Vísir - 24.06.1965, Page 1
vSÍ&'&Síií
m -4?
: ::
Biskup ræddi fjármál kirkjunnar og Skálholt í yfirlitsræðu sinni á prestastefnunni
176 verður uðsetur sjónvurpsins
SjónvarpshúsiS nýja er glæsilegt hús. Stúdíóin verða í bakhúsinu, en þar er verkstæði Bílasmiðjunnar.
Islenzka sjónvarpið kaupir stórhýsi
Að undanförnu hafa verk-
fræðingar og sérfræðingar Rík-
isútvarpsins skoðað ýmsar bygg
ingar hér í borginn'i með kaup
í huga á húsi fyrir íslenzka
sjónvarpið, sem hefur göngu
sina á nsesta ári. Hefur Rfkisút
varpið m.a. notið þar leiðbeín
inga og álits vericfræðinga
sænska sjónvarpsins sem hing
að hafa komið og skoðað hús-
næði það, sem helzt hefur kom
ið til greina að afla sjónvarp-
inu.
Nú mun afráðið að fest verði
Ó VISSA í SllDVEIDUM
Beðið eftir að átan aukist og sildin nálgist landið.
Niburstöður sildarfræðingafundarins á Seyðisfir,ði
Niðurstöður fundar islenzkra,
norskra og rússneskra síldarfræð
inga, sem lauk á Seyðisfirði i gær,
eru í stórum dráttum þær, að
sjórinn fyrir norðan og austan er
enn óvenju kaldur. Það vorar
seint í sjónum og átumagnið er
mfög lítið, en búizt er við, að
það aukist smám saman. Miklar
síldargöngur eru einkum 180-200
mflur austnorðaustur af Langa-
nesi, 130 mflur austur af Langa-
nesi og 50-80 mflur út af Dala-
tanga. Framhald sfldveiðanna er
einkum taiið háð þvi, hve hratt
nálgast landið mikið síidarmagn,
sem Rússamir fundu 200-300 mili
ur austur af landmu.
Hitinn i sjónum virðist enn vera
svipaður og í maí, þegar Ægir fór
í fyrri rannsóknarleiðangur sinn.
Er sjórinn kaldari en dæmi eru til,
siðan rannsóknir þessar hófust fyr-
ir 16 árum. Mestur munurirm er í
Austur-íslandsstraumnum.
f maí var mjög lítið átumagn
fyrir norðan og reyndist svo einn-
Framh. á bls. 6.
kaup á stórhýsi innarlega við
Laugaveginn og verður þar að
setur hins íslenzka sjónvarps.
Er þetta hús Bílasmiðjunnar
að Laugavegi 176. Þar mun
sjónvarp'ið fá alls um 1900 fer
metra húsnæði til afnota, og er
það stærra rými en Ríkisút-
varpið hefur til afnota í dag.
f húsinu eru stórir salir, þar
sem ýmis verkstæði Bílasmiðj-
unnar hafa verið fram að þessu
Þar munu ,,stúdio“ sjónvarps-
ins verða og fer þar fram upp
taka á íslenzku efni þess. Þá
verða í húsinu einnig skrifstof-
ur sjónvarpsins og starfs-
manna hinna ýmsu deilda þess.
Tekið skal fram að hluta húss
ins eiga önnur fyrirtæki, sem
áfram munu starfa þar með
skrifstofur sínar.
Aðeins er nú eftir að ganga
frá formsatriðum varðandi kaup
þessa stórhýs'is, en allir aðilar
munu sammála um að hér hafi
fengizt mjög hentugt húsnæði
fyrir íslenzka sjónvarpið.
55. árg. — Fimnruadagur 24. júnl 1965. — 140. tbL
Hús Bílasmiðjunnar við Laugaveg
VÍSIR
Harmar seina afgreiðslu
prestkosningafrumvarpsins
Biskup fslands setti prestastefn
una 1 gær kl. 2 með ræðu um
störf liðins synodusárs. Vék hann
að öllum helztu málum kirkjunnar
m.a. gagnrýndi hann seinagang á
Alþingi f afgreiðslu prestkosninga
frumvarpsins og rakti nokkuð
framkvæmdir í Skálholti og bóka-
kaupin þangað.
