Vísir - 24.06.1965, Qupperneq 8
p
cssaa
vmnvasm,
Ví jiR . Fimtntudagur 24. júnf 1965,
Utgetandi Blaðaútgatan VISIH
Ritstjóri- Gunnar G Schram
Aðstoðarritstióri Axei Thorsteinson
Fréttastiórar Jönas Kristiánssor
Þorstemn Ö Thorarenser
Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr a mánuði
1 lausasölu 7 kr eint. — Sími 11660 (5 lfnur)
Prentsmiðja Vísis - Edda h.f
íslenzkt sjónvarp
J^inhvern næstu daga verður undirritaður samning-
ur um kaup á stórhýsi við Laugaveginn til afnota
fyrir íslenzkt sjónvarp. Innan fárra daga verða rúm-
ar 30 stöður auglýstar til umsóknar við sjónvarpið.
Tæki hafa þegar verið pöntuð og koma væntanlega
til landsins fyrir árslok. Framkvæmdastjóri sjón-
varpsins hefur þegar verið ráðinn, ungur maður með
ágæta menntun og starfsreynslu. Þannig er íslenzka
sjónvarpið brátt orðin staðreynd. íslenzka sjónvarp-
ið mun frá upphafi verða áhrifamesta tækið til
fræðslu, skemmt.unar og skoðanamyndunar í þjóð-
félaginu. Það mun örskömmu eftir upphaf sitt ná til
mikils meirihluta þjóðarinnar og verða voldugra afl
í þjóðlífi okkar en flestir gera sér í dag grein fyrir.
Það mun beina stjórnmálabaráttunni í nýjan farveg
í veigamiklum atriðum, og það mun gefa lista-
mönnum okkar og menntamönnum ný og stórfelld
tækifæri til þess að ná eyrum og augum þjóðarinnar.
Vegna alls '^ssa varðar miklu, að frá upphafi sé öll
gjörð þess afburða vönduð, efnisvalið gjörhugsað og
stjórnin traust. íslenzkt sjónvarp má ekki hefjast
með neinum kotungsbrag í von um umbætur síðar
meir með fenginni reynslu. Það verður frá upphafi
að vera jafn vandað og sjónvarp nágrannaþjóðanna.
Ella færi betur að starfsemi þess drægist nokkur miss
eri. Við eigum ekki og viljum heldur ekki vera í
sjónvarpsefnum neinir bónbjargarmenn Norðurlanda
þjóðanna um efni og tæki. íslenzka sjónvarpið á að
sækja til fanga þar í heimi sem þessir hlutir gérast
beztir og vandaðastir. Nokkur ótti er hjá sumum
mætum mönnum um að þjóðin sé of fátæk og van-
máttug til þess að halda uppi sjálfstæðu sjónvarpi.
Að dómi Vísis er sá ótti ástæðulaus. En það má ekki
slaka á kröfunum eða setja markið lágt. Ella væri
verr af stað farið en heima setið.
Klofningstilraun kommúnista
§ú andstaða sem Reykjavíkursamkomulagið við
verklýðsfélögin mætti hjá þremur verklýðsfélög-
um á Austurlandi virðist nú senn úr sögunni. Verk-
lýðsfélagið á Seyðisfirði hefur samþvkkt samkomu-
lagið og samningaviðræður eiga sér stað í Neskaup-
stað, þar sem annar og hærri taxti hafði verið aug-
lýstur. Á Norðurlandi standa öll verklýðsfélögin
einhuga að baki samkomulaginu. Hráskinnaleikur
kommúnista í þessu máli hefur vakið mikla furðu.
Allt fram til þessa hefur það verið eitt megin kjör-
orð verklýðshreyfingarinnar, að sömu laun ætti að
greiða fyrir sömu vinnu. Klofningstilraun einstakra
kommúnistaforsprakka gengur í berhögg við þetta
kjörorð og heildarsamkomulag verklýðsfélaganna
í tveimur landshlutum. Þannig er heildarhagsmunum
verkamanna fórnað á altari pólitískrar togstreitu.
Marlborugh House
Rhodesia og friður í Yietnam
aðalmál Samv.ráðstefnunnar
Jafnan þegar forsætisráð-
herrar í Brezka samveldinu
koma saman á ráðstefnu í Lund
únum í boði forsætisráðherra
Bretlands hefir sú spiurning ver
ið á margra vörum, hvort nokk
uð muni gerast er verði þess
valdandi, að þetta sérstæða
þj'óðabandalag klofni, en á þvi
verið talin vaxandi hætta, eftir
að æ fleiri nýlendur Breta fengu
sjálfstæði sitt úr hendi, og þjóð
ir þeirra kynnzt nýjurn vinurrt1,^
sem keppzt hafa um að ná
hylli þeirra, þeirra fremstir
Rússar og Kínverjar. En enn
sem komið er hefir það ávallt
orðið sú reyndin, að þessi sam
tök ólíkra og óskyldra þjóða,
hvítra, svartra brúnna og gulra
með hin ólíkustu trúarbrögð
hafa haidizt, og skýringin talin
sú, að þær teiji sér hag í því,
andiega og efnalega, að tengsl
in haldist, en raunar mætti
kaila ósýnileg og óáþreifanleg,
þvf að hér er ekkert böndum
bundið, heldur byggist allt ð
gagnkvæmri virðingu, skoðana
freisi og umburðarlyndi.
