Vísir - 24.06.1965, Side 6
V í SIR . Fimmtudagur 24. júní 1965.
Kal —
Framh. af bls 16
að mestu leyti ráðalausir gagn-
vart þessu vandamáli, en nokkr
ir þeirra hafa sáð grænfóðri í
kölnu svæðin.
Vísir hafði í gær sam-
band við Bjarna Helgason jarð-
vegsfræðing, en honum hefur
ver’ið falið að rannsaka þetta
af hálfu Atvinnudeildar Háskól-
ans. Hann var fyrir austan fyrir
rúmri viku. Bjami sagði að
kalið væri mest áberandi í ný-
ræktum, sem eru yfirleitt á
flðtu landi. Það væri lfklega
meira en ein ástæða fyrir þessu
kali. í nýræktunum væru yfir-
leitt erlendar grastegundir, sem
væru ekki eins harðgerðar og
þær íslenzku. Nýræktirnar eru
yfirleitt á sléttu landi og hafa
því klakasvell legið yfir túnun-
um og hindrað lofti aðgang að
jarðveginum. Þetta gerðist ekki
þar sem hjarn lægi yfir túnum.
Vísir hafði einnig samband
við dr. Sturlu Friðriksson. Dr.
Sturla hélt að þetta væri ekki
sízt spursmál um harðgerð
gróðursins og hvemig túnin
væru unnin undir ræktunina.
„Við þörfnumst harðgerari
grasstofna," sagði dr. Sturla.
— Sumir erlendu grasstofnanna
henta ekki íslenzkum aðstæð-
um, og verðum við því að
leggja á það áherzlu að finna
þá íslenzku grasstofna, sem
bezt henta, jafnframt þvi, sem
við reynum að velja beztu er-
iendu grasstofnana.
Alúmín —
Framh. af bls. 16
ræður, sem miðuðu að því, að þing
mennirnir ættu kost á að kynna
sér betur ýmsa þætti þessara mála,
þ. á m. uppbyggingu Swiss Alumin
ium Ltd. og framleiðslu þess víða
um heim Síðan voru ræddir ýmsir
þættir, sem snerta væntanlega al-
umíníumbræðslu á Islandi og samn-
ingagerðir þar að lútandi.
Samkomulag varð um starfsáætl
un á næstunni, sem felst í því að
þingmannanefndin vinni að ítarlegri
athuguh málsins í júlí. Síðan fjalli
lögfræðingar beggja áðila og Al-
þjóðabankans um samningsupp-
köst, en forstjórar Swiss Alumini-
um Ltd. komi síðan til Reykjavík
ur í lok ágúst og verði þá reynt
að ganga frá samningsuppköstum,
í samráði við ríkisstjórnina. Með
þessu verði stefnt að því, að málið
geti komið til meðferðar á Alþingi
í haust.
Síld —
ahald at bls. 1.
ig í þetta sinn. í heild er átumagn
ið á öllu svæðinu eitt hið minnsta
sem verið hefur undanfarin 10 ár.
Hins vegar fannst allgott átusvæði
djúpt norður af Langanesi og einn-
ig er talsverð áta í hafinu austur
af Islandi. Sökum kuldans í sjón-
um hefur vorað þar seint og má
því ætla að aukning átumagnsins
verði hægfara og se'inna á ferð-
inni en venjulega.
I þetta sinn varð ekki vart við
neina verulega síld fyrir norðan
frekar en fyrri daginn. Allsterkar
síldargöngur eru hins vegar á þrem
ur stöðúm austur af landinu, eins
og fyrr segir. Mikið af þessari síld
hélt áfram norðaustur undir Jan
Mayen. Talsverð síld er þó á góðu
átusvæði norðaustur af Langanesi
og einnig talsverð síld á átu-
snauðu svæði á Austfjarðamiðum.
Samkvæmt athugunum rússn-
esku rannsóknarskipanna er nú
talsvert síldarmagn á sfóru svæði
200-300 mílur austur af landinu og
verður framhald sfldveiðanna
næstu vikur einkum háð því, hve
hratt þessi síldarganga nálgast
síldarmiðin austanlands.