Eftir ræðuna var tekið fyrir aðal
mál prestastefnunnar, fermingar-
undirbúningurinn. Sr. Óskar J. Þor
láksoon hafði framsögu af hálfu
nefndar. Tfllögur nefndarinnar
ganga aðallega út á, að grundvallar
atriði námsefnis séu hvarvetna
BLAOIÐ I DAG
hin sömu og gengið sé eftir þvi I
að viss atriði séu lærð rækilega,
fermingarundirbúningstfminn sé
jafn, fermingarathöfnin samræmd
og aukin sé samvinna við skóla j
um kristindómsfræðslu og ferming j
arundirbúning. Umræður um þetta
j mál hófust eftir framsöguræðuna
og var haldið áfram f morgun.
Biskupinn yfir íslandi, herra Sig-
urbjöm Einarsson, ávarpaði presta
með nokkrum hvatningarorðum í
upphafi ræðu sinnar, rakti síðan
starfsemi kirkjunnar og vék siðan
að helztu stórmálum kirkjunnar:
HEIMSSAMBANDIÐ
Biskup ræddi stjómarfund Lút-
herska Heimssambandsins, sem
Framh. á bls. 6.
Blskup Islands talar á prestastefnunni.
Bls
3 Myndsjá úr Kerl-
ingarfjöllum.
— 7 Enn um hjartavemd.
— 9 Viðtal við sr. Philip
Pétursson.
— 10 Talað við Friðrik
Magnússon.
— 11 KR kom á óvart,
4:4.
Vinnuveitendur austanlands:
Greiða aðeins samningsbundið kaup
'y/'innumálasamband Samvinnufélaganna hefur nú fyrirskipað öll-
um kaupfélögum og fyrirtækjum þeirra á Austurlandi að greiða
einungis út kaup samkvæmt samkomulaginu, sem gert var hér i
Reykjavfk við austan- og norðanfélögin. Þá hefur Vinnuveitenda-
samband íslands sent úr sams konar fyrirmæli til allra félags-
manna sinna á þessu svæði. Greiða þessir aðilar þvi ekki út kaup
eftir auglýstum töxtum tveggja verklýðsfélaga austanlands, sem
eru hærri en fyrrgreint samkomulag gerir ráð fyrir. Hafa engar
kaupgreiðslur átt sér stað eftir þeim töxtum, enda er kaup greitt
vikulega, en það v^r ekki fyrr en 21. júní sem verkalýðsfélagið
á Vopnafirði auglýsti slnn taxta.
Á Neskaupstað hefur einnig
verið auglýstur taxti, en at-
vinnurekendur þar hafa mót-
mælt honum og fara nú fram
samningaviðræður milli þeirra
og verkalýðsfélagsins um mál-
ið. Hafa tveir samningafundir
verið haldnir þar síðustu daga.
Seyðisfjarðarfélagið hefur sem
kunnugt er samþykkt samkomu-
lagið, eftir að hafa í byrjun þó
afráðið að auglýsa sértaxta.
Er þannig algjör samstaða með
meðlimum Vinnumálasambands
samvinnuhreyfingarinnar
Vinnuveitendasambandsins
Austurlandi í þessu efni.
í gær var haldinn samninga-
fundur að tilhlutan sáttasemj-
ara með fulltrúum vinnuveit-
enda og fulltrúum Dagsbrúnar og
Hlífar. Var sá fundur stuttur.
Þar var samþykkt aö skipa 8
manna undirnefnd. Kemur sú
nefnd saman til fundar kl. 2 i
dag. Almennur sáttafundur hef-
ur ekki verið boðaður með
Dagsbrún og Hlíf.