Vísir - 29.05.1965, Side 3
V 1 S IR . Laugardagur 29. maí 1965.
3
Átusafnarinn settur út Hann er al-íslenzk uppfinning nokkurra ágætra manna og notaður vfða um heim
og-kaflaðnr „Icelandic high speed sampler“ og er dreginn í 15 minútur á hverri „stöö“.
ÞEIR FUNDU SlLDINA
Þarna eru menn úr Ægi að fara yfir í Hafþór, sem var með bilað
Asdic-tæki. Það er lítið gagn að asric-Iausu síldarleitarskipi^ og því
gerði Sigurður Lýðsson við tækið fyrir Hafþórsmenn og er þarna með
háseta á leið yfir í skipið.
„Við höfum aldrei áður fundið
svo mikla síid í stórum torfum að
vorlagi og nú“, sagði Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur í viðtali
við Vísi, í gær, en hann er ný-
kominn ásamt Svend Aage Malm-
berg og félögum þeirra úr rann-
sóknarleiðangri umhverfis landið
og í þeim leiðangri fannst fyrsta
síldin, en veiðiskipin flykkjast
nú á þær slóðir alllöngu fyrr en
vant er.
Jakob Jakobsson var að fara frá
borði, þegar við hittum hann. Hann
var með tveim börnum sínum og
sagðist ætla með fjölskylduna út
úr bænum í góða veðrinu. Jakob
sagði að fyrir 1960 hefði svipað
magn af síld fundizt á þessum
tíma, en þá hefði hún alltaf verið
í örsmáum torfum, 20—30 mála
stórum. Hvers vegna síldin þjappar
sér saman nú, — vitum við ekki“,
sagði hann.
Ægir byrjaði með að fara vestur
um land voru athuganir gerðar á
mörgum „stöðvum“, eins og vís-
indamennimir kalla það, — þær
urðu alls 112 f ferðinni og frá öll-
um þessum stöðum færa þeir sýn-
ishorn af sjó og átu þar sem hún
Ari Arnalds stendur þarna á „udkik“ og horfir á línuna, sem dregst
nokkur hundruð metra aftur úr skipinu með vísindatæki, sem síðar
gefa upplýsingar um hitastig, átu og annað, sem upplýsingar þaf að fá
um.
Unnið að því aðsetja visindatækin útbyröis.
Þessa mynd tók Jakob Jakobsson af leiðangursmönnum. Frá vinstri eru Birgir Halldórsson, Ari Arnalds, Svend Aage Malmberg, haffræð-
ingur, Eggert Jónsson, Guðmundur Svavar Jónsson og Árni Þormóðsson. Ljósmyndirnar tók Svend Aage Malmberg.
fannst. Sýnishomin, sem flutt voru
úr Ægi eru þvi líklega ekki færri
en 2000 talsins og mikil vinna við
þau og væntanlega mikill fróðleik-
ur um ýmislegt sem fiskifræðing-
unum og haffræðingunum leikur
hugur á að vita.
Svend Aage Malmberg sagði að
hiti sjávarins hefði verið langt
Framh á bls. 5