Ægir og Hafþór leita nú sfldar
fyrir austan og Pétur Thorsteinsson
eebánlélð asImiSife yo rwdhd
"löEISultfLaúié ðed .intti
EisEuap —
Framh. af bls. 1:
haldinn var í Reykjavík í fyrra-
Eiginmaður minn og faðir okkar
ÖSSUR SIGURVINSSON
byggingameistari
andaðist á Landakotsspítala 23. júní.
Guðfinna Snæbjömsdóttir og böm.
ÍBÚÐIR í SMÍÐUM
5 herbergja fokheldar hæðir, með sér þvottahúsi á
hæðinni í nýbyggingu í borgarlandinu. Seljast með
sér hitalögn og fullmúraðri sameign.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, sími 2-1515. Kvöldsími 3-3687 og 23608
3 herbergja íbúð
Til sölu er 3 herbergja íbúð á jarðhæð í Vog-
unum. íbúðin er ca. 100 fermetrar að stærð
með sérinngangi. Ræktuð íóð.
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda).
Sími: 17466. Kvöldsími: 17733.
íbúð til sölu
Til sölu er 2 herbergja kjallaraíbúð við
Grundarstíg. íbúðin er nýstandsett. Sérinn-
gangur og sérhiti. Góð kjör.
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda).
Sími: 17466. Kvöldsími: 17733.
haust, og sagði þann fund hafa
orðið mjög til þess að vekja at-
hygli á kirkju landsins, bæði inn
á við og út á Við, orðið henni til
styrktar og álitsauka. í framhaldi
af heimsþinginu færi fram guð-
fræðileg ráðstefna í Reykjavfk síð
sumars.
Biskup talaði um samþykkt'ir
Kirkjuþings í fyrrahaust um
krístnisjóð, um veitingu prestem-
bætta og skipun sóknamefnda.
Sagðist hann ekki efa, að gildandi
fyrirkomulag embættaveitinga,
prestkosningamar, væri óheppi-
legt og úr sér gengið, — það nídd
ist á stéttinrii, væri henni óhollt
og ómaklegt helsi. Gagnrýndi
hann, að Alþingi hefði vaggað
þessu frumvarpi í svefn og óskaði
þess, að prestar gerðust elcki tóm
látir um þetta mikilvæga mál, og
féllu heldur ekki fyrir þeim rök-
um, sem heyrðust frá Alþingi í
þessu stórmál'i stéttar og kirkju.
Þá kvað biskup það tilfinnanlegt,
að þjóðkirkjan hefði lítil sjálfstæð
fjárráð og henni væri markaður
þröngur bás af löggjöfunum og
fjárveitingavaldi. Sagði hann hug
myndina um kristnisjóð benda á
færa leið til að afla kirkjunni
nokkurra sjálfstæðra fjárráða.
Biskup kvað það auðsætt mál, að
prestakallaskipun landsins væri að
ýmsu leyti úrelt. Þá væri það og
alkunna, að um langt skeið hefði
reynzt örðugt að fá mörg presta-
köll skipuð, einkum hin fá-
mennustu og afskekktustu. Það
tjóaði ekki lengur að dylja sig þess
að þau embætti sem ekki fengjust
skipuð ár eftir ár og áratug eftir
áratug væru vonarpeningur og að
eins tímaspursmál, hve lengi þau
fengju að vera til á pappírnum.
Hvað eftir annað hefðu verið gerð
ar atrennur til þess að skera niður
prestaköllin f landinu einhliða, án
neinnar - uppbótar . fyrir Jþrkjupa.
Blflít: gsetí. :boriðií(ðr Myeper sjtnr
væri 'að 'nýju. Og'.iVaridséðnVni við
nám, eins og málavöxtum háttaði
Kirkjan mætti ekki láta reka fyrir
hyggjulaust í slíku máli hún
þyrfti sjálf að hafa frumkvæði um
skynsamlegar tillögur og úrræði.