OG NÚ ER ENN SPURT -
Og nú er enn spurt: Kiofnar
samveldið — haldast tengslin?
Margir munu hafa talið klofn
ingshættuna meiri en nokkurn
tfma fyrr ekki sízt vegna Rhod
esiu, þar sem hvítir menn hafa
yfirráð og eru staðráðnir f að
halda þeim, en yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar krefst
lýðræðislegs fyrirkomulags, þar
sem kjörgengi allra er viður-
kennt. Þetta sjónarmið verður
brezka stjórnin að viðurkenna
að minnsta kosti sem endanlegt
mark, og eins og horfir þegar
þetta er ritað veldur þetta stór
mál ekki klofningi, heldur verð
ur það — ef ekkert óvænt ger
ist — afgreitt með yfirlýsingu
Samveldisráðstefnunnar þess
efnis, að mark það, sem keppt
sé að, sé það, sem áður var
greint. og ef til vill ákveður
VINNUBÚÐIR OG
SKOTLANDSFERÐ
Á þessu sumri verða hér á
landi vinnubúðir f samvinnu við
skozku kirkjuna. Þær verða að
Eiðum f Suður-Múlasýslu dag-
ana 22. júnf til 10. júlf og eru
ætlaðar unglingum frá 16 ára
aldri. Þeir, sem hafa áhuga á
að taka þátt i vinnubúðunum.
hafi samband við æskulýðsfull-
trúa þjóðkirkjunnar, sr. Hjalta
Guðmundsson Klapparstíg 27
sími 12236.
Undanfarin sumur hefur Þjóð
kirkjan sent hóp unglinga til
þátttöku í vinnubúðum í Skot-
landi. í sumar verður hafður
sá háttur á, að efnt verður tiJ
kynnisferðar til Skotlands í sam
vinnu við Ferðaskrifstofuna
Sunnu og rteimsóttir nokkrir
staðir. þar sem æskulýðsstarf
skozku kirkjunnar fer fram. AIl-
ar upplýsingar um þessa ferð
gefur Ferðaskrifstofan Sunna,
Bankastræti 7, sími 16400.
brezka stjórnin tímalengd sam
komulagsumleitana við Rhod-
esiustjórn um málið, og sætti
hinir blökku þjóðarleiðtogar á
ráðstefnunni, sem farnir voru
að ókyrrast, við það.
FRIÐARNEFNDIN
En það er annað, sem vænt
anlega einnig bægir frá hætt-
unni á klofningi, og það er mik
ilvægi þess, að Samveldisráð-
stefnan geti beitt áiinfum sín
um til þess, að friður komist á
í Vietnam, — en einnig þetta
mál hefði getað klofið ráðstefn
una, þar sem sumir blakkir leið
togar þar risu öndverðir gegn
því að Wilson — höfundur upp
ástungunnar að nefndarskipun-
inni — yrði formaður hennar,
þar sem hann væri óheppileg-
ur maður til þess, vegna stuðn
ings stjórnar hans við Banda-
ríkin í Vietnamstyrjöldinni.
Einnig hér hefur andi frjáls-
ræðis og umburðarlyndis haft
sln góðu áhrif, því að fyrir á-
hrif Asíu- og Afrlkuleiðtoga á
ráðstefnunni, er reynt að fá
stjórnirnar í Peking og Hanois
til þess að hætta við „að skella
hurðinni að stöfum fyrir nefinu
á friðamefndinni eins og gert
var við Gordon Walker" og fall
ast á að ræða við friðarnefnd-
ina, hvort sem Wilson yrði for
maður hennar eða ekki. Verður
þetta skilið á annan veg en
þann, að ekki standi á Wilson,
að annar en hann verði formað
ur sé það sett að skilyrði af
þeim rauðu í austri, og veit
hann þó, að meiri hluti ráðstefn
unnar vill hann sem formann
friðarnefndarinnar framar öðr-
um. Gefur Wilson með þessu
gott fordæmi öðrum, þvl að þar
með sýnir hann, að mestu máli
skiptir ,að tilætluðum árangri
verði náð, og að aðrir reyni
verði honum meinað að gera
það. Og allar götur yrði heið-
urinn heiður samveldisins og
samstarfinu innan þess styrkur
þokist i rétta átt fyrir tilstilli
þess.
SAMEIGINLEG YFIRLÝSING
í RÁÐSTEFNU LOK
Ráðstefnunni, sem haldin er
í Marlborough House, lýkur i
þessari viku. Verður þá birt
sameiginleg yfirlýsing. Það
mun álit margra, að þá komi
í ljós að tengslin séu órofin.
ef til vill enn traustari, og að
Wilson hafi vaxið að áliti.