijós sitt skfna. Nú reikna allir með, að þetta verði bezta sfldveiðisumarið, EF veður og vinnufriður leyfa. Meðan skipin eru ekki fleiri en þetta, eru litlar líkur á lönd- unarstöðvunum fyrir austan. Að vísu eru margar móttökustöðv- ar illa undirbúnar, einkum rík- isverksmiðjurnar, en bræðslurn- ar á Norðfirði og Eskifirði eru farnar að taka á móti. Og það má reikna með, að aðrir komist f gang fljótlega. Flestar mót- tökustöðvarnar hafa reiknað með að geta farið að taka á móti um miðjan júnf. en þá var bú- izt við fyrstu síldinni til Aust- fjarða svo þessi fyrsta síld hef- ur komið að óvörum. En menn taka kipp til að gera klárt, ef að líkum lætur. Langir biðlistar hjá slippum En það eru ekki aðeins verk- smiðjurnar og söltunarstöðvarn- ar, sem eru í tímahraki. Otgerð- armennirnir sjálfir eru í sama tímahrakinu. Þeir hafa reiknað með að byrja undir miðjan júnl um fram á sumar, ef hlé yrði á veiðum af einhverjum ástæð- um. Mörg skipanna eru tiltölu- lega ný og þarfnast ekki mikilla lagfæringa, en flest þurfa þó nýja málningu. Allt útlit er fyrir, að þátttak- an í þessum sumarsfldveiðum verði mjög almenn. Mörg ný og glæsileg skip hafa bætzt í flot- ann síðan síðustu vertíð lauk. Á móti kemur, að sum elztu og smæstu skipin heltast úr lestinni, þannig að skipafjöld- inn verður ekki miklu meiri en í fyrra. Hins vegar verður brúttólestatala síldarflotans mun meiri en var í fyrra. Tankskipin eru bylting ársins Þetta sumar verður ekki sumar tæknilegra byltinga í síldveiðum eins og svo mörg önnur sumur hafa verið. Hins vegar verður þetta sumar síld- arflutninganna. Undanfarin sum ur hafa sfldarverksmiðjumar fyrir norðan látið flytja síld til sín í flutningaskipum, sem oft- ast hafa verið leigð frá Noregi. í fyrra var gerð tilraun til síld- arflutninga í olíuskipi og til síld ardælingar í stað háfunar. Til- raunin var gerð á Þyrli og þeir, sem að tilrauninni stóðu eru svo ánægðir með árangurinn, að þeir hafa nú keypt skipið. Þyrill er nú úti í Þýzkalandi, þar sem verið er að setja síldardælur og annan nauðsynlegan útbúnað um borð I hann. Þyrill verður ekki eina tank- skipið f sfldarflutningunum. — bjargarvonina. Það eru því miklar líkur fyrir þvf. að Austfjarðasíldinni verði ekki aðeins landað á svæðinu frá Raufarhöfn suður til Djúpa- vogs, heldur komi hún einnig á land í flestum höfnum suðvest- anlands, í Bolungarvík og ísa- firði fyrir vestan, og í hafnir rík isverksmiðjanna fyrir norðan. Þannig mun síldin færa tekjur til manna um allt land, þótt mest af tekjunum renni i aust- firzka vasa. Ævintýrið upphefst aftur Og nú er að hefjast enn á ný hin rómantíska æsisaga sum arsíldarinnar. — Ævintýrið í kringum köstin á torfurnar, kapphlaup skipanna að löndun- arkrönunum, tryllingurinn á sölt unarstöðvunum og í verk- smiðjum. — Margir munu lík- lega eyðileggja taugarnar á þessu sumri en vonandi eiga líka margir eftir að fylla vasa sfna af peningum. Og stóra kapphlaup skipstjóranna um aflametið verður grimmt að venju. Sem stendur er Guðbjörn Þorsteinsson á Þorsteini afla- kóngur með 3000 mál lönduð og eitthvað í lestinni að auki í þriðju ferðinni, en ætla mætti, að gamla aflakónga á spánýj- um skipum klæjaði í lófana að ná Guðbirni, — og komast fram úr. J. Kr.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.