Næst gat biskup hækkana á fjár
veitingum til kirkjumáld, en þær
sem mestu máli skiptu, voru þess
ar: Hálfrar milljónar kr. hækkunar
á embættiskostnaði presta, hálfr-
ar annarrar milljónar hækkun á
fé til endurbóta á íbúðarhúsum
presta, rúmrar hálfrar annarra millj
hækkun á fé til bygginga á prest-
setrum.
Biskup vék að ráðleggingarstöð
um hjúskaparmál, sem Kirkjuráð
tók við af Félagsmálastofnuninni.
Sagði biskup slíka ráðleggingar-
stöð geta átt mikilvægu hlutverki
að gegna. Fjárhagur hennar væri
ótraustur, en hann vonaði, að
starfsemin sannaði gildi sitt í fé-
lagslegu tilliti og öðlaðist þá þann
fjárhagsstuðning sem hún þyrfti til
þess að kifkjan gæti innt af hendi
verðmæta þjónustu á þessum vett
vangi.
Loks ræddi biskup framkvæmd
ir í Skálholti og gat þess, að húsa
meistari ríkisins, Hörður Bjarna
son, ynni nú að teikningum lýð
háskólans. Kunnur, danskur arki-
tekt hefði komið hingað til við-
ræðna um skipulagsmál. og annan
undirbúning skólabygginga og
hefði hann lofað að vera til ráðu
neytis. Þá hefði mikilvægt spor ver
ið stigið, er kaup voru fest á verð-
mætu bókasafni til staðarins. —
„Þorri landsmanna skilur, að Skál
holt stefnir að því að verða lifandi
staður, sem mun byggjast upp sem
aðili að margþættu menningar-
starfi. Þar mun verða og þarf
að verða bókakostur af bezta og
vandaðasta tagi og mun enginn
harma, þegar stundir líða, að þeir,
sem auglýsa gerð sína með óvild
til slíks máls, voru ekki orðnir
einráðir í íslenzkum hugsjória- og
menningarmálum“.
t.1
ihsa.
JtÍgsEskrifstofur
Loftleiða
loka milli kl. 2 og 4 í dag vegna minningar-
athafnar um Öglu Sveinbjörnsdóttur.
LOFTLEIÐIR hf. -
Esdhúskollar 100' kr.
Innbrenndir stáleldhúskollar, klæddir með
plasti og stoppaðir með listadún. — Seljum
takmarkaðar birgðir á aðeins 100 kr. stk.
STÁLHÚSGAGNASALAN
Miklubraut 15 (Rauðarárstígsmegin)
SBÚÐ TIL SÖLU
Til sölu er 90 fermetra íbúð við Grettisgötu.
Þrjár stórar stofur, eldhús og bað, svalir.
íbúðin er nýmáluð, á 2. hæð. Laus strax.
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda).
3Síoji; .47466,, Kvöldsími: 17733.
waí íiV,j -
Ódýrar íbúðir
1 SMÍÐUM:
2 herbergja fokheldar íbúðir í bænum seljast fok-
heldar, með sér hitalögn, tvöföldu gleri, sameign múr-
húðuð. Sér herbergi. á jarðhæð fylgir.
3 herbergja og 4 herbergja íbúðir í borgarlandinu. —
Seljast fokheldar með s(ameign múraðri, sér hitalögn
og verksmiðjugleri.
Út á þessar íbúðir eru veitt lán í Húsnæðismálastjórn
allt.að kr. 280 þús.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, sími 2-1515. Kvöldsími 3-3687 og 23608
Einbýlishús óskast
Höfum kaupanda að einbýlishúsi í smíðum, eða full-
gerðu. Aðeins góð eign kemur til greina. Má vera í
Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópavogi, Seltjarnarnesi
eða í borgarlandinu.
Bílskúr eða bílskúrsréttindi skilyrði.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, sími 2-1515. Kvöldsími 3-3687 og 23608
ÍBÚÐ — Útborgun
kr. 100 þúsund
Höfum til sölu 95 fermetra jarðhæð í Hafnarfirði.
íbúðin hefur staðið auð nokkurn tíma og þarfnast
standsetningar. Traust hús..
Verð ca. 250 þúsund krónur. Húsnæðið er íbúðar-
hæft strax.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, sími 2-1515. Kvöldsími 3-3687 og 23608
/